Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Þjóðadeild UEFA
A-deild, 2. riðill:
Tékkland – Sviss...................................... 2:1
Jan Kuchta 11., sjálfsmark 58. – Noah Oka-
for 44.
Spánn – Portúgal..................................... 1:1
Álvaro Morata 25. – Ricardo Horta 82.
B-deild, 2. riðill:
Ísrael – Ísland........................................... 2:2
B-deild, 4. riðill:
Serbía – Noregur...................................... 0:1
Slóvenía – Svíþjóð .................................... 0:2
C-deild, 2. riðill:
Kýpur – Kósóvó ........................................ 0:2
Norður-Írland – Grikkland ..................... 0:1
C-deild, 4. riðill:
Búlgaría – N-Makedónía ......................... 1:1
Georgía – Gíbraltar .................................. 4:0
D-deild, 2. riðill:
Eistland – San Marínó ............................. 2:0
Vináttulandsleikir karla
Bandaríkin – Marokkó............................. 3:0
Japan – Paragvæ...................................... 4:1
Suður-Kórea – Brasilía ............................ 1:5
Besta deild kvenna
Valur – ÍBV............................................... 1:1
Selfoss – KR.............................................. 3:1
Staðan:
Valur 7 5 1 1 19:4 16
Selfoss 7 4 2 1 11:6 14
Stjarnan 7 4 1 2 13:9 13
Þróttur R. 7 4 1 2 13:9 13
Breiðablik 7 4 0 3 17:5 12
ÍBV 7 3 2 2 11:9 11
Þór/KA 7 3 0 4 13:18 9
Keflavík 7 2 1 4 9:10 7
Afturelding 7 1 0 6 8:21 3
KR 7 1 0 6 4:27 3
Markahæstar:
Brenna Lovera, Selfossi ............................. 6
Sandra María Jessen, Þór/KA ................... 5
Tiffany McCarty, Þór/KA .......................... 4
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni .......... 4
Murphy Agnew, Þrótti................................ 4
Lengjudeild kvenna
Augnablik – FH........................................ 0:5
Fjölnir – Grindavík .................................. 0:3
Víkingur R. – Tindastóll .......................... 1:2
Staðan:
FH 5 4 1 0 14:3 13
HK 4 4 0 0 9:3 12
Tindastóll 5 4 0 1 6:2 12
Víkingur R. 5 3 0 2 13:7 9
Fjarð/Hött/Leikn. 4 2 1 1 9:3 7
Grindavík 5 2 1 2 5:5 7
Haukar 4 1 0 3 3:8 3
Augnablik 5 1 0 4 4:12 3
Fjölnir 5 0 1 4 4:15 1
Fylkir 4 0 0 4 2:11 0
Bandaríkin
B-deild:
Oakland Roots – Orange County........... 3:2
- Óttar Magnús Karlsson skoraði tvö
marka Oakland og sigurmarkið beint úr
aukaspyrnu í uppbótartíma.
>;(//24)3;(
Þýskaland
Magdeburg – Balingen ....................... 31:26
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 6.
- Oddur Gretarsson og Daníel Þór Inga-
son skoruðu ekki fyrir Balingen.
Göppingen – RN Löwen ..................... 30:28
- Janus Daði Smárason skoraði 6 mörk
fyrir Göppingen.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Stuttgart – N-Lübbecke ..................... 29:31
- Viggó Kristjánsson og Andri Már Rún-
arsson skoruðu ekki fyrir Stuttgart.
Staðan, tvær og hálf umferð eftir:
Magdeburg 60, Kiel 52, Füchse Berlín 50,
Flensburg 48, Göppingen 37, Wetzlar 33,
Lemgo 32, RN Löwen 30, Leipzig 30, Mel-
sungen 29, Hamburg 26, Erlangen 25,
Bergischer 25. Hannover-Burgdorf 24,
Stuttgart 20, Minden 16, Balingen 15, N-
Lübbecke 12.
Sviss
Fyrsti úrslitaleikur:
Kadetten – Pfadi Winterthur............. 30:19
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM U21 karla:
Víkin: Ísland – Liechtenstein ................... 17
1. deild karla, Lengjudeildin:
Þórsvöllur: Þór – Selfoss .......................... 18
Grafarvogur: Fjölnir – KV .................. 18.30
Varmá: Afturelding – Grótta............... 19.15
Safamýri: Kórdrengir – Grindavík ..... 19.15
2. deild karla:
Ólafsvík: Víkingur Ó. – ÍR ................... 19.15
Húsavík: Völsungur – KF.................... 19.15
Ásvellir: Haukar – Ægir ...................... 19.15
3. deild karla:
Árbær: Elliði – Kári ............................. 19.15
Fagrilundur: Augnablik – Vængir J... 19.15
Garðabær: KFG – ÍH........................... 19.15
Hlíðarendi: KH – Víðir......................... 19.15
Í KVÖLD!
Kristján Örn Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, var í
gær valinn í úrvalslið frönsku 1.
deildarinnar fyrir tímabilið 2021-
22. Þar hefur Aix tryggt sér þriðja
sætið og áframhaldandi keppnis-
rétt í Evrópumótum þegar tvær
umferðir eru eftir. Kristján varð
efstur í kosningu á örvhentri skyttu
í úrvalsliðinu en hann er í 13. sæti
yfir markahæstu menn deild-
arinnar með 135 mörk í 28 leikjum.
Aix á þrjá leikmenn af átta í úrvals-
liðinu en meistaralið París SG á tvo
leikmenn.
Kristján bestur í
sinni stöðu
Morgunblaðið/Eggert
Frakkland Kristján Örn Krist-
jánsson leikur vel með Aix.
Eini leikur íslenska kvennalands-
liðsins í fótbolta, áður en það fer á
EM á Englandi í sumar, verður
gegn Pólverjum í Póllandi miðviku-
daginn 29. júní. Hann er liður í
lokaundirbúningnum sem hefst 20.
júní þegar liðið kemur saman til æf-
inga hér á landi. Pólska liðið er í 33.
sæti á heimslista FIFA, fimmtán
sætum á eftir því íslenska. Pólland
er í þriðja sæti í sínum riðli í undan-
keppni HM og tapaði naumlega,
2:1, fyrir Noregi á útivelli í síðasta
leik sínum í apríl, eftir markalaust
jafntefli í heimaleiknum.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Pólland Landsliðskonurnar spila
einn leik fyrir EM í sumar.
Síðasti leikurinn
í Póllandi
ÍSRAEL – ÍSLAND 2:2
1:0 Liel Abada 25.
1:1 Þórir Jóhann Helgason 42.
1:2 Arnór Sigurðsson 53.
2:2 Shon Weissman 84.
MM
Jón Dagur Þorsteinsson
M
Rúnar Alex Rúnarsson
Hörður Björgvin Magnússon
Þórir Jóhann Helgason
Birkir Bjarnason
Hákon Arnar Haraldsson
Arnór Sigurðsson
Ísland: (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rún-
arsson. Vörn: Alfons Sampsted,
Brynjar Ingi Bjarnason (Davíð Krist-
ján Ólafsson 46), Daníel Leó Grétars-
son, Hörður Björgvin Magnússon.
Miðja: Þórir Jóhann Helgason, Birkir
Bjarnason (Aron Elís Þrándarson 88),
Hákon Arnar Haraldsson (Stefán Teit-
ur Þórðarson 78). Sókn: Jón Dagur Þor-
steinsson (Mikael Anderson 78), Sveinn
Aron Guðjohnsen (Albert Guðmundsson
60), Arnór Sigurðsson.
Dómari: Andris Treimanis, Lettlandi.
Áhorfendur: 13.150.
_ Hákon Arnar Haraldsson fór beint í
byrjunarliðið og lék sinn fyrsta A-lands-
leik.
_ Þórir Jóhann Helgason jafnaði metin,
1:1, með sínu fyrsta marki í tíunda
landsleiknum.
_ Arnór Sigurðsson kom Íslandi í 2:1
með sínu öðru marki í 19 landsleikjum.
_ Ísak Bergmann Jóhannesson var í
leikbanni eftir að hafa fengið rautt
spjald í síðasta leik Íslands í undan-
keppni HM. Willum Þór Willumsson
var einnig utan leikmannahópsins í gær-
kvöld.
ÞJÓÐADEILD
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
náði í sitt fyrsta stig í Þjóðadeild
UEFA í elleftu tilraun er liðið gerði
2:2-jafntefli á útivelli gegn Ísrael í
Haifa í gærkvöldi.
Spilamennska íslenska liðsins var
heilt yfir góð á erfiðum útivelli. Besti
kafli Íslands kom í kjölfar þess að
Liel Abada kom Ísrael yfir á 25.
mínútu. Ungt íslenskt lið svaraði
mótlætinu glæsilega og var liðið búið
að fá nokkur mjög góð færi þegar
Þórir Jóhann Helgason jafnaði með
sínu fyrsta landsliðsmarki á 42. mín-
útu eftir fyrirgjöf frá Jóni Degi Þor-
steinssyni.
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson
kom Íslandi svo yfir á 53. mínútu,
með fallegri afgreiðslu í hornið fjær
eftir stórglæsilega sendingu Harðar
Björgvins Magnússonar fram völl-
inn.
Margt jákvætt hjá ungu liði
Bæði lið fengu fín færi til að skora
það sem eftir lifði leiks. Þórir Jó-
hann fékk besta færi Íslands en áð-
urnefndur Marciano varði glæsilega
frá honum á 81. mínútu. Á undan því
hafði Ísrael einnig fengið fín færi en
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina
í marki Íslands með stakri prýði og
varði virkilega vel í þrígang. Ís-
lensku leikmennirnir voru eflaust
farnir að láta sig dreyma um bestu
úrslit liðsins í nokkur ár þegar Shon
Weissman jafnaði fyrir Ísrael á 84.
mínútu með skalla af stuttu færi.
Það var margt jákvætt í leik ís-
lenska liðsins. Rúnar Alex átti einn
sinn besta landsleik í markinu, varði
nokkrum sinnum glæsilega og gat
ekkert gert í mörkum ísraelska liðs-
ins. Jón Dagur Þorsteinsson fór á
kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik
þegar varnarmenn ísraelska liðsins
réðu illa við hann. Hvað eftir annað
átti Jón Dagur hættulega spretti
upp vinstri kantinn, sem enduðu
með aukaspyrnu á fínum stað eða
sköpuðu færi. Hann er einnig orðinn
virkilega góður í föstum leikatriðum.
Þá átti Hákon Arnar Haraldsson
sannarlega góða innkomu í liðið.
Skagastrákurinn er aðeins 19 ára
gamall. Hann átti nokkrar glæsi-
legar sendingar og var mjög orku-
mikill og skemmtilegur á miðsvæð-
inu. Þórir Jóhann Helgason er að
komast betur inn í liðið og framfar-
irnar síðan hann fór til Lecce á Ítalíu
frá FH leyna sér ekki. Arnór Sig-
urðsson kláraði færið sitt mjög vel
og Birkir Bjarnason var öruggur á
miðjunni. Þá átti Hörður Björgvin
Magnússon heilt yfir góðan leik og
sendingin hans í öðru marki Íslands
var mögnuð. Það væri gaman að sjá
Hörð fá fleiri tækifæri í miðvarð-
arstöðunni, þar sem hann virðist
njóta sín hvað best.
Þótt leikurinn í gær hafi allt í allt
verið góður má enn bæta nokkur at-
riði. Sóknarmenn Ísraela voru grun-
samlega opnir í mörkunum tveimur
og Alfons Sampsted hefur átt aðeins
erfitt uppdráttar í landsliðstreyj-
unni. Þá komst Sveinn Aron Guð-
johnsen lítið í boltann og er hann að-
eins með eitt mark í 13 landsleikjum.
Ef liðið nær að laga nokkur smáat-
riði, gætu sigrarnir loksins farið að
detta.
Fyrsta stig Ís-
lands í Þjóða-
deildinni
AFP/Jack Guez
Nýliðinn Hákon Arnar Haraldsson vakti talsverða athygli í sínum fyrsta
A-landsleik og á hér í höggi við Liel Abada í leiknum í Haifa í gærkvöld.
- Flott frammistaða í Ísrael skilaði
stigi - Góð innkoma nýliðans
Akureyringar áttu bestu leikmenn
Íslandsmótsins í handknattleik
keppnistímabilið 2021-22, því í gær
voru Óðinn Ríkharðsson úr KA og
Rut Jónsdóttir úr KA/Þór heiðruð
sem bestu leikmenn efstu deilda
karla og kvenna.
Efnilegustu leikmennirnir voru
valin þau Benedikt Gunnar Ósk-
arsson úr Val og Elín Klara Þor-
kelsdóttir úr Haukum.
Bestu þjálfararnir voru Íslands-
meistararnir Snorri Steinn Guð-
jónsson hjá karlaliði Vals og Stefán
Arnarson hjá kvennaliði Fram.
Bestu leikmenn í 1. deild voru
valdir þau Kristján Orri Jóhanns-
son úr ÍR og Tinna Sigurrós
Traustadóttir frá Selfossi sem bæði
fóru upp í efstu deild með sínum lið-
um.
Bestu dómarar tímabilsins voru
útnefndir þeir Anton Gylfi Pálsson
og Jónas Elíasson.
_ Allar viðurkenningarnar sem
veittar voru í lokahófinu má sjá í
frétt af því á mbl.is/sport/
handbolti.
Morgunblaðið/Hákon
Lokahófið Óðinn Þór Ríkharðsson lengst til vinstri ásamt nokkrum öðrum
af helstu verðlaunahöfum keppnistímabilsins 2021-2022.
Óðinn og Rut bestu
leikmenn tímabilsins