Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 38

Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022 30 ÁRA Einar er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Laugardalnum. Hann er bifvéla- virki hjá Suzuki-umboðinu. Áhugamál Einars eru bílar og bjór. „Ég brugga mikið sjálfur og er mest fyrir IPA og bragðsterka bjóra.“ FJÖLSKYLDA Einar er í sam- búð með Ingu Dóru Hlíðdal Magn- úsdóttur, f. 1992, leikskólakennara í Ársól. Sonur þeirra er Fenrir Hrafn, f. 2021. Foreldrar Einars eru Eínborg Jóhanna Þorsteins- dóttir, f. 1960, saumakona og text- ílhönnuður, og Valgarður Ár- mannsson, f. 1958, vélstjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Einar Ármann Valgarðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og hátt- vísi í samtölum við maka og nána vini. 20. apríl - 20. maí + Naut Vinur segir eða gerir eitthvað sem kemur þér verulega á óvart. Vertu á varð- bergi gagnvart skyndihugdettum í inn- kaupum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er engin ástæða til að gefast upp þótt leiðin að takmarkinu virðist löng og þyrnum stráð. Hertu upp hugann því sókn er besta vörnin. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Einhverjar breytingar eru fram undan svo vertu opinn fyrir því sem koma skal. Starf þitt krefst sérstaklega mikils af þér og svo mun verða enn um stund. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Láttu ekki einhverja smámuni ná helj- artökum á þér. Reyndu að forðast átök á næstu vikum og koma auga á þinn þátt í því sem aflaga fer í samskiptum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu þér ekki bregða þótt einhver vilji létta þér lífið hvort heldur það er fjár- hagslega eða á annan hátt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Mundu að þú þarft á hvíld og afslöpp- un að halda um þessar mundir. Leyfðu öðr- um að njóta sín og þá munu hlutirnir ganga vel fyrir sig. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Taktu það ekki nærri þér þótt þér takist ekki að gera svo öllum líki. Mundu að virða sjálfsákvörðunarrétt ann- arra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Meiriháttar breytingar liggja í loftinu svo þú þarft að undirbúa þig vel. Hafðu þetta í huga þegar þú gengur fram á vettvangi dagsins. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ættir að leita ráða hjá góðum vini varðandi krefjandi verkefni, sem þér hefur verið falið, en stendur aðeins í þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hlutirnir ganga ekki sérstaklega smurt í dag. Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur verið einn á báti of lengi og ættir að finna þér félagsskap við fyrsta tækifæri. Kynntu þér þá kosti sem í boði eru og mundu að ekki er allt gull sem glóir. fyrir hann. Um þekkingu leituðum við til Noregs. Stærsti hluthafi Spalar varð Grundartangahöfn. Því hefur oft verið haldið á lofti að Hvalfjarðar- göngin sýni mátt hins frjálsa framtaks en við sem sátum í stjórn vorum í raun fulltrúar fyrirtækja og stofnana í eigu ríkis og sveitarfélaga. En þeir sem lánuðu fé til framkvæmdanna höfðu enga aðra tryggingu en gat undir Hvalfjörð og tekjustrauminn af því. Jón var bæjarfulltrúi á Akranesi 1990-1994. „Þá buðu tvær ágætar kon- ur mér til sín, Ingibjörg og Steinunn, og spurðu hvort ég styddi ekki konur. Ég játaði því og tók sæti á eftir þeim á lista Framsóknar. Kosningabaráttan gekk vel og við fengum flest atkvæði allra flokka.“ Alvarleg viðvörun „Á þessum tíma fannst mér ég geta allt, ég gaf ekkert eftir í vinnunni og svo bættust öll önnur umsvif við eftir vinnutíma. Á Jónsmessunótt gengum við Kristín upp á Akrafjall og veltum okkur nakin upp úr dögginni. Síðan flaug ég til Noregs á erfiða fundi. Heimkominn að gera allt klárt fyrir sumarfrí með fjölskyldunni fékk ég heilablæðingu. Ég lá í rúminu í tvær vikur á Landspítalanum og horfði út í sólina. Eftir rannsóknir fannst ekkert. Blóðnasir í heilaberki var ef til vill sú greining sem komst næst. Ég slapp óskaddaður fyrir horn en þetta var viðvörun sem ég tók alvarlega. Við næstu kosningar hætti ég allri stjórn- málaþátttöku og uppgötvaði aftur frí- tíma. Ég sinnti fjölskyldunni betur og barnsgrát. En börnin áttu góða móð- ur. Ég hef bætt þetta að einhverju leyti upp þegar við höfum passað barnabörnin,“ bætir Jón við hálf- skömmustulega. „Að halda á litlu barni í fanginu, finna frá því hitann og anda að sér ilminum. Það er núvitund. Á Grundartanga unnum við að því að auka álag á ofnunum og bæta efnis- og orkunýtingu. Það gekk vel og verð á afurðunum fór hækkandi. Þegar best lét var önnur hver króna sem kom í kassann hreinn ágóði. En svo kom bakslagið þegar járntjaldið hrundi. Þá flæddu yfir markaðinn málmar eins og kísiljárn sem áður voru notaðir heima fyrir og verðið féll um helming. Þá þurftum við að segja upp fólki. Það var erfitt, bæði fyrir þá sem fóru og eins fyrir þá sem eftir sátu. En krafa um hagvöxt þýðir í raun að hver og einn þarf að afkasta meira á hverju ári. Annars verða menn undir í samkeppninni. Ég gekk fljótlega í Rótarýklúbb Akraness og Kristín í kirkjukórinn. Þannig kynntumst við heimafólki og festum rætur. Einn félaginn kom að máli við mig og sagði að lýðræðið gengi ekki upp nema fólk legði meira á sig en að kjósa. Þá settist ég í skóla- nefnd Fjölbrautaskólans og í stjórn Grundartangahafnar. Í skólanefnd fengum við öll sveitarfélög á Vestur- landi til að koma að rekstri skólans. Það styrkti hann og heimavist og ný kennsluhús risu. Ég sat í fyrstu stjórn Spalar en það fyrirtæki var stofnað til að komast undir Hvalfjörð í stað þess að keyra J ón Grétar Hálfdanarson fæddist 29. maí 1947 á Þórs- götu 17 í Reykjavík. Hann á því 75 ára afmæli á morgun. Hann gekk í Miðbæjarskól- ann, Landsprófið í Vonarstræti og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Þá fór hann til Þýska- lands í nám í eðlisfræði, lauk diplóma- prófi 1972 við Háskólann í Göttingen og doktorsprófi 1975. Þar vann hann þrjú ár við kennslu og rannsóknar- störf en réð sig síðan 1978 til Íslenska járnblendifélagsins sem var að reisa kísiljárnverksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið var í eigu íslenska ríkisins og Elkem. „Kristín kona mín kom til mín 1972 og í Þýskalandi eignuðust við tvo syni, Stein Arnar og Eirík. Eftir sex ár sendum við búslóðina til Íslands, sett- um drengina í Volvo-skutbíl og ókum frá Göttingen til Norður-Noregs. Við vorum nokkra mánuði þarna norður frá en þar átti Elkem verksmiðju. Þetta var fyrsta góða sumarið í ellefu ár, sögðu heimamenn. Um haustið ók- um við suður til Kristiansand og ég var við rannsóknamiðstöð Elkem. „Við fluttumst á Akranes eftir jól,“ heldur Jón áfram. Þar fæddist okkur dóttir síðla árs, Sigríður Víðis. Svo það var í nógu að snúast. Það eru ekki allir sem fá slíkt tækifæri, að taka þátt í að koma af stað nýrri verksmiðju. Ég naut þess. Ég hét þá forstöðumaður rannsókna. Á minni könnu var gæða- eftirlit og þróunarstarf. Þegar síminn hringdi að næturlagi spratt ég upp eins og fjöður en vaknaði ekki við fór að ganga á fjöll. En ég lærði mikið í bæjarstjórn og gerði vonandi eitt- hvert gagn á móti. Úr níu manna bæj- arstjórn urðu seinna þrír þingmenn og þar af tveir ráðherrar. Þótt ég græddi á því að draga mig í hlé, missti þjóðin mikils,“ bætir Jón kím- inn við. „Síðan hætti ég á Grundartanga. Þá voru börnin flogin úr hreiðri og við flutt til Reykjavíkur. Fyrsta daginn var sól. Ég gekk niður á Austurvöll og settist á bekk og fann hvernig frelsistilfinningin flæddi um líkam- ann. Síðan hef ég ekki sinnt fastri vinnu. Ég kenndi eðlisfræði uppi í Háskóla og vann sem ráðgjafi í þeim iðnaði sem ég kom úr. Þau verkefni sem reyndu mest á var að keyra upp stóra rafbogaofna eftir gagngerar endurbætur sem gerðar eru á um áratugs fresti. Þá er mikið undir að vel takist til. Þetta var vinna fyrir El- kem hér heima, í Noregi og Kanada.“ Jón var efnilegur skákmaður sem barn og unglingur. „Ég sinnti skák- inni ekki af nógu mikilli alúð. Æfingin skapar meistarann en aukaæfingin stórmeistarann! En skákin gaf mér mikið, sérstaklega þegar ég var lengst frá henni. Þá nýttist grunnur hennar við að leysa önnur vandamál. Í skák hefur þú alla möguleikana fyr- ir framan þig, það er ekkert falið. Að vinna rétt úr stöðunni er undir þér komið. En auðvitað máttu heldur ekki gleyma að hinum megin við borðið situr andstæðingur! Við Kristín fórum í vor til Madeira, eyju elskenda og eftirlaunaþega. Við Jón Hálfdanarson eðlisfræðingur – 75 ára Sumarfrí Jón og Kristín með börnum, tengdabörnum og barnabörnum á Spáni í júlí 2019. Þá ertu hamingjusamur Á brúðkaupsdegi 29.12. 1972. Til hamingju með daginn Reykjavík Fenrir Hrafn Hlíðdal Einarsson fæddist 23. ágúst 2021 kl. 9.47 í Reykjavík. Hann vó 2.974 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Ármann Valgarðsson og Inga Dóra Hlíðdal Magnúsdóttir. Nýr borgari 101.9 AKUREYRI 89.5 HÖFUÐB.SV. Retro895.is ÞÚ SMELLIR FINGRUM Í TAKT MEÐ RETRÓ ‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.