Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 24
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
V
ið höfum helst litið til Evr-
ópu og þá sérstaklega til
Norðurlandanna. Hrað-
vagnakerfi opnar í Álaborg
í Danmörku á næsta ári og kerfið er
einnig í undirbúningi í Stafangri í
Noregi. Þessar borgir eru svipaðar
að stærð og höfuðborgarsvæðið á Ís-
landi. Okkur finnst við vera svo fá-
menn en ef maður tekur höfuðborg-
arsvæðið í heild sinni þá er það eins
og meðalstór norræn borg,“ segir
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri
Betri samgangna, spurður til hvaða
borga skipuleggjendur borgarlínu
horfi.
„Frakkar hafa mjög lengi verið
framarlega í samgöngumálum í víð-
um skilningi og þess vegna höfum við
einnig skoðað hvað er að gerast þar á
svæðum sem eru álíka fjölmenn og
höfuðborgarsvæðið. Ég skoðaði kerfi
í tveimur borgum í suðurhluta Frakk-
lands í fyrra og kerfin þar voru mjög
vel heppnuð. Það er mjög víða hægt
að leita fyrirmynda.“
Ný tímalína í næstu viku
Frakkar koma við sögu í undir-
búningsvinnunni.
„Fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki
er að störfum við að hanna fyrstu lot-
una. Franska verkfræðifyrirtækið
Artelia leiðir það í samstarfi við verk-
fræðistofurnar MOE frá Danmörku
og Hnit. Þess má geta að þessar er-
lendu stofur hafa komið að svona
verkefnum mjög víða.“
Samkvæmt núgildandi tíma-
áætlunum þá eiga fyrstu vagnarnir
að fara af stað í fyrsta lagi í lok árs
2025 en þessi áætlun er til endurskoð-
unar. Ný tímalína verður líklega birt
á næstu vikum. Áætlaður kostnaður
við fyrstu lotu, og þá langstærstu, er
um 19 milljarðar króna. Hún er tæp-
lega 40% af heildarframkvæmdinni.
Davíð bendir á að sumir leggirnir
muni nýtast í einhverri mynd áður en
borgarlínan verður tilbúin og nefnir
Fossvogsbrúna sem dæmi.
„Fyrsta lotan nær frá Höfða og
niður í miðbæ. Heldur áfram frá mið-
bænum yfir nýja Fossvogsbrú, yfir í
Kársnes og Hamraborg. Þetta er
mjög langt og er því ekki gert allt í
einu. Framkvæmdum er skipt niður í
leggi og hver leggur nýtist strætó
þegar hann er tilbúinn og í ein-
hverjum tilfellum gangandi og hjól-
andi vegfarendum. Fossvogsbrúin er
besta dæmið um þetta en nú er áætl-
að að hún geti opnað árið 2024.
Strætó getur þá byrjað að nota hana,
ásamt gangandi og hjólandi vegfar-
endum, þótt borgarlínan verði ekki
tilbúin. Borgarlínan er hluti af sam-
göngusáttmálanum sem er fimmtán
ára verkefni. Í sáttmálanum eru sex
lotur og sjöttu lotunni á að ljúka
2033.“
Fljótlegra á sérakgreinum
Íslendingar þurfa að sníða sér
stakk eftir vexti í samgöngumálunum
að mati Davíðs. Höfuðborgarsvæðið
sé of fjölmennt til að vera einungis
með strætóferðir sem valkost.
„Í stórum borgum eru neðan-
jarðarlestir eða léttlestir en við erum
of lítið borgarsvæði fyrir það. Við er-
um hins vegar of fjölmennt svæði til
að vera eingöngu með strætókerfi
sem þræðir öll hverfi borgarinnar.
Þessi hraðvagnakerfi eru á meg-
instofnleiðum og flytja þá margt fólk
eftir þeim. Þau eru fullkomin fyrir
meðalstór svæði eins og höfuðborg-
arsvæðið er.
Ég veit ekki um neina borg í
Evrópu sem leggur ekki megin-
áherslu á fjölbreytta ferðamáta þegar
kemur að því að takast á við tafir í
umferðinni. Allar borgir í Evrópu eru
að fara sömu leið og við með því að
leggja áherslu á almennings-
samgöngur.
Lykilatriðið varðandi borgarlín-
una er að fólk mun komast hraðar um
því hún verður á sérakgreinum. Þar
af leiðandi muntu ekki sitja fastur í
umferðinni eins og getur gerst hjá
strætó í dag. Þessu mun því fylgja
áreiðanleiki þar sem fólk veit nokk-
urn veginn hversu lengi það verður á
leiðinni. Gert er ráð fyrir að vagn-
arnir komi á sjö og hálfrar mínútu
fresti. Fólk á því ekki að þurfa að bíða
nema í nokkrar mínútur.“
Dregur úr umferðaþunga
Davíð segir ekki annað í kort-
unum en að einkabíllinn verði algeng-
asti ferðamátinn og því sé áríðandi að
draga úr umferðaþunga.
„Fólk notar þann ferðamáta sem
hentar best hverju sinni. Miðað við
spár og áætlanir verður einkabíllinn
áfram langvinsælasti ferðamátinn.
En með því að bjóða upp á almenn-
ingssamgöngur sem eru áreiðanlegri,
fljótari og þægilegri þá munu fleiri
nýta sér þær. Reynslan sýnir það.
Borgarlínan mun nýtast fleirum en
þeim sem nota hana því þetta nýtist
einnig þeim sem fyrst og fremst ætla
að nota bílinn vegna þess að tafir í
umferðinni verða minni en ella,“ segir
Davíð.
Borgarlína horfir til Ála-
borgar og Stafangurs
Ljósmynd/Betri samgöngur
Borgarlína Úr kynningarefni vegna áætlana um borgarlínu.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Innrás Vladimírs
Pútíns Rúss-
landsforseta á
Úkraínu í febrúar
hefur haft gríðarleg
áhrif. Mest auðvitað
á Úkraínu, en einnig
á Rússland sjálft og
þegar fram í sækir kunna afleið-
ingar þeirrar sneypufarar að
reynast varanlegri þar. Það er erf-
itt að sjá málalyktir, sem eru
Rússum eða Pútín hagfelldar.
Hann hefur afhjúpað ótrúlegt
dómgreindarleysi sitt, Rússlands-
her hefur reynst vera ótrúlega lé-
legur og Rússland ótrúlega ber-
skjaldað fyrir efnahagslegum
refsiaðgerðum. Auðmýkjandi
ósigur og efnahagshrun virðist
blasa við, en á þeim ber Pútín fulla
ábyrgð.
Áhrif innrásarinnar geta samt
sem áður orðið sögulegri fyrir
Vesturlönd. Öllum að óvörum varð
innrásin til þess að þjappa Vestur-
löndum saman gegn ófriðar-
seggnum í Kreml, en leita þarf
áratugi aftur til daga kalda stríðs-
ins til þess að finna jafnórofa sam-
stöðu Evrópuríkja með Bandaríkj-
unum.
Það er líka vert að horfa til
flokkadrátta í Evrópu, því þar eru
ríki ekki samstíga þótt þau standi
saman. Í Vestur-Evrópu hafa
Bretar tekið forystu í stuðningi
við Úkraínu.
Eystrasaltsríkin og Pólland búa
að aldagamalli reynslu af nábýli
og hernámi Rússa. Að svo stöddu
virðist staða Pólverja hafa styrkst
mest og rödd þeirra hefur öðlast
mun meira gildi við háborð Evr-
ópu.
Aftur á móti hefur framganga
bæði Frakka og Þjóðverja valdið
vonbrigðum, jafnvel verið þeim til
minnkunar. Þessi tvö
forysturíki Evrópu
hafa dregið lappirnar
og engu líkara en all-
ir lærdómar seinni
heimsstyrjaldar-
innar hafi gleymst,
en friðarviðleitni
þeirra lítið annað en aumkunar-
verð friðþægingarstefna, þar sem
Úkraínumönnum er ætlað að
kaupa sér stundarfrið Rússa með
landi. Það er ekki unnt að áfellast
Selenskí Úkraínuforseta fyrir að
bera þær tillögur saman við eftir-
gjöf Súdetalanda til Þýskalands
1938. Engum dylst hver er Hitler
og hverjir eru heiglar vorra daga.
Það skiptir máli að Vesturlönd
stilli saman strengi sína í við-
brögðum við yfirgangssemi Pút-
íns, en eins og sænski alþjóða-
sérfræðingurinn Anders Åslund
rekur í nýrri grein í tímaritinu
Foreign Affairs skiptir ekki minna
máli að þau búi sig undir eftirleik-
inn, hvort sem Pútín festir sig í
sessi eða hrökklast frá eftir ósigur
og efnahagshrun. Haldi hann velli
þurfi að viðhalda refisaðgerðum á
Rússland uns síðasti rússneski
hermaðurinn yfirgefur Úkraínu
og samið hefur verið um stríðs-
skaðabætur. Vesturveldin þurfi
hins vegar að vera tilbúin með
endurreisnaráætlun fyrir Úkra-
ínu, sem feli bæði í sér efnahags-
aðstoð og viðskiptaaðgang. Fari
Pútín frá er líklegt að í Rússlandi
taki við upplausn um einhvern
tíma, en takist að koma á sæmi-
legri lýðræðisskipan í landinu
stendur það upp á Vesturlönd að
smíða Marshall-áætlun fyrir
Rússa, sem var vanrækt við fall
kommúnismans 1991. Þá mun
reynslan frá endurreisn Úkraínu
vafalaust koma í góðar þarfir.
Auðmýkjandi ósigur
og efnahagshrun
virðist blasa við
Rússum}
Stríð og friður
Það er ekkert nýtt
við að klerkar
hafi skoðanir á þjóð-
málum, láti þær í
ljósi, taki þátt í
stjórnmálastarfi og
séu jafnvel kjörnir á
þing. Við því amast
enginn, enda sjálfsögð borg-
araréttindi.
Það er þó rétt líkt og Jesús
benti á að gjalda keisaranum og
Guði sitt í hvoru lagi. Það þætti
óþolandi ef ráðherrar messuðu yf-
ir landsmönnum, segðu kirkjunni
fyrir verkum eða létu trúarkenn-
ingar stýra stjórnarathöfnum sín-
um. Eins á að þurfa mikið til svo
einstakir prestar þjóðkirkjunnar,
sem hefur sérstaka stöðu umfram
aðrar kirkjudeildir, blandi sér í
stjórnmálaumræðu á trúarlegum
forsendum.
Það er óvenjulegt og ber vott
um ójafnvægi þegar sókn-
arprestur fordæmir ríkisstjórn
Íslands sem fasistastjórn sem
drýgi glæpi gegn mannúð, en það
er samt innan marka heitrar þjóð-
málaumræðu.
En þegar prestur tekur til máls
og útdeilir vistarverum í helvíti,
segir stjórnvöld sek sem syndina,
úthrópar fólk sem farísea og
höggorma (trúaðir vita við hvern
þar er átt), sem selt hafi sálu sína,
þá er hann að tala úr
prédikunarstólnum.
Þær trúarlegu for-
dæmingar vígðs sál-
nahirðis ganga í hug-
um kristinna
bannfæringu næst.
Orð sr. Davíðs
Þórs Jónssonar í Laugarnes-
kirkju voru ekki aðeins mælt í
hugaræsingu eða trúarofsa, held-
ur báru með sér að vera skrifuð
og sögð af yfirlögðu ráði ef ekki
vel yfirveguðu. Á sumu hefur
hann beðist afsökunar og jafnvel
dregið til baka, en jafnan bætt í
um annað um leið. Þar hefur
hvergi örlað á þeim kærleika eða
fyrirgefningu sem Kristur boðar.
Hversu einlægar eða trúverðugar
verða fyrirbænir prestsins fyrir
altari í sunnudagsmessu, þar sem
hann biður ríkisstjórn og löggjaf-
arþingi blessunar eftir fyrri böl-
bænir?
Agnes M. Sigurðardóttir, bisk-
up Íslands, hefur veitt sr. Davíð
Þór tiltal þar sem ummælin
stangist á við siðareglur presta,
sem hann virðist þó ekki hafa tek-
ið mjög til sín. En það er mis-
skilningur hjá biskupi að þetta sé
innanhússmál kirkjunnar. Það er
samfélag kristinna í þjóðkirkj-
unni, sem þarf að meðtaka útskýr-
ingar, iðrun og afsökunarbeiðni.
Misskilningur hjá
biskupi að um sé að
ræða innanhússmál
kirkjunnar}
Bölbænir úr stólnum
Þ
að er sérstakur staður í helvíti fyr-
ir fólk sem velur að vera hlutlaust
á tímum siðferðislegra átaka. Það
er sérstakur staður í helvíti fyrir
konur sem hjálpa ekki öðrum
konum. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir
fólk sem misnotar börn. Það er sérstakur
staður í helvíti fyrir fólk sem stelur sannleik-
anum. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir
fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.
Það er sérstakur staður í helvíti fyrir rauð-
vínsglös sem passa ekki í uppþvottavél. Það
er sérstakur staður í helvíti fyrir manneskj-
una sem fann upp á því að skrifa ógeðslega
langan inngang að öllum uppskriftum á net-
inu. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk
sem snýr út úr orðum annarra.
Fólk hefur gripið til þessa orðatiltækis við
ýmis tækifæri. Sum alvarlegri en önnur. Nýjasta dæmi
þess að það sé gripið til þessa orðatiltækis, tengist því að
það á að senda til baka vel rúmlega 200 umsækjendur um
alþjóðlega vernd. Hvers vegna er tilefni til þess að grípa
til þessara orða við það tilefni?
Á árunum 1956-2019 tóku Íslendingar á móti 778
manns sem kvótaflóttafólki. Í tölfræði Útlendingastofn-
unar kemur fram að þar að auki hafa 1745 manns hafa
fengið alþjóðlega vernd frá árinu 2015. Það sem af er
árinu 2022 hafa 1050 manns bæst við þá tölu, aðallega
vegna stríðsins í Úkraínu. Þetta eru tæplega 4000 flótta-
menn sem hafa fengið aðsetur á Íslandi frá árinu 1956. Í
mesta lagi 1% af þjóðinni, og rúmur fjórðungur
af því bara út af stríðinu í Úkraínu.
Stefna stjórnvalda í útlendingamálum er
höfnunarstefna, svo lengi sem þau komast upp
með það. Svo mikið er augljóst miðað við töl-
urnar hér að ofan. Stríð í Evrópu? Þá er ekkert
mál að taka við fjölda flóttafólks. Stríð utan
Evrópu? Senda fólkið til baka. Þessi stefna
verður enn augljósari þegar umsóknir um al-
þjóðlega vernd frá Venesúela eru skoðaðar. Ár-
ið 2019 voru samtals 157 umsóknir þaðan og
engri var hafnað. Á sama tíma var öllum 22 um-
sóknunum frá Úkraínu hafnað. Þá er ágætt að
minnast þess að þegar úkraínska fótboltaliðið
kom hingað til Ísland árið 2017 til þess að
keppa, þá var Úkraína skráð á lista yfir örugg
lönd – fyrir utan héruðin Donetsk, Luhansk og
Krím. Á árunum 2015-2021 sóttu 87 frá Úkraínu
um alþjóðlega vernd á Íslandi. 12 fengu vernd.
Hér hafa ráðamenn beðið okkur um að skoða tölurnar.
Já, þær tala sínu máli. Ef litið er til áranna 2015-2021, þá
tók Grikkland við rúmlega 100 þúsund flóttamönnum á
meðan Ísland tók á móti tæplega 2000. Grikkir eru um
þrítugfalt fleiri en Íslendingar sem þýðir að þeir hafa
tekið á móti um helmingi fleiri flóttamönnum en við.
Það lítur því út fyrir að það sé viðeigandi tilefni til þess
að grípa til vel valinna orða gagnvart stjórnvöldum í
þessum málaflokki. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Helvítisvist
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Á dögunum var léttlestakerfi tekið í notkun í Óðinsvéum í Danmörku.
Leiðin er 14,5 kílómetrar. Framkvæmdin tók 14 ár og kostaði um 67 millj-
arða íslenskra króna. Til samanburðar er kostnaðaráætlun fyrir borgar-
línu um 50 milljarðar og samgöngusáttmálinn er liðlega 15 ár.
Kostaði 67 milljarða
LÉTTLESTAKERFI TEKIÐ Í NOTKUN Í ÓÐINSVÉUM