Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 VINNINGASKRÁ 418 10092 22426 33989 45776 51780 61448 72588 559 10099 23272 34627 45778 51874 61578 72755 839 10423 23345 34671 46432 52027 61737 73278 1241 10432 23595 35012 46439 52547 62195 73629 1291 10515 24113 35315 46462 52712 62442 74013 2083 10797 24332 35501 46519 52950 62513 74318 2340 10866 24585 35879 46521 52973 63017 74513 2545 11172 24825 36026 46540 53364 63045 74529 2849 11688 25508 36040 46573 53431 63557 74779 3404 12868 25552 36212 46715 53451 63594 74843 3686 13225 25565 36445 46893 54125 63765 75020 3932 13232 25655 36586 46933 54351 64232 75240 3954 13403 25669 36892 47034 54372 64769 75324 4450 13605 25698 37197 47269 54664 65900 75383 4795 14693 26445 37278 47361 54686 66024 75424 5601 14770 26512 37599 47748 54987 66181 75723 5612 14950 26626 38288 47824 55016 66225 75770 6027 15302 28030 38769 47927 55208 66546 75885 6345 16993 28668 39587 48308 55239 66674 75989 6573 17035 28977 39937 48805 55666 66909 76197 6710 17212 29029 39992 49016 56739 67220 76218 6730 17258 29097 40327 49065 57027 67340 76561 6914 17268 29580 40762 49099 57316 67905 76687 7037 17871 29658 40874 49201 58144 68431 76742 7117 18494 29956 42103 49241 58361 68924 76958 7835 18556 30050 42167 49468 58485 68938 77076 8056 18676 30212 42321 49472 58540 68964 77566 8492 18763 30430 42766 49690 58557 69254 78414 8727 18801 30722 42816 49883 58711 69569 78439 8805 19127 30724 43243 50004 59074 70486 78648 8963 19221 30857 43713 50096 59592 70689 78982 9016 19290 30872 43796 50334 59945 71368 9162 20160 31119 44021 50721 60419 71778 9261 20595 31190 44558 51194 60878 71841 9271 20788 31543 44969 51445 61181 72360 9426 20912 31816 44986 51458 61243 72439 9772 21932 32616 45431 51644 61380 72509 485 11083 22178 35037 44376 51218 59278 70160 731 12305 24335 35219 44722 51629 59624 70435 1456 12584 24586 35397 44743 51632 59675 70979 2666 12959 25434 36633 45970 51880 59982 72119 3887 13235 26228 40490 47330 52271 64678 72629 5452 15407 28606 41462 47728 53484 65354 74219 5977 15872 28907 42159 48285 53591 65561 74924 6368 16282 30355 42353 48489 56719 65745 76308 7564 16681 31279 42429 48682 56769 65769 76744 7873 17307 31899 43636 50233 56900 68296 8942 17359 32532 43722 50532 58303 68545 10906 21225 34087 43836 50571 58353 69461 10921 21667 34297 43910 51109 58545 69574 Næstu útdrættir fara fram 2., 9., 16., 23. & 30. júní 2022 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 16062 17828 25145 31186 77879 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3305 29565 34269 48299 58673 68889 5517 30117 42092 51295 58747 69727 8407 31465 43161 57577 61198 70690 12158 33434 45533 58372 61279 74664 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 3 6 7 0 4. útdráttur 27. maí 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil harðindi á Íslandi – svo lá við hungursneyð meðal landsmanna – kunna að hafa verið ein helsta ástæða þess að Íslendingar gengu Hákoni Hákonarsyni Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála árið 1262. Þetta segir Skafti Ingimarsson, dokt- or í sagnfræði við Háskóla Íslands, en hann setti þessa tilgátu fram á Sögu- þingi 2022, sem haldið var á dög- unum. Þar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum fyrir málstofu með yfirskriftinni Frá goðaveldi til konungsvalds: Af- staða Íslendinga til Noregskon- ungs og stjórn- málabarátta Sturlungaaldar. Fræðimenn hafa lengi haldið því fram að ófriður Sturlungaaldar hafi verið helsta ástæða þess að Íslend- ingar gengust undir vald Hákonar gamla Noregskonungs árið 1262. Skafti telur málið ekki svona einfalt eftir að hafa rannsakað Sturlunga sögu og íslenska annála frá árunum 1258–1262. Þar komi fram að nær samfelld fjögurra ára harðindi og hallæri hafi ríkt í landinu árin áður en sáttmálinn var samþykktur. Samn- ingur Íslendinga við Norðmenn hafi ekki hvað síst miðað að því að tryggja landsmönnum nauðsynjar og lífs- bjargir. Skipaákvæðið þýðingarmikið Skafti vekur athygli á svonefndu skipaákvæði Gamla sáttmála, en þar segir orðrétt: „Skulu sex skip ganga af Noregi til Íslands tvö sumur hin næstu, en þaðan í frá sem konungi og hinum bestu bændum landsins þykir hentast landinu.“ Skafti bendir á að skipaákvæðið sé þýðingarmikið til að skilja aðdrag- andann að gerð Gamla sáttmála. Fræðimenn hafi ítrekað reynt að út- skýra tilurð þess og tilgang og bent á að annars vegar hafi íslenskum höfð- ingjum frá fornu fari verið skylt að tryggja landsmönnum aðflutninga á útlendri vöru. Hins vegar hafi Nor- egskonungur viljað ná yfirráðum yfir Íslandsversluninni. Sigurður Nordal hafi talið ákvæðið sýna að Íslend- ingar hefðu verið háðir Norðmönnum um aðflutninga og fleiri tekið í sama streng. Önnur sjónarmið hafi þó kom- ið fram, svo sem viðleitni til þess að stemma stigu við fjölda Norðmanna hér á landi. Kólnaði um allan heim Sjónarhorn Skafta er annað en fræðimenn hafa beitt hingað til við rannsóknir á tilurð og tilgangi Gamla sáttmála, en hann nálgast viðfangs- efnið þverfaglega, frá sjónarhóli eld- fjalla-, loftslags- og sagnfræði. Skafti segir að flest bendi til þess að harð- indin á Íslandi hafi stafað af kólnandi veðurfari um allan heim í kjölfar Samalas-eldgossins á eyjunni Lom- bok í Indónesíu árið 1257, en gosið er eitt öflugasta sprengigos sem orðið hefur á jörðinni frá lokum ísaldar. Gosið, sem er vel þekkt meðal jarð- vísindamanna, gjöreyddi allri byggð á Lombok. Gosmökkurinn náði 43 kíló- metra hæð og skildi eftir sig sex sinn- um sjö kílómetra breiða og 800 metra djúpa öskju þar sem Samalas stóð áð- ur. Gosið þeytti gríðarlegu magni af ösku og brennisteinsgasi upp í heið- hvolfið. Þar mynduðu gosefnin móðu af brennisteinssýru, sem náði að lok- um umhverfis jörðina. Móðan end- urkastaði hitageislum sólar. Afleið- ingin var svokallaður eldfjallavetur, það er kólnandi veðurfar um allan heim í nokkur ár. Þetta sjáist með greiningu á efnamælingum í jökulís frá borkjörnum úr jöklum á Græn- landi og Suðurskautslandinu. Áratug- ir eru síðan vísindamenn greindu fyrst ummerki eldgossins í bor- kjörnum úr Grænlandsjökli. Skafti bendir á að samfélaglegar afleiðingar Samalas-eldgossins komi fram í miðaldatextum, bæði á meg- inlandi Evrópu og á Íslandi. Evr- ópskar miðaldaheimildir frá Frakk- landi og Englandi greini frá óvenjulegum litabreytingum í and- rúmsloftinu og veðurfari, kulda- stormum, stórrigningum og upp- skerubresti sumarið 1258, sem leiddi af sér hungursneyð í Englandi, en þúsundir Lundúnabúa urðu hungrinu að bráð þetta sama ár. Ástandið hafi verið svipað á Íslandi. Þannig greini Sturlunga saga og annálar frá mikl- um harðindum vorið 1258 og mann- felli af völdum sóttar í Húnavatns- sýslu. Harðindin hafi haldið áfram árið 1259, en þá greini annálar frá því að snjóað hafi fyrir Lárentíusar- messu, það er fyrir 10. ágúst. Vet- urinn 1260–1261 hafi síðan keyrt um þverbak, en þá greini Sturlunga saga frá því að bændur hafi skorið fé sitt mjög niður og að alls greini fimm annálar frá því að hafís hafi legið um- hverfis landið þá um vorið, það er ári áður en Gamli sáttmáli var undirrit- aður. Legið hafi við hungursneyð. Túlka atburðarás upp á nýtt Skafti ítrekar að ef fræðimenn fall- ist á tilgátuna þá breyti hún í grund- vallaratriðum sýn á Gamla sáttmála og aðstæðum á Íslandi við samþykkt hans. Túlka þurfi atburðarásina hér á landi í aðdraganda sáttmálans upp á nýtt. Í grófum dráttum hafi hún verið á þá leið að Hákon konungur knúði æ fastar á um að Gissur Þorvaldsson jarl efndi heit sín við konung og legði skatt á landsmenn, en á sama tíma hafi Gissur reynt að draga málið á langinn, enda vitað að það var ómögu- legt að fá Íslendinga til að fallast á skattgjaldið fyrr en betur áraði. Fulltrúar konungs hér á landi hafi þrengt kosti jarls smám saman, uns hann átti engrar undankomu auðið. Útkoman hafi orðið sú að Gissur jarl lét samþykkja sáttmálann á Alþingi árið 1262. Með því hafi hann tryggt sín eigin völd í landinu og réttindi og hagsmuni Íslendinga eins vel og kost- ur var, rétt eins og jarli bar að gera sem æðsta embættismanni konungs á Íslandi. Þetta sé mikilvægt að hafa í huga, þegar fjallað sé um skipa- ákvæði sáttmálans. Eitt helsta mark- mið þess hafði verið bregðast við tímabundnu neyðarástandi sem skap- ast hafði í landinu vegna harðind- anna. Íslendingar hafi verið hjálp- arþurfi í harðindum og hallæri sem af þeim leiddi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Torfbær Þekking og skilningur á fortíðinni breytist stöðugt í krafti rannsókna, sem gjarnan eru þverfaglegar og viðteknar söguskoðanir þróast með umræðu. Myndin er af hlöðnum veggjum og torfþaki í Glaumbæ í Skagafirði. Hungur og harðindi í móðu mikils öskugoss - Samið við Noregskonung í nauðvörn? - Ný kenning um tilurð Gamla sáttmála árið 1262 - Sjónarmið á Söguþingi Skafti Ingimarsson AFP Indónesía Eldgos nú í vor. Áhrif hamfara geta verið á heimsvísu. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.