Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
LJÓSMYNDA
SAMKEPPNI
200 mílna og Morgunblaðsins
Við leitum að fallegum, hrika-
legum, mögnuðum og öðruvísi
ljósmyndum af sjónum eða við
sjóinn.
Sendu okkur mynd og þú gætir
unnið 50.000 kr. gjafabréf og
fengið myndina þína á forsíðuna á
Sjómannadagsblaði 200 mílna í ár.
Við verðlaunum þrjár myndir:
1.sæti – 50.000 kr. gjafabréf á
Finnsson Bistro og forsíðumynd
200mílna 12. júní
2.sæti – 30.000 kr. gjafabréf á
Finnsson Bistro
3.sæti – 20.000 kr. gjafabréf á
Finnsson Bistro
Skilafrestur er til og
með 3. júní.
Taktu þátt og sendu okkur
myndir á 200milur@mbl.is
„ÞETTA ÆTTI AÐ VERÐA ÁHUGAVERT. ÉG
HEF ALDREI FARIÐ Á STEFNUMÓT MEÐ
MÓDELI ÁÐUR.“
„ÓKEI! STATTU KYRR SVONA OG ÉG
SKAL FÆRA SPJALDIÐ YFIR Á VEGGINN Á
MÓTI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að taka saman sjálfu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
RISARÓBÓTINN MINN MUN
SIGRA MEÐ MÉR HEIMINN!
ÉG ÞARF BARA AÐ
KVEIKJA Á HONUM
ÍGOR, FARÐU OG
KAUPTU 12.000 AA
RAFHLÖÐUR!
JÁ,
HERRA!
HALLÓ, HALLÓ, HALLÓ, HALLÓ!
ER ÞETTA ÞAÐ
EINA SEM ÞÚ
KANNT?
KANNT ÞÚ AÐ FLJÚGA?
ÉG HELD AÐ
HEIMURINN SÉ
ÖRUGGUR
vorum ekki viss um í hvorn hópinn við
ættum að flokka okkur! Þarna hitti ég
ensk hjón sem stunduðu jóga. Eftir
heimspekilegar umræður spurði kon-
an: „Hverju mundir þú breyta ef þú
gætir endurtekið líf þitt?“ „Engu,“
svaraði ég eftir umhugsun. „Þá ertu
hamingjusamur,“ fastréð konan.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Kristín Steins-
dóttir, f. 11.3. 1946, rithöfundur. For-
eldrar Kristínar voru hjónin Steinn
Stefánsson, f. 11.7. 1908, d. 1.8. 1991,
skólastjóri á Seyðisfirði og Arnþrúður
Ingólfsdóttir, f. 14.8. 1916, d. 25.6.
1964, talsímakona og húsmóðir.
Börn þeirra eru Steinn Arnar f. 1.6.
1973, hugbúnaðararkitekt í Columbus,
Ohio; Eiríkur f. 12.2. 1977, landsrétt-
ardómari og prófessor við HÍ, og Sig-
ríður Víðis f. 20.11. 1979, þróunar- og
átakafræðingur. Barnabörnin eru 11.
Systkini Jóns eru Hildur Hálfdan-
ardóttir, f. 22.2. 1931, fv. skrifstofu-
stjóri, Hadda Hálfdanardóttir f. 12.6.
1935, húsmóðir og Jakob Hálfdanar-
son, f. 1.1. 1942, tæknifræðingur, öll
bús. á höfuðborgarsvæðinu.
Foreldrar Jóns voru Hálfdan Ei-
ríksson, f. 24.6. 1901, d. 28.5. 1981,
kaupmaður í Kjöti og fiski og síðar
starfsmaður Skattstofu Reykjavíkur,
og Þórný Jónsdóttir, f. 27.4. 1904, d.
7.12. 1955, kaupmaður og húsmóðir.
Jón missti móður sína átta ára gamall.
Tveimur árum síðar kvæntist Hálfdan
aftur. Stjúpa Jóns var Margrét G.
Björnsson, f. 14.11. 1917, d. 2.7. 1996,
verslunarmaður. Hún kom með tvö
börn sín á heimilið. Stjúpsystkini Jóns
eru Guðmundur Karl Sveinsson, f.
12.6. 1941, d. 1.1. 1989, skrifstofu-
maður og Margrét Sveinsdóttir, f. 3.4.
1947, skrifstofukona.
Móðursystir Jóns, Sigríður Víðis
Jónsdóttir, f. 15.4. 1897, d. 10.11. 1991,
sýslumannsfrú, fluttist til Akraness
frá Húsavík orðin ekkja 1985 og varð
amman í húsinu.
Jón
Hálfdanarson
Guðríður Eiríksdóttir
húsfreyja í Kollstaðagerði, f. á Hafursá, fórst í snjóflóðinu á Seyðisfirði 1885
Sigurður Guttormsson
bóndi í Kollstaðagerði á Völlum, S-Múl.
Halldóra Sigurðardóttir
húsfreyja á Þverá, í Reykjavík og Hafnarfirði
Jón „Þveræingur“ Jónsson
bóndi á Þverá og bókhaldari í Reykjavík
Þórný Jónsdóttir
byggði upp með manni sínum
verslunina „Kjöt og fiskur“ og
húsmóðir í Reykjavík
Herdís Ásmundsdóttir
húsfreyja á Þverá, frá
Stóru-Völlum í Bárðardal
Jón Jóakimsson
kirkjubóndi og hreppstjóri á Þverá í Laxárdal
Petrína Kristína Pétursdóttir
Jónssonar Þorsteinssonar ættföður
Reykjahlíðarættarinnar, húsfreyja á Grímsstöðum
Jakob Hálfdanarson
bóndi á Grímsstöðum í
Mývatnssveit og fyrsti kaupstjóri
Kaupfélags Þingeyinga
Jakobína Jakobsdóttir
kennslukona og einstæð móðir
eftir skilnað, lengst á Eyrarbakka
Eiríkur Þorbergsson
ljósmyndari og trésmiður á Húsavík, flutti til Kanada 1910
Sigríður Andrésdóttir
húsfreyja í Syðri-Tungu,
frá Bakka á Tjörnesi
Þorbergur Eiríksson
bóndi í Syðri-Tungu á Tjörnesi
Ætt Jóns Hálfdanarsonar
Hálfdan Eiríksson
kaupmaður og eigandi
verslunarinnar „Kjöt og
fiskur“ í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Hríðarél um hauður fer.
Hlaupaleikur þetta er.
Deila milli manna hörð.
Mikill eldur svíður jörð.
Guðrún B. á þessa lausn:
Bálviðri? Nei, sjó og sand
og sitja og troða bál í leik,
en reglur hleypa í bál og brand
og bál af neista úr lambasteik.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hríðarbál um hauður fer.
Hlaupaleikur bálið er.
Bál er deila býsna hörð.
Bálsins logi svíður jörð.
Þá er limra:
Hún Dómhildur digur er
og daglega í ræktina fer,
þá er nú best,
ef hún bálreið sést
að biðja fyrir sér.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Regnið drýpur hægt og hljótt,
hylja loftið næturský,
að mér hafa svipir sótt,
í svefni barst mér gáta ný:
Einstakling ég nefni nú.
Í náttúrunni má það sjá.
Finnst á hesti, kind og kú.
Krummi líka flíka má.
Helgi R. Einarsson var að lesa
blöðin, D.Þ. og V.G., og þá varð
þessi til:
Í Víti mun V-græna
sá vondi nú að sér hæna,
eða er merkur
ágætur klerkur
upp í vindinn að spræna?
Þetta kallar fram í hugann stök-
una „Bjartsýni“ eftir Jón Bjarnason
frá Garðsvík:
Þegar ég loksins frelsi fæ,
– úr fangelsi lífs er öllum smokrað –
í Himnaríki ég háttum næ,
á hinum staðnum er fullt – og lokað.
Hér yrkir Jón um verðbólguna:
Þeir sem heimta hækkað kaup
held ég að því keppi
að moka sandi í lekan laup
líkt og þeir á Kleppi.
„Skrýtið það“ undrar Jón:
Ég hef reynt og reyni enn,
rýr þó virðist forðinn
að stundum hafa heimskir menn
hitt á réttu orðin.
Þórarinn í Kílakoti yrkir um
æskuást:
Minningar um æskuást
ævi langa geymast,
einkanlega ef hún brást,
en æskubrekin gleymast.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hríðarél um hauður fer