Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is 50 ÁRA Erlendur ólst upp í Kópavogi og Breiðholti en er nú fluttur aftur í Kópavoginn. Hann lauk BA-gráðu í rússnesku og hagfræði frá HÍ, MBA-gráðu frá HR og AMP-gráðu frá Harvard Business School. Erlendur útskrif- aðist með hæstu einkunn og var einnig valinn nemandi ársins af félögum sínum í MBA- náminu. Þá sigraði Erlendur í mottumars- keppninni árið 2016. Erlendur hóf störf sem fararstjóri 17 ára og hefur verið í fluginu frá því að hann hóf störf hjá Air Atlanta, þegar hann var 21 árs. Hann hefur síðan unnið hjá MD flugfélaginu, Loft- leiðum og Icelandair auk þess að sitja í stjórn Arctica Finance og sem stjórnar- formaður Leikbreytis. Árið 2020 varð Erlendur forstjóri flugfélagsins Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum, sem var m.a. í eigu Loftleiða. „Þetta er bú- inn að vera mjög áhugaverður tími, bæði kaupin á félaginu þegar það var einkavætt og síðan reksturinn fram að Covid. Ýmsar áskoranir hafa tekið við, eins og hefur verið í fluginu þennan tíma. Þetta hefur verið bæði lærdómsríkt og mjög skemmtilegt. Flugfélagið var með eina flugvél þegar við keyptum það en þegar landinu var lokað á sínum tíma höfðum við aukið við flotann og vorum komin með sex vélar í rekstur. Grænhöfðaeyjar standa á mörkum Evrópu og Afríku. Þarna er mjög skemmtileg blanda af Kreólamenningu og evrópskri menningu. Annars vegar má líkja eyjunum við Kanaríeyjar vegna uppbyggingar á ferðamannaiðn- aðinum og hins vegar eru áhrif afrískrar menningar sterk. Við fórum tvisvar með beinu flugi héðan frá Íslandi til Grænhöfðaeyja með ferðaskrifstofunni Vita, þegar allt lék í lyndi fyrir Covid, en núna er best að komast þangað í gegnum París eða Lissabon.“ Áhugamál Erlendar eru útivist, golf, veiði og skíði með fjölskyldunni og einnig hefur hann tvisvar lokið við þríþrautina Járnkarlinn. „Ég hugsa að ég noti afmælisdaginn til að renna fyrir fisk í Elliðaánum með konu og börnum.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Erlends er Auður Ýr Helgadóttir, f. 1972, lögmað- ur hjá LOCAL lögmönnum. Börn þeirra eru Helgi Hrafn, f. 2002, Guðmundur Daníel, f. 2004, Gréta Carla, f. 2011, og Hanna Hallveig, f. 2015. Foreldrar Er- lends eru Svavar Egilsson, f. 1949, fv. forstjóri, búsettur í Reykjavík, og Gréta Erlendsdóttir, f. 1951, fv. flugfreyja, búsett í Hafnarfirði. Erlendur Svavarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Leitaðu leiða til að koma hug- myndum þínum á framfæri við áhrifamikið fólk. Þér er það óvænt ánægja hvað þú upp- skerð fljótt árangur erfiðis þíns. 20. apríl - 20. maí + Naut Heppnin ætti að vera með þér í dag og því ekki úr vegi að taka áhættu, sama hversu langsóttur árangurinn virðist. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gættu þess að láta tilfinningarnar ekki ná tökum á þér þegar viðkvæm mál ber á góma varðandi fjölskylduna. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Framkvæmdu allt sem virðist skemmtilegt og ánægjulegt. Þú mátt eiga von á því að dugnaður þinn og skilvísi hafi vakið athygli á réttum stöðum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Hikaðu ekki við að leita aðstoðar við verkefni sem þú verður að ljúka. Hafðu jafn- vægi á öllum hlutum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér er nauðsyn að fá útrás fyrir sköp- unargleði þína. Einhver er aðgangsharður og vill komast nær þér en þú kærir þig um. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú mátt ekki láta aðfinnslur samstarfs- manna þinna draga úr þér kjarkinn. Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú átt að horfa fram á veg, en ekki alltaf vera að líta um öxl og láta fortíð- ina þvælast fyrir þér. Gættu þess að dreifa ekki kröftum þínum um of því slíkt leiðir ekki til neins. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ýmis tækifæri standa þér opin í fjármálum en farðu gætilega og forðastu alla óþarfa áhættu. Eyddu tímanum ekki í vol- æði, heldur taktu til hendinni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Treystu innsæi þínu í sam- skiptum við aðra í dag. Orðum verða að fylgja athafnir svo það er eins gott að þú brettir upp ermarnar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Dagurinn hentar vel til að huga að breytingum í vinnunni og á stefnu þinni í lífinu. Reyndu að setja mál þitt fram með þeim hætti að enginn velkist í vafa um skoð- anir þínar. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka mál- in föstum tökum. Ekki hvika frá settu marki því þú kannt að fá vilja þínum framgengt. Hreinn gegndi ýmsum félags- störfum samhliða starfi sínu og má þar nefna formennsku í stjórn Dval- arheimila Akureyrar 1974-78, var varabæjarfulltrúi 1994-98, sat í stjórn veitustofnana Akureyrar 1994-98 auk þess að sitja í stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri á sama tíma. Hreinn var fulltrúi Akureyrarbæjar og héraðsnefndar Eyjafjarðar í full- trúaráði Brunabótafélags Íslands, og sat jafnframt í stjórn félagsins árin 1995-2003, meðal annars sem stjórn- arformaður 1995. Síðustu ár hefur Hreinn starfað í félagi eldri borgara á Akureyri auk þess að vera í stjórn Arnarins, holl- vinafélags Flugsafns Íslands og for- maður klúbbsins Karls II. á Akur- eyri. Þá starfaði Hreinn um árabil innan Norræna félagsins, bæði á Akureyri svo og í sambandsstjórn þess 1989-1995. Um skeið átti Hreinn sæti í flokks- stjórn Alþýðuflokksins, var í fram- H reinn Pálsson fæddist 1. júní 1942 á Hálsi í Fnjóskadal og dvald- ist þar fyrstu tvö árin en fluttist svo ásamt móður sinni að Sigtúnum í Eyjafjarð- arsveit. Þar dvöldust þau mæðginin hjá Mekkín Guðnadóttur, móður- systur Hreins, og manni hennar, Kristjáni Bjarnasyni, næstu árin en Hreinn var þar öll sumur fram til 1957, fyrst sem kúarektor og síðast sem kaupamaður. Árið 1948 fluttu mæðginin til Akur- eyrar og Hreinn hóf þar skólagöngu sína. Fyrst í smábarnaskóla Hreiðars og Jennu, síðan í Barnaskóla Akur- eyrar og því næst Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hreinn varð stúdent frá MA 1962 og hóf síðan nám í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk embætt- isprófi þaðan vorið 1970. Hreinn var ráðinn fyrsti bæjar- lögmaður Akureyrarbæjar 1970 og gegndi því starfi ásamt starfi félags- málastjóra til 1975, síðan eingöngu sem bæjarlögmaður fram til 1992. Hreinn hóf þá störf sem sjálfstætt starfandi lögmaður ásamt því að reka Fasteignasöluna hf., en hætti störf- um árið 2013. boði til Alþingis auk þess að vera virkur félagi í Samfylkingunni síðast- liðin ár. Af mörgu er að taka þegar kemur að áhugamálum Hreins. Má þar fyrst nefna flug, ferðalög, tónlist og lax- veiði. Hreinn hefur alla tíð verið mik- ill áhugamaður um íslenskt málfar og bóklestur. „Ég hef iðkað sund, nánast daglega um áratuga skeið auk þess að spila golf með góðum vinum, bæði heima og erlendis. Ég er ötull stuðn- ingsmaður KA og keppti m.a. fyrir hönd félagsins í sundi á árum áður. Ég læt mig sjaldnast vanta á leiki KA í knattspyrnu ásamt Vinum Móða.“ Fjölskylda Eiginkona Hreins var Margrét Ólafsdóttir, f. 23.2. 1940, d. 20.3. 2017, hjúkrunarfræðingur. Hreinn og Mar- grét kynntust á Akureyri og hófu bú- skap í Innbænum en fluttu síðan til Reykjavíkur meðan Hreinn stundaði nám við HÍ. Árið 1970 fluttu þau Hreinn Pálsson hæstaréttarlögmaður – 80 ára Ljósmynd/Björk Guðbrandsdóttir Ríkidæmi Barnabörnin og langafabörnin árið 2022. Fyrsti bæjarlögmaður Akureyrar Lögmaðurinn Hreinn. Veiðimaðurinn Hreinn staddur í Mýrarkvísl árið 2020. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.