Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
_ Jóhann Þór Ólafsson hefur verið
ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í
körfuknattleik á ný eftir þriggja ára
hlé. Hann var áður þjálfari liðsins árin
2015-2019 og undir hans stjórn lék
það til úrslita um Íslandsmeistaratit-
ilinn árið 2017. Hann var aðstoðar-
þjálfari liðsins á síðasta tímabili.
_ Körfuknattleiksdeild Tindastóls
hefur samið við þrjá af íslenskum lyk-
ilmönnum sínum fyrir næsta tímabil.
Þeir léku allir stór hlutverk þegar liðið
komst í úrslitaeinvígið um Íslands-
meistaratitilinn í vor. Það eru þeir Pét-
ur Rúnar Birgisson sem samdi til
þriggja ára, Sigurður Gunnar Þor-
steinsson sem samdi til tveggja ára
og Sigtryggur Arnar Björnsson sem
gerði eins árs samning.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í
30.-37. sæti af 125 keppendum á Opna
ítalska meistaramótinu í golfi, eftir að
hafa leikið fyrsta hringinn í gær á pari,
72 höggum. Mótið er liður í Evrópu-
mótaröðinni. Hún fékk sex fugla og
sex skolla á hringnum. Svissnesku
systurnar Morgane Métraux og Kim
Métraux léku best í gær ásamt Sofie
Bringner frá Svíþjóð en þær voru allar
á 67 höggum.
_ Axel Bóasson er í 7.-8. sæti á Thi-
stad Forsikring-golfmótinu sem nú
stendur yfir í Álaborg í Danmörku en
það er liður í Nordic golf-mótaröðinni.
Axel lék á 67 höggum í gær en 72
höggum í fyrradag og er samtals á
þremur höggum undir pari vallarins
eftir tvo hringi. Bjarki Pétursson lék á
þremur yfir pari, er í 31.-40. sæti og
komst í gegnum niðurskurðinn. Aron
Bergsson var á fimm höggum yfir pari
og missti naumlega af því að komast
áfram.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson er
í 87.-105. sæti af 156 keppendum á
Czech Challenge-golfmótinu sem
hófst í Tékklandi í gær. Guðmundur lék
fyrsta hringinn á 72 höggum, tveimur
yfir pari vallarins.
_ Eiður Benedikt Eiríksson er hættur
störfum sem þjálfari Þróttar úr Vog-
um, nýliðanna í 1. deild karla í fótbolta.
Eiður tók við liðinu fyrir þetta tímabil
en byrjunin hefur verið erfið. Þróttur
er með eitt stig eftir fjóra leiki og
markatöluna 1:11. Brynjar Gestsson,
fyrrverandi þjálfari Þróttar, og Andrew
Pew, fyrirliði liðsins, stýra æfingum
næstu daga. Tveimur næstu leikjum
Þróttar hefur verið frestað, þar sem
tveir leikmanna liðsins fóru í landsleiki
með Níkvaragva og Trínidad og Tó-
bagó.
_ Guðmundur Þórarinsson verður
ekki áfram í röðum danska knatt-
spyrnufélagsins AaB en hann kom
þangað í febrúar frá New York City í
Bandaríkjunum og samdi til loka tíma-
bilsins. Hann náði
aðeins að leika
sex leiki og yfir-
maður íþrótta-
mála hjá AaB
sagði að meiðsli
Guðmundar væru
ástæða þess
að ákveðið
hefði verið
að fram-
lengja
ekki
samn-
inginn
við
hann.
Eitt
ogannað
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eyjakonur halda áfram að ná áhuga-
verðum úrslitum í Bestu deild
kvenna í fótboltanum. Þær fylgdu
eftir útisigri gegn Breiðabliki og
sigri á Þór/KA þar sem þær lentu
þremur mörkum undir með jafntefli
gegn toppliði Vals á Hlíðarenda í
gær, 1:1.
Það voru reyndar Valskonur sem
náðu því jafntefli naumlega, þar sem
Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnaði
metin í uppbótartíma þegar allt
stefndi í sigur ÍBV. Hún fylgdi eftir í
markteignum þegar Guðný Geirs-
dóttir varði skalla Elínar Mettu Jen-
sen af stuttu færi.
Rétt eins og gegn Breiðabliki á
Kópavogsvelli á dögunum, skoraði
bakvörður sitt fyrsta mark í deildinni
fyrir ÍBV. Þá var það Júlíana Sveins-
dóttir en í gær var það hin lettneska
Sandra Voitane sem nýtti sér slæma
sendingu Valskvenna, komst inn í
hana og kom Eyjakonum yfir, 1:0.
Mark Ásdísar breytti verulega
stöðu liðanna en með sigri hefði ÍBV
verið komið með þrettán stig og ver-
ið aðeins tveimur stigum á eftir Vals-
konum í toppsætinu. Jafnteflið þýðir
hins vegar að ÍBV situr áfram í
sjötta sætinu, fimm stigum á eftir
Val sem náði tveggja stiga forystu í
deildinni.
_ Selfoss er í öðru sæti, tveimur
stigum á eftir Val, eftir sigur á KR,
3:1, í leik sem lauk eftir að blað gær-
dagsins fór í prentun í fyrrakvöld.
KR situr áfram á botninum eftir sex
ósigra í fyrstu sjö leikjunum.
_ Leikið er þétt á næstu dögum en
liðin spila þrjá leiki hvert á þrettán
dögum, frá 6. til 19. júní, auk átta liða
úrslitanna í bikarnum, áður en sex
vikna hlé verður gert á deildinni
vegna EM á Englandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlíðarendi Eyjakonan Ameera Hussen hefur betur gegn Valskonunni
Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur í jafnteflisleik liðanna í gær.
Ásdís bjargaði
stigi fyrir Val
- Jafnaði í blálokin gegn ÍBV, 1:1
Lokaspretturinn hjá íslenska 21-árs
landsliðinu í undankeppni EM karla
í fótbolta hefst í dag. Íslensku
strákarnir eiga eftir þrjá leiki, alla
á Víkingsvellinum. Þeir mæta
Liechtenstein í dag, Hvíta-Rúss-
landi á miðvikudag og Kýpur næsta
laugardag. Takist strákunum að
vinna alla þrjá leikina gætu þeir
komist í lokakeppnina á næsta ári.
Leikurinn við Liechtenstein í dag
hefst kl. 17 en Ísland vann útileik
liðanna 3:0 þar sem Kristian og
Ágúst Hlynssynir skoruðu, sem og
Brynjólfur Willumsson.
Landsleikur
á Víkingsvelli
Morgunblaðið/Hákon
U-21 Ísak Snær Þorvaldsson og
Andri Fannar Baldursson á æfingu.
Atvinnukylfingurinn Haraldur
Franklín Magnús freistar þess að
komast fyrstur Íslendinga inn á
Opna bandaríska meistaramótið í
golfi. Hann tekur þátt í úrtökumóti
á mánudaginn kemur, 6. júní, en
þann dag verða slík mót haldin á
ellefu stöðum í Bandaríkjunum,
Kanada og Japan. Haraldur keppir
í bænum Purchase sem er í New
York-ríki. Haraldur hefur einn ís-
lenskra karla keppt á risamóti en
hann komst á Opna mótið í Skot-
landi sumarið 2018, þá í gegnum
úrtökumót á Englandi.
Reynir að kom-
ast á risamótið
Ljósmynd/seth@golf.is
New York Haraldur Franklín Magn-
ús keppir á mánudaginn.
VALUR – ÍBV 1:1
0:1 Sandra Voitane 48.
1:1 Ásdís Karen Halldórsdóttir 90.
M
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Elín Metta Jensen (Val)
Mist Edvardsdóttir (Val)
Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
Haley Thomas (ÍBV)
Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Olga Sevcoca (ÍBV)
Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV)
Sandra Voitane (ÍBV)
Dómari: Guðmundur P. Friðbertss. – 7.
Áhorfendur: 72.
SELFOSS – KR 3:1
1:0 Miranda Nild 16.
2:0 Brenna Lovera 19.
2:1 Bergdís Fanney Einarsdóttir 49.
3:1 Barbára Sól Gísladóttir 57.
M
Brenna Lovera (Selfossi)
Miranda Nild (Selfossi)
Sif Atladóttir (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfossi)
Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)
Margaux Chauvet (KR)
Cornelia Sundelius (KR)
Dómari: Birkir Sigurðarson – 7.
Áhorfendur: 197.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þor-
geir Kristjánsson urðu í gærkvöld
þýskir meistarar með Magdeburg
en liðið tryggði sér þá titilinn með
heimasigri á Balingen, 31:26.
Ómar og Gísli voru eins og oft áð-
ur í lykilhlutverkum og voru marka-
hæstu leikmenn Magdeburg í leikn-
um, með sex mörk hvor.
Magdeburg náði með þessu átta
stiga forskoti á Kiel, sem á þrjá leiki
eftir, og getur því ekki lengur jafnað
Ómar, Gísla og félaga að stigum.
Þetta er aðeins annar meistaratit-
illinn í sögunni hjá Magdeburg og í
fyrra skiptið, árið 2001, komu Ís-
lendingar líka mikið við sögu. Ólafur
Stefánsson var aðalmarkaskorari og
burðarás liðsins og Alfreð Gíslason
var þjálfari liðsins.
Glæsilegt tímabil Magdeburg
Árangur Magdeburg á tímabilinu
er glæsilegur. Liðið hefur unnið 30
leiki af 32 og verið í efsta sætinu frá
byrjun tímabilsins. Liðið missti af
því að verða Evrópudeildarmeistari
annað árið í röð eftir framlengdan
úrslitaleik gegn Benfica en vann
heimsbikar félagsliða síðasta haust.
Ómar og Gísli hafa verið í lykil-
hlutverkum. Ómar er eftir leikinn í
gærkvöld markahæstur í deildinni
með 218 mörk, einu marki á undan
Hans Lindberg og átta á undan
Bjarka Má Elíssyni, en þeir síð-
arnefndu eiga leik til góða á hann.
Þýskir meistarar
með Magdeburg
Ljósmynd/SC Magdeburg
Magdeburg Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er þýskur meistari.
FH komst í gærkvöld á topp 1.
deildar kvenna í fótbolta með því
að vinna auðveldan sigur á Augna-
bliki, 5:0, á Kópavogsvelli.
HK er þó eina liðið í deildinni
sem hefur ekki tapað stigum og
getur endurheimt efsta sætið með
sigri á Haukum á morgun.
Elín Björg Norðfjörð skoraði
tvö mörk fyrir FH, Shaina As-
houri, Telma Hjaltalín og Berglind
Freyja Hlynsdóttir eitt mark hver.
_ Tindastóll lagði Víking 2:1 í
Fossvogi. Hulda Ösp Ágústs-
dóttir skoraði fyrst fyrir Víking
en Hannah Cade og Hugrún
Pálsdóttir svöruðu og tryggðu
Skagfirðingum sigur sem kom
þeim upp í þriðja sæti deild-
arinnar.
_ Mimi Eiden skoraði þrennu
fyrir Grindvíkinga sem unnu
góðan útisigur á Fjölni í Graf-
arvogi, 3:0.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grafarvogur Laila Þóroddsdóttir úr Fjölni og Sigríður Emma Jónsdóttir úr
Grindavík eigast við og Nour Natan Ninir dómari fylgist vel með.
FH komst á toppinn