Morgunblaðið - 08.06.2022, Síða 6
Ljósmynd/Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Stóra-Mörk Grasið var vel sprottið og gott útlit með heyfeng. Túnin eru slegin þrisvar yfir sumarið. Á bak við
dráttarvélina sér heim að bænum. Þar eru sex íbúðarhús og margbýlt eins og víðar á bæjum undir Eyjafjöllum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við slógum fyrst 29. maí og ég held
að einhverjir í Fljótshlíð og Land-
eyjum hafi líka byrjað snemma. Nú
erum við að byrja aftur að slá og
halda áfram heyskapnum,“ segir
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi
á Stóru-Mörk III undir Eyjafjöllum.
Hún segir að þau í Stóru-Mörk hafi
áður slegið í maí en sláttur þar hófst
nú 20 dögum fyrr en í fyrra, svo
dæmi sé tekið. Það var því með fyrra
fallinu sem heyannir hófust þetta
árið undir Eyjafjöllum.
„Þetta lítur rosalega vel út. Það
hefur verið mjög hlýtt og gott veður
og ekkert hægt að kvarta yfir því.
Það mætti ef til vill vera meiri
þurrkspá, en það verður bara að
hafa það,“ segir Aðalbjörg. Þau í
Stóru-Mörk eru með 130 mjólkandi
kýr, um 200 aðra nautgripi og einnig
270 vetrarfóðraðar kindur.
„Við heyjum öll túnin þrisvar í
kýrnar. Við stílum inn á að ná öfl-
ugum fyrsta slætti til að næringar-
innihald heysins sé gott og reynum
að vera með sem best hey. Þannig
getum við sparað fóðurbæti sem er
orðinn dýr. Það er mikilvægt að hafa
kröftugt fóður. Okkur finnst gott
gras vera besta uppskriftin í kýrn-
ar,“ segir Aðalheiður.
Góð tíð og góð spretta í vor
„Heyskaparhorfur eru bara góð-
ar. Tíðin hefur verið mjög góð og
sprettan góð,“ segir Guðmundur Jó-
hannesson, ráðunautur hjá Ráðgjaf-
armiðstöð landbúnaðarins (RML) á
Selfossi. Hann segir að sláttur sé
hafinn á nokkrum bæjum undir
Eyjafjöllum og á Vesturlandi, bæði í
Hvalfjarðarsveit og að minnsta kosti
á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi.
Skessuhorn.is greindi frá því að
sláttur hefði byrjað á Eystra-
Miðfelli og Belgsholti í Hvalfjarðar-
sveit laugardaginn 4. júní. Víðar á
Vesturlandi væri vel sprottið á frið-
uðum túnum miðað við árstíma.
Guðmundur segir þetta vera með
fyrra fallinu því venjulega hafa
menn byrjað almennt að heyja um
miðjan júní. „Ef viðrar vel og það
verður þurrkur reikna ég með að
menn fari af stað af fullum krafti
næstu daga,“ segir Guðmundur.
Sláttur er hafinn og
horfur þykja góðar
- Tún í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum voru slegin 29. maí
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Hanskar á lager!
Stærðir:
• S
• M
• L
• XL
Verð kr. 1.477
100 stk í pakka.
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is
Fjarskiptafyrirtækin eru smátt og
smátt að taka út koparlínur fyrir
heimasíma landsmanna og færa þá
yfir á netið, gegnum svonefnd Voice
over IP-kerfi, VoIP. Samskiptastjóri
Símans, Guðmundur Jóhannsson,
segir að þessari vinnu eigi að vera að
fullu lokið fyrir árslok 2023.
Áform voru uppi um að taka kerfið
út fyrr og að einhverju leyti má rekja
það til veirufaraldursins, að sögn
Guðmundar.
„Við byrjuðum á þeim símstöðvum
þar sem fæstir notendur eru og
smám saman höfum við verið að fara
á stærri stöðvar og þá tekur þetta
lengri tíma,“ segir hann og bætir við
að auk þess þurfi að upplýsa alla not-
endur um fyrirhugaðar framkvæmd-
ir. Þá komi upp „jaðartilvik“ sem
þurfi að leysa sérstaklega.
Að sögn Guðmundar þurfa sím-
notendur ekki að aðhafast mikið til
að færa sig á milli kerfa og geti notað
sömu símtæki áfram.
„Við erum bara að leggja niður
gamla PSTN-kerfið, sem er búið að
þjóna okkur í tugi ára, og erum að
taka í notkun nýjustu kynslóð tal-
símakerfa sem notar VoIP-kerfið,
þannig að símtalið flyst yfir netið en
ekki gamla koparkerfið. Eina sem
fólk þarf að gera er að láta tengja
heimasímann í netbeini, eða router,“
segir hann.
Hins vegar þurfa notendur sem
búa á svæðum þar sem netsamband
er stopult, eða ekki fyrir hendi, að fá
lausn sinna mála á annan hátt.
„Það eru jaðartilvik, þar sem við-
komandi býr á svæði þar sem ekki er
netsamband eða slæmt samband. Þá
er það leyst með öðrum leiðum. Sett
var alþjónustukvöð á Neyðarlínuna,
þannig að í jaðartilvikum þar sem er
ekkert burðarnet að taka við nýja
talsímakerfinu, þá stígur Neyðarlín-
an inn og setur upp búnað svo að
hægt sé að halda sambandinu inni,“
segir Guðmundur.
Gamla símkerfinu
lokað á næsta ári
- Fastlínusímar
munu fara alfarið í
gegnum netið
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Fastlínan Skífusímar eru nær
horfnir og koparlína á sömu leið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skógar landsins komu almennt vel
undan vetri, að sögn Þrastar Ey-
steinssonar skógræktarstjóra. Hann
segir nálaskemmdir, það er nálakal,
á furu talsvert áberandi á Vestur-
landi og Norðurlandi. Þetta er yfir-
leitt afleiðing af
saltákomu eftir
vestanstorma
vetrarins. Nokkr-
ir slíkir komu í
vetur. Saltið
eyðir vaxhúð nál-
anna svo þær
verða óvarðar og
þorna upp.
„Það er ótrú-
legt hvað furan
nær sér alltaf eft-
ir þetta. Hún getur verið forljót en
svo koma nýju sprotarnir út og þá
nær hún sér,“ segir Þröstur. Stafa-
furan sem er aðallega notuð hér og
aðrar furutegundir líka virðast vera
viðkvæmari fyrir þessu en greni-
trén. Hann segir að fleiri hvassviðri
virðist vera ein helsta afleiðing
hnattrænnar hlýnunar hér á landi.
Eitthvað var um snjóbrot en ekki
jafn mikið og fyrir þremur árum.
Ekkert kal var að ráði í trjám á
liðnu hausti og engar skemmdir í
vor. „Það voraði óvenju áfallalítið og
komu engin alvarleg hret eftir að
það hlýnaði,“ segir Þröstur.
Áætlað er að um sex milljónir
trjáplantna verði gróðursettar í
sumar. Það er einni milljón fleira en
var í fyrra.
„Við erum þá komin aftur upp í
það sem var fyrir hrun og þetta
stefnir bara upp á við. Það er mikið
að gera og gróðursetning alveg á
fullu núna og gengur vel eftir því
sem ég heyri,“ segir Þröstur.
Stöðvar sem framleiða trjá-
plöntur eru fullnýttar. Ekki er þó
beinlínis skortur á trjáplöntum.
Ástandið er í lagi hjá smærri gróðr-
arstöðvum sem aðallega selja á
einkamarkaði. Tvær stórar gróðrar-
stöðvar sem framleiða aðallega fyrir
stærri verkefni, eins og t.d. hjá
Skógræktinni, Kolviði, bændaskóg-
rækt og Landgræðsluskógum, eru
fullnýttar. Þær eru að auka fram-
leiðslugetu sína til að mæta vaxandi
þörf fyrir plöntur.
Mest plantað af íslensku birki
Áfram verður mest gróðursett af
íslensku birki. Síðan koma tegundir
eins og stafafura, sitkagreni, rússa-
lerki og alaskaösp.
Mest er verið að bæta plöntum
við á eldri skógræktarsvæðum eins
og Hekluskógasvæðinu, í Þorláks-
skógum, Hólasandi og á fleiri svæð-
um sem talsvert er eftir að gróður-
setja í. Nokkuð margir nýir
samningar hafa verið gerðir við
skógarbændur í sveitum landsins.
Þar eru að bætast við ný svæði eins
og t.d. í Dölunum og í Húnavatns-
sýslum. Á þeim tveimur svæðum er
hlutfallslega meiri aukning en ann-
ars staðar, að sögn Þrastar.
Sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri
fyrirtæki hafa eignast jarðir og eru
að fara í skógrækt á eigin vegum til
að jafna kolefnisspor sitt.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stafafura Hún vex víða og er falleg
þegar árssprotarnir þroskast.
Skógarnir komu
vel undan vetri
Þröstur
Eysteinsson
- Sex milljón trjám plantað á þessu ári