Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
✝
Guðríður Kar-
en fæddist í
Baldurshaga, Fá-
skrúðsfirði, 22.
september 1940.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 26. maí 2022.
Foreldrar hennar
voru hjónin Nanna
Steinunn Þórðar-
dóttir, f. 2. apríl
1913, d. 11. nóv.
2003 og Bergkvist Stefánsson, f.
15. sept. 1903, d. 5. júní 1986.
Af fjórum systkinum var Guð-
ríður næstelst barna þeirra
hjóna. Þau eru Jón Baldvin, f.
16. okt. 1938, Rannveig Ragna,
f. 26. júní 1942 og Bergþóra, f.
4. mars 1951. Fyrir átti Berg-
kvist dótturina Sigurbjörgu, f.
2. sept. 1928. Hinn 28. maí 1967
giftist Guðríður Jóni B. Guð-
mundssyni frá Siglufirði. Þau
hófu búskap sinn á Siglufirði
sama ár en fluttu til Fáskrúðs-
fjarðar 1972. Börn þeirra eru:
1) Helena S. Stefánsdóttir, f. 14
feb. 1963. Faðir Stefán Smári
Kristinsson, f. 5. nóv. 1941, d.
13. okt. 1962. Helena er gift
og Bjartur Búi. Lang-
ömmubörnin eru tvö, Katla Sól-
ey, dóttir Karenar Mistar, og
Jenný Þóra, dóttir Vigdísar.
Guðríður Karen, eða Guja, eins
og hún var oftast kölluð, ólst
upp á Fáskrúðsfirði. Hún fór í
Húsmæðraskóla eins og algengt
var. Guðríður vann margvísleg
störf, lengi við verslunarstörf.
Var starfsmaður Kaupfélagsins
á Fáskrúðsfirði á yngri árum,
einnig Amaró á Akureyri. Á Fá-
skrúðsfirði rak hún um tíma
verslanir. Hún sá um rekstur á
Félagsheimilinu Skrúð um tíma,
ásamt eiginmanni sínum. Hún
starfaði einnig við fiskvinnslu
inn á milli. Guðríður var í mörg
ár sundlaugarvörður á Fá-
skrúðsfirði eða allt þar til hún
lauk starfsævinni. Hún var lið-
tæk í félagsstörfum á Fáskrúðs-
firði, meðal annars í
Slysavarnafélaginu og Kven-
félaginu. Árið 2006 fluttu Guð-
ríður og Jón í Hveragerði þar
sem þau sinntu áhugamálinu
sem var garðræktin og blómin.
Það gerðu þau til ársins 2018
þegar þau fluttu í Boðaþing í
Kópavogi.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju Kópavogi í dag, 1. júní
2022, klukkan 13. Athöfn verð-
ur streymt á lindakirkja.is/
utfarir. Hlekk á streymi má
finna á:
https://mbl.is/andlat
Ólafi Þ. Auð-
unssyni, börn
þeirra eru Stefán
Smári og Jóel Daði.
2) Nanna Þ. Jóns-
dóttir, f. 6. okt.
1967, gift Árna
Gíslasyni, þeirra
börn eru Karen
Mist, Gísli Jón og
Tómas. 3) Sig-
urjóna Jónsdóttir,
f. 9. mars 1969, gift
Víglundi Þórðarsyni, börn
þeirra eru Vígdís og Björk. 4)
Guðmundur Bergkvist, f. 30.
mars 1972, giftur Ólínu B. Ein-
arsdóttur, börn þeirra eru
Brynja Katrín, Bjarni Dagur og
Björgvin Ari. 5) Þórður Már
Jónsson, f. 12. janúar 1974, gift-
ur Thanh Tam Ha, börn þeirra
eru You Ha og Amanda. Dætur
Þórðar eru einnig: Sunna,
Tanja, Ísabella Eir, Sara Sól og
Aþena Rós, móðir Elísabet A.
Christiansen. 6) Aðalsteinn
Jónsson, f. 19. nóv. 1975, giftur
Júlíönu G. Þórðardóttur, börn
þeirra eru Ástdís Eik, móðir
hennar er Súsanna Björg Ást-
valdsdóttir. Jón Þór, Emil Elí
Elsku mamma er farin frá
okkur, límið sem hélt fjölskyld-
unni saman.
Við mamma vorum nánar,
þótt við værum ekki alltaf sam-
mála, frekar en annað fólk. Hún
var glöð og félagslynd, enda átti
hún marga vini á öllum aldri,
flesta ævilangt. Hún var dugleg
að rækta sambandið við þá og
mundi flesta afmælisdaga. Það
var merkilegt þar sem fjöl-
skylda hennar er stór. Ekki
klikkaði hún þar. Til marks um
það velti hún því mikið því fyrir
sér á síðustu dögum lífsins,
hvað hún ætti að gefa Döddu
systur sinni í afmælisgjöf, þar
sem hún ætti stórafmæli á
næstunni. Sennilega hefur hún
haldið í vonina um að hún gæti
fagnað systur sinnar. Það mun-
aði tveim dögum að mamma
lifði 55 ára brúðkaupsdag henn-
ar og pabba. Mamma átti eftir
að gera svo margt því henni
fannst svo gaman að lifa. Barna-
börnin eru tuttugu og barna-
barnabörnin tvö og sá hópur fer
stækkandi. Mamma þráði að
hitta öll þessi börn, og oftar en
hægt var, því í amstri dagsins
týnist tíminn eins og sungið er í
texta eftir Bjartmar Guðlaugs-
son. Hann var í miklu uppáhaldi
hjá henni. Mamma var tónelsk
og dreymdi um að læra söng
þegar hún var ung. Fáir vita að
mamma tróð upp sem trúbador
með gítar. Sennilega var það á
Akureyri. Hún bjó um tíma hjá
tónlistarfjölskyldu en Elín Ey-
dal, móðir Eydalsbræðra, var
fjölskylduvinur. Mamma sagði
eftirminnilega sögu frá námsár-
unum á Laugalandi. Lífið í
heimavistarskóla var fjörugt og
stundum komu skammir eftir
því. Mamma hafði breitt bak og
tók á sig ábyrgðina á margs
konar prakkarastrikum vin-
kvenna sinna. Eitt sinn, þegar
verið var að finna út hver gerði
hvað, sagði skólastýran hvöss;
Hvað hlægir þig Guðríður?
Mamma reyndi að halda í sér
hlátrinum, því hún vissi hið
sanna í málinu. Foreldrar mínir
kynntust á Akureyri en í byrjun
sumars 1962 lenti pabbi minn í
hörmulegu slysi um vorið og lést
sama haust. Jón pabbi kom inn í
líf mitt um fjögurra ára aldur.
Það var mér mikil gæfa. Fjöl-
skylda blóðföður míns er einstök
og hefur alla tíð verið mikil vin-
átta á milli mömmu, Jóns pabba
og þeirra. Mamma sagði alltaf
við okkur systkinin: Þú getur
þetta alveg ef þú vilt það. Ég
hef reynt að tileinka mér þá
visku og sá sömu frjókornum til
fólksins í lífi mínu. Snemma að
morgni uppstigningardags
hringdi síminn. Það var Jóna
systir, sem sat þá vaktina hjá
mömmu. Hún sagði mér að nú
væri komið að kveðjustundinni.
Þetta var fallegur og sólríkur
dagur, ég ræsti bílinn við hús
systur minnar og mér til undr-
unar heyrði ég kunnuglega tóna
í útvarpinu. Queen, uppáhalds
erlenda hljómsveitin hennar
mömmu, og stórsöngvarinn
Freddie Mercury söng lagið
You’re My Best Friend. Gegn-
umgangandi laglína í laginu er
You make me live. Tárin runnu
niður kinnarnar, því mér fannst
hún vera að senda mér skilaboð
en tárin voru þakklætistár.
Þakklæti fyrir lífið sem hún gaf
okkur systkinunum og góðu
stundirnar með henni. Þótt
mamma hafi náð háum aldri,
fannst henni hún eiga svo margt
eftir enda lifði hún lífinu lifandi.
Hvíl í friði elsku mamma. Minn-
ingin lifir þótt söknuðurinn sé
sár.
Meira á: www.mbl.is/andlat
Helena S. Stefánsdóttir
og fjölskylda.
Elsku mamma er búin að fá
hvíldina. Hún var lífsglöð, ákaf-
lega félagslynd og þótti fátt
skemmtilegra en að fá fólk í
heimsókn. Þeir sem komu til
hennar gátu alltaf gengið að því
vísu að fá gott kaffi og bakkelsi.
Oftar en ekki tók hún tertur
með sér ef hún fór í heimsókn.
Þegar við komum til hennar
spurði hún okkur yfirleitt hvort
við gætum ekki sagt henni eitt-
hvað skemmtilegt og sagði okk-
ur þá brandara sem hún hafði
nýlega heyrt. Hún fylgdist alltaf
náið með barnabörnunum og
þótti vænt um að hitta þau, spila
við þau og gjarnan var farið í
bingó með þeim á jólunum.
Við erum mörg systkinin og á
æskuheimilinu var í nógu að
snúast en einhvern veginn tókst
mömmu að láta allt ganga upp,
þrátt fyrir að pabbi væri oftast
úti á sjó. Það var gestkvæmt á
heimilinu, allir voru velkomnir,
bæði börn og fullorðnir. Mamma
var einstaklega hjálpsöm við alla
sem hún þekkti og var óhrædd
við að taka af skarið ef þannig
bar undir.
Ég er mjög þakklát fyrir allt
sem mamma hefur kennt okkur,
ekki síst það að allt er hægt ef
viljinn er fyrir hendi og að við
þurfum að láta okkur annt um
aðra.
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Minning þín lifir.
Nanna Þóra og
fjölskylda.
Það er óraunverulegt að eiga
allt í einu ekki lengur mömmu.
Allar góðu minningarnar sem ég
á um hana og fljúga í gegnum
hugann eru raunverulegar. Ég
er þakklát fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og gaf mér. Á
hennar rúmu 80 árum var hún
búin að afreka margt.
Mamma sagði okkur systk-
inum ávallt að ef það væri eitt-
hvað sem við vildum gera, gæt-
um við það. Hún hvatti okkur
áfram með ráðum og dáð þegar
á móti blés. Seigla er eitthvað
sem hún kenndi okkur sannar-
lega og það var ekki í boði að
gefast upp.
Á æskuheimilinu fyrir austan
var alltaf mikið fjör enda heim-
ilið stórt. Við systkinin erum sex
og gjarnan fylgdu margir með
hverju okkar svo það var oft æði
fjölmennt en allir voru alltaf vel-
komnir. Pabbi var gjarnan á sjó
en mamma hélt öllu gangandi
hvað sem á dundi. Heimsóknir
með bræður mína til læknis þeg-
ar einhver þeirra hafði slasað
sig voru nær vikulega. Þegar ég
hugsa til baka skil ég ekki
hvernig hún fór að þessu öllu
saman.
Afmælis- og hátíðisdagar hafa
sannarlega ekki verið neinir
slökunardagar fyrir mömmu. En
hún elskaði þó slíka daga, þá var
hún í essinu sínu með allt sitt
fólk í kringum sig. Þegar við
systkinin áttum afmæli galdraði
hún fram miklar veislur og við
máttum bjóða eins mörgum og
við vildum. Afmælisdagar voru
mikilvægir, hún var alveg með á
hreinu hvenær allir hennar af-
komendur og vinir áttu afmæli
og vildi helst að allir fengju gjöf
á afmælisdaginn. Alltaf þegar
hún gat, kom hún á afmælisdag-
inn minn og nú síðast í mars. Þá
kom hún með mitt uppáhalds-
bakkelsi og þetta gerði hún
gjarnan við afkomendur sína
þegar færi gafst.
Á unglingsárum brýndi hún
stöðugt fyrir mér mikilvæg at-
riði. Þar var efst á blaði krafan
um að ég myndi mennta mig,
annað var ekki í boði. Sjálf hafði
hún ekki fengið slíkt tækifæri en
hefði það gefist þá er ekki
spurning um annað en hún hefði
gripið það. Ég er henni ævin-
lega þakklát fyrir þá hvatningu.
Náungakærleikur var henni
mikilvægur, hún vildi gefa af sér
og lagði áherslu á að styðja við
þá sem minna máttu sín. Hún
ræktaði samband sitt við vini og
fjölskyldu enda vildi hún alltaf
hafa fólk í kringum sig. Ég held
að mömmu hafi þótt það mikil
viðbrigði þegar við systkinin fór-
um að tínast að heiman eitt af
öðru. Lengi vel keypti hún alltaf
inn mat eins og allir væru enn
búandi heima.
Mamma elskaði að fara til
Spánar í sólina og gerði það með
pabba, hún hefði eflaust kosið að
geta gert það oftar. Ég og mín
fjölskylda vorum með í nokkrum
slíkum ferðum og þá var glatt á
hjalla og mamma í essinu sínu,
fjarri ys og þys. Það voru mínar
bestu gæðastundir með mömmu
á fullorðinsárum.
Þó veikindi hefðu leikið
mömmu grátt hin síðari ár þá
var stutt í húmorinn, hún sagði
gjarnan þegar við heyrðumst,
„segðu mér einn brandara“. Síð-
ustu samverustundir okkar á
spítalanum snerust um að segja
brandara, þó hún gæti ekki
lengur tjáð sig í orðum launaði
hún fyrir brandarana með brosi.
Síðasta nótt mömmu var frið-
sæl, falleg og björt sumarnótt í
hennar anda. Takk fyrir allt,
elsku mamma. Minning þín mun
ávallt lifa.
Sigurjóna.
Ótal minningar þyrlast um
hugann en það er gott að staldra
við. Finna ylinn, væntumþykj-
una og hvað þær eru dýrmætar.
Það var í byrjun árs 1967 sem
ég vissi fyrst um þig elskulega
Guja, svilkona mín. Sama ár og
bræðurnir, Jón og Halldór, frá
Bakka á Siglufirði, giftu sig og
eignuðust fyrstu börnin með
okkur eiginkonum sínum. Þú
áttir áður elsku Helenu. Þetta
ár var gjöfult og gleðiríkt okkur
öllum. Tvær giftingar og þrjár
barnsfæðingar. Munda mágkona
okkar með ágústbarnið. Þarna
var upphafið, þið Jón voruð á
Siglufirði, við Halldór í Reykja-
vík. Við náðum ekki að kynnast
mikið fyrstu árin, börnin ung og
langt að fara. Þið fluttuð á Fá-
skrúðsfjörð og börnin uxu úr
grasi. Vinátta okkar styrktist og
við fórum að skreppa austur eða
þið suður. Þið voruð höfðingjar
heim að sækja. Þú áttir auðvelt
með að ná til fólks, skrafhreifin,
orðheppin og hlý. Alltaf vel til-
höfð með rauðlilla varalitinn, tú-
berað hár og vel snyrtar hendur.
Börnin ykkar Jóns sex að tölu,
uppeldið kom að mestu í þinn
hlut, þar sem Jón var á sjónum.
Þau vissu að allir yrðu að hjálp-
ast að. Allar matar- og tertu-
veislurnar sem haldnar hafa ver-
ið, þá kom jafnvel góð ræða eða
vísa. Börnin þín hafa erft veislu-
menninguna, líklega með móð-
urmjólkinni, og er það vel.
Þú varst ekki hrædd við að
stíga út fyrir rammann og taka
áhættu. Stofnaðir verslun með
gjafavöru og fatnað og seinna
blómaverslun á Fáskrúðsfirði.
Það er af svo mörgu að taka. Þið
Jón tókuð stóra ákvörðun þegar
þið fluttuð að austan og til
Hveragerðis. Þá voruð þið nær
stórfjölskyldunni. Þessi ákvörð-
un gladdi okkur Halldór mikið
og gaf okkur öllum meiri tíma
saman. Þá hófst garðræktin,
sáning og heimaræktun, þar var
Jón í fararbroddi og Helena gaf
ykkur góð ráð. Mikil vinna og
alúð var lögð í þennan garð. Að
sjálfsögðu vann garðurinn ykkar
til verðlauna.
Árin héldu áfram að telja og
heilsan að gefa sig. Börnin vildu
fá ykkur nær og þið fluttuð til
Reykjavíkur. Elskulega Guja,
sannarlega varst þú hæfileika-
rík, farsæl og gafst fólkinu þínu
mikið. Þú auðgaðir líf okkar á
svo margan hátt með gleði, allt-
af til í að spjalla og gefa góð ráð.
Við Halldór og börnin okkar
þrjú kveðjum þig með þakklæti
og dýrmætum minningum.
Elsku Jón, Helena, Nanna,
Jóna, Beggi, Doddi, Alli og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Helga Hallgrímsdóttir.
Stórbrotin kona er fallin frá,
það verður sannarlega eftirsjá
að henni. Guðríður Karen var
lengi búin að berjast við erfið
veikindi, en alltaf var stutt í
gleðina og jákvæðnina þegar af
henni bráði. Hún var svo hug-
myndarík og langaði að koma
svo mörgu í framkvæmd, en
varð að láta undan þegar kraft-
arnir dvínuðu.
Hún Guðríður Karen, Gauja,
eins og hún var nefnd af vinum
sínum, var engin miðlungsmann-
eskja, fékkst við eitt og annað
um dagana. Sem unglingur vann
hún við afgreiðslu hjá Kaup-
félagi Fáskrúðsfirðinga. Á þeim
árum kynntist hún mannsefninu
sínu, Jóni Guðmundssyni, ætt-
uðum frá Siglufirði. Hún flutti
norður með honum og bjó þar í
nokkur ár, uns þau fluttu austur
og byggðu sér hús og komu upp
sex börnum. Sannarlega hélt
maður að það eitt og sér væri
nóg verkefni, en hún tók sér eitt
og annað fyrir hendur, sá um
rekstur félagsheimilisins Skrúðs
um tíma og var sundlaugarvörð-
ur í mörg ár, auk þess að setja á
stofn blómabúð og reka hana
þar til þau hjón fluttu til Hvera-
gerðis, þar sem þau bjuggu sér
gott heimili og ræktuðu garð
sem var alger gersemi.
Þegar fór að halla undan fæti
og þrekið að minnka fluttu þau á
höfuðborgarsvæðið og komu sér
fyrir í fallegri íbúð í Boðaþingi
10.
Guðríður og Jón bjuggu við
mikið barnalán og hafa börnin
verið foreldrunum til sóma. Þau
lærðu snemma að standa á eigin
fótum og hafa alls staðar verið
til fyrirmyndar.
Ég vil þakka Gauju minni fyr-
ir áratuga vinskap og bið guð að
blessa alla hennar afkomendur.
Guðrún Einarsdóttir
frá Odda.
Guðríður K.
Bergkvistsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HRAFN ÞÓRÓLFSSON,
Svöluhöfða 11, 270 Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 2. júní klukkan 13.
Margrét Ragnarsdóttir
Hólmfríður H. Sigurðardóttir Örn Franzson
Ragnhildur H. Sigurðardóttir Sigurður Torfi Sigurðsson
Ernir Hrafn Arnarson Anna Gunnlaug Friðriksdóttir
Þórólfur Sigurðsson
Margrét Helga Hemmert Arnardóttir
Hrafnhildur Svava Hemmert Sigurðardóttir
og langafabörn
Elskuleg móðir mín og amma okkar,
ÞÓRA ÞORGRÍMSDÓTTIR,
fyrrverandi starfsmaður
Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
áður til heimilis í Ljósheimum 18a,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 26. maí
á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju
mánudaginn 13. júní klukkan 13.
Heiða Sigurrós Gestsdóttir
Svanur Þór Stefánsson
Gestur Magnús Stefánsson
Selma Rós Oruc
Yndislegi eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RUNÓLFUR HARALDSSON,
fyrrverandi bóndi á Syðri-Rauðalæk,
síðar til heimilis á Birkivöllum 28,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
laugardaginn 28. maí. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju laugardaginn 4. júní klukkan 13.
Elsie Júníusdóttir
Sigríður Runólfsdóttir Valgeir Harðarson
Valgerður Lára Runólfsdóttir
Ólafía Ósk Runólfsdóttir Þórir Bjartmar Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR Þ. ÞORSTEINSSON,
Vararvegi 4, Garði,
lést sunnudaginn 26. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Tómas Þ. Halldórsson Jessica Agan Macasarte
Þorsteinn A. Halldórsson Lilja Dís Birgisdóttir
Helga S. Halldórsdóttir Snæbjörn Óttarsson
Anna Halldórsdóttir
og barnabörn