Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 8

Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, gerði skattlagningu séreign- arsparnaðar að umræðuefni í grein í Morgunblaðinu á miðvikudag. Benti hann á að tug- þúsundir Íslendinga hefðu efnt til sér- eignarsparnaðar á forsendu skattaf- sláttar. Ýmis dæmi væru um slíka af- slætti, en þessi af- sláttur væri frá- brugðinn að því leyti að hann væri stofn sérstakrar skattkröfu síðar. - - - Ólafur er ósáttur við að séreignarsparnaðurinn sé skattlagður eins og launatekjur því að hann sé eign, og tekjur og eignir séu sitthvað. Þá búi þeir sem séu komnir yfir sextugt við ofsköttun og hætt sé við að séreignarsparn- aðurinn lendi í hæstu skattþrep- unum. - - - Ríkisvaldið svarar því ugglaust til að hér sé um að ræða frest- un á skattlagningu. Sé ekki dreginn af tekjunum þegar þær eru greidd- ar út heldur þegar sparifjáreigand- inn fær þær í hendur. Þá vaknar vitaskuld spurningin hvernig vext- irnir af inneigninni eru skatt- lagðar. - - - Ólafur bendir réttilega á að und- antekning frá þessari skatt- lagningu sé gerð í einu tilfelli. Ráð- stafa megi séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán. Það hlýtur að teljast mismunun þegar skattlagning veltur á því hvernig peningunum er varið, hvort keypt er húsnæði eða matur. - - - Ólafur spyr: „Þeir sem falla und- ir ákvæði um íbúðarkaup sleppa með öllu við skattinn. Á jafn- ræðisreglan ekki við nema stund- um?“ Ólafur Ísleifsson Á jafnræðisregla bara stundum við? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Farþegaskip sem margir þekkja kom til Reykjavíkur í vikunni og lagðist að Miðbakka í gömlu höfn- inni. Þetta er Ocean Diamond sem mörg undanfarin sumur hefur siglt hringinn í kringum Ísland með er- lenda ferðamenn. Á heimasíðu Iceland ProCruises, sem gerir skipið út, má sjá að í boði eru sex ferðir í kringum Ísland og tvær ferðir til Grænlands. Hring- ferðirnar standa yfir í 10 daga. Ocean Diamond mun koma við í Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Hrísey, Húsavík, Seyðisfirði, Djúpa- vogi og í Vestmannaeyjum. Far- gjaldið er frá 315 þúsund íslenskum krónum upp í 470 þúsund fyrir manninn, allt innifalið. Farþegar koma til landsins í gegnum Leifsstöð og farþegaskipti verða í Reykjavík. Ocean Diamond er 8.282 brúttótonn að stærð og get- ur tekið 207 farþega og í áhöfn eru 144 manns. Í áhöfn eru að jafnaði nokkrir Íslendingar, t.d. sem leið- sögumenn. Áhersla er lögð á að gefa farþegunum kost á að kynnast land- inu, náttúrunni og íslenskri menn- ingu. sisi@mbl.is Demanturinn siglir við Íslandsstrendur - Farþegaskiptin verða í Reykjavík Morgunblaðið/sisi Miðbakki Ocean Diamond við bryggju og bíður þess að fara í fyrstu ferðina. „Leikurinn kostar 2.690 fyrir þá sem eru ekki með áskrift. Fólk sækir Vi- aplay í símann, fartölvuna, spjald- tölvuna eða sjónvarpið,“ sagði Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi, í samtali við Morg- unblaðið um leik Liverpool og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 19 og geta íslenskir áhorfendur nálgast leikinn í gegnum streymisveituna. Viaplay verður með veglega dagskrá í kringum leikinn. „Hörður Magnússon og Heimir Hallgrímsson eru í París og Rúrik Gíslason og Kári Árnason verða í stúdíó Viaplay í Reykjavík. Michael Laudrup, fyrrverandi leikmaður Real, kíkir á Heimi og Hörð og út- sendingin byrjar 90 mínútum fyrir leik. Þetta er lengra og ítarlegra en hefur verið hjá okkur,“ sagði Hjörv- ar. johanningi@mbl.is Úrslit Meistaradeild- arinnar ráðast í kvöld AFP Meistaradeildin Markahrókarnir Salah og Benzema mætast í París.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.