Morgunblaðið - 28.05.2022, Qupperneq 48
Norski kórinn Scala Brio syngur í messu í Skálholts-
kirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Scala Brio er bland-
aður kór, stofnaður árið 1987, og í honum eru 55 söngv-
arar frá Sula og Álasundi í Noregi. Stjórnandi og
stofnandi kórsins er Gro Dalen og flytur kórinn fjöl-
breytta og vinsæla tónlist, jafnt klassísk sem þjóðleg
verk, og hefur haldið tónleika víða við ýmis tilefni.
Hann fer fimmta hvert ár utan til tónleikahalds og
þetta ár valdi hann Ísland og Skálholtskirkju.
Norski kórinn Scala Brio syngur í
messu í Skálholtskirkju á morgun
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hummer-bifreið í Liverpool-litum
er ein helsta táknmynd enska fót-
boltaliðsins hjá aðdáendum þess í
Reykjanesbæ. Henni er stillt upp
fyrir utan félagsaðstöðuna, sem þeir
kalla Litla-Anfield, á meðan á leikj-
um Liverpool stendur eða vegna
annarra viðburða, sem tengjast fé-
laginu. „Við geymum bílinn gjarnan
í Liverpool-hofinu og tökum hann
út, þegar mikið liggur við,“ segir
Guðjón Vilhelm Sigurðsson.
Félagarnir Guðjón og Jakob Her-
mannsson keyptu Hummer-bílinn á
uppboði 2015 og hafa með aðstoð
sérfræðinga unnið við að koma hon-
um í „rétta“ gírinn. „Liturinn dró
okkur að bílnum og ekki skemmdi
fyrir að hann var framleiddur árið
2005, árið sem Liverpool varð Evr-
ópumeistari með eftirminnilegum
hætti,“ segir Guðjón. „Við vorum
sannfærðir um að hann hefði verið
framleiddur til þess að vera Liver-
pool-bíll og okkur fannst vanta slík-
an bíl hérlendis til þess að betra
yrði að búa á Íslandi.“
Evrópubikarinn á húddinu
Liverpool vann Evrópubikarinn
til eignar 2005. Í kjölfarið létu Guð-
jón og félagar gera eftirlíkingu af
bikarnum og er honum rennt á til-
heyrandi stað á húddi bílsins, þegar
eitthvað Liverpool-tengt er í gangi.
Eins og í kvöld, þegar Liverpool
leikur til úrslita á móti Real Madríd
í Meistaradeild Evrópu.
Þrátt fyrir að hafa lent í 2. sæti í
ensku deildinni, sem lauk um liðna
helgi, segir Guðjón ljóst að Liver-
pool haldi áfram í baráttu um tit-
ilinn á næstu árum og því þurfi líka
að fá eftirlíkingu af bikarnum, sem
Englandsmeistaratitlinum fylgi.
Guðjón leggur áherslu á að bíllinn
lífgi upp á tilveruna og ýti undir
ánægjuna sem fylgi Liverpool-
liðinu. „Hummer og humar eiga til
dæmis samleið og því er gjarnan
boðið upp á humar og humarsúpu
fyrir leiki,“ segir hann.
Þrír leikmenn Liverpool, Steve
McManaman, Patrick Berger og
Vladimir Smicer, hafa áritað bílinn.
„Menn tengdir klúbbnum komu í
heimsókn fyrir fjórum árum og
sögðu ekkert mál að bæta um bet-
ur,“ segir Guðjón. „Þeir buðu okkur
að senda bílinn til Liverpool til að
láta alla leikmennina árita hann.“
Stuðningsmenn Liverpool hafa
myndað mjög sterkt samfélag í
Reykjanesbæ. „Sverrir Þór Sverr-
isson og Brynjar Hólm Sigurðsson
eru í forsvari fyrir aðstöðu okkar og
hafa gert upp húsnæði sem
ákveðnir stuðningsmenn notfæra
sér sem Liverpool-aðstöðu.“ Hóp-
urinn sé með Facebook-síðu, eigi
orðið bílinn og hann sé notaður við
öll möguleg tækifæri. „Við höfum
fengið ósk um að fá hann lánaðan í
brúðkaup og ónefnd persóna hefur
beðið um að fá hann vegna eigin
jarðarfarar, hvenær sem hún verð-
ur, þannig að hlutverkin eru mörg
og mismunandi og verða um
ókomna framtíð.“ Hann leggur
áherslu á að bíllinn sé mikilvægt
púsl í sögunni og tengingunni við
Liverpool. „Hann er enn ein skraut-
fjöðurin í Liverpool-samfélagið okk-
ar. Hofið er húsið og aðstaðan uppi
er musterið, sem við köllum Litla-
Anfield.“
Hummer í rétta litnum
er eitt helsta táknið
- Sérstakur Liverpoolbíll vegna viðburða á Litla Anfield
Tákn Vladimir Smicer áritar bílinn. Guðjón Vilhelm Sigurðsson til vinstri.
Liverpool-bíllinn Eftirlíking Evrópubikarsins er á húddinu, merki félagsins
blasir við að aftan og að sjálfsögðu er Hummerinn fagurrauður.
Ármúla 10
) 568 9950
duxiana.comHáþróaður svefnbúnaður
Náttúruleg efni, einstakt handverk og PASCAL gormakerfið
gera rúmin okkar að athvarfi fyrir stöðugan gæðasvefn.
FRUMKVÖÐLAR SÍÐAN 1926
Klæðskerasniðin
þægindi
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 148. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Fyrir mig er þetta mjög stórt. Ég er auðvitað Selfyss-
ingur og heima er alltaf hér. Það er bara beint frá hjart-
anu. Að geta haldið þetta mót hér á Selfossi er stór-
kostlegt og ég ber mikið þakklæti í brjósti, að þetta
geti orðið að veruleika,“ segir frjálsíþróttaþjálfarinn
Vésteinn Hafsteinsson sem er mættur með tvo af bestu
kringlukösturum heims á Selfoss Classic-mótið sem
fram fer á Selfossi í dag. »41
Bestu kastararnir keppa á Selfossi
ÍÞRÓTTIR MENNING