Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 20
✝
Jón Stef-
ánsson kenn-
ari fæddist í
Reykjavík 7. nóv-
ember 1951. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 15.
maí 2022.
Foreldrar hans
voru Þorsteina
Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 22.
febrúar 1924, d.
22. júlí 2015, og Stefán Jóns-
son rafvirki, f. 15. ágúst 1920,
d. 27. ágúst 1969.
Árið 1973 gekk Jón að eiga
Mörtu Bjarnadóttur. Þau eign-
uðust þrjú börn. 1) Stefán, f.
12. júní 1972, d. 2007, sonur
hans er Týr Fáfnir. 2) Júlíana
Rut, f. 25. júní 1977. Börn
hennar eru a) Bjarni Kristinn,
f. 1993. Hans börn eru Leon
Breki, f. 2014, Freya, f. 2019,
og Frida, f. 2021, b) Stefanía
Marta, f. 1998, og c) Birgir
Örn, f. 2007. 3)
Ásrún, f. 28. nóv-
ember 1980, henn-
ar börn eru a)
Kristian Stefán, f.
2011, b) Lilja Mar-
en, f. 2016, og c)
Arnór Martin, f.
2018. Jón og
Marta slitu sam-
vistir.
Jón hóf sambúð
með Guðrúnu
Hólmfríði Guðmundsdóttur
1990 og eignuðust þau soninn
Ólaf Daða 9. september 1991.
Þau slitu samvistir.
Árið 2007 hóf Jón sambúð
með Jóhönnu Lind Ásgeirs-
dóttur, þau gengu í hjónaband
7. júní 2019. Jóhanna Lind lif-
ir mann sinn. Hún á þrjú börn
frá fyrra hjónabandi; Salóme
Halldóru, Jón Birgi og Baldur
Smára Gunnarsbörn.
Útförin fór fram 31. maí
2022.
Með þakklæti efst í huga
kveðjum við í Hvolsskóla kær-
an samstarfsmann og kennara.
Við vorum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að starfa með Jóni í all-
mörg ár en hann hóf að kenna
við skólann haustið 2008. Frá
fyrstu stundu sýndi Jón okkur
að hann var uppspretta nýrra
hugmynda og verkefna sem
hann, með hæglætinu sem ein-
kenndi hann, eljusemi og
þrautseigju, kom iðulega í
framkvæmd. Hann var mikill
náttúruunnandi eins og allar
fallegu myndir hans bera merki
um. Hann hafði áhyggjur af
loftslagsbreytingum og fannst
mikilvægt að nemendur myndu
alast upp við umræðuna og
ekki síður í að leita leiða til að
bæta úr. Fyrir tilstilli Jóns
hafa nemendur í 7. bekk mælt
hop Sólheimajökuls frá árinu
2010 og fylgst með því hvernig
hlýnun jarðar hefur haft áhrif í
þeirra nánasta umhverfi. Hann
var til margra ára verkefna-
stjóri grænfánans hjá okkur og
undir þeim merkjum stýrði
hann fyrir okkar hönd upp-
græðslutilraunum við Berjanes
þar sem nemendur gera rann-
sóknir á hvaða leiðir henta best
við uppgræðslu lands til langs
tíma litið en einnig uppgræðslu
með nemendum við Þjófafossa.
Ávallt fylgdi hann nemendum í
þessar ferðir allar – hvort sem
hann var starfandi við skólann
eða í leyfi. Jón fór með hópnum
síðast í haust að jöklinum
ásamt fréttmönnum eins og svo
oft áður en mælingar við Sól-
heimajökul hafa hlotið verð-
skuldaða athygli.
Með söknuði kveðjum við
þennan rólyndishúmorista og
hugsjónamann sem á svo óend-
anlega stóran þátt í að þróa og
koma á laggirnar því frábæra
starfi sem Hvolsskóli sinnir í
tengslum við umhverfismálin.
Elsku Jón okkar, við munum
sárlega sakna þín við Sólheima-
jökul í haust en stolt munum
við halda áfram með þá vinnu
sem þú varst búinn að sinna af
alúð. Hjartans þökk fyrir allt
og allt.
Elsku Jóhanna og fjölskylda,
við vottum ykkar öllum okkur
innilegustu samúð. Megi allar
góðar vættir styrkja ykkur og
styðja.
Fyrir hönd starfsfólks
Hvolsskóla,
Birna Sigurðardóttir.
Jón Stefánsson
✝
Lilja Ingrid Al-
exandersdóttir
(Dúfa) fæddist á
Siglufirði 31. októ-
ber 1938. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
23. maí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Þórleif Val-
gerður Friðriks-
dóttir, f. 27.11. 1916, d. 3.11.
1994, og Alexander Ingimars-
son, f. 15.2. 1917, d. 24.3. 2002.
Systur hennar eru Þórleif G., f.
7.4. 1940, d. 22.3. 2021, Unnur
Helga, f. 23.12.
1942, og Hólm-
fríður, f. 2.6. 1948.
Árið 1959 giftist
Dúfa Matthíasi
Guðjónsyni frá
Vestmannaeyjum,
f. 14.8. 1938, d.
19.3. 1984. Þau
eignuðust fjögur
börn: 1) Alexander,
f. 1959, maki Guðný
Guðmundsdóttir, f.
1963, börn þeirra: Kristófer,
Rakel og Bergey. 2) Guðjón
Kristinn, f. 1962, d. 2001, maki
Guðný Þórey Stefnisdóttir, f.
1966, börn þeirra Ólafur Stefn-
ir, Aníta og Agnes. 3) Þuríður
Ósk, f. 1967, maki Benedikt Þór
Guðnason, f. 1962, börn þeirra
Berglind og Matthías. 4) Lilja, f.
1971, barn hennar Nathalie
Lilja, f. 2004.
Barnabarnabörn Dúfu og
Matta eru orðin átta.
Þau bjuggu allan sinn búskap
í Vestmannaeyjum að und-
anskildu gosárinu. Þeirra fyrsta
heimili var í Fagurlyst, síðan á
Boðaslóð 6 þar til þau keyptu
Minna-Núp við Brekastíg. Árið
1969 keyptu þau Miðhús, sem
var æskuheimili Matthíasar.
Eftir gos bjuggu þau á Heiðar-
vegi 28.
Útför hennar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 3. júní 2022.
Streymt verður frá athöfn-
inni á landakirkja.is. Hlekkur á
streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Ó elsku mamma höndin þín
hve hlý hún var og góð.
Þá hélstu litla lófa í
og laukst upp hjartans sjóð.
Glæddir okkar gleði leik
gældir lokka við.
Við áttum marga yndisstund
svo oft við þína hlið.
Nú hefur Kristur kallað á þig
að koma heim til sín
hans ljúfa náð og líknarmund
læknar meinin þín.
Á kveðjustund við krjúpum hljóð
við krossinn helga hans
og biðjum hann að bera þig
til hins bjarta vonarlands.
( Sigurunn Konráðsdóttir.)
Elsku mamma mín, þú fal-
lega sál, hjartans þakkir fyrir
allt og allt.
Guð geymi þig og varðveiti.
Þín
Þuríður (Þura).
Fallin er frá tengdamóðir
mín, Lilja I. Alexandersdóttir,
sem hafði dvalið síðustu æviár-
in á dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum.
Fyrstu kynni mín af Dúfu
voru haustið 1984, þegar ég
kynntist Þuríði dóttur hennar,
og allt frá upphafi voru okkar
samskipti mjög góð. Atvikuðust
málin þannig að frá áramótum
1985 og fram á haust bjó ég
inni á heimilinu hjá Dúfu á
Heiðarvegi 28 og var það tíma-
bil sérlega gott. Hafði ég ráðið
mig á sjóinn og í inniverum sát-
um við oft yfir kaffibolla og
kruðeríi í eldhúskróknum hjá
Dúfu og ræddum um daginn og
veginn. Alltaf gaf Dúfa sér tíma
til að spjalla og oft snerist um-
ræðan um fiskiríið og sjó-
mennskuna, enda var hún sjó-
mannskona til margra ára og
vissi alveg hvaða spurninga átti
að spyrja.Voru þessar stundir í
eldhúskróknum hjá Dúfu sann-
kallaðar gæðastundir og eftir-
minnilegar, eins og margar aðr-
ar sem við áttum næstu
áratugina.
Þótt oft væri spjallað á létt-
um nótum vissi ég að innst inni
bar Dúfa djúpt ör í hjarta eftir
fráfall Matthíasar, eiginmanns
síns, og greri það ör í raun
aldrei, þótt með tíð og tíma hafi
hún lært hún að lifa með sorg-
inni. Segja má að örin í hjarta
Dúfu hafi verið tvö. Það er með
ólíkindum hvað hægt er að
leggja á eina manneskju því ár-
ið 2001 lést sonur Dúfu af slys-
förum, sem var annað gríðar-
legt áfall á lífsleið hennar.
Elsku Dúfa mín, sem reynd-
ist mér svo vel alla tíð og gaf
sér alltaf tíma til að spjalla um
daginn og veginn. Mig langar
að segja söguna af því þegar þú
komst með okkur Þuru í sum-
arbústaðinn við Hreðavatns-
skála í Borgarfirði. Keyrðum
við frá Reykjavík og inn í Hval-
fjörð. Þú varst frammi í og
Þura aftur í með dóttur okkar.
Nema hvað, að ég hafði stigið
bensínpinnann örlítið of fast
svo bíllinn var kominn á ögn
meiri hraða en leyfilegt var og
hvað skeður í svona tilfellum?
Jú, auðvitað mætir maður lög-
reglubíl! Innst inni vonaði ég
að lögregluþjónarnir væru ekki
með kveikt á hraðamælinum en
þegar ég leit í baksýnisspeg-
ilinn sá ég að sú von var úti.
Lögreglubíllinn sneri við, setti
blikkljósin á og þegar þeir
nálguðust mig, ætlaði ég að
stoppa bílinn og beygja út í
kant. Á því augnabliki sá ég
andlitið á Dúfu þar sem auga-
brúnirnar voru komnar upp
undir hársrætur og hún hafði
sett upp undrunarsvip og sagði:
„Ætlar þú að gefast upp
strax?“ Þegar ég sneri mér að
Dúfu, eftir að ég var búinn að
stöðva bílinn og ætlaði að tjá
mig um þessa athugasemd, sá
ég á svip hennar hve mikið
gaman hún hafði af þessu öllu
saman.
Svona gat Dúfa verið hnyttin
í orðavali og gat notað þau við
réttu tækifærin og augnablikin,
enda afburða góð í krossgátum.
Ef krossgáta barst inn á heimili
Dúfu var hún strax byrjuð á
henni og lauk henni á mettíma.
Elsku Dúfa, ég veit að þú
munt fara á góðan stað og vaka
yfir okkur öllum og fylgjast
með okkur. Ég veit að þú munt
sameinast Matta þínum aftur,
sem kvaddi þig allt of fljótt og
eiga góðar stundir með honum.
Ég bið þig að skila mínum
bestu kveðjum til hans, því mér
auðnaðist ekki að kynnast hon-
um.
Benedikt (Benni)
Lilja Ingrid
Alexandersdóttir
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
✝
Halldór Vil-
hjálmsson
fæddist í Flatey á
Mýrum 27. júní
1930. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði
26. maí 2022.
Foreldar hans
voru Vilhjálmur
Guðmundsson frá
Skálafelli í Suð-
ursveit. f. 21.
ágúst 1900, d. 10. mars 1992,
og Guðný Sigurbjörg Jóns-
dóttir frá Flatey á Mýrum, f.
8. október 1903, d. 30. júní
1970. Systkini Halldórs voru
Sigurður f. 27. apríl 1929, d.
19. mars 1967. Gunnar Jón, f.
20. júlí 1931, d. 11. júní 1965.
Sigríður, f. 4. apr-
íl 1934, d. 6. des-
ember 2015, gift
Jóni Arasyni.
Heiður, f. 22. jan-
úar 1937, gift
Kristni Guðjóns-
syni, og Jóhanna
Guðbjörg, f. 24.
janúar 1942, gift
Einari Gíslasyni.
Eiginkona Hall-
dórs var Hallbera
Karlsdóttir, f. 6. maí 1930, d.
13. febrúar 2021, frá Lækjar-
húsum í Öræfum. Þau gengu í
hjónaband 23. júní 1976.
Halldór bjó fyrstu árin sín í
Haukafelli, bjó síðan í tvö ár í
Flatey en 1938 fluttist fjöl-
skyldan að Gerði í Suðursveit
þar sem Halldór bjó til ársins
1966. Halldór sinnti bústörfum
og eftir fermingu fór hann að
vinna tíma og tíma á Höfn og
annars staðar. Hann vann
mikið í vegavinnu víðs vegar
um sýsluna og á jarðýtu sem
Ræktunarsamband Mýra- og
Suðursveitar átti. Frá 1970
vann Halldór í kartöfluhúsi og
í vöruskemmum. 1978 hóf
hann störf í bygginga-
vöruverslun, þar sem hann
starfaði til ársins 2000 er
hann hætti að vinna sökum
aldurs.
Halldór og Hallbera festu
kaup á Kirkjubraut 36 árið
1971 og bjuggu þar þangað til
þau urðu samferða á Skjól-
garð sumarið 2017.
Útför Halldórs fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 3. júní
2022, klukkan 11. Streymt
verður frá athöfninni á hafn-
arkirkja.is
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Að heilsast og kveðjast það
er lífsins saga. Nú er Halldór
Vilhjálmsson frá Gerði í Suð-
ursveit farinn í förina miklu
sem allra bíður. Hann var tilbú-
inn.
Halldór ólst upp löngu áður
en lög bönnuðu að börn undir
16 ára aldri tækju til hendinni.
Því upplifði hann snemma þá
ánægjulegu tilfinningu að verða
að liði, eins og títt var um börn
sem ólust upp til sveita eða
komu til sumardvalar.
Gerði stendur á bökkum
Breiðabólsstaðarlóns, sem
margir þekkja bæði af lýsing-
um meistara Þórbergs og eigin
upplifun. Þó franska skonnortu
ræki ekki upp í sandinn handan
lónsins eftir að Halldór komst á
legg voru strönd ekki alveg úr
sögunni. Hann, ásamt tveimur
systkinum sínum og mági,
komst í að krækja þar í stóran
og þungan nótarbát, sem dólaði
mannlaus vestur með fjörunni,
og draga hann á land. Þetta var
kannski ekki „gott strand“ en
einhver björgunarlaun komu í
heimiliskassann.
Halldór var vandaður maður
til orðs og æðis. Ég heyrði
hann aldrei tala illa um neinn.
Hann gat alveg þagað en það
var líka gaman að hlusta á
hann þegar hann komst í gír-
inn, því hann var afbragðssögu-
maður og stálminnugur. Þó
röddin væri farin að gefa sig
sagði hann mér skilmerkilega á
síðasta ári frá tveimur fjall-
göngum sem hann fór í vorið
1956 á Þverártindsegg (1554 m)
til að koma tæki frá Landmæl-
ingum fyrir uppi á tindi við erf-
iðar aðstæður. Hann kynntist
margskonar verkmenningu á
ævinni, náði meira að segja að
tileinka sér tölvutækni. Það
kom það sér vel í starfinu sem
flestir muna eftir honum í, af-
greiðslu í Járnvörudeild KASK.
Þar var hann með allt á hreinu.
Sigurður bróðir minnist þess
að eitt sinn hafi Halldór verið
við útskipun á síldartunnum og
séð um talningu á þeim. Um
borð var annar talningarmaður
frá kaupandanum og þegar þeir
fóru að bera saman bækur sín-
ar var Halldórs tala hærri svo
munaði tugum tunna. Báðir
stóðu á sínu. Þarna voru tals-
verðir fjármunir í húfi fyrir
seljandann, Kaupfélag Austur-
Skaftfellinga, sem Halldór vann
fyrir af trúmennsku. Honum
létti þegar við uppskipun á
áfangastað kom í ljós að hans
tala var rétt.
Þó Halldór væri búinn að
sækja mig og fleiri Öræfinga út
að Jökulsá fyrir daga brúar og
keyra okkur á böll í Hornafirði
þá kynntist ég honum ekki fyrr
en hann tók saman við Hall-
beru móðursystur mína og
stofnaði heimili með henni á
Höfn. Það heimili stóð ættingj-
um þeirra og vinum ætíð opið,
gestrisni og góðvild var í önd-
vegi.
Halldór og Hallbera ferðuð-
ust mikið um landið. Renndu
oft í Öræfin og tóku stundum
þátt í heyskap. Heimsóttu mig
tvisvar til Svíþjóðar og naut ég
og fjölskyldan þess. Í annað
skiptið skruppum við til Kaup-
mannahafnar, fórum í Jónshús
og Tívolí og borðuðum á ítölsk-
um veitingastað við Strikið en
ég þori að fullyrða að þau hjón
hafi aldrei pantað pitsu eftir
það! Þegar ég bjó á Höfn hjálp-
uðu þau mér á marga lund og
börnin áttu hjá þeim góða vist
ef svo bar undir. Fyrir hönd
okkar systkina og fjölskyldna
þakka ég nú Halldóri fyrir allt
sem hann gaf af sér og votta
ástvinum hans samúð.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir.
Halldór
Vilhjálmsson
Amma í rauða húsinu
Hetta í rigningu
sundkorkur á siglingu
stökkbretti á tindi
syndi, syndi, syndi
Sápukúlur og blóm
kandísskálin tóm
Guðrún Jacobsen
✝
Guðrún Jacob-
sen fæddist 30.
október 1930. Hún
lést 30. apríl 2022.
Útför Guðrúnar
fór fram 24. maí
2022.
Tobba og Keli
feli, feli, feli
Fiðrildin og sólin
Póló við stólinn
Völundur og Villi
Gilli, Gilli, Gilli
Rauð sem rós
minning þín sem ljós
grauturinn og ýsan
þar endar vísan.
Hvíl í friði elsku fallega amma
mín.
Þín
Stefanía.
Okkar ástkæri bróðir og föðurbróðir,
HAUKUR JÚLÍUS MAGNÚSSON
frá Gullbrekku,
lést á heimili sínu Hornbrekku á Ólafsfirði
laugardaginn 28. maí. Hann verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
10. júní klukkan 13.
Sverrir Magnússon
Jón Valur Sverrisson Bergþóra Jóhannsdóttir
Sæunn Elfa Sverrisdóttir Brynjólfur Guðmundsson
Svala Hrönn Sverrisdóttir
Lilja Sverrisdóttir Birgir Heiðmann Arason
Kolbrún Lára Sverrisdóttir Sigursveinn Guðjónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
GUÐNÝ JÓNA JÓNSDÓTTIR
frá Skálanesi,
Austur-Barðastrandarsýslu,
til heimilis á Hellisbraut 12,
Reykhólum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands föstudaginn 27. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Snædís Gíslín Heiðarsdóttir Ragnar Ólafur Guðmundsson
Ásta V. Borgfjörð Aðalsteins. Jóhann Jóhannsson
Jón Einar Reynisson Birna Jónsdóttir
Óskar Leifur Arnarsson Inga Hlín Valdimarsdóttir
Guðmundur I. Arnarsson Katla Sólborg Friðriksdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, systkini
og aðrir aðstandendur