Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
GOLD
Sölustaðir: Apótek, almennar verslanir.
Mest selda
liðbætiefni á Íslandi
Sérvalin blanda bætiefna fyrir liðina.
Inniheldur virkt og uppbyggilegt kondrótín,
kollagen og kalk fyrir bein og brjósk.
Njóttu sumarsins eymslalaus.
NUTRILENK
Jón Magnússon, fv. þingmaður,
vekur athygli á að nú nálgast
verðbólga í helstu viðskiptalönd-
um Íslands óðfluga
tveggja stafa tölu
og lætur einnig
finna fyrir sér á Ís-
landi. Hann óttast
að það dragi úr
áhrifum af viðleitni
Seðlabanka þegar
„ríkisstjórnin er
upptekin við að prenta peninga,
sem innistæða er ekki fyrir“.
- - -
Jón bætir við að ríkisstjórnin
mætti hafa í huga að sé fólki
borgað fyrir ekki neitt með pen-
ingaprentun, þá sé verðbólga óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur. Það sé að-
eins spurning um tíma.
- - -
Verðbólga dregur úr kaupmætti
launa og leiðir til gengisfell-
ingar íslensku krónunnar. Verð-
tryggð lán hækka og vextir óverð-
tryggðra lána hækka líka og hjá
því verður ekki komist í slíku
ástandi.
Þetta er eitt alvarlegasta vanda-
málið sem blasir við þjóðinni.“
- - -
Jón segir að þingmönnum væri
nær að taka á þessum aðsteðj-
andi vanda og sleppa gagnslausum
og innistæðulausum upphróp-
unum.
- - -
Því miður er stjórnarandstaðan
upptekin við að reyna að
auka fátækt í landinu og valda
auknum erfiðleikum í velferðar-
kerfinu með því að opna landa-
mærin upp á gátt.
- - -
Kemur á óvart að Viðreisn, en
einkum (þó) Flokkur fólksins
skuli taka þátt í þessum leik, sem
er ætlaður til að öll vinna í sam-
bandi við vandaða málsmeðferð
varðandi hælisleitendur verði gerð
að engu.“
Jón Magnússon.
Ónýtt uppistand
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, fór í opinbera heimsókn í
Skaftárhrepp í gær. Heimsókninni
lauk í gærkvöldi með samkomu í fé-
lagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkju-
bæjarklaustri, sem Skaftárhreppur
stóð fyrir.
Fyrr um daginn hafði Guðni átt
fund með nýkjörinni sveitarstjórn
hreppsins og setið málstofu um sókn-
arfæri í sveitarfélaginu.
Forsetinn fór einnig í heimsókn í
nokkur fyrirtæki á svæðinu, m.a.
Klausturbleikju sem starfað hefur í
mörg ár. Sömuleiðis fór Guðni til
fundar við eldri kynslóðina í hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu Klaustur-
hólum. Þá hitti hann nemendur
Kirkjubæjarskóla og leikskólans
Kærabæjar. Eliza Reid var á sama
tíma stödd í Heidelberg í Þýskalandi,
sem heiðursgestur á bókmenntahátíð.
Guðni heimsótti
íbúa Skaftárhrepps
Ljósmynd/Skrifstofa forseta Íslands
Skaftárhreppur Guðni hlustar hér á Bjartmar Pétursson, einn eigenda
Klausturbleikju, segja frá starfsemi fyrirtækisins við Teygingalæk.
Flugvél Niceair, af gerðinni Airbus
319, var í fyrsta sinn flogið í gær-
morgun frá Akureyri til Kaup-
mannahafnar. Félagið mun standa
fyrir flugi tvisvar í viku til Kaup-
mannahafnar, jafnoft til London og
einu sinni í viku til Tenerife.
Áður en farþegum var hleypt um
borð klipptu á borða í flugstöðinni
þau Þorvaldur Lúðvík Sigur-
jónsson, framkvæmdastjóri Niceair
og einn stofnenda félagsins, og Ást-
hildur Sturludóttir, bæjarstjóri á
Akureyri.
Breiður hópur fyrirtækja, ein-
staklinga og stofnana á Norður-
landi stendur að Niceair, en enginn
hluthafa á meira en 6,5% hlut.
Meðal hluthafa eru KEA, Höldur,
Kaldbakur, Norlandair, Armar,
Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norð-
urböð, brugghúsið Kaldi og kæli-
smiðjan Frost.
Ferðaþjónustan á Norður- og
Austurlandi bindur miklar vonir
við flugið frá Akureyri, bæði fyrir
íbúa á svæðinu og erlenda ferða-
menn.
Fyrsta flug Niceair
til Kaupmannahafnar
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Þorvaldur Lúðvík og Ásthildur Sturludóttir klipptu á borða.