Morgunblaðið - 08.06.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.06.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 Glaðningur fyrir tvo, Rómantík á flottu hóteli, Dekurstund, Gourmet á glæsilegum veitingastað, Bröns fyrir tvo og Kósý kvöld eru meðal vinsælla Óskaskrína. Gefðu upplifun í öskju. Fæst í Pennanum Eymundsson, Hagkaup og á oskaskrin.is. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is ÓSKASKRÍN GEFUR SVOMARGT Enn greinast á bilinu 100-150 covid-smit daglega hér innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að stór hluti þeirra sem greinast sé ferðamenn. Koma smitin oftast í ljós er þeir þurfa að ná í vottorð til að fara úr landi, fara í sýnatöku og greinast þá jákvæðir. Þórólfur segir fjölda innanlands- smita hins vegar ekki mikinn. „Þetta er búið að vera svona mjög lengi, svo fer þetta niður kannski í 50-60 smit, sérstaklega um helgar þegar við höfum tekið færri sýni, og svo fer þetta aftur upp,“ segir hann og bætir við að það séu fáir sem veikjast alvarlega vegna fjölda bólusetninga. „Það eru mjög fáir alvarlega veikir, það eru til dæmis bara tveir inniliggjandi á Landspítalanum með covid,“ sagði Þórólfur enn fremur. Fjöldi Covid-19 smita frá 1. maí 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. maí júní Heimild: covid.is Staðfest smit 7 daga hlaupandi meðaltal 162 191 38 175 150 125 100 75 50 25 0 Fleiri covid-smit vegna ferðamanna - Fjöldi innanlandssmita ekki mikil Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is „Það er ofboðslega mikilvægt að upplýsingar til fólks um heilbrigð- isþjónustu séu ábyggilegar og öruggar og að fólk fari á réttan stað. Þetta er mjög mikilvægur punktur í kerfinu, að fólk sé ekki að fara á rangan stað og valda þannig aukakostnaði fyrir það sjálft sem og fyrir samfélagið. Þess vegna er lagt töluvert upp úr svona upplýsingum og það er það sem við erum að reyna að gera og höfum að stefnu hjá okkur,“ segir Óskar Reykdals- son, forstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið um flutning síma- ráðgjafar hjá Læknavaktinni til Heilsugæslunnar. Öllum boðið starf Hann segir að með þessum um- mælum sé hann ekki að segja að starfsemi Læknavaktarinnar hafi ekki verið í lagi heldur sé um að ræða þróunarmál. Flutningur starf- seminnar sé til samræmingar og einföldunar fyrir landann og að hugmyndin með þessum flutningum sé betri þjónusta. Aðspurður segir Óskar að hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni muni fá vinnu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ef þeir vilja. „Við erum að leita okkur að hjúkrunarfræðingum eins og aðrir og erum að fara yfir það hvernig það gengur upp. En öllum þessum hjúkrunarfræðingum er að sjálf- sögðu boðið starf. Þetta er allt sam- an mikilvægt fólk með verðmæta þekkingu sem gæti nýst okkur, eng- in spurning,“ segir hann. Flutningur sé til samræmingar - Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir hjúkrunarfræðinga á Læknavaktinni geta fengið vinnu á heilsugæslustöðvum ef þeir vilji - Verið sé að einfalda upplýsingaþjónustu til almennings Morgunblaði/Arnþór Birkisson Læknavaktin Öllum hjúkrunarfræðingum þar hefur verið sagt upp. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hófu í gær tveggja daga opinbera heimsókn til Vestfjarða og höfðu gert víðreist strax á fyrri degi er falast var eftir tíðindum af þeim síðdegis. Hjónunum var vel tekið í hvívetna, heimsóttu þau leik- skólabörn og tóku lagið með þeim en jafnframt eldri borgara, þar á meðal Karl Sigurðsson, elsta karlmann landsins, 104 ára gamlan, sem kvaðst ætla sér minnst tvö ár í viðbót hérheims og ku að auki aðhyllast knattspyrnuliðið Derby County. Enn frem- ur var blásið til samkomu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær með ræðuhöldum og fleiru og afhenti Guðni ljósmynd að gjöf frá heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forverans á Bessa- stöðum, vestur á firði. Þá heimsóttu hjónin nokkur fyrirtæki og stofnanir, meðal annars Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þar sem stjórnendur sem vistmenn voru teknir tali, auk þess að kynna sér nýsköpun vestur á fjörðum. Deginum í gær lauk svo með skólaslitum Grunnskólans á Ísa- firði en í dag er förinni heitið til Þingeyrar og Suðureyrar með ekki minni dagskrá en fyrri daginn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Aldursforsetinn Forsetahjónin á tali við elsta karlmann landsins, Karl Sigurðsson á Ísafirði, 104 ára. Heilbrigðismálin krufin Með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Forsetahjónin heimsóttu elsta karlmann landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.