Morgunblaðið - 28.05.2022, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Myndavélin hefur jafnan verið
gluggi minn á tilveruna,“ segir Guð-
jón Guðmundsson, vélvirki á Akra-
nesi. „Nærsýni hefur alltaf fylgt mér
og gleraugu hafa ekki bætt mér þá
fötlun að öllu leyti. Þegar ég hins veg-
ar horfi á heiminn í gegnum linsuna,
stækkar allt og verður skýrt. Ef til
vill hefur myndasmíðin því alltaf ver-
ið ómeðvitað viðbragð mitt við að-
stæðum lífsins.“
Kassafilma og
útkoman ferköntuð
Stundum er sagt að daufur sé
dellulaus maður. Öllum sé mikilvægt
að eiga sér eitthvað til dundurs og af-
þreyingar þegar skyldustörfum og
daglegu starfi sleppir.
Líf og yndi Guðjóns Skagamanns
er að taka ljósmyndir og jafnhliða
safnar hann gömlum myndavélum.
Slíkar eru í hundraðavís í hillunum í
tómstundaherbergi Guðjóns á heimili
hans við Suðurgötu á Akanesi. Nærri
lætur að nú sé kompan full og því
veltir Guðjón fyrir sér hvort finna
mega varanlegan samanstað fyrir
safnið og gera fólki sýnilegt.
„Eins og algengt var í gamla daga
fékk ég fyrstu myndavél í ferming-
argjöf. Þetta var Kodak Instamatic;
lítil og nett vél sem sett var í 35 milli-
metra kassafilma og skilaði af sér fer-
köntuðum myndum. Fyrr á árum
voru myndavélar fokdýrar og sú var
raunin með þessa. Fyrir utan að
græjur þessa tíma voru óttalegt rusl
miðað við stafrænar myndvélar dags-
ins í dag. Slíkar skila alveg ótrúlega
góðum myndum sem svo má alltaf
vinna áfram og gera enn betri með
tölvuvinnslu. Hið eina sem gamla vél-
ar skila betur en þær nýju eru svart-
hvítar myndir, teknar á filmu. Slíkar
myndir hafa oft alveg ótrúlegan
sjarma.“
Canon til daglegs brúks
Myndavélarnar sem Guðjón hefur
átt um dagana eru orðnar margar.
Misjafnar eins og gengur, en fáar þó
betri en Canon A1. Slíka hafði hann
til daglegs brúks í mörg ár og líkaði
vel. Sú er nú stássgripur í mynda-
vélasafninu sem Guðjón byrjaði að
draga til fyrir um 35 árum. Söfnun
þessi gekk rólega framan af, en meiri
skriður komst á mál þegar stundir
fram liðu. Nú eru í safninu alls konar
vélar af ýmsum gerðum; svo sem
Olympus, Minolta, Konica, Nikon.
Einnig Pentax og Leica.
Í safni Guðjóns eru sömuleiðis
nokkar myndavélar af gerðinni Zenit;
framleidddar í hinu rauða Rússlandi,
endur fyrir löngu. Slíkar vélar voru
algengar á Íslandi fyrr á tíð sem kann
að koma til vegna margvíslegra vöru-
og viðskipta milli Sovétmanna og Ís-
lendinga. Í austrið var frá Íslandi
seld meðal annars síld og ullarvörur,
en á móti komu til dæmis bílar og
lausavarningur ýmiss konar; mynda-
vélar þar með taldar.
„Zenit voru fínar vélar, en fólki
gekk reyndar misjafnlega að láta
ljósop og hraða virka saman. En
myndirnar voru góðar, að svo miklu
leyti sem myndavélin skipti máli.
Mestu skiptir að ljósmyndarinn hafi
næmt auga og staðsetji sig rétt í um-
hverfinu. Slíkt er formúla að góðri
mynd.“
Guðjóni hafa áskotnast mynda-
vélar eftir ýmsum leiðum. Söfnun
hans hefur spurst út og ýmsir því
gaukað að honum vélum. Allmargar
komu til dæmis frá Friðþjófi Helga-
syni, Akurnesingi og atvinnu-
ljósmyndara til áratuga. Einnig hefur
Guðjón á nytjamörkuðum eða sam-
bærilegum stöðum keypt myndavélar
– og þá líka flöss, linsur, ljósmæla og
annað gott. Yfirleitt hefur þetta feng-
ist fyrir slikk, því í veröld fjöldafram-
leiðslu er flest forgengilegt og gamalt
dót er sjaldnast verðmikið.
Ýmissa góðra grasa kennir í vinnu-
Maður með margar myndavélar
- Einstakt safn á Akranesi - Um 500 myndavélar og fylgihlutir - Horft á heiminn í gegnum linsuna
- Canon, Konica, Pentax og Leica - Sovésk Zenit - Ljósmyndarinn hafi auga fyrir umhverfi sínu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Myndasmiður Guðjón Guðmundsson með gamla Canon-vél og sterka að-
dráttarlinsu sem dugar til að flytja fjöll eins og oft þarf í myndatökum.
Safn Myndavélarnar í safni Guðjóns eru margar, ólíkar og frá ýmsum tímum. Framfarirnar eru miklar og vélarnar æ betri, þótt auga og næmi myndasmiðs ráði alltaf mestu um hver útkoman verður.
Ljósmynd/Guðjón Guðmundsson
Skipaskagi Myndefnin eru mörg á Akranesi og umhverfið er fallegt, svo
sem á sumarkvöldum þegar horft er á sólsetrið á Faxaflóa af Breiðinni.
herbergi Guðjóns sem safnar til
dæmis hljóðfærum og bjórmottum. Í
öndvegi eru þó myndavélarnar sem
hann ætlar nú að merkja og skrá, eft-
ir því sem upplýsingar liggja fyrir.
Allt slíkt auki gildi safnsins, verði það
gert almenningi aðgengilegt. Þar hafi
ýmsum hugmyndum verið velt upp,
án þess að málin hafi þokast eitthvað
lengra.
Söfn eigi að vera full af drasli
„Söfn í dag eru sum hver orðin eins
og tölvuleikur og stafræn veröld. Ég
er mátulega spenntur fyrir slíku og
finnst að söfn eigi að vera full af
drasli, svo ég orði þetta skýrt. Mér er
að minnsta kosti ekki sama hvað
verður um myndavélarnar mínar;
sem allar eiga sína sögu þar sem í
hnotskurn sést tækni og framfarir,“
segir Guðjón sem í dag notar sjálfur
nýjustu gerðirnar af Canon R. Hann
sést oft á rölti um göturnar á Akra-
nesi með myndavélina; þá gjarnan á
Neðri-Skaga þar sem myndefnin eru
mörg og teikningin í umhverfinu
sterk.
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | vefverslun | aprilskor.is
18.990.-
strigaskór