Morgunblaðið - 01.06.2022, Page 12

Morgunblaðið - 01.06.2022, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra hefur sjáv- arútvegsmál á sinni könnu og í fyrradag lét hún þá skoðun í ljós í svari við fyrir- spurn á Alþingi, að samþjöppun í sjávarútvegi væri „meinsemd“ eða öllu heldur sú staðreynd að hún vissi ekki hve mikil samþjöppunin væri. Þetta er sérkennileg yfirlýsing, ekki þó síst að ráðherrann gerði hana að ástæðu þess að hún hygðist skipa fjölmenna samráðsnefnd og fjóra sérfræðihópa til þess að grafast fyrir um þetta og önnur málefni sjávarútvegsins. Binda verður vonir við að þeim fjölda takist að uppræta meinsemdina í huga ráð- herrans, en nefndirnar voru kynntar í gær. Yfirlýsing matvælaráðherra var ekki vanhugsað svar í hita leiksins á Alþingi, heldur ljóst að það leikrit átti sér aðdraganda. Svarið kom við fyrirspurn Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem er formaður Viðreisnar, en þar fann hún að þessari sam- þjöppun allri og fann sérstaklega að því að sjávarútvegurinn hefði fjárfest í öðrum greinum. Nú á ekki að koma á óvart að ráðherra Vinstri-grænna hafi litla samúð með atvinnuvegum þjóðar- innar, en fyrirspurnin kom hins vegar upp um erindi Viðreisnar, sem enn stærir sig af því á tylli- dögum að vera flokkur til hægri við miðju. Eftir niðurstöður kosninga að undanförnu mætti raunar efast um að Viðreisn standi undir nafni sem flokkur, erindislaus sem hún er orðin eftir að hætt var að tala um Evrópumálin, með sína fjóra þingmenn og nokkra einmana sveitar- stjórnarmenn. Hitt er orðið fráleitt, að hún sé til hægri. Nú er það raunar svo að samþjöppun í sjávarútvegi á Ís- landi er alls ekki mikil. Jú, það er auðvelt að benda á örfá stórfyrirtæki í þeim geira, en þau segja fremur sögu um það hvernig kvótakerfið hefur komið á hagkvæmni í greininni, gert sjáv- arútveginn arðsaman og líkan öðr- um greinum, þar sem rúm er fyrir stór og vel rekin fyrirtæki. Stór- fyrirtækin eru hins vegar undan- tekning, því það er einmitt ein- kenni á sjávarútvegi hvað þar þrífast mörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, umhverfis landið. Það er erfitt að benda á aðrar atvinnugreinar þar sem samþjöppun er minni, hvort sem litið er til smásölu, fjármálageira, iðnaðar eða hvers annars. En það er þessi kvörtun um að sjávarútvegurinn fjárfesti í öðrum greinum, sem kemur upp um Þor- gerði Katrínu og Viðreisn. Það er einmitt lóðið í kapítalismanum, að þar er skapaður arður og auður, sem nota má í fleira en uppsprettu hans. Að þar verði til afgangur sem megi nota í eitthvað nýtt og betra, að menn geti stuðlað að ný- sköpun í atvinnulífi án þess að skipta um starfsvettvang. Að auð- sköpun í einni grein nýtist í öðr- um, landi og þjóð til heilla. Flokk- ur, sem skilur það ekki, skilur ekki neitt og er ekki hægriflokkur í neinum skilningi. Þess vegna er Viðreisn sjálf- sagt hollast að fara að uppástungu í forystugrein flokksmálgagnsins í liðinni viku og sameinast systur- flokknum Samfylkingu. Efast má um að Við- reisn standi undir nafni sem flokkur og fráleitt að hún sé til hægri} Meinsemd sjávarútvegsins Þrátt fyrir allt tal um samstöðu lýðræðisþjóða með Úkraínu gegn innrás og yfirgangi Rússa er samt sem áður erfitt að átta sig á því hvort þeim er öll- um alvara. Bretland, Pólland og Norðurlöndin að Eystrasaltsríkj- unum meðtöldum hafa talað mjög ákveðið í þeim efnum og látið efndir fylgja orðum. Framganga Frakklands og Þýskalands er hins vegar svo tvíbent, að skamm- arleg má heita og efamál með hvaða rétti má lengur kalla þau forysturíki í Evrópu. Það má líka spyrja um ásetning Bandaríkjanna, sem hafa reynst svo tvístígandi í stuðningi sínum við Úkraínu, að ekki er vel ljóst hvort þau vilja að hún vinni varn- arstríð sitt við Rússa eða nái að- eins að verjast til vopnahlés- samninga þar sem Rússar haldi fengnum hlut. Sumir spyrja hvort markmið Hvíta hússins geti ein- faldlega verið það að draga stríðið á langinn, láta rússneskan efna- hag komast á heljar- þröm og veikja stöðu þeirra á alþjóðavett- vangi til langframa. Það mun ekki aðeins kosta miklar mann- fórnir og eyðilegg- ingu í Úkraínu, held- ur er það háskaleikur þar sem stöðugleiki og efnahagur Vestur- Evrópu er einnig lagður að veði. Þetta birtist fyrst og fremst í óljósum orðum Joes Bidens Bandaríkjaforseta og þeirri hern- aðaraðstoð, sem Úkraínu er látin í té. Bandaríkjastjórn hefur reynst ófús til þess að senda ná- kvæmari og fullkomnari vopn til Úkraínu, þótt varnarmálaráðu- neytið hafi mælt með því, en verra er þó að Biden hefur gefið út yfirlýsingar um það hvað hann vilji eða vilji ekki gera, hvort sem það lýtur að hergögnum eða af- drifaríku hafnbanni Rússa á Úkraínu. Sú stjórnlist Bidens kemur engum að gagni nema árásarmanninum í Kreml, Vladimír Pútín. Það er hvorki vel gert né skynsamlegt. Hætt er við að stjórnlist Bidens komi helst Pútín að gagni.} Tvístigið í Hvíta húsinu Ý msir hafa haldið því fram að hér á landi ríki orkuskortur sem bregð- ast þurfi við með meiri raf- orkuframleiðslu. Ekki ætla ég að gera lítið úr nauðsyn þess að fram- leiða endurnýjanlega orku til framtíðar en þau sem halda því fram að það eina sem dugi til að svara þörf orkuskiptanna sé meiri framleiðsla hér og nú ættu að staldra við og hugsa málið til enda. Á Íslandi eru tveir orkumarkaðir: raforku- markaður stórnotenda sem keppa á samkeppn- ismarkaði og gera leynilega langtímasamninga við raforkuframleiðendur og markaður al- mennra notenda – heimila og fyrirtækja. Seinni hópurinn kaupir u.þ.b. 18% af raforkunni, stór- notendur 78% og tæp 5% tapast í flutningskerf- inu. Í samræmi við ákvæði þriðja orkupakkans bera stjórnvöld sérstaka ábyrgð á því að tryggja raforku- öryggi almennra notenda og eiga að skilgreina þá ábyrgð sem alþjónustu (e. public service obligation) í lögum. Á þetta hefur Orkumálastjóri margoft bent í almennri umræðu en ekkert bólar á breytingum á raforkulögum sem tryggja raf- orkuöryggi til almennra notenda. Ég hef því ásamt þingflokki Samfylkingarinnar lagt fram tillögu um að ríkisstjórnin ráðist strax í nauðsynlegar breyt- ingar á lögum og reglugerðum sem hafi það að markmiði að: 1. Skilgreina alþjónustu með fullnægjandi hætti í raf- orkulögum. 2. Skilgreina hlutverk allra aðila á raforkumarkaði við að tryggja raforkuöryggi. 3. Tryggja raforkuöryggi til kaupenda á al- mennum orkumarkaði og kveða á um að þau skuli njóta forgangs ef til skömmtunar kemur vegna ónógs raforkuframboðs. 4. Veita Orkustofnun lagaheimild til að grípa inn í á orkumarkaði svo að hægt sé að tryggja raforkuöryggi á almennum orkumarkaði. 5. Forgangsraða raforkuframleiðslu til orku- skipta. Samfylkingin telur brýnt að stefnumótun stjórnvalda og lagaumhverfi stuðli að inn- lendum orkuskiptum og að forgangsraðað verði í þágu orkuskipta. Einnig að skilgreining al- þjónustu á orkumarkaði verndi almenna not- endur fyrir sveiflum í orkuverði og tryggi orku- öryggi þeirra umfram aðra kaupendur. Veita þarf Orkustofnun heimild í lögum til að tilnefna aðila sem bera ábyrgð á raforkuöryggi heimila og fyrirtækja í landinu. Það er lykilatriði. Ekkert í núverandi lagaumhverfi raforkunýtingar gerir stjórnvöldum kleift að stýra raforkuframleiðslu hér á landi þannig að hún nýtist beint til orkuskipta. Þannig hafa stjórnvöld ekki í höndunum nauðsynleg tæki til að fram- fylgja áætlunum um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda og uppfylla markmið Íslands í loftslagsmálum. Það er því langt frá því að vera öruggt að orka úr nýjum virkjana- kostum renni til orkuskipta. Ef það er ekki gert eru digur- barkalegar yfirlýsingar um orkuskiptin lítið annað en orðin tóm. thorunn.sveinbjarnardottir@althingi.is Þórunn Sveinbjarn- ardóttir Pistill Af orkuskorti og orkuskiptum Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is E llefu tjónsatburðir voru tilkynntir til Náttúru- hamfaratryggingar Ís- lands (NTÍ) árið 2021, en slíkir atburðir voru fjórtán árið 2020. „Þrír atburðir voru vegna vatnsflóða, þrír vegna krapaflóða, tveir vegna snjóflóða, einn vegna aurflóða, einn vegna skriðufalla og einn vegna jarðskjálfta,“ segir í skýrslu og yfirlýsingu stjórnar og forstjóra NTÍ í ársreikningi 2021. Samkvæmt ársskýrslu NTÍ 2021 voru tilkynnt alls 226 tjónamál á árinu. Tilkynning leiddi til tjóna- bóta í 56 tilvikum en málum var hafnað í 155 tilvikum þar eð ekki var hægt að rekja skemmdir til vá- tryggðs atburðar. Í tólf tilvikum var um að ræða tjón sem var undir eigin áhættu. Í ársreikningnum kemur fram að flestar tilkynningarnar í fyrra, eða um 160, hafi verið vegna jarð- skjálfta á Reykjanesi í febrúar. Þá bárust 36 tilkynningar vegna vatnsflóðs á Ólafsfirði í október. Heildargreiðsla tjónabóta ásamt matskostnaði vegna tilkynntra tjóna á árinu 2021 var í árslok tæplega 184 milljónir króna, sam- kvæmt ársreikningnum. Fleiri tjón 2021 en í meðalári Í ársskýrslu NTÍ fyrir árið 2021 kemur fram að það ár hafi orðið heldur fleiri tjónsatburðir en í meðalári. Frá 1987 urðu að meðaltali sjö tjónsatburðir á ári. Af ellefu tjónsatburðum 2021 leiddu tíu atburðir til útborgunar tjónabóta en í einum atburði var ekki um tjónabætur að ræða. Þeir atburðir sem leiddu til tjónabóta árið 2021 voru: Krapaflóð í Jökulsá á Fjöllum 1. janúar, snjóflóð í Skarðsdal 20. janúar, snjóflóð í Dalsmynni 28. janúar, krapaflóð í Skriðdal 15. febrúar, jarðskjálftahrina á Reykjanesi frá 24. febrúar, skriðu- föll í Mjólká 18. mars, aurskriða í Varmahlíð 29. júní, vatnsflóð á Ólafsfirði 3. október, vatnsflóð á Stöðvarfirði 17. október og krapa- flóð í Syðri-Hvammsá 24. nóv- ember. Uppgjöri bóta er ekki lokið í einhverjum málanna. Mesta tjón- ið varð vegna snjóflóðs í Skarðs- dal í Siglufirði sem varð í janúar. Þá urðu miklar skemmdir á skíðasvæði. Tjónabætur vegna þess námu 53 milljónum króna. 267 hamfaratjón á 34 árum Í endurtryggingaskýrslu NTÍ 2022 er farið yfir sögu náttúruhamfaratjóna hér á landi allt frá árinu 1987. Síðan þá hafa orðið 267 tjón vegna náttúru- hamfara. Þar af voru 130 flóð, 79 snjóflóð, 37 grjót- eða aurskriður, 19 jarðskjálftar og tvö eldgos. Umtalsverð tjón voru fá á þessu tímabili. Þorp og margir sveitabæir á Vestfjörðum og í Eyjafirði urðu fyrir miklu tjóni vegna snjóflóða árið 1995. Tjónabætur sem NTÍ greiddi út voru milli þrír og fjórir milljarðar að núvirði. Tveir jarð- skjálftar að stærð um 6,5 stig skóku Suðurland árið 2000 og greiddi NTÍ út tjónabætur upp á 9,3 milljarða íslenskra króna að núvirði. Eina endurtrygging- artapið í sögu NTÍ varð árið 2008 þegar varð jarðskjálfti að stærð 6,3 stig nálægt Selfossi. Þá bár- ust nærri fimm þúsund tjóna- beiðnir og heildartjónið nam um 17,8 milljörðum króna að núvirði. Náttúran olli ellefu tjónsatburðum 2021 Morgunblaðið/Eggert Siglufjörður Mikið tjón varð þegar snjóflóð féll á skíðasvæðið í Skarðsdal og eyðilagði mannvirki. Sem betur fer var enginn á staðnum þegar flóðið féll. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygg- inga Íslands (NTÍ), segir að fast- eignir á landinu falli undir nátt- úruhamfaratrygginguna og þær eru því tryggðar fyrir tjóni sem kann að verða vegna jarðskjálfta og eldgosa. Öðru máli gegnir um innbú. Það er hægt að tryggja fyrir tjóni vegna jarðskjálfta og eldgosa og sú trygging kemst á með því að brunatryggja innbú og lausa- muni hjá almennum trygginga- félögum. Á vef NTÍ (nti.is) má sjá erindi sem Hulda hélt nýlega um þessi mál á íbúafundi í Grindavík í tengslum við jarðskjálfta á Reykjanesi. Huga þarf að tryggingum FORSTJÓRI NTÍ Hulda Ragnheiður Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.