Morgunblaðið - 08.06.2022, Side 2

Morgunblaðið - 08.06.2022, Side 2
Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Tveggja daga fundur varnarmála- ráðherra Norðurhópsins svonefnda hófst í Reykjavík í gær. Ísland fer með formennsku í hópnum um þess- ar mundir en hann er vettvangur fyrir reglubundið samráð líkt þenkj- andi ríkja um öryggis- og varnar- tengd málefni, að því er kemur fram í tilkynningu. Tólf ríki eiga aðild að Norður- hópnum: Norðurlöndin, Eistland, Lettland, Litáen, Þýskaland, Hol- land, Pólland og Bretland. Í tengslum við fundinn stóðu Al- þjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Varðberg, utanríkisráðuneytið og sendiráð Bretlands á Íslandi að mál- stofu um varnar- og öryggismál á Hilton í gær. Þar var Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, aðalræðumaður. „Við verðum að hjálpa og styðja við Úkraínu í sumar,“ sagði Wallace á fundinum sem fjallaði um blikur á lofti í Evrópu í dag. Á fundinum fór Wallace yfir næstu skref í tengslum við stuðning við Úkraínu. „Við verðum að sjá til þess að Úkraína komist í gegnum sumarið. Við verðum að sjá til þess að Úkra- ínumenn hafi sterka samningsstöðu en séu ekki í stöðu þar sem byssu sé miðað að höfði þeirra,“ sagði Wal- lace. Varnir með Dönum Varnarmálaráðherrarnir áttu vinnufund í Hörpu í gærkvöldi. Við það tækfæri undirrituðu ráðherrar Íslands og Danmerkur, Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir og Morten Bods- kov, samning um varnarsamstarf landanna. Morgunblaðið/Hákon Móttaka Þórdís Kolbrún smellir kossi á kinn Bens Wallace, varnarmálaráðherra Breta, í Hörpu í gærkvöldi. „Verðum að styðja við Úkraínu í sumar“ - Varnarmálaráðherrar Norðurhópsins funda í Reykjavík Varnir Varnarmálaráðherrar Dan- merkur og Íslands rita undir samn- ing um varnarsamstarf. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 TENERIFE FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SÓL 27. JÚNÍ - 05. JÚLÍ HG TENERIFE SUR 3* ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ84.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 108.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 27. JÚNÍ - 05. JÚLÍ ADRIAN ROCA NIVARIA 5* JUNIOR SVÍTA MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ164.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 182.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS V IN S Æ LT Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Mikael Mikaelsson, umsjónarmaður með samevrópsku samstarfi á sviði loftslagsmála fyrir alþjóðlega vísinda- og nýsköpunardeild breskra stjórn- valda, hefur hlotið orðuna og nafn- bótina MBE af hendi bresku krún- unnar. „Member of the Most Excellent Order of the British Emp- ire“ eins og hún kallast í fullri lengd og er þriðja æðsta viðurkenning sem breska krúnan veitir á eftir nafnbót- unum CBE og OBE, þó að undan- skildum öðlunum drottningar. „Þetta er ein þessara konunglegu orða sem veittar eru tvisvar á ári, á nýársdag og afmæli drottning- arinnar,“ segir Mikael í samtali við Morgunblaðið en hann starfar í breska sendiráðinu í sænsku höfuð- borginni Stokkhólmi. Verkefni æ alþjóðlegri „Þessi vísinda- og nýsköpunardeild bresku ríkisstjórnarinnar, sem ég starfa við, tilheyrir tveimur ráðu- neytum, utanríkisráðuneytinu annars vegar og hins vegar viðskipta-, orku- og iðnaðarráðuneytinu,“ útskýrir orðuhafinn nýbakaði, „undanfarin ár hef ég leitt þetta alþjóðlega samstarf okkar á sviði vísinda, tækni og ný- sköpunar og þess sem kallast „net- zero transition“ [færsla til kolefnis- hlutleysis], verkefni mín hafa svo orð- ið æ alþjóðlegri síðustu ár,“ heldur Mikael áfram sem sjálfur er reyndar býsna alþjóðlegur. „Ég er með íslenskan og sænskan ríkisborgararétt, faðir minn er kín- verskur en ég er fæddur og uppalinn á Íslandi og á íslenska móður,“ út- skýrir Mikael sem í grunninn er taugalífeðlisfræðingur og hóf há- skólanám sitt í sálfræði á Íslandi þar sem hann bjó til 25 ára aldurs. „En undanfarin sjö-átta ár hef ég verið að sérhæfa mig á sviði orku-, umhverfis- og loftslagsmála, tekið fjölda nám- skeiða á því sviði og mér er veitt þessi orða nú fyrir aðkomu mína að al- þjóðlegu samstarfi á vettvangi lofts- lagsmála. Mér þykir þessi málaflokk- ur ákaflega brýnn, hef mikinn áhuga á honum og hef því einbeitt mér æ meira að loftslagsmálum síðustu ár,“ segir orðuhafinn. – Hvaða þýðingu skyldi þessi virta breska orða hafa fyrir vísindamann svo margra og ólíkra greina? „Þetta er auðvitað mjög mikill heiður og ég var hreinlega orðlaus þegar ég frétti af þessu. Eins hef ég notið þess að fá að starfa með einu fremsta vísindafólki heims á sviði orkumála og loftslagsvísinda, vinna markvisst að aðgerðaáætlunum til að draga úr koltvísýringslosun, og fjöl- margt samstarfsfólk mitt hefði klár- lega verðskuldað þessa orðu meira en ég,“ svarar Mikael og bætir því við af hógværð að hann hafi í raun bara ver- ið svo heppinn að fá að starfa með fólki sem hafi haft mætur á framlagi hans á sviði loftslagsmála. „Ég var hrein- lega orðlaus“ - Íslendingur fær bresku MBE-orðuna Orðuhafi Mikael Mikaelsson fær MBE-orðu frá bresku krúnunni. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi vegna eldsvoða í húsi á milli Lambhaga og verslunarinnar Bauhaus. Varð- stjóri hjá slökkviliðinu sagði skömmu eftir útkall að líklega væri um yfirgefið hús að ræða en síðar kom í ljós að Fisfélag Reykjavíkur hefur notað hluta hússins sem geymslu. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp og engan sakaði. Upptök elds- ins eru í rannsókn. Allt tiltækt lið slökkviliðsins, frá þremur stöðvum, var kallað út, en í fyrstu var talið að um sinubruna væri að ræða. Mikinn reyk lagði frá húsinu, sem sást vel úr Grafarholti, Grafarvogi og víðar. Slökkviliðsmönnum tókst fljót- lega að ráða niðurlögum eldsins, eftir að á vettvang var komið. Þakplötur voru rifnar af til að komast að glæðunum. Húsið er mikið skemmt, ef ekki ónýtt. Morgunblaðið/Ari Páll Karlsson Bruni Slökkviliðsmenn á þaki hússins skammt frá Lambhaga að kæfa eldinn. Eldur í mannlausu húsi í Úlfarsárdal - Allt tiltækt slökkvilið kallað út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.