Morgunblaðið - 28.05.2022, Side 41
sæti og fer í umspil um að fara upp.
_ Stúlknalandslið Íslands, U18 ára,
fer á HM í handbolta í þessum ald-
ursflokki í sumar en það fer fram í
Norður-Makedóníu dagana 30. júlí til
10. ágúst. Ísland var fyrsta varaþjóð
inn á mótið eftir að hafa endað í öðru
sæti í sínum riðli í undankeppni
mótsins og verður nú á meðal þeirra
sextán liða sem spila um heims-
meistaratitilinn.
_ Jónatan Ingi Jónsson, fyrrverandi
leikmaður FH, er í liði umferðarinnar
í 8. umferð norsku B-deildarinnar í
knattspyrnu hjá fréttastofu NTB eftir
frammistöðu sína í 3:1 sigri Sogndal
á Stjördals Blink fyrr í vikunni. Jón-
atan skoraði þar eitt marka liðsins.
_ Ólafía Þór-
unn Krist-
insdóttir lék
fyrsta hring á
Mithra Belgian
Ladies Open
golfmótinu í
Belgíu í gær á
72 höggum,
pari vallarins,
en mótið er lið-
ur í Evr-
ópumótaröð kvenna. Ólafía er í 27.-
39. sæti af 126 keppendum, þremur
höggum frá öðru sætinu og sex
höggum á eftir Linn Grant frá Sví-
þjóð sem lék langbest allra á 66
höggum. Um þriggja daga mót er að
ræða og annar hringur af þremur er
leikinn í dag.
_ Knattspyrnumarkvörðurinn Fraser
Forster er á leið frá Southampton til
Tottenham þegar samningur hans við
Southampton rennur út í lok júní.
Samkvæmt BBC hefur hann þegar
gengist undir læknisskoðun hjá Tott-
enham. Forster, sem er 34 ára og
hefur leikið sex landsleiki fyrir Eng-
lands hönd á að leysa Pierluigi Collini
af sem varamarkvörður liðsins og
vera til taks fyrir fyrirliðanna og
franska landsliðsmarkvörðinn Hugo
Lloris.
_ Atvinnukylfingurinn Haraldur
Franklín Magnús átti erfiðan annan
hring á Scottish Challenge-mótinu á
Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í
gær. Haraldur var í toppbaráttu eftir
glæsilegan fyrsta hring á fimmtudag
en hann náði sér
ekki á strik í gær
og var að lokum
heppinn að kom-
ast í gegnum nið-
urskurðinn. Hann
er í 55. sæti ásamt
nokkrum öðrum
kylfingum.
Haraldur lék hring-
inn á 77 höggum, sex höggum yfir
pari. Hann lék fyrsta hringinn á 66
höggum og er því á samanlagt einu
höggi yfir pari. Haraldur fékk þrjá tvö-
falda skolla, einn skolla og einn fugl á
holunum 18. Þá er Guðmundur Ágúst
Kristjánsson úr leik. Hann lék hringina
tvo á 72 og 75 höggum og lauk leik á
fimm höggum yfir pari og í 110. sæti.
Þriðji hringurinn verður leikinn í dag.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Valur og ÍBV mætast í
fjórða leik úrslitanna á Íslands-
móti karla í handbolta í
Vestmannaeyjum klukkan 16 í
dag. Einvígið til þessa hefur ver-
ið ótrúleg skemmtun og vonandi
fáum við meira af því sama.
Einvígið er að einhverju
leyti hið fullkomna úr-
slitaeinvígi. Valsmenn eru heilt
yfir með betra lið en aldrei má
afskrifa Eyjamenn í einvígi sem
þessu. Þegar úrslitakeppnisand-
inn nær til Vestmannaeyja fer
liðið í ham sem fá önnur lið
ráða við. Stuðningsmenn ÍBV
eru magnaðir og stemningin
sem myndast í Vestmannaeyjum
í kringum úrslitaleiki er engri
lík. Valsmenn hefðu getað feng-
ið „þægilegra“ einvígi í úrslitum
en ég er handviss um að enginn
hjá Val myndi skipta út glímunni
við Vestmannaeyjar fyrir annan
andstæðing.
Glæsilegt lið Valsmanna á
móti mjög góðu liði ÍBV sem er
með allar Vestmannaeyjar á
bakinu er úrslitaeinvígi eins og
við viljum hafa þau. Liðin hafa
skipst á heimasigrum til þessa
og síðustu tveir leikir verið ótrú-
lega spennandi og skemmtilegir.
Mikið hefur verið rætt og
ritað um hörkuna í úrslitaeinvíg-
inu til þessa, en svona vilja
flestir hafa þetta. Þessir leikir
koma blóðinu af stað. Einhverjir
sérfræðingar hafa talað um of
mikla hörku og aðrir um að leik-
menn ÍBV hafi hreinlega verið
grófir í fyrsta leik.
Undirritaður ræddi við
leikmenn beggja liða eftir fyrsta
leik. Björgvin Páll Gústavsson,
markvörður Vals, notaði orðið
æðislegt þegar talið barst að
hörkunni í leiknum og Róbert
Sigurðarson hjá ÍBV brosti út að
eyrum þegar harka Eyjamanna
var umræðuefni. Svona viljum
við hafa úrslitakeppnina.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
Fjórði úrslitaleikur karla:
Eyjar: ÍBV – Valur (1:2) ........................ L16
_ Valur er Íslandsmeistari með sigri, ann-
ars verður oddaleikur á Hlíðarenda á
mánudagskvöld.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Selfoss Classic, afmælismót Frjálsíþrótta-
sambands Íslands, fer fram á Selfossvelli í
dag frá kl. 12 til 16. Keppt er í kringlukasti
karla, sleggjukasti karla og kvenna, há-
stökki kvenna, 100 m hlaupi karla og
kvenna, langstökki karla og kvenna, 1.500
m hlaupi karla og 200 m hlaupi karla.
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar kvenna, 16 liða úrslit:
Akranes: ÍA – KR................................... L13
Kaplakriki: FH – Stjarnan .................... L14
Þórsvöllur: Þór/KA – Haukar ............... L14
Selfoss: Selfoss – Afturelding........... L16.30
Sauðárkrókur: Tindastóll – Valur......... L17
Reyðarfjörður: FHL – Breiðablik.... S14.30
Keflavík: Keflavík – ÍBV ........................ S15
Besta deild karla:
Safamýri: Fram – Valur ......................... S16
Víkin: Víkingur R. – KA .................... S16.30
Garðabær: Stjarnan – ÍBV..................... S17
Akranes: ÍA – Keflavík........................... S17
Breiðholt: Leiknir R. – Breiðablik ... S19.15
Kaplakriki: FH – KR......................... S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grindavík: Grindavík – Fylkir............... L14
Seltjarnarnes: Grótta – KV ................... L14
Ísafjörður: Vestri – Þór ......................... L14
2. deild karla:
Fellavöllur: Höttur/Hug. – Víkingur Ó L13
ÍR-völlur: ÍR – Magni ............................ L14
Þorlákshöfn: Ægir – KFA ..................... L14
Dalvík: KF – Þróttur R ......................... L16
Húsavík: Völsungur – Haukar............... S16
3. deild karla:
Höfn: Sindri – Kormákur/Hvöt............. L13
Grafarvogur: Vængir Júpíters – KFG . L14
Garður: Víðir – KFS............................... L15
Akranes: Kári – Dalvík/Reynir ........ L15.30
UM HELGINA!
af Ólympíuleikunum í Tókýó, Sim-
on Pettersen og Norðmaðurinn
Sven Skagestad á mótinu en Vé-
steinn þjálfar þá báða. Bandaríkja-
maðurinn Sam Mattis, sem varð
áttundi í Tókýó, mætir einnig til
leiks, sem og Íslandsmethafinn
Guðni Valur Guðnason.
Vésteinn á sjálfur vallarmetið
Vallarmetið í kringlukasti á Sel-
fossvelli er 67,64 metrar og það á
Vésteinn sjálfur, síðan 31. maí
1989 og var kastið lengi Íslands-
metið í greininni. Guðni sló það
með því að kasta 69,35 metra fyrir
tveimur árum. Vésteinn á ekki von
á öðru en að vallarmetið verði
slegið í dag.
„Daniel er í mjög góðu formi og
getur kastað mjög langt þessa dag-
ana, það fer auðvitað aðeins eftir
aðstæðum, en ég held að þetta geti
orðið mjög gott. Ef aðstæður eru
góðar og hann á góðan dag, þá
kastar hann yfir 70 metra, sem er
heimsklassa árangur. Ég vona að
vallarmetið fjúki. Þetta var mjög
langt kast fyrir mig á sínum tíma
og að ná því hérna á heimavelli
fannst mér mjög gaman. Ef metið
fellur, þá ertu með mjög góðan ár-
angur, þeir eru þarna nokkrir sem
gætu náð þessu. Daniel er bestur
af þeim en Sam Mattis kastaði
68,69 fyrir fimm dögum, þannig að
hann er í toppformi. Þetta er
sterkasta kringlukastsmót sem
haldið hefur verið hér á landi,“
sagði Vésteinn að lokum.
Kringlukastskeppnin er há-
punktur Selfoss Classic en einnig
má búast við sterkri sleggjukasts-
keppni, þar sem sterkir Svíar
keppa við Íslandsmethafana Hilm-
ar Örn Jónsson og Elísabetu Rut
Rúnarsdóttur. Þá mætir Naomi
Sedney frá Hollandi í 100 m hlaup-
ið en hún var í gullsveit Hollands í
boðhlaupi á EM 2016.
„Vona að vallarmetið fjúki“
- Nokkrir af bestu kringlukösturum
heims keppa á Selfoss Classic í dag
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Selfoss Vésteinn, Guðni Valur, Petterson, Ståhl, Skagestad og Freyr Ólafs-
son, formaður FRÍ, á blaðamannafundi í miðbæ Selfoss í gær.
FRJÁLSAR
Guðmundur Karl
sport@mbl.is
„Fyrir mig er þetta mjög stórt. Ég
er auðvitað Selfyssingur og heima
er alltaf hér. Það er bara beint frá
hjartanu. Að geta haldið þetta mót
hér á Selfossi er stórkostlegt og ég
ber mikið þakklæti í brjósti, að
þetta geti orðið að veruleika.“
Þetta sagði Vésteinn Haf-
steinsson, þjálfari Daniel Ståhl,
heims- og ólympíumeistarans í
kringlukasti, við Morgunblaðið á
Selfossi í gær. Ståhl er meðal
keppenda á Selfoss Classic, 75 ára
afmælismóti Frjálsíþrótta-
sambands Íslands, sem verður
haldið á Selfossvelli í dag.
„Þetta er búið að standa til í
mörg ár og svo kom þetta upp
núna á afmælisárinu og líka af því
að þessi árangur náðist á síðasta
ári, gull og silfur á Ólympíu-
leikunum í Tókýó, sem er líklega
toppurinn á mínum ferli. Þannig að
undanfarið hálft ár höfum við verið
að vinna að þessu með frjáls-
íþróttasambandinu og deildinni á
Selfossi,“ sagði Vésteinn.
Auk Ståhl keppa silfurmaðurinn
Þróttur úr Reykjavík varð í gær-
kvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér
sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbik-
ars kvenna í fótbolta með 2:1-
heimasigri á Víkingi. Þróttur er í
öðru sæti í Bestu deildinni og Vík-
ingur í þriðja sæti í Lengjudeild-
inni, 1. deild.
Eftir markalausan fyrri hálfleik
kom Katla Tryggvadóttir Þrótti yf-
ir en aðeins tveimur mínútum síðar
jafnaði Sigdís Eva Bárðardóttir.
Sæunn Björnsdóttir skoraði hins
vegar sigurmarkið á 75. mínútu og
þar við sat. Þróttur fór alla leið í úr-
slit keppninnar á síðustu leiktíð en
tapaði að lokum fyrir Breiðabliki,
0:4.
Sextán liða úrslitin halda áfram í
dag með fimm leikjum. Einn úrvals-
deildarslagur fer fram er Selfoss og
Afturelding mætast á Selfossi. Þá
leikur Valur, topplið Bestu deild-
arinnar, við Tindastól úr 1. deild á
Skagafirði og Þór/KA mætir Hauk-
um úr 1. deild á Akureyri.
Loks mætast FH úr 1. deild og
Stjarnan í Kaplakrika og ÍA úr 1.
deild fær KR úr úrvalsdeildinni í
heimsókn.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliði Dagbjört Ingvarsdóttir, fyrirliði Víkings, í baráttunni við Freyju
Karin Þorvarðardóttur, framherja Þróttar, í Laugardalnum í gærkvöldi.
Þróttarar fyrstir áfram
Selfoss er komið upp í toppsæti
Lengjudeildar karla í fótbolta, 1.
deild, eftir 4:0-stórsigur á nýliðum
Þróttar frá Vogum á heimavelli í
gærkvöldi. Selfoss hefur komið
skemmtilega á óvart í byrjun
móts, unnið þrjá af fyrstu fjórum
leikjum sínum og enn ekki beðið
ósigur.
Spánverjinn Gonzalo Zamorano
hefur farið vel af stað með Selfossi
og gerði framherjinn tvö fyrstu
mörkin. Hann er kominn með fjög-
ur mörk í fjórum deildarleikjum í
sumar en hann lék með ÍBV í
fyrra. Fyrirliðinn Gary Martin
bætti við þriðja markinu og hinn
17 ára gamli Alexander Clive
Njarðarson gerði fjórða markið í
lokin í sínum fyrsta deildarleik í
meistaraflokki. Nýliðar Þróttar
hafa átt erfitt uppdráttar og er
liðið aðeins með eitt stig.
HK upp um fjögur sæti
Þá vann HK sinn annan deild-
arleik á tímabilinu er liðið lagði
Aftureldingu í Kórnum, 2:0. Stefán
Ingi Sigurðarson, sem skoraði tvö
mörk í bikarnum gegn Gróttu á
dögunum, gerði fyrra markið í lok
fyrri hálfleiks og Valgeir Val-
geirsson bætti við öðru markinu á
77. mínútu. HK fór upp í sex stig
og í fimmta sætið með sigrinum en
Afturelding er enn án sigurs og
aðeins með tvö stig.
Fjölnir er í þriðja sæti með sjö
stig eftir 1:1-jafntefli á heimavelli
gegn Kórdrengjum. Reynir Har-
aldsson, sem kom til Fjölnis frá ÍR
fyrir þessa leiktíð, skoraði fyrsta
markið í lok fyrri hálfleiks en Þór-
ir Rafn Þórisson jafnaði fyrir Kór-
drengi á lokamínútunni og þar við
sat. Kórdrengir eru með einn sig-
ur, tvö jafntefli og eitt tap og í sjö-
unda sæti með fimm stig.
Fjögur mörk og Sel-
fyssingar á toppinn
Morgunblaðið/Eggert
Mark Stefán Ingi Sigurðarson gerði
fyrra mark HK í Kórnum í gær.