Morgunblaðið - 08.06.2022, Síða 9

Morgunblaðið - 08.06.2022, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Nýi meirihlutinn í borginni á að standa sterkur þegar horft er til borgarstjórnarflokkanna sem að honum standa. Veik málefnastaða í samstarfssáttmála kann hins vegar að reynast honum erfið, að sögn við- mælenda Dagmála. Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur var kynntur til sög- unnar á mánudag, þó tæplega kæmi sú tilkynning mörgum á óvart eftir það sem á undan var gengið. Í gær var svo fyrsti fundur nýrrar borgar- stjórnar haldinn í Ráðhúsinu, þar sem flokkarnir stilltu upp liði sínu, en nýi meirihlutinn kynnti auk þess breytingar á tilhögun og verkaskipt- ingu ráða og nefnda. Þeir Stefán Pálsson sagnfræð- ingur og Þórður Gunnarsson hag- fræðingur buðu sig báðir fram til borgarstjórnar í vor en án árangurs, Stefán fyrir Vinstri græn og Þórður fyrir Sjálfstæðisflokk. Þeir eru gest- ir dagsins í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum. Illa til stofnað Þeir félagar voru ekki hrifnir af nýja meirihlutanum, á eilítið mis- munandi forsendum þó. Þórður telur ekki vel til hans stofnað og gagn- rýnir þá útilokunarmenningu og klækjastjórnmál, sem notuð hafi ver- ið til þess að ná fram þeim meirihluta sem hinum gamla, fallna meirihluta hentaði til þess að halda völdum. Stefán tekur undir það, þó að Vinstri græn hafi ákveðið að eigin frum- kvæði að halda sér til hlés í meiri- hlutaviðræðum. Hann játar að til greina hafi komið að Vinstri græn kæmu að þeim meirihluta, sem nú var myndaður „og þá sem annað varadekk og það var ekkert spenn- andi við þá tilhugsun,“ segir Stefán og minnir á að fyrir flokk eins og Vinstri græn sé ekki afleitt að vera í minnihluta. „Miðað við það sem mað- ur sér af þessum sáttmála meirihlut- ans eru mikil tækifæri til þess að berja á honum frá vinstri.“ Þórður segir að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi viljað svara augljósu ákalli kjósenda um breytingar, en það hafi ekki gengið eftir, sér í lagi vegna af- stöðu Viðreisnar, sem hafi skipt um skoðun 3-4 sinnum á dag. „Eftir á að hyggja með hliðsjón af því hvernig Viðreisn keyrði sína kosningabaráttu, þá átti ekki að koma á óvart hvernig spilaðist úr þessum viðræðum. Oddviti Við- reisnar minntist ekki á Viðreisn í kosningabaráttunni, hún var bara í framboði fyrir meirihlutann.“ Vinaklíka Stefán tekur undir það og segir að það hafi verið vandamál fyrir flokka gamla meirihlutans að þeir hafi stað- ið svo þétt saman út á við að kjós- endur hafi átt í erfiðleikum með að greina þá að í kjörklefanum. „Menn komu meira fram eins og klíka eða vinahópur frekar en banda- lag nokkurra flokka. Mér finnst þetta ekki endilega pólitískt hollt.“ Stefán og Þórður eru á einu máli um að Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri standi upp sem sigurvegari þrátt fyrir fylgistap. Þar skipti reynsla hans öllu máli, ekki síst þegar hann þyrfti að fást við ný- græðing í stjórnmálum eins og Ein- ar óneitanlega væri. Fádæma kosningasigur Einars Þorsteinssonar og Framsóknar var ræddur talsvert, en hann boðaði miklar breytingar sem óvíst er að kjósendum hans finnist felast í meirihluta undir forystu Dags. Stefán bendir á annað, sem er að Einar hafi í kosningabaráttu sinni talað mjög ákveðið um ýmsa hluti og fest tölu á þeim, svo sem um fjölda íbúðabygginga á ári. Þess sjái ekki stað í meirihlutasáttmál- anum, sem sé þvert á móti fremur óljós um allt slíkt. Þórður hendir það á lofti að í sáttmálanum standi berum orðum að aðalskipulag til 2040 skuli vera leiðarljósið um íbúðauppbyggingu, en samkvæmt því eigi aðeins 1.000 íbúðir að rísa í borginni á ári að meðaltali og allir séu sammála um að það sé ekki nóg. „Ég skil ekki í Framsókn að hafa ekki nýtt samn- ingsstöðu sína betur.“ Sterkur meirihluti með veik mál - Erfitt fyrir Einar að boða breytingar með Dag í borgarstjórastóli - Ósannfærandi málefnasáttmáli - Gömul og frágengin mál kynnt sem ný - Húsnæðismálin óleyst - Tækifæri til gagnrýni frá vinstri Morgunblaðið/Ágúst Óliver Dagmál Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur eru gestir dagsins í Dagmálum. Fyrir fjölskylduna • Frítt í garðinn fyrir félagsmenn • 1.250 krónur í öll tæki • 200 fyrstu gestirnir fá flotta gjöf • Töframaðurinn Einar Aron skemmtir • Pylsur og gos fyrir svanga Hlökkum til að sjá ykkur SÁÁ býður í Fjölskyldugarðinn 8. júní kl. 17-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.