Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fasteignamatið
fyrir næsta ár
hækkar um tæp
20% á landinu öllu.
Það kemur ekki á
óvart að matið skuli
hækka, en þó er
hækkunin ískyggileg.
Hin mikla hækkun sem orðið
hefur á verði fasteigna ber vitni
um afleita þróun í húsnæðis-
málum á Íslandi. Hækkun hús-
næðisverðs á höfuðborgarsvæð-
inu hefur verið svo hröð að
hagvönustu menn sundlar.
Ástæðan er sú að það er
skortur á húsnæði og slegist um
næstum hverja þá íbúð sem
kemur á markað. Fréttir berast
af löngum biðröðum þegar íbúð-
ir eru sýndar og að tilboðum
rigni inn, jafnvel áður en síðasti
maður er búinn að skoða. Yfir-
boð eru yfirboðin og svo er boð-
ið enn betur.
Verðið fyrir aðgöngumiðann
inn á húsnæðishringekjuna er
orðið svo hátt að það sligar þá
sem eru að kaupa í fyrsta skipti.
Þeir eru því oft fastir í dýru
leiguhúsnæði, eða hafa einfald-
lega ekki efni á því að fara úr
foreldrahúsum. Tölur sýna að
aldur þeirra sem enn búa í for-
eldrahúsum hækkar jafnt og
þétt.
Fyrir háu húsnæðisverði eru
ýmsar ástæður. Alvarlegust er
skortur á íbúðum á höfuðborg-
arsvæðinu. Þar ber stærsta
sveitarfélagið mesta ábyrgð. Í
Reykjavík hefur verið fylgt
stefnu, sem er ekki í neinu sam-
bandi við íbúaþróun. Áhersla
hefur verið lögð á að þétta
byggð. Það hefði kannski verið
góðra gjalda vert, þótt öllu megi
ofgera, ef annað hefði komist
að. En svo er ekki.
Afleiðingin af þessari hrapal-
lega misheppnuðu stefnu er
ekki einskorðuð við borgina.
Hún hefur áhrif á allt efnahags-
lífið. Húsnæðisskorturinn hefur
mikil áhrif til þenslu í efnahags-
lífinu og gerir illt verra, nú þeg-
ar utanaðkomandi þrýstingur
ýtir verðbólgunni upp. Stefna
borgarinnar ógnar beinlínis
stöðugleika.
Skorturinn á húsnæði er
einnig farinn að hafa áhrif á
ákvarðanir fólks um búsetu. Til
marks um þessi ruðningsáhrif
er að í Hveragerði og Árborg
hækkar matið langmest eða um
rúmlega 32%. Þegar fólk hefur
ekki efni á að setjast að á höfuð-
borgarsvæðinu, leitar það út
fyrir það og þetta er afleiðingin.
Það ættu að vera gleðitíðindi
fyrir fasteignaeigendur að eign-
ir þeirra skuli hækka með þess-
um hætti. Fasteignamatið er
hins vegar alls ekki gleðiefni
vegna þess að það er forsenda
fasteignagjalda. Fasteignamat-
ið hefur hækkað hratt og mikið
undanfarin ár og það hefur haft
sín áhrif á fast-
eignagjöldin. Mörg
sveitarfélög mega
eiga það að þau
hafa lækkað
álagningar-
hlutfallið til að
koma í veg fyrir að hækkun
fasteignamatsins yrði jafn
íþyngjandi og ella, en alls ekki
öll.
Staðreyndin er nefnilega sú
að þótt fasteignamat hækki,
hafa þeir sem búa í fasteigninni
ekki meira á milli handanna. Og
auðvitað er engin sanngirni í því
að hækka skatta og gjöld um-
fram vísitölu. Ef stjórn-
málamenn tækju slíkar ákvarð-
anir yrði það óvinsælt, en það er
þægilegt að hafa mat sem ár-
lega dettur ofan af himnum og
virkar eins og tjakkur á gjöldin.
Þá er það einnig staðreynd að
þótt sveitarfélög innheimti
hærri gjöld, breytist þjónustan
hvorki né batnar. Eigendur
fasteigna borga meira, en þeir
fá ekki meira fyrir sinn snúð.
Morgunblaðið leitaði til sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
þegar fasteignamatið var birt
og ætla mörg þeirra að lækka
álagningarhlutfallið til þess að
hækkun matsins verði ekki jafn
íþyngjandi. Engin svör fengust
hins vegar frá flokkunum sem
nú ræða meirihlutasamstarf í
Reykjavík. Þegar náðist í Dag
B. Eggertsson, fráfarandi
borgarstjóra, í öðrum miðli var
hann bara með snúð.
Það er eitthvað öfugsnúið við
að sá sem helst veldur hækk-
uninni muni – að óbreyttu –
einnig hagnast mest á henni.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að hækkun fasteignamats-
ins myndi að óbreyttu hækka
skatta á fyrirtæki um þrjá millj-
arða.
Að mati Samtaka iðnaðarins
hefur álagningin hækkað um
112% á undanförnum áratug og
þá er hugsanleg hækkun á
næsta ári ekki tekin með í
reikninginn. Þar er haft eftir
Ingólfi Bender, aðalhagfræð-
ingi Samtaka iðnaðarins, að
skatturinn sé orðinn hár í al-
þjóðlegum samanburði og far-
inn að draga úr samkeppnis-
hæfni fyrirtækja. Hér taki
sveitarfélög 0,9% af landsfram-
leiðslu í fasteignagjöld, en hlut-
fallið sé 0,2% í Noregi og 0,4% í
Finnlandi og Svíþjóð. Hækk-
unin sé vegna skorts á húsnæði
og því heimatilbúin í sveit-
arfélögum.
Fasteignamatið er ekki bara
saklaus mælikvarði sem not-
aður er til að leggja mat á til-
tekið ástandi í samfélaginu.
Fasteignamatið er orðið hluti af
vítahring sem leiðir til aukinnar
skattheimtu. Sá vítahringur er
hins vegar ekki náttúrulögmál,
heldur mannanna verk.
Það er öfugsnúið að
sá sem helst veldur
hækkuninni hagnist
einnig mest á henni}
Vítahringur
fasteignamatsins
N
iðurstöður starfshóps um blóð-
merahald eru þær sem vænta
mátti. Erfiðri ákvarðanatöku
var frestað um hálft ár og mál-
ið sett í starfshóp. Nú er ráð-
herra Vinstri-grænna búinn að gefa það út að
hún muni leyfa blóðtöku fylfullra mera næstu
þrjú árin hið minnsta. Þetta gerir Svandís í
trássi við skýran vilja þjóðarinnar, vitandi vel
að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna hefur
andstyggð á slíku dýraníði.
Ljóst lá fyrir, allt frá skipan starfshópsins,
að ekki yrði lagt til að blóðmerahald yrði
bannað. Það er gömul saga og ný að erfið póli-
tísk mál eru iðulega starfshópavædd og þann-
ig geta stjórnmálamenn varpað ábyrgðinni
annað.
Áhugavert er engu að síður að starfshópurinn telur
frekari rannsókna þörf til að ganga úr skugga um hver
áhrif blóðtökunnar eru á heilsu og líðan fylfullra mera og
afkvæma þeirra. Þá er það einnig niðurstaða starfshóps-
ins að bann við blóðmerahaldi með lögum stangist ekki á
við stjórnarskrána.
Í Evrópulöggjöf er ekki fullyrt um bann við blóðmer-
arhaldi en þó segir að meginregluna hvað þetta varðar sé
að finna í 4. og 5. gr. tilskipunar ESB um vernd dýra,
sem notuð eru í vísindaskyni. Sú meginregla gildi að ein-
ungis megi gera tilraunir á dýrum ef engin
önnur leið er í boði. Nú vill svo til að unnt er
að framleiða frjósemislyf fyrir dýr án þess að
nota til þess blóð fylfullra mera. Því er ljóst
að það gengur gegn Evrópulöggjöf að leyfa
blóðmerahald.
Að hugsa sér! Ekkert mál seinni ára hefur
fengið annan eins fjölda umsagna og blóð-
meramálið. 137 umsagnir bárust til atvinnu-
veganefndar sem sannanlega sýndi það í
verki að aldrei stóð til annað en að svæfa mál-
ið í nefndinni og koma í veg fyrir það með öll-
um ráðum að lýðræðislegur vilji kjörinna full-
trúa á Alþingi næði fram að ganga. Þegar
jafn stór hluti kjósenda er andvígur blóð-
merahaldi og raun ber vitni, þá eiga kjós-
endur rétt á því að vita hverjir leggja blessun sína yfir
þessa fordæmalausu meðferð á íslenskum fylfullum
hryssum.
Víst er að andófi gegn þessari mannvonsku er hvergi
nærri lokið, hvorki á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Aldr-
ei, á neinum tímapunkti, munum við í Flokki fólksins gef-
ast upp í baráttunni gegn blóðmerahaldi. Við munum
leggja fram frumvarp á hverju einasta löggjafarþingi
þar til blóðmerahald verður bannað með öllu.
Inga Sæland
Pistill
Blóðugt dýraníð áfram
í boði Svandísar
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
H
ópur vísindamanna við
Háskólasjúkrahúsið í
Óðinsvéum í Danmörku
og Háskólann í Suður-
Danmörku veltir því fyrir sér í
rannsókn, sem birt var nú nýverið
og náði til 74.193 þiggjenda bólu-
setninga og 61 sem lést, hvort
mRNA-bóluefnin Pfizer og Mod-
erna, sem beitt
var gegn kór-
ónuveirunni í
heimsfaraldr-
inum, og hafa þá
virkni að erfða-
efnissameind er
sett í fituhjúp
svo frumur taki
hana upp eftir
bólusetningu,
hafi þegar upp
er staðið gefið
betri raun en adenóveirubóluefnin
Astra-Zeneca og Janssen, þar sem
önnur veikluð veira var notuð til
að hýsa erfðaefni kórónuveir-
unnar.
Taka tölum með fyrirvara
Náði rannsóknin til 74.193
þiggjenda mRNA-efnanna og 61
sem lést og 122.164 þiggjenda
adenóveiruefnanna og 46 sem lét-
ust. Þegar litið var til allra dauðs-
falla og að teknu tilliti til þeirra
dauðsfalla sem voru af slysförum
og ekki af völdum kórónuveir-
unnar reyndust mun færri hlut-
fallslega hafa látist úr hópi þeirra
sem bólusettir voru með adenó-
veiruefnunum, það er Astra-
Zeneca og Janssen, og kveða að-
standendur rannsóknarinnar, með
Christine Stabell Benn, prófessor
við Stofnun klínískra rannsókna
við Háskólann í Suður-Danmörku,
í fararbroddi niðurstöðurnar gefa
fullt tilefni til frekari rannsókna
og þá á langtímaverkun þessara
tveggja flokka bóluefna.
„Við byggjum þessa rannsókn
á klínískum prófunum og saman-
burði þessara bóluefna,“ segir
prófessor Benn í samtali við
Morgunblaðið, „og þar kemur í
ljós að verkun adenóveiruefnanna
Astra-Zeneca og Janssen borið
saman við lyfleysur [e. placebo] til
móts við mRNA-efnin Pfizer og
Moderna, einnig borin saman við
lyfleysur, er gjörólík þegar litið er
til dauðsfalla af öllum orsökum
annars vegar og dauðsfalla sem
ekki komu til vegna kórónuveir-
unnar eða voru af náttúrulegum
orsökum hins vegar,“ heldur pró-
fessorinn áfram.
Kveður Benn adenóveiruefnin
hafa sýnt skýra jákvæða verkun á
meðan mRNA-efnin stóðu þeim
langt að baki. „Auðvitað þarf að
taka þessum tölum með fyrirvara,
þetta eru ekki stór úrtök miðað
við heildarumfang faraldursins,“
tekur hún sérstaklega fram og
bætir því við að samanburðurinn
milli þessara tveggja meginteg-
unda bóluefna geti í raun ekki tal-
ist beinn. „En við mælumst til
frekari handahófskenndra klín-
ískra rannsókna [d. random-
iserede kliniske studier] í þessari
rannsókn okkar þar sem fram-
kvæmdur verði beinn saman-
burður á adenóveiruefnunum og
mRNA-efnunum með áherslu á
mikilvægasta þáttinn, og þá er ég
ekki að tala um Covid heldur
heildardauðsföll,“ segir Daninn
enn fremur.
Leggur Benn mikla áherslu á
lýðheilsufræðilega þýðingu þess að
sýna svart á hvítu fram á afger-
andi mun á verkun tveggja megin-
gerða bóluefna og vísar að lokum í
nýlegan fyrirlestur sinn um ófyrir-
sjáanleg áhrif mismunandi bólu-
efna.
Ástæða til endurskoðunar
Klykkja rannsakendur út með
því í niðurstöðukafla sínum að við
kaldhæðni jaðri að auðugri þjóðir
Evrópu auk Bandaríkjanna hafi
lagt ofuráherslu á notkun hinna
dýru mRNA-bóluefna vegna örlít-
ið betri verkunar þeirra til
skamms tíma litið í baráttunni við
veiruna skæðu og sniðgengið
ódýrari efnin, það er adenóveiru-
efnin, meðal annars vegna mjög
sjaldgæfra blóðtappa af þeirra
völdum.
„Þrátt fyrir að slíkar ákvarð-
anir séu skiljanlegar til skemmri
tíma litið á tímabili þegar dauðs-
föll af völdum kórónuveirunnar
voru sem flest er full ástæða til að
endurskoða þær nú við rénun far-
aldursins. Séu verndareiginleikar
adenóveiruefnanna í raun og sann-
leika þeir sem þessi rannsókn
bendir til gætu þessar ákvarðanir
[að taka mRNA-efnin fram yfir
hin] reynst býsna dýrkeyptar,
hvort heldur sem litið er til efna-
hagslegra eða heilsufarslegra
þátta,“ skrifa Benn og samstarfs-
menn hennar.
Voru dýru bóluefnin
bara hjóm eitt?
AFP/Frederic J. Brown
Bólusetning Íbúi í Los Angeles fær hér skammt af bóluefni Pfizer nýverið.
Þar hefur Covid-19 tilfellum fjölgað á ný, eða um 300% á milli mánaða.
Christine
Stabell Benn