Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.2022, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 Á 10 ára tímabili frá 2012- 2021 hafa verið stofnuð rúm- lega 23 þúsund fyrirtæki á Ís- landi. Til viðbótar fjölgun fyrir- tækja er rekstrarumhverfi fyrirtækja orðið mun flóknara. Opinbert eftirlit hefur aukist mikið á tiltölulega stuttum tíma, og því hafa fylgt tilheyr- andi hótanir um sektir og við- urlög af ýmsum toga. Aukið álag bitnar á fagaðilum svo sem bókhaldsstofum sem sjá um að skila ýmsum gögnum og eyðublöðum til hins op- inbera fyrir viðskiptavini sína. Peningaþvætti Hæst ber eftirlit með pen- ingaþvætti sem kallar á mik- inn, kostnaðarsaman og tíma- frekan undirbúning hjá bókhaldsstofunum við að koma upp réttum verkferlum til að uppfylla skilyrði lag- anna. Tíminn til að sinna laga- skyldu um peningaþvætti er einfaldlega ekki fyrir hendi hjá bókhaldsstofunum. Þetta er hin blákalda staða sem blasir við. Fleiri klukkustund- um verður ekki bætt í sólar- hringinn og vinna fram á kvöld og um helgar gengur ekki til lengri tíma. Starfsfólk bók- haldsstofa þarf að huga að því vandlega á hvaða tímabili/ dögum frí er tekið og hvenær þarf að vera komið til baka úr fríi svo hægt sé að standa skil á gögnum til hins opinbera kerfis innan þess tímaramma. Þessu þarf að breyta og að lágmarki leysa bókhaldsstof- urnar undan eftirliti og skyldu varðandi peningaþvætti og láta gilda skoðun sem Rík- isskattstjóri, fjármálastofn- anir og jafnvel endurskoð- endur hafa lagt vinnu í og leggja þannig af þrí- eða fjór- verknað. Peningaþvætti við- skiptavina hefur ekki verið vandamálið hjá bókhalds- stofum. Kostnaðurinn við eft- irlitið er verulega íþyngjandi kostnaðarauki í rekstri þeirra og ávinningurinn lítill. Við vitum hverjar skyldur okkar eru ef eitthvað grun- samlegt er á ferðinni. Skatt- yfirvöld framkvæma líka sjálf- stæðar athuganir og eftirlit sem gagnast má við eftirlit með peningaþvætti. Eftirlit með peningaþvætti er einnig á borði fjármuna- brotadeildar Lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu, fjármálastofnana og endur- skoðenda. Það sýnist því vera óþarfi að íþyngja bókhalds- stofum með því að verða hluti af þessu mikla og víðtæka eft- irliti með peningaþvætti. Vinnuumhverfið Álag og eða sektir frá Skatt- inum ef tímamörkum er ekki náð gera illt verra. Opinberir eftirlitsaðilar gefa ekkert eftir jafnvel þótt eigandi fyrirtækis sé nánast á grafarbakkanum. Það dugar ekki að bókhalds- stofur hafa skilað nær öllum gögnum áfallalaust í áratugi, álagi og eða sektum er um- svifalaust beitt á það sem ekki náðist að skila. Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun rekstraraðila hefur starfsgildum hjá bókhalds- þjónustum ekki fjölgað að sama skapi. Það er mikið af vel bókhaldsmenntuðu fólki, s.s. viðskiptafræðingum, viður- kenndum bókurum og þeim sem hafa lokið námi í reikn- ingsskilum og stefna á að fara í endurskoðun en komast ekki að í starfsþjálfun vegna álags og tímaskorts innan veggja bókhaldsstofa. Afleiðingarnar af álaginu eru fyrirsjáanlegar; aukin veikindi, kulnun í starfi og annað sem gæti leitt til flótta úr stéttinni og hver á þá að sjá um að skila gögnum til hins opinbera? Kvíðinn Bókhaldsstofurnar eiga fullt í fangi með að sinna dag- legum störfum og mæta þeim tímamörkum sem sett eru vegna skila á hinum ýmsu op- inberu gögnum. Þar má nefna virðisaukaskattsuppgjör, launatengd gjöld, skatt- og rekstrarframtöl einstaklinga, ársskil launamiða, skráningu raunverulegra eigenda, verk- takamiða, hlutafjármiða, árs- reikninga fyrirtækja og skatt- framtöl fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Almenn veikindi eru ekki í boði eða afsökun fyrir því að skil dragist. Að morgni er kvíðahnútur í maganum; kemur eftirlitið í heimsókn, fáum við milljóna- sektir eða missum við við- skiptavini ef við stöndum okk- ur ekki, missum við réttindi okkar í dag? Eftir Þórunni Elsu Bjarnadóttur, Ingu Jónu Óskarsdóttur, Styrmi Ólafsson, Jóhönnu Maríu Einarsdóttur og Guðnýju Hrund Karlsdóttur Stjórn FBO Þórunn Elsa Bjarnadóttir, Inga Jóna Óskarsdóttir, Styrmir Ólafsson, Jóhanna María Einarsdóttir og Guðný Hrund Karlsdóttir » Peningaþvætti viðskiptavina hefur ekki verið vandamálið hjá bókhaldsstofum. Þórunn Elsa er formaður, Inga Jóna er varaformaður, Styrmir er gjaldkeri, Jóhanna María er meðstjórnandi og Guðný Hrund ritari FBO. Þau eru í stjórn Félags bókhaldsstofa. info@fbo.is Aukið álag á fagstétt uppgjörsaðila ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdótt- ur djákna. Kór Áskirkju syngur, organ- isti Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistund kl. 17. Davíð Sigurgeirsson annast tónlist og leiðir söng. Prestur er Kjartan Jónsson. Heitt á könnunni á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Plokk/um- hverfismessa í Bessastaðasókn. Mæt- ing við Fógetatorg kl. 11 og fjaran geng- in í átt að Bessastaðakirkju. Í lokin verður öllum viðstöddum boðið upp á létta hressingu undir kirkjuvegg. Allir hjartanlega velkomnir, ekki síst unga kynslóðin. BREIÐHOLTSKIRKJA | Djassmessa kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjón- ar. Björn Thoroddsen sér um tónlistina. BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagskvöld kl. 20 verður fyrsta kvöldmessa sum- arsins. Félagar úr Kammerkór Bú- staðakirkju leiða sönginn og Antonía Hevesi spilar á flygilinn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messu- þjónum. Eftir messuna er messuþjóna- kvöld sem er opið öllum. Örn Árnason leikari mun tala um framsögu og við hvetjum ykkur til að kynna ykkur messuþjónastarf í Grensás- og Bú- staðakirkju. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Karen Lind Ólafsdóttir. Org- anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir ásamt félögum úr Karlakór Kópavogs. Veitingar að messu lokinni. Hjallakirkja kl. 17. Prestur er Páll Ágúst Ólafsson. Matthías V. Baldursson ásamt Rokkkórnum sér um tónlist. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari er Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lár- us Jónsson prestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. GLERÁRKIRKJA | Sunnudagurinn 29. maí kl. 11. Fermingarmessa. Sr. Sindri Geir, Valmar Väljaots og Kór Gler- árkirkju leiða stundina. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag- inn 29. maí verður kaffihúsamessa kl. 11. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11 sunnudag. Guðspjall dagsins fjallar um heilagan anda, hjálparann. Við syngj- um sálma og gengið verður til altaris. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Kirkjukór Grens- áskirkju leiðir sönginn ásamt Ástu Har- aldsdóttur organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnudag kl. 11. Helgistund, kaffi og súkkulaði. Prestur er Leifur Ragnar, Hrönn Helgadóttir og Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson og forsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnu- daginn 29. maí verður messa kl. 17 í umsjón sr. Páls Ágústs. Matti sax leiðir tónlistina ásamt Rokkkór Íslands. Klukkan 11 sama dag er messa í Digra- neskirkju. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Messu- þjónar aðstoða. Félagar í Kór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Ensk messa kl. 14. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Tón- leikar kl. 17. The Georgia Boy Choir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en esp- añol. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Lundur. Íslensk fermingarguðsþjón- usta í Klosterkyrkan í Lundi laugardag- inn 28. maí kl. 14. Fermd verða: Adam Leví Guðmundsson, Grímur Árnason, María Lind Gylfadóttir og Nóel Bjarka- son. Organisti er Larsåke Sjöstedt og prestur er Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 13 með lofgjörð og fyr- irbænum. Friðrik Schram prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa með skírn kl. 11. Kórinn Góðir grannar syng- ur við messuna undir stjórn Egils Gunn- arssonar. Sr. Bolli Pétur Bollason þjón- ar. Vormarkaður kvenfélagsins þennan dag. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórð- ardóttir organisti. Sr. Davíð Þór Jóns- son þjónar fyrir altari og prédikar. Pré- dikunarefni: Sérstakir staðir í helvíti. Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Samvera og (vonandi fjörugar) sam- ræður. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum. Guðsþjón- usta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lof- gjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjón- ar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Steinunn Arnþrúð- ur Björnsdóttir. Hressing á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari og félagar úr kirkjukórnum leiða söng und- ir stjórn Stefáns H. Kristinssonar. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik- ar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu- morgunn kl. 10. Sálfræði og trú í dags- ins önn. Dr. Sigurður Júlíus Grétarss- son prófessor talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór þjónar. Bjartur Logi Guðnason er organisti. Eygló Rúnars- dóttir leiðir safnaðarsönginn. Kaffiveit- ingar. Þriðjudag kl. 14 er stund fyrir eldri bæjarbúa. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur spjallar um lífið og til- veruna. Sönghópur af Skólabraut syng- ur. Ókeypis kaffiveitingar. Fólk skrái sig til þátttöku í síma 899-6979. Kyrrðar- stund miðvikudag kl. 12. STRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kór Þorláks- og Hjallakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Sr. Sigríður Munda Jóns- dóttir þjónar. VÍDALÍNSKIRKJA | Kyrrðarbæna- messa kl. 11. Kyrrð, birta og von mun einkenna messu þessa sunnudags en það er árleg kyrrðarbænamessa. Kirkjukór Vídalínskirkju mun leiða söngva undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar organista og heiðurslistamans Garðabæjar. Sr. Henning Emil Magnús- son þjónar ásamt Bylgju Dís Gunnars- dóttur sem leitt hefur kyrrðarbæna- starfið í Vídalínskirkju undanfarin fjögur ár. Messur á morgun HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 ✝ Kristjana Krist- jónsdóttir fædd- ist 26. desember 1934 á Ytri Bug í Fróðárhreppi. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 23. maí 2022. For- eldrar hennar voru Jóhanna Oktavía Kristjánsdóttir og Kristjón Jónsson. Systkini hennar voru: 1) Sigurður, f. 5. ágúst 1929, d. 4. júlí 2019. 2) Björn Markús Leo, f. 28. nóvember 1930, d. 1. júlí 1989. 3) Þórdís, f. 30. jan- úar 1932. 4) Guð- mundur Kristján, f. 11. ágúst 1933. 5) Einar, f. 22. desem- ber 1936. 6) Elín, f. 8. maí 1938, d. 1995. 7) Ingibjörg f. 22. október 1939. 8) Úlf- ar, f. 3. maí 1941, d. 9. september 1985. 9) Sigurvin, f. 9. september 1944. Kristjana giftist 26. desember 1964 Steini Jóhanni Randverssyni, f. 8. ágúst 1936. Foreldrar hans voru Randver Richter Kristjánsson og Gyða Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Jó- hanna, f. 29. maí 1956, maki henn- ar er Guðmundur Gísli Egilsson, þau eiga 3 börn, 13 barnabörn og 2 barnabarnabörn. 2) Leidy Karen f. 21. nóvember 1957, maki hennar er Jóhann Magni Sverrisson, þau eiga 3 börn og 7 barnabörn. 3) Randver Agnar, f. 19. júní 1960, maki hans er Kristín Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, þau eiga 2 börn og 7 barnabörn. 4) Ragnheiður Guðmunda, f. 15. júní 1964, maki hennar er Gunnar Björn Gíslason, þau eiga 2 börn og 1 barnabarn. Útför Kristjönu verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 28. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 14. Mín yndislega tengdamamma, Kristjana Kristjónsdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 23. maí. Jana, eins og hún var kölluð, þurfti eins og svo margar sjó- mannskonur ein að sjá um börn og bú, aldrei heyrði maður hana samt kvarta. Þessi fíngerða kona var mikill kvenskörungur, allt lék í höndum hennar, sama hvort það voru hannyrðir eða eitthvað sem þurfti að lagfæra innanhúss. Hún var kona ekki margra orða en kærleik- urinn leyndi sér ekki. Hún hugsaði vel um fjölskylduna, var alltaf boð- in og búin að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Ég hefði ekki getað fengið betri tengdamömmu sem stóð alltaf með mér sama á hverju gekk, verð ég henni alla tíð þakklát fyrir það. Elsku Jana, ég veit að þið Steini eigið eftir að dansa saman í Sum- arlandinu. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Kristín I. Rögnvaldsdóttir. Kristjana Kristjónsdóttir ✝ Ágúst Sæ- björnsson, smiður, fæddist á Búðareyri í Reyð- arfirði þann 5. apríl 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð þann 5. maí 2022. Foreldrar hans voru Sæbjörn Vigfússon, f. 17. nóv. 1896 á Stef- ánsstöðum, Valla- nessókn, S-Múl, d. 9. feb. 1982 og Svanborg Björnsdóttir, f. 1. maí 1894 í Borgargerði, S-Múl, d. 5. jún. 1975. Systkini Ágústar eru Sigríður, f. 16. nóv. 1924 á Búð- areyri, d. 8. maí 2017, maður hennar Gunnar Ingvar Ísdal Þor- steinsson, f. 8. ágúst 1924, d. 2. feb. 2007. Hildur, f. 5. des. 1933 á Búðareyri, maður hennar Einþór Jóhannsson, f. 17. feb. 1930, d. 15. mar. 2005. Einnig ólst upp á heimilinu Dorothy Senior, f. 11. mar. 1942, d. 14. jún. 2020, eig- inmaður Gísli Garðarson, f. 21. apr. 1945. Ágúst kvæntist Sigríði Sigurð- ardóttir frá Reyðarfirði, f. 24. sept. 1933 en þau slitu sam- Aron Máni og Bjartur Már. Börn Sigurðar og Hörpu: Ágúst Már, maki hans Marta Rún Þórð- ardóttir, börn þeirra eru Urður, Hildur og Sigurður. Gunnar Darri, maki hans Anna Freyja Guðmundsdóttir, sonur þeirra er Alexander. 4) Steinar, f. 12. des. 1963, maki hans Jenný Heim- isdóttir, f. 28. sep. 1985. Börn Steinars og Jónínu Guðmunds- dóttir eru Telma Sif, maki hennar Esjar Már Guðmundsson, börn þeirra Amelía Sif og óskírð dóttir. Sæbjörn Rafn. Á uppvaxtarárum sínum á Reyðarfirði vann Ágúst hin ýmsu störf, svo sem við kúasmölun, sem léttadrengur í veitingaskála setu- liðsmanna á stríðsárunum, hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, í keyrslu fyrir Vegagerðina og KHB og við smíðar. Ágúst tók að sér hin ýmsu smíðaverk í gegnum árin á Reyðarfirði og samhliða vinnu byggði hann sér verkstæði. Seinna meir bættust góðir menn í hópinn. Verkstæðið hlaut nafnið Tréverk sem síðar varð að Trév- angi og er enn starfrækt í dag. Síðustu árin bjó Ágúst í Hulduhlíð á Eskifirði Ágúst verður jarðsung- inn frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 28. maí 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat vistum. Sigríður er dóttir Sigurðar Magnúsar Sveins- sonar, f. 23. feb. 1905 á Öxnalæk í Ölfusi, d. 25. des. 1985, og Bjargar Rannveigar Bóasdóttur, f. 15. feb. 1911 á Búð- areyri, d. 9. maí 1999. Börn Ágústar og Sigríðar eru: 1) Björg Rannveig, f. 7. okt. 1953. Sonur Bjargar og Karls Rafnssonar er Ágúst Karl, eig- inkona Hildur Sunna Pálmadóttir, börn þeirra Ari Björgvin og Lára Heiðrún. 2) Karin Sædís, f. 29. sep. 1956. Börn Karinar og Sigurðar Sigurðssonar eru Sigurður Magn- ús, eiginkona Sandra Sif Mort- hens, dætur þeirra eru Kristín Sæ- dís, Karítas og Lilja. Alma, eiginmaður Guðni Dagur Krist- jánsson, sonur þeirra er Magnús Dagur. 3) Sigurður, f. 11. júl. 1960, maki hans er Harpa Hrönn Gunn- arsdóttir, f. 22. jan. 1963. Dóttir Hörpu og fósturdóttir Sigurðar er Eydís Hrönn Gunnlaugsdóttir, eiginmaður Birgir Eiríksson, börn þeirra Embla Sól, Hugrún Birta, Jæja afi, merkilegt nokk ert þú farinn yfir móðuna miklu. Af einhverjum ástæðum hélt ég að þessi dagur kæmi aldrei, líklega vegna þess að þú varst ætíð kletturinn sem hægt var að stóla á, klettar hverfa ekki svo auð- veldlega. Ég minnist tímanna í eldhúsinu í morgnana, fórum á Ágúst Sæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.