Morgunblaðið - 01.06.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mynd er komin á snjóflóðavarna-
garðana sem verið er að gera í
hlíðum Brellis, ofan við íbúða-
byggð á Patreksfirði. Enn er þó
töluvert verk óunnið og lýkur því
ekki fyrr en á næsta ári.
Nú eru starfsmenn Suðurverks,
sem er verktaki við varnarmann-
virkin, að vinna á Mýragarði vest-
anverðum. Garðurinn verður leiði-
garður sem mun mynda öfugt V í
hlíðinni þegar hann verður tilbú-
inn. Austari hluti garðsins mun
liggja frá þeim stað þar sem vél-
arnar eru að vinna efst í fjallinu og
á ská niður hlíðina. Þessi garður á
að verja íbúðarhús við göturnar
Mýrar og Hóla.
Lengst til vinstri á myndinni
sést þvergarður sem byggður hef-
ur verið fyrir ofan Urðargötu og
Aðalstræti ásamt samtengdum
leiðigarði. Hann nær í raun að
garði sem áður var búið að gera til
að verja skólahús og heilbrigðis-
stofnun. Geir Geirsson, sviðsstjóri
umhverfis- og framkvæmdasviðs
Vesturbyggðar, segir að þvergarð-
urinn eigi að vera nógu hár og
burðugur til að taka við því sem
kemur úr fjallinu.
Varnargarðarnir eru á þekktum
snjóflóðasvæðum og þar geta einn-
ig fallið grjótskriður. Geir rifjar
upp að reynt hafi á báða garðana
síðastliðinn vetur, Mýragarður
hafi varið Hólana fyrir snjóflóðum
þótt framkvæmdir hafi verið
skammt á veg komnar. Einnig hafi
snjór fallið að þvergarðinum.
Bíldudalur næst á dagskrá
Þegar garðarnir verða komnir í
endanlega mynd er eftir töluverð
vinna við að ganga frá svæðinu.
Græða upp sár, planta trjám,
leggja stíga og setja upp bekki.
Lýkur þessu á næsta ári. Tekur
Geir fram að starfsmenn Suður-
verks hafi staðið vel að málum
gagnvart íbúum bæjarins.
Áætla má að kostnaður við
framkvæmdina verði um hálfur
annar milljarður. Ofanflóðasjóður
greiðir 90% kostnaðar og veitir
Vesturbyggð lán fyrir þeim kostn-
aði sem kemur í hlut sveitar-
félagsins.
Geir svarar neitandi spurningu
um það hvort með þessu ljúki
vörnum í Patreksfirði. Segir hann
að eftir sé að vinna við Stekkagil
og verja byggðina við Sigtún.
Stefnt sé að því að gera það í einu
lagi. Einnig eigi eftir að endurgera
varnir við Litludalsá, vestast í
bænum.
Hins vegar er reiknað með að
varnir fyrir byggðina í Bíldudal
verði næsta verkefni sveitar-
félagsins. Skipulagsstofnun telur
að þær þurfi ekki að fara í um-
hverfismat og er verið að hanna
verkið fyrir útboð.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Patreksfjörður Unnið er við Mýragarð sem er leiðigarður ofan við tvær íbúðagötur. Þvergarðurinn er til vinstri.
Mynd komin á snjóflóðagarða
- Unnið við Mýragarð og síðan tekur
við vinna við gerð aðstöðu til útivistar
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Formleg ákvörðun um lóðina verð-
ur tekin í haust. Nú fer í gang sam-
tal við leigutakann,“ segir Gunnar
Tryggvason, starfandi hafnarstjóri
hjá Faxaflóahöfnum.
Á fundi stjórnar Faxaflóahafna í
síðustu viku var samþykkt bókun
um framtíð lóðarinnar í Klettagörð-
um 9. Þar hefur fyrirtækið Hring-
rás verið með starfsemi um langt
árabil en nú virðist komið að leið-
arlokum. „Stjórnendur Faxaflóa-
hafna upplýsi leigutaka og fram-
leigjanda að Klettagörðum 9 að
núverandi starfsemi verði ekki
heimiluð á lóðinni eftir að núverandi
leiguafnotum lýkur þann 31. desem-
ber 2023. Leigutakar og aðrir þeir
er spyrjast fyrir um lóðina skulu
upplýstir um að
ákvörðun um
framtíðarnot lóð-
arinnar liggi ekki
fyrir,“ sagði í
bókun hafnar-
stjórnar.
Gunnar segir
að samkvæmt
leiguskilmálum
Faxaflóahafna
þurfi að vera búið
að taka ákvörðun um framhaldið ári
áður en leigusamningur rennur út.
Ljóst er að Faxaflóahafnir sjá fyrir
sér annars konar starfsemi við
Klettagarða en starfsemi Hringrás-
ar.
„Við höfum áhuga á því að á þeim
hluta Sundahafnarsvæðisins sem
heyrir undir okkur verði starfsemi
sem styðji við höfnina og hafnar-
starfsemina. Vöruhús er eitt af því
sem kæmi til greina á þessari lóð.
Við vitum það að vöruhús við hlið
stærstu gámahafnar landsins spar-
ar kolefnisspor og dregur úr um-
ferð. Þá eru gámarnir fluttir beint
úr skipum í vöruhúsið og dreift það-
an í stað þess að þeir yrðu til dæmis
keyrðir í vöruhús uppi á Esjumel-
um og dreift þaðan,“ segir Gunnar.
Hringrás safnar saman brota-
málmi til endurvinnslu og útflutn-
ings. Einnig tekur fyrirtækið á móti
rafgeymum og spilliefni, ónýtum
hjólbörðum og ónýtum raftækjum.
Styr hefur staðið um starfsemi
fyrirtækisins við Sundahöfn um
langt árabil enda hafa orðið ítrek-
aðir eldsvoðar á svæðinu. Viðræður
hafa áður farið fram um framtíðar-
staðsetningu fyrirtækisins en engin
niðurstaða hefur enn fengist.
Hringrás úr Sundahöfn
Hringrás Starfsem-
in flytjist annað.
- Starfsemin verður ekki heimil í nýjum leigusamningi
Síðasta síldartunnan var afhent
Síldarminjasafni Íslands á Siglu-
firði í gær. Íslandsvinurinn Petter
Jonny Rivedal bjargaði tunnunni
þegar hana rak á land nálægt heim-
kynnum hans við Hrífudal í Noregi.
Hefur Petter Jonny varðveitt tunn-
una í kjallara sínum síðan, í nær
fjörutíu ár.
Petter Jonny hefur sagt fjölda
fólks sögu sína um síldartunnuna
en sú saga átti sér stað árið 1986
þegar flutningaskipið Suðurland,
sem var síðasta skipið sem náði
fram til Íslands, sigldi úr höfn í
Dalsfirði með fullan farm af síldar-
tunnum. Þá féll tunnan fyrir borð
og hafnaði í sjónum.
Tunnuna rak á land og hefur hún
síðan verið í vörslu Petters Jonnys.
Ásamt honum á myndinni eru hinar
norsku Thea Marie Rivedal og Nina
Kilen Rivedal en við íslenska fán-
ann stendur Anita Elefsen, safn-
stjóri Síldarminjasafns Íslands.
Síðasta
tunnan
afhent
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson