Morgunblaðið - 01.06.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.06.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Tvö af fórnarlömbum skotárás- arinnar í bænum Uvalde í Texas- ríki voru í gær borin til grafar, en vika er nú liðin frá skotárásinni í Robb-grunnskólanum þar sem 19 börn og tveir kennarar féllu fyrir hendi Salvadors Ramos. Voru það fyrstu jarðarfarirnar í kjölfar árás- arinnar, en gert er ráð fyrir að út- farir hinna fórnarlambanna fari all- ar fram í þessari viku. Vaxandi reiði hefur gætt í bæn- um, þar sem um 15.000 manns búa, gagnvart viðbrögðum lögreglunnar við árásinni, en rúmlega 40 mínútur liðu frá því að lögreglumenn komu á vettvang og þar til þeir reyndu áhlaup á skólastofuna þar sem Ramos hafði lokað sig inni ásamt börnum sem reyndu að fela sig. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna lýsti því yfir um helgina að það hygðist rannsaka viðbrögðin og þá verkferla sem lögreglan beitti þegar hún brást við árásinni. Leita málamiðlunar Árásin í Uvalde hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um það hvaða takmörk eigi að setja á byssueign landsmanna, án þess að gengið sé of nærri stjórnarskrár- vörðum réttindum þeirra. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld að hann myndi áfram þrýsta á umbætur í byssulög- gjöf Bandaríkjanna. „Ég held að ástandið sé nú svo orðið svo slæmt að allir horfi á það með raunsærri augum,“ sagði Biden. Hópur þingmanna úr báðum flokkum fundaði um helgina til þess að leita málamiðlana sem hægt væri að ná í gegnum Bandaríkjaþing. Samkvæmt bandarískum fjöl- miðlum horfðu þingmennirnir eink- um á löggjöf sem myndi hækka þann aldur sem fólk þurfi að hafa til að geta keypt sér skotvopn, og/eða heimildir fyrir lögreglu til þess að gera byssur upptækar af fólki sem talið væri að hætta gæti stafað af. Ekki er hins vegar talið inni í myndinni að banna sölu á svo- nefndum „árásarrifflum“ til al- mennings, en slík vopn voru notuð í árásinni í Uvalde og í skotárás í bænum Buffalo í New York-ríki fyrr í mánuðinum, þar sem tíu létu lífið. AFP Áfall Fólk kom saman í gær við minnisvarða um fórnarlömbin við Robb- grunnskólann og setti blóm og kransa til minningar um þau. Vaxandi reiði í garð lög- reglu fyrir aðgerðaleysi - Þingmenn skoða hækkun á skotvopnakaupaaldri Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Harðir bardagar geisuðu í gær í borginni Severodonetsk, og er áætl- að að Rússar hafi náð um helmingi borgarinnar á sitt vald. Sögðu tals- menn rússneskumælandi aðskilnað- arsinna að það tæki lengri tíma að hertaka borgina en vonast hefði ver- ið til, en áhlaup Rússa á hana er ein stærsta sókn stríðsins til þessa. Oleksander Strjúk, æðsti stjórn- andi borgarinnar, viðurkenndi að víglínan skipti nú borginni í tvennt. „En borgin er enn að verja sig, borg- in er enn úkraínsk, hermenn okkar eru að verja hana,“ sagði Strjúk. Severodonetsk er síðasta borgin sem enn er á valdi Úkraínumanna í Lúh- ansk-héraði, og hafa Rússar lagt allt í sölurnar til þess að hertaka hana á síðustu dögum, og hafa yfirvöld sagt að Rússar geri nú allt að tvö hundruð stórskotaárásir á borgina á klukku- tíma. Í fyrstu var talið að þeir myndu reyna að umkringja Severodonetsk, en tangarsókn Rússa frá Popasna hefur til þessa ekki enn náð að loka á síðustu birgðalínuna til Severo- donetsk. Óstaðfestar fregnir í gær hermdu hins vegar að Rússar væru farnir að herja ansi hart á hana. Loks samkomulag um olíubann Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, tilkynnti seint í fyrrinótt að leiðtogar aðild- arríkjanna hefðu komist að sam- komulagi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, þar sem lokað yrði á allt að 90% af þeirri olíu sem aðild- arríkin kaupa frá Rússlandi. Michel sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var klukkan eitt eftir miðnætti í Brussel, að leiðtogarnir hefðu komist að „sterkri ákvörðun“ og gætu nú sent „sameiginleg skila- boð“ til Rússlands. Í þeim skilaboðum felst að bannað verður að kaupa olíu frá Rússlandi sem flutt er með olíuflutningaskip- um fyrir lok þessa árs, en það magn nemur um 2⁄3 af öllum olíuinnkaupum Evrópusambandsríkjanna frá Rúss- landi. Að auki hafa nokkur ríki sem nú þiggja olíu í gegnum Drúsjba-- olíuleiðsluna, þar á meðal Þýskaland og Pólland, lýst því yfir að þau hygg- ist hætta að kaupa olíu frá Rúss- landi, en áætlað er að með því náist að banna um 90% af öllum olíu- innkaupum, líkt og fyrr sagði. Margar undanþágur Í fréttaskýringu Der Spiegel um samkomulag leiðtoganna segir hins vegar að það sé eins og gatasigti, og að spurning sé hvort það muni skaða Rússa meira en Evrópusambands- ríkin. Þá sé samkomulagið sigur fyr- ir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hafi í raun feng- ið leyfi til að kaupa olíu frá Rússlandi eins lengi og hann vill. Ekki var þó ljóst hvort samkomulagið fæli í sér frekari greiðslur til Ungverjalands, líkt og Orbán hafði beðið um til að hjálpa Ungverjum að aðlagast fram- tíð án rússneskrar olíu. Þá sagði einnig í Spiegel að tvennt hefði veikt málstað framkvæmda- stjórnar ESB í deilunni, annars veg- ar að nokkur ríki sambandsins, eins og Tékkland, Slóvakía og Ungverja- land, treystu nær alfarið á Drúsjba- olíuleiðsluna, en löndin eru öll land- lukt, og ættu þau því erfitt um vik að skera á innkaup frá Rússum, jafnvel þar sem viljinn væri fyrir hendi. Þá þótti sem framkvæmdastjórnin hefði ekki undirbúið jarðveginn nægilega vel, og hafði hún m.a. birt hluta af tillögum sínum opinberlega áður en aðildarríkin höfðu fengið að sjá þær. Lagðist það illa í suma leið- togana að sögn Spiegel, eins og til dæmis Karl Nehammer Austurríkis- kanslara, sem kvartaði undan því opinberlega. Þegar önnur atriði eru tekin með, eins og að Búlgarar fá undanþágu frá banni á kaupum á olíu sem flutt er með olíuflutningaskipum, og að Grikkir og Kýpverjar mega áfram flytja rússneska olíu til að selja utan Evrópu, þykir ólíklegt að Rússar muni finna eins mikið fyrir olíubann- inu og vonir stóðu til. Langt í aðgerðir gegn gasi Þá þykja umræðurnar um hinar hertu aðgerðir hafa sýnt vaxandi misklíð á milli aðildarríkjanna um það hversu langt eigi að ganga í að hegna Rússum fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í gær að hún teldi að bann á kaupum á jarðgasi ætti að vera í næstu lotu refsiaðgerða, en hún væri raunsæ og teldi því ekki að af því yrði. Þá voru bæði Nehammer Austurríkiskanslari og Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, á því að það yrði enn flóknara að finna leiðir til þess að ríkin þyrftu ekki á rússnesku jarðgasi að halda. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, gaf í skyn að ESB hefði nú gengið nægi- lega langt gegn útflutningsgreinum Rússa, og að næstu aðgerðir ættu að einblína á fjármálageira Rússlands, en auk olíubannsins var Sberbank, stærsti banki Rússlands, bannaður frá SWIFT-bankakerfinu. Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagði hins vegar að ekki ætti að útiloka neitt, þar sem enginn vissi hvernig stríðið myndi þróast. Senda skammdrægari flaugar Bandaríkin hafa ekki útilokað að þau muni senda svonefnd MLRS- eldflaugakerfi til Úkraínu, þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi lýst því yfir á mánudaginn að Úkraínumenn myndu ekki fá eldflaugar sem gætu hæft skotmörk í Rússlandi. Yfirlýsing Bidens var túlkuð í fyrradag sem svo að ekkert yrði af afhendingu eldflaugakerfanna sem Úkraínumenn hafa sótt fast að fá, en talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði að þeir myndu fá eldflaugar sem hafa allt að 70 kílómetra drægi, en ekki 300 kílómetra drægi. Rússar hafa varað við alvarlegum afleiðing- um ef gerðar yrðu eldflaugaárásir á rússneskar borgir. Hin skammdrægari eldflaugakerfi eru langdrægari en það stórskotalið sem Úkraínumenn geta teflt fram á vígvöllinn nú. Þá draga þær einnig lengra en sambærileg eldflaugakerfi Rússa, sem þeir hafa notað óspart í sókn sinni í Donbass-héruðunum til þessa. Ráða yfir helmingi borgarinnar - ESB-ríkin ná loks samkomulagi um bann á olíukaupum frá Rússlandi - Bannið eigi að ná til um 90% af olíukaupum aðildarríkjanna - Samkomulagið sagt sigur fyrir Orbán - Úkraínumenn fá eldflaugar AFP/Stringer Maríupol Eyðilagður skriðdreki á götu í hafnarborginni Maríupol, sem nú er alfarið á valdi Rússa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.