Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
Tilkynnt hefur verið um fyrri út-
hlutun úr Hljóðritasjóði árið 2022.
Alls bárust 106 umsóknir frá mis-
munandi greinum tónlistar þar sem
sótt var um 89,5 milljónir króna. Á
vef Rannís kemur fram að í ár hafi
Hljóðritasjóður um 75 milljónir
króna til umráða „vegna átaks ríkis-
stjórnar, sem er tvöföldun frá fyrri
árum. Stjórn sjóðsins ákvað að út-
hluta um þriðjungi heildarupphæð-
arinnar, til að geta betur mætt við-
búnum auknum fjölda umsókna
síðar á árinu,“ segir í tilkynningu.
Þar kemur fram að sjóðurinn veiti
að þessu sinni tæplega 29 milljónir
króna til styrktar 59 hljóðritunar-
verkefnum.
Styrkupphæðir nú eru á bilinu
150.000 kr. til 1.200.000 kr. Að með-
altali eru styrkirnir um 500.000
krónur. Hæsta styrkinn fær hljóm-
sveitin Mahoney ehf./ Móses
Hightower, fyrir hljóðritun á sinni
fimmtu breiðskífu. Þess má geta að
Hljóðritunarsjóður styrkir aðeins
verkefni til hljóðritunar á nýrri
íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veit-
ir ekki framhaldsstyrki til
hljóðritunarverkefna sem þegar
hafa verið styrkt af sjóðnum eða
áður styrkt af Tónlistarsjóði.
Alls var veittur 31 styrkur til
ýmiss konar rokk-, hipphopp- og
poppverkefna í afar víðum skilningi;
átta styrkir til samtímatónlistar af
ýmsum toga, fimm styrkir til fjöl-
breyttra djassverkefna og fimmtán
styrkir til ýmissa annars konar tón-
listarverkefna. Meðal þeirra sem
hlutu styrk voru Benedikt Hermann
Hermannsson, sem fékk 400 þúsund
kr. fyrir plötuna Lendingu; Berglind
María Tómasdóttir, sem fékk 600
þúsund kr. fyrir plötuna viibru;
Gunnar Hilmarsson í Sycamore
Tree, sem fékk 900 þúsund kr. fyrir
fjórðu plötu hljómsveitarinnar;
Högni Egilsson, sem fékk 700 þús-
und kr. fyrir plötuna Þoku; Karl
Olgeir Olgeirsson, sem fékk 500 þús-
und kr. fyrir nýja plötu; Kristín
Björk Kristjánsdóttir, sem fékk 700
þúsund kr. fyrir plötuna Yl; Sigur-
geir Agnarsson, sem fékk 300 þús-
und kr. fyrir plötuna Nánd sem á
eru upptökur á verkum fyrir ein-
leiksselló; Sóley Stefánsdóttir, sem
fékk eina milljón fyrir breiðskífuna
Harmóník; Steingrímur Karl
Teague, sem fékk 700 þúsund kr.
fyrir plötuna Veldisvísur; leikhóp-
urinn Stertabenda, sem fékk 700
þúsund kr. til að taka upp söng-
leikjatónlistina í leiksýningunni
Góðan daginn faggi; Sváfnir
Sigurðarson, sem fékk 600 þúsund
kr. fyrir þriðju sólóplötu sína og
Þorvaldur Gylfason, sem fékk 400
þúsund kr. fyrir plötuna Fleiri
söngvar fyrir sópran og tenór.
Tæpar 29 milljónir til
59 hljóðritunarverkefna
- Styrkupphæðir á bilinu 150.000 til 1.200.000 kr.
Högni
Egilsson
Sóley
Stefánsdóttir
Berglind María
Tómasdóttir
Benedikt Hermann
Hermannsson
Sá furðulegi atburður átti sér stað
á sunnudaginn var að karlmaður
fleygði tertu í Mónu Lísu í Louvre,
dulbúinn sem gömul kona í hjóla-
stól. Sem betur fer er hið þekkta
verk Leonardos da Vincis varið
með þykku gleri og fór því rjóminn
aðeins á það en ekki verkið sjálft.
Náðu viðstaddir myndum og víd-
eóum af glerinu útötuðu í rjóma og
var að vanda mikið fjölmenni við
málverkið þegar þetta gerðist.
Tertukastarinn hvatti viðstadda
til að hugsa um jörðina um leið og
hann var leiddur á brott af öryggis-
vörðum. Í frétt BBC um málið segir
að vitni hafi orðið furðu lostin yfir
uppákomunni og skal engan undra.
Einn safngesta, Luke Sundberg,
lýsir atburðinum þannig að við-
staddir hafi tekið andköf þegar
maður, dulbúinn sem gömul kona,
hafi hlaupið að málverkinu fræga
og barið í glerið áður en hann mak-
aði á það rjómatertu.
Réðst að Mónu Lísu með rjómatertu
Rjóma-Lísa Símar fóru á loft eftir að
rjóma var klínt á öryggisgler Mónu Lísu.
Útvarpsþátturinn PartyZone er
snúinn aftur á Rás 2 á laugardags-
kvöldum eða öllu heldur svokall-
aður „spinoff“ þáttur, eða afleggj-
ari, sem nefnist Undir diskó-
kúlunni. Er honum lýst sem hröðum
og hressum og að keyrt sé á dans-
smelli fyrir dansþyrsta Íslendinga.
„Flestir hlustendur eiga sterkar
minningar af dansgólfinu sem þeir
tengja við ákveðið tímabil,
skemmtistað, ár eða jafnvel árstíð.
Við ætlum að sérhæfa okkur í réttu
danssmellunum, réttu útgáfunum
og horfa á þetta út frá dansgólfinu
og plötusnúðabúrinu. Það er hell-
ingur af frábærri tónlist sem fólk
tengir vel við sem heyrist alltof
sjaldan í útvarpi,“ segir í tilkynn-
ingu frá þeim PartyZone-mönnum,
Helga Má Bjarnasyni og Kristjáni
Helga Stefánssyni, en þeir munu sjá
um þáttinn sem verður á laugar-
dagskvöldum kl. 19.23 til 21.00.
Undir diskókúlunni á laugardögum
Partípinnar Kristján og Helgi Már.
„Að njóta lista á að vera réttur allra,
ekki forréttindi fárra,“ segir í til-
kynningu frá Listahátíð í Reykjavík
sem hefst í dag og stendur til 19.
júní. Þar er bent á að á hátíðinni í ár
sé mikið úrval ókeypis viðburða úr
ólíkum listgreinum, auk þess sem
ókeypis sé á alla viðburði í Klúbbi
Listahátíðar sem og á opnanir
myndlistarsýninga.
Meðal ókeypis viðburða má nefna
götuleikhúsið Act Red sem sýnt er í
miðbæ Reykjavíkur 3. júní og
Garðabæ og í Reykjanesbæ daginn
eftir. Þar munu hávaxnar undra-
verur og glaðværir trommuleikarar
skálma um götur og slá tóninn fyrir
hátíðina.
Um helgina gefst gestum í porti
Hafnarhússins tækifæri til að sjá
óperuinnsetninguna Sun & Sea, sem
vann aðalverðlaunin á Feneyja-
tvíæringnum 2019 og hefur farið
sigurför um heiminn. Verkið verður
endurtekið í sífellu milli kl. 12 og 16
dagana 4. og 5. júní.
Í Pósthússtræti við Austurvöll
verður í dag opnað ljósmyndaverk
Hrafns H. Jónssonar (Krumma) sem
nefnist Bótaþegi og fjallar um þann
veruleika að vera fatlaður og lifa við
fátækt í íslensku velferðarkerfi 21.
aldarinnar.
Mykki Blanco og Samuel Acevedo
sem mynda tvíeykið EXPAT bjóða
upp á sýningu í Open, Grandagarði
27, þann 19. júní kl. 21. Tvíeykið
blandar „leikrænni ljóðlist úr heimi
svartra hinsegin listamanna saman
við gotneska þungamálmshefð Mið-
og Suður-Ameríku þannig að úr
verður kynngimagnaður seiður“,
segir í kynningu.
Loks má nefna að Listahátíð
„býður öllum að stíga inn í sannkall-
aða undraveröld á lokadegi hátíðar-
innar þegar nýuppgert svæðið í
kringum Elliðaárstöð fyllist af
furðuverum, tónlistarfólki, sirkus-
listafólki, matarvögnum og óvænt-
um uppákomum. Þessi spennandi
skógarhátíð í dásamlegu umhverfi
Elliðaárdals fer fram sunnudaginn
19. júní milli kl. 13 og 16,“ segir í
kynningu og er bent á að í Undra-
skóginum geti allt gerst. Allar nán-
ari upplýsingar um dagskrána má
lesa á vefnum listahatid.is.
EXPAT Mykki Blanco og Samuel Acevedo bjóða upp á sýningu í Open.
Ókeypis viðburð-
ir á Listahátíð
- Réttur allra, ekki forréttindi fárra
Undraskógurinn Staður í Elliðaár-
dalnum þar sem allt getur gerst.
Heimferð nefnist sýning úr smiðju
brúðuleikhópsins Handbendis sem
sýnd verður á Listahátíð í Reykjavík
dagana 1.-19. júní. Verkinu er lýst
sem einstæðri ör-leikhúsupplifun í
hjólhýsi fyrir lítinn áhorfendahóp í
senn. „Í þessari heillandi sýningu
fyrir alla aldurshópa er stuðst við
hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðu-
list, hljóð og mynd til að skoða mun-
inn á hreyfanlegu heimili sem marga
dreymir um og þeirri upplifun að
búa á slíku heimili, þvert gegn eigin
vilja, í krísuástandi. Áhorfendum er
fylgt í gegnum opna sögu sem þeir
móta sjálfir um leið og þeir fá að
gægjast inn í litla heima, einkalíf
annarra, og kanna mörg þúsund ör-
stutt augnablik sem flytja okkur aft-
ur heim,“ segir í kynningu á vef
Listahátíðar. Leikstjóri er Greta
Clough, sem jafnframt gerir leik-
brúður ásamt Cat Smits. Danshöf-
undur er Snædís Lilja.
Sýningin gerist í hjólhýsi sem hef-
ur ferðalag sitt á Hvammstanga og
ferðast um Norður- og Vesturland
fram til 14. júní, en ferðalaginu lýk-
ur í Reykjavík. Í dag og á morgun
verðursýnt í Félagsheimilinu á
Hvammstanga milli kl. 13 og 20; um
helgina er sýnt á Akureyri milli kl.
10 og 17; 9. júní við Grunnskólann í
Búðardal milli kl. 15.30 og 20; 10.
júní á Stykkishólmi milli kl. 13 og 20;
11. júní á Grundarfirði milli kl. 13 og
20; 12. júní í Frystiklefanum í Rifi
milli kl. 13 og 20; 13. júní á Akranesi
milli kl. 13 og 20; 14. júní í Borg-
arnesi milli kl. 13 og 20; 17. júní í
Iðnó í Reykjavík milli kl. 10 og 17;
18. júní í Gerðubergi milli kl. 10 og
17 og 19. júní í Elliðaárdal milli kl.
10 og 17.
Ör-leikhúsupplifun í hjólhýsi
- Handbendi með Heimferð á Listahátíð í Reykjavík
- Sýnt á Norður- og Vesturlandi og í höfuðborginni
Ljósmynd/ Íris Stefánsdóttir
Leikendur Sigurður Arent Jónsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Sylwia
Zajkowska fara með hlutverkin í brúðusýningunni Heimferð.
Snákur nefnist samstarfsverkefni
Rauða krossins og Borgarleikhúss-
ins sem sýnt er á Nýja sviðinu í
kvöld kl. 20. Verkið, sem er um
klukkutími í flutningi, snýst um hug-
rekki til þess að bera sig eftir björg-
inni. „Nú þegar heimurinn þjáist,
þurfa mörg okkar að aðlagast nýjum
heimkynnum. Þráin eftir því að vera
félagslega samþykkt (lesist: að til-
heyra, að eignast vini, að vera boðin í
eitt helvítis partí) varð sterkari og
sterkari meðan á vikulegu leiklistar-
námskeiði Rauða krossins stóð. Þess
vegna hóf hópur hugrakks fólks á
ýmsum aldri og frá ólíkum stöðum
að rannsaka hugmyndina um að
bjóða sjálft sig velkomið inn í sam-
félag, í stað þess að bíða þess að það
gerist sjálfkrafa. Við hverfum frá
reglum hins hefðbundna vestræna
leikhúss. Hér snýst allt um þá til-
raun að tengjast, jafnvel þegar það
þýðir að taka í sveitta hönd einhvers
ókunnugs,“ segir í tilkynningu.
Elisabeth Nienhuis leiðir sýning-
una en flytjendur eru innflytjendur
og hælisleitendur. Sýningin mun
vera aðgengileg öllum aldri. Hún er
að mestu flutt án orða en þó eru
nokkur orð mælt á ensku. Aðgangur
er ókeypis en bóka þarf miða á tix.is.
Tilraun til að tengjast
- Samstarfsverkefni Rauða krossins og Borgarleikhússins
Hugrekki Sýningin Snákur er sýnd í
Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.