Morgunblaðið - 03.06.2022, Page 12

Morgunblaðið - 03.06.2022, Page 12
12 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14 NET EFFECTS NET EFFECTS Bralette í stærðum 32-42 á kr. 7.850,- NET EFFECTS buxur í stærðum S-XL á kr. 4.990,- 3. júní 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.99 Sterlingspund 160.99 Kanadadalur 101.29 Dönsk króna 18.429 Norsk króna 13.65 Sænsk króna 13.087 Svissn. franki 133.04 Japanskt jen 0.9886 SDR 172.66 Evra 137.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.8783 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanlagt hafa Isavia, Airport Associates og Icelandair ráðið tæp- lega þúsund starfsmenn á Kefla- víkurflugvöll fyrir sumarið. Fjöldi farþega í maí var 9% umfram nýlega spá Isavia en áður hafði félagið spáð um og yfir 5,7 milljónum farþega í ár. Til samanburðar fóru 9,8 milljónir farþega um völlinn metárið 2018 og 7,25 milljónir farþega árið 2019. Um- ferðin hrundi síðan í farsóttinni. Sterk fylgni hefur verið milli flug- umferðar og fjölda starfsmanna á Keflavíkurflugvelli síðustu ár. Brynjar Már Brynjólfsson, mann- auðsstjóri móðurfélags Isavia, segir um 700 manns hafa starfað á Kefla- víkurflugvelli um síðustu áramót. Síðan hafi verið ráðnir um 300 sum- arstarfsmenn. Samanlagt verði því um 950 starfsmenn í sumar, en þeir voru 700 í fyrrasumar. Það er 36% fjölgun milli ára. Brynjar Már segir að eftir sum- arið verði hluti sumarstarfsmanna mögulega fastráðinn en fjöldinn sé ekki kominn á hreint. Áhersla á Suðurnesjamenn Hann segir aðspurður að Isavia geri kröfu um að starfsfólk sé ís- lenskumælandi. „Það hefur gengið vonum framar að ráða sumarfólk. Við leggjum áherslu á að ráða fólk frá Suðurnesj- um og nærsamfélaginu en vegna fjöldans höfum við þurft að sækja fólk á höfuðborgarsvæðið. Við höfðum áhyggjur af því að við næðum ekki að manna sumarið en betur gekk en á horfðist og það hefur gengið mjög vel. Það er áskorun að ráða fólk sem síðan fær boð um starf annars staðar. Það eru auðvitað allir að berjast um fólkið. Við búum að því að hafa vaktavinnu sem margir kjósa, ekki síst á sumrin. Það hefur verið aðdráttarafl fyrir marga,“ segir Brynjar Már. Víða um heim glími flugvellir við manneklu en Keflavíkurflugvöllur sé kominn fyrir vind í því efni. Ástæða þessa vanda erlendis sé ekki síst sú að traust á slíkum störfum hafi dvín- að í faraldrinum en störf í flug- geiranum voru þá mjög ótrygg. 84% af fjöldanum sumarið 2018 Fjöldi starfsmanna hjá samstæðu Isavia náði hámarki sumarið 2018 og var þá rúmlega 1.780, að meðtalinni flugleiðsögn, innanlandsflugi og Frí- höfninni, en þetta þrennt eru nú dótturfélög Isavia ohf. sem rekur Keflavíkurflugvöll. Til samanburðar munu um 1.500 starfa hjá félaginu í sumar, að sögn Brynjars Más. Það vekur athygli, enda er það 84% af fjöldanum sum- arið 2018 þegar Wow air var enn í rekstri. En það ár komu 2,3 milljónir erlendra ferðamanna sem er mesti fjöldi frá upphafi. Með 370 starfsmenn í sumar Airport Associates þjónustar flug- félög á Keflavíkurflugvelli. Sigþór Kristinn Skúlason, for- stjóri Airport Associates, segir fyrir- tækið hafa ráðið um 170 starfsmenn að undanförnu. Samanlagt verði starfsmennirnir því um 370 í sumar, en voru 250 í fyrrasumar. Starfsemi Airport Associates á Ís- landi hófst árið 1997. Árið 2012 störf- uðu um 100 manns yfir háannatíma hjá félaginu en mest störfuðu um 700 hjá fyrirtækinu sumarið 2018. Sigþór Kristinn rifjar upp að sum- arið 2018 hafi fyrirtækið meðal ann- ars þjónustað 20 farþegaþotur hjá WOW air en til samanburðar sé Play nú með sex þotur. Play áformi svo að fjölga þotunum í áföngum í tíu, þrettán og fimmtán þotur. „Ég met stöðuna þannig að innan tveggja ára verðum við aftur komin í svipaða stærð og sumarið 2018 og þá með 600-700 starfsmenn. Það held ég að sé raunhæft markmið. Ísland er að koma vel út úr far- aldrinum og farþegafjöldinn er um- fram spár. Ég hef því enga ástæðu til að ætla annað en að Ísland verði mjög vinsæll áfangastaður,“ segir Sigþór Kristinn. Vel hafi gengið að manna sumarstörfin. Rúmlega 100 af 170 sumarstarfsmönnum séu heimamenn en hinir komi að utan. Víða vandamál erlendis „Við erum í öfundsverðri stöðu. Ég er í samskiptum við fulltrúa flug- félaga um allan heim og það er víða gríðarlegt vandamál að manna stöð- ur á flugvöllum. Það skýrist að hluta af óvissunni í faraldrinum. Margir starfsmenn hafa ekki snúið aftur til starfa heldur leitað í störf sem þeir telja öruggari. Hér er verið að borga meira fyrir þessi störf en víða erlendis. Launin hér eru til dæmis sjöfalt hærri en á flugvöllum í Litháen og fjórfalt hærri en á flugvöllum í Póllandi. Hér er greitt vaktaálag og það munar um það,“ segir Sigþór Kristinn. Icelandair hefur ráðið um 1.200 manns fyrir sumarið. Alls munu því 3.600 starfa hjá því í sumar en starfs- menn voru 2.500 í fyrrasumar. Af þessum 1.200 sem voru ráðnir í sumar eru um 500 á jörðu niðri, á Keflavíkurflugvelli og í þjónustuveri. Elísabet Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs Ice- landair, segir áhugann mikinn. „Mikil aðsókn hefur verið í störf hjá okkur í sumar og gengið mjög vel að ráða fólk. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að fá stóran hóp sam- starfsfélaga okkar aftur til starfa, auk þess sem við hlökkum til að starfa með nýju fólki sem er komið til liðs við okkur.“ Ráða þúsund manns á flugvöllinn Morgunblaðið/Eggert Aflstöð í hagkerfinu Keflavíkurflugvöllur var orðinn einn stærsti, ef ekki stærsti vinnustaður landsins, í ferðaútrásinni. Umsvifin aukast nú á ný. - Isavia, Airport Associates og Icelandair hafa ráðið alls þúsund manns á Keflavíkurflugvöll í sumar - Forstjóri Airport Associates segir laun á flugvellinum allt að sjöfalt hærri en á flugvöllum í Litháen Fjárfestingarfé- lagið Miðeind ehf., sem er í eigu fjár- festisins Vilhjálms Þorsteinssonar, hefur aukið hluta- fé sitt úr 37 millj- ónum kr. upp í tæpar 270 m. kr.. Samkvæmt árs- reikningi fyrir árið 2020 var tap fé- lagsins tæplega 34 milljónir og jókst það á milli ára um ríflega 32 m.kr. Vilhjálmur segir í samtali við Morg- unblaðið að aukningin sé ekki vegna nýrra fjárfestinga. Hún sé bókhalds- legt atriði. Einungis sé um að ræða umbreytingu á skuld Miðeindar við móðurfélagið Meson Holding S.A. í Lúxemborg í hlutafé. „Þetta er uppsöfnuð skuld frá fyrri árum. Þetta er smá vorhreingerning,“ segir Vilhjálmur. „Ég er að taka til í efnahagsreikningnum.“ Vinnur að máltækni Spurður um helstu starfsemi Mið- eindar segir Vilhjálmur að félagið vinni einkum að verkefnum er snúa að máltækni og gervigreind. „Við erum með vörur eins og snjallsímaforritið Emblu og vinnum að vélþýðingu, lestri á texta og málrýni.“ Um notkun tæknibúnaðarins segir Vilhjálmur að þúsundir notenda séu með Emblu uppsetta í símum sínum. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er Embla fyrsta ís- lenska „radd-appið“ sem talar og skil- ur íslensku. Samkvæmt ársreikningi Miðeindar námu eignir félagsins í lok árs 2020 661 milljón króna og höfðu þá lækkað milli ára um rúmlega 28 m.kr. Eigið fé félagsins var í lok 2020 tæpar 500 milljónir króna en var 533 m.kr. árið á undan. tobj@mbl.is Vorhreingerning hjá Miðeind ehf. Vilhjálmur Þorsteinsson - Jók hlutafé í 270 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.