Morgunblaðið - 28.05.2022, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2022
Bíldshöfða 9 - 517 3900 | Trönuhrauni 8 - 565 2885 | stod.is
GÖNGUSOKKAR
FYRIR ÍSLENSKT SUMARVEÐUR
Sokkarnir eru búnir þrýstingseiginleikum sem:
Auka blóðflæði
Draga úr vöðvaeymslum eftir hreyfingu
Auka súrefnisupptöku
Styðja við sinar og liðbönd
Hraða endurheimt
Myndlistarmennirnir Gabríela
Kristín Friðriksdóttir og Björn Roth
opna sýninguna Sporbaugur/Ellipse
í Listasafni Reykjanesbæjar í dag,
laugardag, kl. 14. Eru bæði þekkt
fyrir ævintýralegan myndheim en
þó með ólíkum hætti, eins og bent er
á í tilkynningu. „Ein kynslóð lista-
manna skilur þau að en á sama tíma
tilheyra verk þeirra sömu fjöl-
skyldu. Bæði eru þau þekkt fyrir
súrrealíska túlkun á heiminum,
ásamt pönkuðu viðhorfi til heims-
ins,“ segir þar. Sýningin er gerð sér-
staklega fyrir rými Listasafns
Reykjanesbæjar og hafa listamenn-
irnir ákveðið að vinna með litabæk-
ur fyrir börn.
Um efnistök þeirra Björns og
Gabríelu skrifar listfræðingurinn
Jón Proppé: „Litabækur fyrir börn
eru í raun mjög undarleg fyrirbæri.
Til hvers eru þær? Þær þroska ekki
sköpunarkraftinn því það er bannað
að lita út fyrir og eina sjálfstæða
ákvörðun barnsins liggur í litaval-
inu. Kannski er uppeldislegt gildi
þeirra ekki flóknara en þetta: Að
kenna barninu að fylgja reglum og
sætta sig við að fá ekki að ráða nema
því sem minnstu skiptir í lífinu.
Litabók Gabríelu og Björns virðist
fylgja þessum fyrirmyndum en hér
skiptir samhengið þó öllu. Bókin er
sett fram sem þáttur í listsýningu og
litaðar útgáfur þeirra af myndunum
hanga á veggjum safnsins: Bókin er
orðin listaverk og opinberuð gestum
safnsins á svipaðan hátt og þegar
barn kemur hlaupandi til mömmu til
að sýna henni hvað það litaði flott í
litabókina sína. Þetta er allt eins og í
ævintýri og þannig losnar ímynd-
unaraflið úr fjötrum. Innsetningar
og myndbandsverk taka svo við og
leiða okkur enn lengra inn í dular-
fullan heim þar sem allt getur gerst
og allt getur orðið að list.“
Safnið gefur út bók í tilefni af sýn-
ingunni sem er í senn sýningarskr,
litabók ognúmerað myndverk.
Litrík Verk eftir Gabríelu (t.v.) og Björn á sýningunni í Reykjanesbæ.
Furðufyrirbærið litabók
Hvernig ertu? nefnist einkasýning
Prins Póló, tónlistar- og myndlistar-
manns, sem opnuð verður í Borgar-
bókasafninu í Gerðubergi í dag,
laugardag, kl. 14.
Svavar Pétur Eysteinsson, sem
gengur undir listamannsnafninu
Prins Póló, mun leggja safnið undir
sig og sýna ljósmyndir, prentverk,
vídeóverk og skúlptúra. Mun Svavar
blanda saman eigin tónverkum,
myndlist og ljósmyndum en sam-
hliða undirbúningi á sýningunni hef-
ur hann unnið að nýrri hljómplötu
sem kemur út á opnunardegi sýning-
arinnar, þ.e. í dag.
Í tilkynningu segir að Svavar sæki
oft innblástur í „sjoppulegan“ hvers-
dagsleikann með litríkri upphafn-
ingu og húmor að vopni. Hann er
alinn upp í Breiðholtinu og segir í til-
kynningunni að mikill fengur sé
fyrir Borgarbókasafnið að fá tæki-
færi til að sýna verk hans í sumar.
Sýningin stendur yfir til 28. ágúst.
Sýning og plata hjá prinsi
Prinsinn Svavar Pétur Eysteinsson
er fjölhæfur og dáður listamaður.
Brák Jónsdóttir sýnir verkið „Sé
(að Nýp)“ í dag kl. 16 að Nýp á
Skarðsströnd. Með verkinu vefur
hún saman þræði veruleika og
ímyndunar við rannsókn á um-
hverfi sínu, eins og því er lýst í til-
kynningu. „Vísanir verksins í heim
vísinda, safna, geymslu og mynd-
listar varpa ljósi á dvöl listamanns-
ins á Nýp í aðdraganda að vinnslu
verksins. Gler spilar stórt hlutverk
í innsetningunni; horft er inn um
það, út um það, gegnum það. Áhorf-
andinn stendur andspænis þeim
viðhorfum mannsins að meta nátt-
úruna út frá sjálfum sér, aðskilja
sig frá henni, fanga hana, færa
hana úr stað og laga að eigin af-
stöðu,“ segir þar.
Brák lauk námi við Listaháskóla
Íslands í fyrravor og er sjálfstætt
starfandi myndlistarmaður. Verk-
efni hennar fjalla um samband
fólks og náttúru og vinnur hún
gjarnan með staði þar sem menning
og náttúra mætast og valdið sem
þar birtist. Nýp sýningarrými er
opið samkvæmt samkomulagi og er
fólk beðið að hringja í síma 8961930
eða senda erindi á nyp@nyp.is
Að Nýp Kynningarmynd fyrir sýninguna.
Þræðir veruleika og ímyndunar
Tíminn á leiðinni nefnist ellefta
ljóðabók Steinunnar Sigurðar-
dóttur sem nú er komin út. Stein-
unn var 23. maí sl. sæmd heiðurs-
doktorsnafnbót frá íslensku- og
menningardeild Háskóla Íslands,
ásamt Hannesi Péturssyni, og verð-
ur bókinni og þeirri nafnbót fagnað
með upplestrarhátíð í Borgarbóka-
safninu í Grófinni í dag, 28. maí, kl.
13.30.
Um bók Steinunnar segir í til-
kynningu að meginstef hennar sé
tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða
grimmur; kynslóðir sem komi og
fari, árstíðir, upphaf og endalok og
að bæði sé horft inn á við og út í
heiminn, á nátt-
úruna, lífið sjálft.
Dagskráin í
bókasafninu er á
þá leið að lesið
verður upp úr
nýju ljóðabókinni
og öðrum verk-
um Steinunnar
frá ýmsum tím-
um. Meðal lesara
eru Þorleifur
Hauksson, Sigmundur Ernir Rún-
arsson, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir
og Arnar Jónsson. Léttar veitingar
verða í boði.
Fagna nafnbót og nýrri ljóðabók
Steinunn
Sigurðardóttir
Bandaríski leikarinn Ray Liotta er
látinn, 67 ára að aldri. Liotta var
hvað þekktastur fyrir eftirminni-
legan leik sinn í glæpamyndinni
Goodfellas eftir Martin Scorsese,
þar sem hann lék mafíósann Henry
Hill og af öðrum hlutverkum sem
hann hlaut lof fyrir má nefna hlut-
verk í myndinni Field of Dreams.
Liotta lést í svefni í Dóminíska lýð-
veldinu þar sem hann var við tökur
á kvikmyndinni Dangerous Waters.
Fyrsta bitastæða hlutverk Liotta
var í kvikmynd Jonathans Demmes,
Something Wild, frá árinu 1986 sem
var grín- og has-
armynd. Á ferli
sínum var hann í
aukahlutverki í
mörgum sjón-
varpsþáttum og
af öðrum eftir-
minnilegum
kvikmyndum
sem hann lék í
má nefna Cop
Land, Hannibal, Blow og The Place
Beyond the Pines. Liotta hlaut
fjölda tilnefninga fyrir leik og níu
verðlaun.
Liotta látinn, 67 ára að aldri
Ray Liotta
Kordo-kvartettinn efnir til
óvenjulegra tónleika í tónleika-
röðinni Sígildir sunnudagar í
Hörpu á morgun, 29. maí, en þá
verður áheyrendum boðið í ferða-
lag í gegnum sögu strengjakvar-
tettsins allt frá Bach til Barbers,
eins og því er lýst í tilkynningu.
Á efnisskrá verða valdir kaflar
úr mörgum þekktustu strengja-
kvartettum tónbókmenntanna
sem gefa innsýn í gjöfulan heim
klassískrar tónlistar.
Tónleikarnir fara fram í Norð-
urljósum, hefjast kl. 16 og eru
þeir styrktir af Launasjóði lista-
manna og Styrktarsjóði Samtaka
um tónlistarhús og Ruthar Her-
manns. Kordo skipa fiðluleik-
ararnir Páll Palomares og Vera
Panitch, víóluleikarinn Þórarinn
Már Baldursson og sellóleikarinn
Hrafnkell Orri Egilsson en þau
eru öll í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands
Kordo Kvartettinn kemur fram í Hörpu.
Kordo á Sígildum sunnudegi
Elli Egilsson
opnar einkasýn-
inguna NEVADA
í galleríinu Þulu í
dag, laugardag,
kl. 14 en Þula er
við Hjartatorgið
í miðborg
Reykjavíkur. Elli
er sjálfmenntað-
ur myndlistar-
maður og hefur starfað síðustu
misseri í Los Angeles og Las Vegas,
þar sem hann er búsettur.
„Verk Ella eru unnin eftir ímynd-
uðum myndformum íslenskrar
náttúru, eins og hún formast í skap-
andi hugsun, engir sérstakir staðir
hafðir í huga, pensillinn látinn ráða
för og verkin máluð á draumkennd-
an hátt með heimagerðum olíu-
litum þar sem listamaðurinn notar
sína eigin olíulitaformúlu,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Ímynduð mynd-
form náttúru
Elli Egils
Andrew Fletcher, hljómborðsleikari
og einn stofnenda ensku poppsveit-
arinnar Depeche Mode, er látinn,
sextugur að aldri. Í tilkynningu frá
sveitinni segir að liðsmenn hennar
séu í áfalli og harmi slegnir yfir frá-
falli vinar síns. Depeche Mode var
stofnuð í Basildon árið 1980 og öðl-
aðist fljótt miklar vinsældir og virð-
ingu. Kom hún 17 plötum í efstu tíu
sæti enska plötulistans.
Fletcher, jafnan kallaður Fletch,
var gull af manni, að því er fram
kemur í yfirlýsingu hljómsveitar-
innar, og reyndist félögum sínum
ávallt stoð og
stytta. Fletch var
af aðdáendum
sveitarinnar tal-
inn sá sem sæi að
mestu um fjármál
hennar og tón-
leikaplön og ekki
veitti af slíkum
manni þegar litið
er til þess að
hljómsveitin hefur selt yfir 100 millj-
ónir platna í gegnum tíðina. Fletch
dó á heimili sínu og er andlát hans
sagt hafa átt sér eðlilegar orsakir.
Fletcher látinn, sextugur að aldri
Andrew Fletcher