Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 11

Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Vesti • Kjólar Peysur Bolir • Jakkar • Blússur Buxur • Pils SUMAR- VÖRUR Vinsælu velúrgallarnir Nýjir litir - Stærðir S-4XL Einnig stakar velúrbuxur í svörtu, gráu og dökkbláu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Harðir götubardagar geisa enn í Severodonetsk, einu síðasta vígi Úkraínumanna í Lúhansk-héraði, en Rússar sögðust í gær hafa náð valdi yfir öllum íbúðahverfum borgarinn- ar. Hafa Úkraínumenn hins vegar tekið sér vígstöðu í iðnaðarhverfi hennar og næstu úthverfum að sögn Sergei Sjoígu, varnarmálaráðherra Rússlands, en þar á meðal er ná- grannaborgin Lísítsjansk. Volodimír Selenskí, forseti Úkra- ínu, sagði hins vegar í fyrrakvöld að varnarlið borgarinnar væri enn að berjast, þrátt fyrir að þeir ættu við of- urefli liðs að etja. Væru Rússar þó enn að senda herlið til þess að freista þess að hertaka borgina alla. Misvís- andi fregnir bárust yfir hvítasunnu- helgina um stöðuna, og sögðust báðar fylkingar hafa sótt fram í borginni. Denis Púsjilín, leiðtogi aðskilnaðar- sinna í Donetsk-héraði, staðfesti í gær að Roman Kutusov, undirhers- höfðingi Rússa, hefði fallið um helgina í orrustu, en Púsjilín sendi þá fjölskyldu hans og vinum samúðar- kveðjur sínar og sagði að Kutusov hefði sýnt „í verki hvernig eigi að þjóna föðurlandi sínu“. Hafa Rússar nú misst á bilinu 9-14 hershöfðingja í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Hafa rússnesk stjórn- völd enn ekki viðurkennt að Kutusov sé fallinn. Minni á orrustur fyrra stríðs Orrustan um Donbass-héruðin er nú farin að minna á skotgrafahernað fyrri heimsstyrjaldar að sögn Justins Crumps, framkvæmdastjóra hug- veitunnar Sibylline, en hann sagði við breska ríkisútvarpið BBC í gær að varnaraðilinn virtist hafa yfirhöndina hverju sinni í bardögunum í héraðinu. Crump sagði að hann teldi að Rússar hefðu vindinn ögn meira í bakið en Úkraínumenn, en að ávinn- ingum þeirra fylgdi mikið mannfall. Þá þyrftu þeir að hertaka Donbass- héruðin í heild sinni til þess að geta lýst yfir sigri. Sagðist Crump eiga von á að ef það næðist myndu Rússar næst reyna að hertaka Saporisjía- borg, en þeir ráða yfir megninu af héraðinu sem borgin tilheyrir. Þá yrði að gera ráð fyrir að þeir myndu aftur reyna að hertaka Karkív, sem og Ódessu, en að ekkert væri víst í hern- aði. Crump sagði jafnframt að frá sjónarhóli Úkraínumanna væru þau vopn sem vesturveldin ætla að senda engar töfralausnir, þar sem úrslit orr- ustunnar yltu ekki lengur á því hver ætti nákvæmari vopn. Vísaði Crump þar meðal annars til meðaldrægra eldflaugakerfa, sem bæði Bandaríkja- menn og Bretar ætla sér að senda til Úkraínu, en þeim er ætlað að hjálpa Úkraínumönnum að þagga niður í eldflaugakerfum Rússa. Þá sagði Crump að hvorki Rússar nú Úkraínumenn gætu sætt sig við víglínuna eins og hún lægi nú, og væru því líkur á að skotgrafahernað- urinn myndi vara nokkuð enn. Spurning um viljastyrk Hernaðarsagnfræðingurinn Ro- bert W. Kagan líkti orrustunni um Donbass einnig við orrustur fyrri heimsstyrjaldar, en hann ritaði í tíma- ritið Time í gær að orrustan snerist nú að mestu leyti um það hvort Rúss- ar eða Úkraínumenn hefðu meiri viljastyrk. Lýsti Kagan hertækni Rússa á þann veg að þeir beittu nú stórskota- liði til að eyða öllu í vegi sínum, svo að rússneskir fótgönguliðar, sem hefðu glatað miklu af bardagaanda sínum, gætu gengið nánast óáreittir í það sem eftir stæði. Varaði Kagan við endurteknum köllum eftir vopnahléi á Vesturlönd- um, eða að fólk léti glepjast af meintri „velgengni“ Rússa í orrustunni um Severodonetsk, sem væri hilling ein. „Áhlaup Rússa í Lúhansk er örvænt- ingarfullt veðmál einræðisherra, sem hefur sett það síðasta sem hann á í sóknarkrafti til að brjóta vilja óvina sinna til að halda stríðinu áfram,“ sagði Kagan. Benti hann á að fall Severodonetsk opnaði ekki nýjar leiðir fyrir Rússa til að sækja fram, og sagði hann að ef Úkraínumenn gætu staðið af sér storminn ættu þeir enn góða mögu- leika á að standa uppi sem sigurveg- arar í stríðinu. Veiti Rússum óþarft lögmæti Stjórnvöld í Kænugarði mótmæltu í gær ákvörðun Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar IAEA að senda teymi til kjarnorkuversins í Sapor- isjía, sem er hið stærsta í Evrópu, en það er nú á valdi Rússa. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, sagði á Twitter-síðu sinni að ferðin væri í bígerð og að Úkraínu- menn hefðu beðið um hana. Energo- atom, kjarnorkumálastofnun Úkra- ínu, mótmælti því hins vegar og sagði að ekki yrði hægt að heimsækja verið fyrr en Úkraínumenn hefðu aftur náð því á sitt vald. Sagði í tilkynningu stofnunarinnar að hún teldi að yfirlýsing IAEA færði rússneska hernámsliðinu „lögmæti og samþykki fyrir gjörðum þeirra,“ en Rússar hafa hótað því að skera á raf- magn frá verinu til Úkraínu nema stjórnvöld í Kænugarði borgi Rússum fyrir framleiðslu þess. Verið framleiddi fyrir innrásina um fimmtung af allri raforku Úkraínu- manna, og um helming af þeirri orku sem kjarnorkuver landsins framleiða. Vilja kyrrsetja einkaþotur Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti í gær að það vildi leggja hald á tvær flugvélar í eigu rússneska ólíg- arkans Rómans Abramovits, fyrrver- andi eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea, en þeim var flogið til Rúss- lands fyrr á árinu þrátt fyrir að refsi- aðgerðir Bandaríkjanna legðu bann við því. Andrew Adams, yfirmaður stýri- hóps ráðuneytisins um aðgerðir gegn rússnesku ólígörkunum, sagði að von- in væri sú að aðgerðin gegn Abramo- vits myndi hvetja til þess að ólígark- arnir myndu fjarlægjast stjórnvöld í Kreml. Hvorug vélin er nú innan seilingar bandarískra stjórnvalda, þar sem önnur vélin er talin vera enn í Rúss- landi, en hin er sögð vera mögulega í Dúbaí. Engu að síður sagði Adams að ráðuneytið myndi fylgjast grannt með ferðum vélanna, og leggja hald á þær ef kostur gæfist á. Þá fyrirskipaði hæstiréttur Fiji- eyja að snekkjan Amadea, sem er í eigu rússneska milljarðamæringsins og stjórnmálamannsins Suleimans Kerimovs, yrði afhent bandarískum yfirvöldum, en hún hefur verið kyrr- sett á eyjunum frá í apríl. Eyjarnar hafa hins vegar þurft að greiða rekstrarkostnað snekkjunnar, sem er umtalsverður, og sagði í niður- stöðu hæstaréttar að haldlagning snekkjunnar hefði kostað ríkisstjórn- ina fúlgur fjár. Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að greiða Fiji-eyjum kostnaðinn til baka. AFP/Aris Messinis Stórskotahríð Eldflaugavagn á vegum Úkraínuhers skýtur á vígi Rússa í Donbass-héruðunum. Enn harðir götubardagar - Enn einn hershöfðingi Rússa sagður fallinn - Orrustan um Donbass minni mest á orrustur fyrri heimsstyrjaldar - Úkraínumenn mótmæla ákvörðun IAEA - Snekkja afhent Bandaríkjamönnum Haukeland-sjúkrahúsið í Bergen í Noregi, ferjuútgerðin Fjord Line og fleiri aðilar í norsku viðskiptalífi hafa tekið höndum saman við að senda tvær sérútbúnar bifreiðar með kældu geymslurými til Póllands sem ætlað er að flytja fallna úkraínska hermenn af vígstöðvunum í átt að hinstu hvílu, því tala látinna er ekki það eina sem hækkar í Úkraínu, það gerir hitastig- ið einnig með komu sumars. „Líkin eru flutt með vörubílum og þau rotna,“ segir Paal Christian Mowinckel í samtali við norska rík- isútvarpið NRK en þeir Tor Fredrik Müller starfa við rekstur fasteigna í Noregi. Hafa þeir komið að því að fjármagna og festa kaup á kæli- bifreiðunum svo flytja megi hermenn af vígvellinum „með reisn“, eins og Müller orðar það. Þeir Mowinckel hafa unnið ötullega að söfnun fjár til handa stríðshrjáðri Úkraínu og söfnuðu meðal annars rúmri milljón norskra króna í maí með göngu í átakinu „100.000 skref fyrir Úkraínu“ en norsk milljón svar- ar til tæplega 15 milljóna íslenskra króna. Ferjur Fjord Line flytja bifreið- arnar sérútbúnu frá Noregi og til að nota ferðina fara þær fullar af bráða- aðstoðarbúnaði til Úkraínu, svo sem blóðpokum. Sjúkrahúsið leggur sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa búnað. „Við hendum svo miklum búnaði á norskum sjúkrahúsum sem kominn er fram yfir lokadagsetningu á notk- un,“ segir Jon Wigum Dahl, deildar- stjóri alþjóðasamvinnudeildar Haukeland, „renni umbúðir út í júní skiptir það engu máli, þær verða teknar í notkun tafarlaust [í Úkra- ínu].“ atlisteinn@mbl.is Senda bifreiðar til líkflutninga - Kælibifreiðar frá Noregi til Úkraínu AFP Kistuburður Sumarhitinn torveldar flutning hinna látnu í stríðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.