Morgunblaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 Jóhann Ólafsson Gunnhildur Sif Oddsdóttir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Al- þingi í gær að veruleg hækkun á fasteignamati sýndi það, svart á hvítu, að fasteignagjöld væru skatt- stofn sem fasteignaeigendur þyrftu að sitja undir hækkunum á, jafnvel þótt tekjur þeirra ykjust ekki. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteigna- mat í landinu hækkar mjög mikið. Þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að fasteigna- eigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skatt- inum,“ sagði Bjarni þegar Sigmund- ur Davíð Gunnlugsson, formaður og þingmaður Miðflokksins, spurði hvort Bjarna þætti ástæða til að endurskoða fyrirkomulag sveitarfé- laga á innheimtu fasteignagjalda, í ljósi þess hvernig þessi gjaldtaka hefði þróast. Ekki ætlað að vera tekjulind Sigmundur sagði að fasteigna- gjöldum hefði verið ætlað að standa undir kostnaði en ekki vera auka- tekjulind, sem í ofanálag ráðist nú í auknum mæli af nánast tilviljana- kenndum atriðum. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteigna- mati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2023. Þetta er umtalsvert meiri hækk- un en tilkynnt var um fyrir ári síð- an, þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu. Bjarni bætti við að bestu skatt- arnir væru greiddir sem hlutfall af tekjum skattgreiðenda. Hitt væri í raun og veru nokkurs konar eigna- upptaka í þeim tilvikum þegar pró- senta væri orðin of há. Þá sagðist hann telja kerfið mein- gallað og að það lýsti sér best þann- ig að hjá sumum fyrirtækjum væri enginn tekjuvöxtur en skattgreiðsl- an ætti samt að hækka um 20% ef ekki yrði hreyft við álagningarpró- sentunni. „Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyr- irtækjum,“ sagði Bjarni. Nokkur sveitarfélög, þar á meðal Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fjörður og Ölfus, hafa gefið það út að þau muni líklega lækka álagning- arprósentu fasteignaskatts vegna þessarar miklu hækkunar fast- eignamats. Segir fyrirkomulag fast- eignagjalda ósanngjarnt - Gjöldin eigi ekki að vera aukatekjulind - Kerfið sé gallað Morgunblaðið/Hákon Hús Fasteignamat hækkar um 19,9%. Það er mesta hækkun síðan í hruninu. Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Staðfest hefur verið að meinvirkt af- brigði ISA-veirunnar sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi hefur greinst í sýnum úr laxi á tveim- ur kvíabólum Ice Fish Farm í Beru- firði. Fiski verður slátrað upp úr kví- unum og fjörðurinn hvíldur. Þegar því verki lýkur hefur þurft að slátra nokkrum milljónum laxa úr öllum kvíum fyrirtækisins á helstu eldis- svæðunum, Reyðarfirði og Berufirði. Fyrirtækið vinnur nú að áætlunum um eldi og slátrun á næstu árum og er stefnt að því að hefja bólusetningu gegn ISA. Frá því veiran greindist fyrst í kvíabólinu Gripalda í Reyðarfirði í nóvember hafa sýni verið tekin reglulega á öllum kvíabólum Ice Fish Farm í Reyðarfirði og Berufirði. Veiran greindist á tveimur stöðum til viðbótar í Reyðarfirði og var ákveðið að slátra öllum laxi upp úr kvíunum. Hefst slátrun úr því síðasta, Vattar- nesi, í næstu viku. Fyrir nokkrum dögum vaknaði grunur um veiruna í Hamraborg í Berufirði. Hefur nú verið staðfest með raðgreiningu að það er umrædd ISA-veira og hún jafnframt greind í Svarthamarsvík í Berufirði. Á Hamraborg eru um 890 þúsund laxar, að meðaltali rúmlega tvö kíló að þyngd, og á Svarthamri um 1,1 milljón laxar, að meðaltali rétt innan við 800 grömm að þyngd. Hátt verð á laxi hjálpar Jens Garðar Helgason, aðstoðar- forstjóri Ice Fish Farm, segir að gerð verði áætlun um slátrun úr Berufirði en slátrun frá Vattarnesi sé fyrst á dagskrá. Í kvíunum er mest lax sem hægt er að slátra og vinna fyrir markað. Nú er hátt verð á laxi á heimsmarkaði og segja stjórnendur fyrirtækisins það bót í máli. Spurður hvernig veiran hafi borist í Berufjörð, segir Jens Garðar að menn gruni að hún hafi stökkbreyst í meinvirkt afbrigði á Gripalda fyrir nokkru og kunni að hafa borist í önn- ur kvíaból og aðra firði með búnaði, áður en menn áttuðu sig. ISA-veiran hafi ekki komið upp hér áður og dag- legur rekstur ekki miðast við þá hættu. Segir hann þetta ekki óeðli- legt þegar slík sýking komi upp í fyrsta skipti. Hann segir að búið sé að setja upp nýja framleiðsluáætlun sem byrjað er að vinna eftir. Hún miðar að al- gerri einangrun hverrar stöðvar fyr- ir sig og hverrar kynslóðar. Engin umferð eða búnaður fer á milli stöðva. Segir Jens Garðar að með þessu sé verið að taka upp það fyr- irkomulag sem notað hefur verið í Færeyjum frá því ISA-veiran lagði laxeldi þar á hliðina á sínum tíma. Þetta sé unnið í samráði við Mat- vælastofnun. Sömuleiðis sé vonast til að hægt verði að hefja bólusetningu á fiski gegn ISA-veirunni á næstu ár- um. Það sé ekki heimilt nú en rann- sóknir sýni að hægt sé að minnka lík- ur á smiti um 70-80% með því móti. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að skoða smitvarnir og sjúkdóma í fiskeldi, vegna veirusýk- inganna, og skila tillögum. Meðal annars verður skoðað hvort ástæða þyki til að koma á bólusetningar- skyldu gagnvart ISA-veirunni. Komast aftur á áætlun 2024 Spurður hvort veirusýkingin sé ekki áfall fyrir fyrirtækið, segir Jens Garðar að hún sé það vissulega og setji strik í áætlanir um slátrun seinni hluta þessa árs og fyrri hluta næsta árs. „En við erum með metn- aðarfullar áætlanir um vöxt og erum að setja út mikið af seiðum. Með stór- aukinni vöktun og smitvörnum eig- um við að ná okkar áætlunum og komast á gott skrið aftur seinni hluta næsta árs og á áætlun á árinu 2024,“ segir Jens Garðar. Nú er verið að setja stór seiði út í kvíar á tveimur kvíabólum fyrir- tækisins í Fáskrúðsfirði og í haust er áformað að setja stór seiði í innan- verðan Reyðarfjörð. Slátrun getur því hafist aftur seinni hluta næsta árs. Kvíabólin verða rekin sjálfstætt - Ice Fish Farm endurskipuleggur smitvarnir og framleiðsluáætlanir eftir að meinvirkt afbrigði ISA- veirunnar var staðfest á helstu eldissvæðum fyrirtækisins - Vilja fá að bólusetja gegn veirunni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kópasker Brunnbátur á vegum Ice Fish Farm tekur stórseiði frá eldisstöð fyrirtækisins á Kópaskeri til að fara með á kvíaból í Fáskrúðsfirði. Ef áætlanir ganga eftir getur slátrun hafist að nýju hjá Ice Fish Farm á næsta ári. Tvö afbrigði » Þekkt eru tvö afbrigði ISA- veirunnar. Annað er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúk- dómi eða tjóni og hitt er mein- virkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum. » Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fisk- afurðum. Klínískur sjúkdómur hefur hvergi á heimsvísu verið staðfestur í villtum laxi í sínu náttúrulega umhverfi. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Mikill viðbúnaður var á Barnaspít- ala Hringsins í gær vegna forsjár- deilu um 10 ára dreng. Meðal ann- ars voru fulltrúar frá lögreglunni og sýslumanni á höfborgarsvæðinu, auk Barna- og fjölskyldustofu á vettvangi. Samkvæmt úrskurði dómstóla átti að flytja barnið aftur til föður þess, en það hafði verið í umsjá móður sinnar. Drengurinn, sem er langveikur, var staddur á spítala í lyfjagjöf. Helga Sif Andrésdóttir, móðir hans, var með honum inni á stofunni þeg- ar sækja átti drenginn, gegn vilja móðurinnar. Þegar blaðamaður náði tali af Helgu Sif sagðist hún ekki hafa átt von á þessari framkvæmd þegar hún fór með son sinn á spítala í morgun. Kom henni þetta verulega á óvart. Móðurinni vísað af deildinni Síðar sama dag, þegar blaðamað- ur náði tali af Helgu Sif, hafði fulltrúi sýslumanns vísað henni af deildinni sem sonur hennar var á. Hafði faðir hans fengið að koma inn á stofuna þegar hún var farin, að hennar sögn. Samtökin Líf án ofbeldis birtu í dag færslu á samfélagsmiðlinum Fa- cebook þar sem þau sendu ákall til stjórnvalda og samfélagsins vegna málsins. Segja þau barnið nógu þroskað til að vita vilja sinn í málinu sem taka beri tillit til. Samtökin hafa verið Helgu Sif innan handar í forsjárdeilum við barnsföður henn- ar, en þau eiga annað barn saman. Morgunblaðið/Eggert Barnaspítali Hópur kvenna sem tengjast móðurinni beið fyrir utan. Móður vísað burt af barnaspítala - Lögregluviðbúnaður vegna forsjárdeilu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.