Morgunblaðið - 03.06.2022, Side 18
✝
Auður Magn-
úsdóttir fædd-
ist 12. apríl 1924 á
Útnyrðingsstöðum
í Vallahreppi í Suð-
ur-Múlasýslu. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum 11. maí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Þorsteinsson, bóndi
í Höfðaseli, Vall-
arhreppi í Suður-Múlasýslu, f.
14. nóvember 1898, d. 16. októ-
ber 1959 á Seyðisfirði og Ólína
Vilborg Sigurðardóttir frá
Útnyrðingsstöðum, f. 20. maí
1897, d. 16. apríl 1924.
Auður ólst upp hjá hjónunum
Nikulási Jónssyni og Guðrúnu
Guðmundsdóttur á Gunnlaugs-
stöðum á Fljótsdaglshéraði.
Systkini Auðar samfeðra:
Ragnar Benedikt Magnússon, f.
27. maí 1921, d. 15. maí 2010,
Guðrún Magnúsdóttir, f. 11.
Brynjólfur Ari. Börn Brynjólfs
eru Hrafnkell Líndal og Arnar
Lubozar; Helga Sigurðardóttir,
hennar börn eru Huginn og
Heiður. 3) Ásta Guðbjörg, f. 6.
janúar 1952, gift Arnóri Árna-
syni, f. 6. júlí 1952. Börn þeirra
eru: Sigurður Snorri, Stefanía
Embla. Börn hennar eru Kjart-
an og Egill; Árni, hans börn eru
Sara, Erla og Kári; Kolbeinn,
hans barn er Luna. 4) Stúlka
Rögnvaldsdóttir, f. 6. janúar
1952, d. 6. janúar 1952. 5) Arn-
aldur Austdal, f. 8. september
1957, kvæntur Patrinu Rögn-
valdsson, f. 21. febrúar 1957.
Börn þeirra eru: Elísabet Mary,
hennar börn eru Birgir Örn,
Árni Bergur og Kristján Kári;
Bríet Ósk, hennar börn eru Arn-
aldur og Birkir; Kristín Mar-
grét, hennar barn er Tómas
Helgi.
Auður fór til náms við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað.
Flytur síðan með eiginmanni
sínum til Seyðisfjarðar. Eftir að
fjölskyldan flutti til Reykjavík-
ur, vann hún lengst af við versl-
unarstörf og heimaþjónustu.
Útför Auðar fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk þann 27. maí
2022 frá Fossvogskapellu.
október 1926, d. 19.
febrúar 2017, Niku-
lás Magnússon, f.
10. september
1928, d. 8. febrúar
1997.
Bróðir sam-
mæðra: Jón Ólafs-
son, f. 8. desember
1922, d. 14. júlí
1946.
Eiginmaður
Auðar var Rögn-
valdur Sigurðsson trésmíða-
meistari frá Austdal, f. 20. júlí
1923 á Seyðisfirði, d. 28. nóv-
ember 1990.
Börn Auðar og Rögnvaldar
eru: 1) Þórunn Oddný, f. 2. sept-
ember 1944. Hennar dóttir er:
Auður Rögn. Börn Auðar eru
Bjarnveig Birta, hennar dætur
eru Auður Lóa og Heiða Theó-
dóra; Þórir Snær, Fróði Reyr og
Uni Dagur. 2) Fjóla Sigurveig, f.
20. september 1949. Hennar
börn eru: Rögnvaldur Freyr, og
Elsku góða mamma mín er
farin. Þú, sem hafðir svo góða og
ljúfa nærveru.
Börnin og barnabörnin sóttust
eftir og elskuðu að vera í návist
þinni. Öll löðuðust þau að hlýju
þinni, góðri lund og einstökum
húmor. Allir voru jafnir fyrir þér,
þú gerðir aldrei upp á milli.
Börnin kunnu svo vel að meta
glensið og gamanið hjá þér. Það
virtist alltaf vera sól hjá þér í
Hörðalandinu.
Það var alltaf notalegt að fara
út í garðinn á pallinn, og njóta
sólarinnar með ís og góðgæti.
Þangað var ljúft að koma og fá
sér gott kaffi úr Espressó könn-
unni þinni. Þú varst svo lánsöm
að eiga einstaklega góða ná-
granna, sem veittu þér mikinn
stuðning.
Þú fæddist í gamla torfbænum
á Útnyrðingsstöðum á Völlum og
nýfædd varst þú sett í fóstur á
Gunnlaugsstöðum á Fljótsdals-
héraði, eftir lát móður þinnar.
Þar bjóst þú við ást og umhyggju
fósturforeldra þinna. Ung fórstu
til náms við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað, þar sem þú áttir
góðar stundir og til urðu
skemmtilegar minningar. Síðar
fluttuð þið faðir minn með frum-
burð ykkar í fjörðinn fagra,
Seyðisfjörð.
Börnin urðu fjögur. Gott var
að alast upp við leik og störf, fara
í berjamó og synda í ám og lækj-
um að ógleymdum heyskapnum.
Alltaf var farið var með gott
nesti og auðvitað mjólk á gler-
flösku.
Að því kom að fjölskyldan
flutti suður. Við systkinin fórum í
framhaldsskóla. Þú fórst að
vinna við verslunarstörf í
Reykjavík. Síðustu áratugina
bjóst þú í Fossvoginum, þar sem
sólin byrjar alltaf snemma að
skína og lóan að að syngja.
Elsku mamma, ég kveð þig
með sárum söknuði, þegar þú ert
nú horfin úr lífi okkar. Ég vil
enda á þessum orðum:
Ég horfi ekki á hið sýnilega, heldur hið
ósýnilega.
Hið sýnilega er stundlegt, en hið
ósýnilega eilíft“
(Síðara Korintubréf 4-18)
Kveðja, þín dóttir,
Fjóla.
Þú
Þú hlærð, svo himnarnir ljóma.
Á heillandi dans minna öll þín spor.
Orð þitt er ilmur blóma,
ást þín gróandi vor,
sál þín ljósið, sem ljóma vefur
löndin og bræðir hjarnið kalt.
Í hvílunni engin jafn-sólhvít sefur,
- þú gefur
og gefur – allt.
(Davíð Stefánsson)
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur elsku mamma mín.
Þórunn.
Elsku amma mín, það er erfitt
að hugsa til þess að ég muni ekki
hitta þig aftur í þessu lífi. En
þinn tími var kominn og ég veit
að þú skilur sátt við.
Það var alltaf gott að vera með
þér og svo stutt í glensið og
gleðina.
Í Hörðalandi áttir þú notalegt
heimili og þegar ég kom varstu
aldrei lengi að bera á borðið eitt-
hvert góðgæti. Á góðviðrisdögum
settumst við út á litla pallinn
þinn og nutum veðurblíðunnar í
Fossvoginum, þú framreiddir ís
og drykki í gegnum gluggann og
þar gátum við setið og spjallað
um allt milli himins og jarðar, oft
bættust fleiri á pallinn og köll-
uðum við heimilið litlu umferð-
armiðstöðina.
Þú naust þess að fylgjast með
fuglunum fyrir utan gluggann
þinn og varst mikill dýravinur og
náttúruunnandi. Inn við beinið
varstu sveitastelpa og hafðir
gaman af hvers kyns flandri um
sveitir landsins og fór ég nokkrar
slíkar ferðir með þér og afa. Þú
sagðir stundum að þú vildir að þú
værir létt á fæti því þá gætirðu
farið upp fjöll og firnindi. Ég er
viss um að nú hoppar þú um sum-
arlandið með afa. Sjálf keyrðir
þú bíl til 92 ára og varst dugleg
að skutlast á milli staða.
Þú varst listræn og skilur eftir
þig fallega handavinnu, en þú
gerðir sem minnst úr verkum
þínum, varst alltof hógvær.
Elska þig elsku amma mín, þú
ert og verður fyrirmynd mín.
Auður Rögn.
Fyrstu minningarnar um
ömmu voru heima hjá henni og
Rögnvaldi afa í Iðufellinu. Afi var
að troða í pípuna og leggja kapal
en amma að steikja kleinur eða
taka slátur. Amma gerði bestu
kleinurnar og bestu pönnukök-
urnar (upprúllaðar með sykri).
Amma var líka mikil listakona
og prjónaði svo fallegar lopa-
peysur á okkur barnabörnin og
seinna barnabarnabörnin. 93 ára
gömul prjónaði hún svo fallegt
teppi handa frumburðinum mín-
um þegar hann kom í heiminn.
Þessar prjónagersemar verða
varðveittar um ókomna tíð.
Þrátt fyrir alla hæfileikana
sem amma bjó yfir var hún ein-
staklega hógvær. Eitt sinn þegar
ég var að vinna að skólaverkefni í
mastersnáminu mínu langaði
mig að taka stutt viðtal við
ömmu. Hún var nú ekki alveg til í
það en lét að lokum tilleiðast.
Sagan var austan af Héraði þeg-
ar amma var lítil og ferðaðist á
sleða yfir Lagarfljótið. Frásögn-
in lifnaði við hjá ömmu og ég
hugsaði til alls þess sem amma
hafði upplifað enda lifað tímana
tvenna.
Á sumrin þegar vel viðraði var
alltaf svo hlýtt og notalegt á pall-
inum í litla garðinum hennar
ömmu í Hörðalandinu. Það var
bruggað kaffi og með því og sör-
verað út um gluggann. Oftar en
ekki lumaði hún á frostpinna í ís-
skápnum handa þeim litlu enda
var amma svo barngóð. Hún
hafði endalausa þolinmæði og
skipti sjaldan skapi. Ósjaldan var
hlegið þegar skipst var á sögum
úr hversdagslífinu.
Þegar við frænkurnar vorum
litlar höfðum við líka gaman af að
heimsækja ömmu, kíkja í fata-
skápinn hennar og klæða okkur
upp. Fengum okkur síðan göngu-
túr sem gamlar, virðulegar kon-
ur í Hörðalandinu. Það var alltaf
svo notalegt að hittast í litlu íbúð-
inni hennar ömmu sem samt
rúmaði svo marga, allir voru vel-
komnir.
Það er mikill söknuður að
henni ömmu minni (eða löngu
eins og hún var einnig oft kölluð)
en minningarnar lifa áfram.
Minningar og hugsanir eldast,
alveg eins og manneskjur. En
sumar hugsanir eldast ekki og
vissar minningar fölna aldrei
(Haruki Murakami).
Helga Sigurðardóttir.
Elsku Auður amma, við kveðj-
um þig og þökkum fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Minningarnar um þig ylja okkur
um hjartarætur og munu lifa
með okkur alla tíð. Þegar við
hugsum um þig þá er gleði, þakk-
læti og hamingja okkur efst í
huga. Þú varst svo góð, trygg,
hjálpsöm og hugulsöm og hafðir
óbilandi trú á okkur systrum.
Þar sem við sitjum saman við
að skrifa þessi orð, brosum við að
minningum um skondnar uppá-
komur, enda var alltaf stutt í
hlátur og húmor með þér. Þú
brunaðir um götur bæjarins á
rauða Skódanum þínum og leyfð-
ir okkur jafnvel að keyra hann
þegar við vorum nýkomnar með
bílpróf. Á meðan sast þú sallaró-
leg í framsætinu.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til þín í Hörðaland. Þú
bauðst upp á ýmsar heimagerðar
kræsingar, eins og súkku-
laðiköku, pönnukökur og kakó
með rjóma og afsakaðir alltaf að
veitingarnar væru ómerkilegar
eða bara samtíningur. Á jólunum
gátum við systur verið vissar um
að fá sendingu af heimatilbúnum
loftkökum, það þótti okkur svo
vænt um. Alltaf gátum við stólað
á símtal frá þér á afmælisdögum
okkar og barna okkar. Þú hafðir
svo mikinn áhuga á að fylgjast
með lífi okkar og varst svo barn-
góð. Þú varst einstaklega lagin í
höndunum og prjónaðir á okkur
vettlinga, sokka, húfur, peysur
og ungbarnateppi og föndraðir
tækifæriskort.
Samband okkar við þig var
alltaf sérstakt og vorum við mikl-
ar ömmustelpur. Þú ert fyrir-
mynd okkar í lífinu og okkar
heitasta ósk er að verða eins og
þú þegar við verðum ömmur,
svona ekta amma eins og þú
varst. Elsku amma, við kveðjum
þig með miklum söknuði, en um-
fram allt hlýjum minningum sem
við geymum í hjarta okkar.
Bríet Ósk Arnaldsdóttir,
Elísabet Mary Arnalds-
dóttir og Kristín Mar-
grét Arnaldsdóttir.
Elsku amma.
Það er komið að kveðjustund.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til þín og ávallt vel tek-
ið á móti manni. Afkomendurnir
eru margir, barnabörn, lang-
ömmubörn og langalangömmu-
börn. Þú varst hlý og nærgætin
og sýndir þínum mörgu afkom-
endum áhuga og skilning og vild-
ir heyra hvað um væri að vera í
lífi hvers og eins. Þú tókst öllum
eins og þeir eru því fordómalaus-
ari manneskja var vandfundin.
Þú varst alltaf létt í lundu og
hafðir húmor, ekki síst fyrir
sjálfri þér. Þín verður sárt sakn-
að og við erum þakklát fyrir öll
árin sem við áttum með þér.
Með þessu ljóði eftir Einar M.
Jónsson sendum við þér okkar
hinstu kveðju.
Eg á ekki gull til að gefa þér
né glitrandi perlur.
En hvar sem þú fer yfir hauður og lá,
mun hugur minn oftsinnis dvelja þér
hjá.
Þá bið ég þér heilla sem bezt eg má.
Eg bið þess, að vonin sé vegstjarna
þín,
og veiti þér dýrðlegust fyrirheit sín.
Og söngfugla bið eg að syngja þér lag
um sumurin blíðu og vorlangan dag.
Og angandi blæ, er um háloftin fer,
hann bið eg að strjúka um vangann á
þér
og hvísla í eyra þér kveðju frá mér.
Sigurður Snorri, Embla,
Kolbeinn og Árni.
Lengi hélt maður að
langamma væri eilíf. Hún kom
keyrandi í 90 ára afmælisveisl-
una sína og bjó ein í eigin íbúð í
Hörðalandi langt fram yfir 96 ára
afmælið sitt. Hörðaland var um
áraraðir miðstöð móðurfjölskyld-
unnar en þar bjó hún á jarðhæð
og átti garð þar sem veðráttan
var einfaldlega betri en annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Ég á þess vegna ófáar minningar
úr Hörðalandinu þar sem ég flat-
maga í sumaryl við fuglasöng og
lágan óm úr útvarpinu, hvar
langa ber mér kræsingar í röðum
út um gluggann og afsakar í sí-
fellu hversu lítilfjörlegar veiting-
arnar séu.
Langa hafði tvímælalaust lifað
tímana tvenna en dvaldi lítið við
fortíðina. Hún tók nýjum tímum
opnum örmum, var alltaf með
puttann á púlsinum og með öllu
fordómalaus. Umfram allt var
langa umhyggjusöm og lét sig
sína nánustu mikið varða. Sann-
kölluð ættmóðir. Ég vona að einn
daginn verði ég það líka, að
heimilið mitt verði miðstöð fjöl-
skyldu minnar og ég geti verið til
staðar eins og langa var alltaf.
Ég er heppin að hafa haft
löngu allan þennan tíma, þótt
hún væri ekki eilíf. Ég sakna
hennar en hugga mig við margar
góðar minningar og að nú flat-
magi hún í sumarlandinu við
fuglasöng og lágan óm úr útvarp-
inu.
Bjarnveig Birta
Bjarnadóttir.
Auður
Magnúsdóttir
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
✝
Guðmundur
Brynjólfsson
fæddist í
Reykjavík 21. apr-
íl 1953. Hann lést
25. maí 2022.
Guðmundur var
sonur Brynjólfs
Vilhjálmssonar, f.
25.1. 1934, d. 10.8.
2010, og Huldu
Bergmann Guð-
mundsdóttur, f.
8.11. 1934, d. 28.12. 2004.
Guðmundur var elstur
þriggja bræðra. Bræður hans
eru: 1) Gísli Brynjólfsson, f.
15.12. 1959, giftur Jónínu
Margréti Ingólfsdóttur, f.
28.6. 1960. 2) Skúli Brynjólfs-
son, f. 16.2. 1973.
Guðmundur var giftur
Björk Hjaltadóttur, f. 29.5.
1954, d. 12.8. 2018.
Guðmundur og Björk eign-
uðust 2 börn: 1) Hjalti Guð-
mundsson, f. 8.11. 1974, giftur
Sigrúnu Ýri Svansdóttur, f.
21.2. 1984. Börn Hjalta frá
fyrra hjónabandi: a) Lena
Björk Hjaltadóttir, f. 26.6.
1996, í sambúð með Arnari
Bergmanni Róbertssyni, f.
15.8. 1997, b) Aníta Hjalta-
dóttir, f. 23.7. 2004, c) Ka-
milla Hjaltadóttir, f. 6.10.
2006. Börn Sigrúnar Ýrar frá
fyrra hjónabandi:
d) Þórhildur
Stella Gunnars-
dóttir, f. 31.7.
2008, e) Hugrún
Birna Gunnars-
dóttir, f. 11.2.
2010. Börn Hjalta
og Sigrúnar: f)
Kristófer Páll
Hjaltason, f. 3.3.
2015, g) Hulda
Hjaltadóttir, f.
12.3. 2021.
2) Brynhildur Guðmunds-
dóttir, f. 19.11. 1976, gift Ör-
lygi Auðunssyni, f. 5.3. 1974.
Sonur Brynhildar og Örlygs
er Guðmundur Thor Örlygs-
son, f. 13.8. 2007.
Guðmundur ólst upp á
Fáfnisnesi í Skerjafirði. Hann
hóf sína skólagöngu í
Miðbæjarskólanum.
Guðmundur hóf nám í fram-
reiðslu í Grillinu á Hótel Sögu
en lauk því ekki. Hann lærði
einnig húsgagnasmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk
því. Guðmundur fer aftur í
nám og nú við flugvirkjun.
Guðmundur lærði við Spartan
School of Aeronautics í Tulsa
Oklahoma.
Útför fer fram í Vídalíns-
kirkju í dag, 3. júní 2022,
klukkan 13.
Enginn er tilbúinn að setjast
niður og skrifa svona grein um
pabba, tengdapabba og afa en
okkur langar þó að minnast
hans með nokkrum orðum.
Pabbi var elskulegur og hlýr,
strangur og skoðanastór. Hann
var fyrirmynd okkar í svo ótal
mörgu. Hann var staðráðinn,
frá unga aldri, í því að sjá vel
fyrir fjölskyldu sinni. Hann
menntaði sig vel og starfaði við
sitt fag í u.þ.b. 30 ár. Hann
ferðaðist með okkur vítt og
breitt og kynnti okkur fyrir
þeim dásamlega heimi sem flug
og ferðalög eru.
Pabbi eignaðist fallegan hóp
barnabarna, átta samtals, og
honum þótti óendanlega vænt
um þau. Þau eiga öll eftir að
minnast hans og sakna.
Á sínum yngri árum var
hann uppátækjasamur, höfum
við heyrt, en þó alltaf ábyrgur.
Hann fékk snemma mikinn
áhuga á bílum og átti alltaf fal-
lega bíla, sem þóttu eftirtekt-
arverðir og fengur hvers sem
fékk að kaupa þá bíla sem hann
ákvað að selja.
Pabbi var mikið snyrtimenni
og lét sér annt um að koma vel
fram og fyrir. Hann var mentor
af Guðs náð og það heyrum við
gjarnan frá fyrrverandi sam-
starfsmönnum hans.
Pabbi og mamma áttu gott
líf saman í 50 ár, hófu samband
sitt ung en hurfu frá okkur allt-
of fljótt.
Við minnumst pabba með
þessum texta:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hjalti, Brynhildur,
Sigrún Ýr, Örlyg-
ur og barnabörn.
Guðmundur Brynjólfsson hóf
störf hjá tækniþjónustu Flug-
leiða 1986 sem flugvirki. Kom
þá strax í ljós að hann var mik-
ill fagmaður. Viðhald og við-
gerð á hreyflum flugvéla varð
sérgrein hans og varð hann
einn mesti sérfræðingur fé-
lagins í þeim fræðum. Það var
síðan 1990 sem mál skipuðust á
þann veg að segja þurfti upp
stórum hópi flugvirkja hjá
Flugleiðum og var Guðmundur
í þeim hópi starfsmanna. Lágu
þá leiðir Guðmundar út í heim
þar sem hann starfaði lengst af
í Lúxemborg. Það var síðan í
ágústmánuði 1995 sem Guð-
mundur kom aftur til Icelanda-
ir og hóf þá störf á hreyflaverk-
stæði félagsins. Síðar varð
hann hópstjóri í stórskoðunum,
þar sem hæfileikar hans nýtt-
ust við að leiða og leiðbeina
hópi yngri starfsmanna. Guð-
mundur lét af störfum sem
flugvirki hjá Icelandair vegna
aldurs í apríl 2020, eftir um 30
farsæl ár í starfi.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Guðmundi
1999, þegar ég hóf störf hjá
Icelandair. Strax frá fyrsta
degi var hann boðinn og búinn
að aðstoða og leiðbeina, hvort
sem um var að ræða fagleg
málefni eða félagsmál flug-
virkja. Það hefur verið ómet-
anlegt leiðarljós í starfi að hafa
fengið leiðsögn hjá gæðamanni
eins og Guðmundi Brynjólfs-
syni. Margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar litið
er til baka, en mér er minn-
isstætt ferðalag okkar Guð-
mundar til Kaupmannahafnar
þar sem við þurftum að skipta
um hreyfil á einni flugvél Ice-
landair við krefjandi aðstæður.
Þar leiddi hann verkefnið
áfram af einstakri fagmennsku
og um leið mikilli yfirvegun. Í
þessari ferð fékk ég að kynnast
öllum bestu kostum Guðmund-
ar. Síðasta minning mín um
Guðmund er þegar við sátum
saman á svölum á heimili hans í
Garðabæ eftir að hann lét af
störfum og rifjuðum upp liðna
tíma. Í þessu síðasta samtali
okkar notaði hann tækifærið
enn og aftur til að gefa mér
holl ráð í starfi.
Allan starfstíma sinn hjá Ice-
landair var Guðmundur í hlut-
verki leiðtoga, þar sem hann
leiddi vinnu flugvirkja, hvort
sem var á hreyflaverkstæði eða
í stórskoðunum. Því hlutverki
sinnti Guðmundur af miklum
áhuga og alúð. Hann naut mik-
illar virðingar meðal vinnu-
félaga. Hans er sárt saknað.
Við vottum fjölskyldu og vin-
um okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd vinnufélaga,
Hörður Már
Harðarson.
Guðmundur
Brynjólfsson