Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýr meirihluti
Samfylk-
ingar,
Framsóknar, Pírata
og Viðreisnar hefur
verið myndaður í
Reykjavík og hefur
þegar tekið til
óspilltra málanna við
þá miklu breytingu
að haga stjórn borg-
arinnar nákvæmlega eins og verið
hefur undanfarin ár. Þrátt fyrir
að gamli meirihlutinn hafi verið
felldur situr hann enn með glæ-
nýtt varadekk og þrátt fyrir að
Samfylkingin hafi misst fimmt-
ung fylgis síns situr Dagur B.
Eggertsson enn praktuglega á
stóli borgarstjóra og það í boði
kjósenda Framsóknar, sem vísast
voru flestir að kjósa eitthvað ann-
að.
Það er erfitt að áfellast kjós-
endur fyrir klækjastjórnmálin í
borgarstjórn Reykjavíkur. Fram-
sókn bauð þar fram nýjan mann,
nánast óflekkaðan af stjórn-
málum, en þó að kosningastefnu-
skráin væri hvorki löng né ítarleg,
þá duldist engum aðaláhersla
Framsóknarflokksins á „breyt-
ingar í borgarstjórn“, þar sem
oddvitinn Einar Þorsteinsson
undirstrikaði sérstaklega ábyrgð
Dags borgarstjóra á forystuleysi
og stöðnun höfuðborgarinnar.
Þennan sama Dag og hann leiðir
nú til valda eins og ekkert sé og
útskýrir í löngu máli fyrir al-
menningi að feli í sér óviðjafn-
anlega breytingu.
Þegar litið er á málefnasamn-
ing hins nýja meirihluta kemur
mest á óvart hvað hann er óskýr,
loðinn og laus við mælanleg mark-
mið. Hann er grautur upphitaðra
afganga gamla meirihlutans frá
fyrri kjörtímabilum, frágenginna
mála, samtínings á forræði ríkis-
valdsins, í bland við furðusmáleg
mál, sem tæplega eiga erindi í
málefnasamning.
Mest er gert úr „húsnæðis-
átaki“ með úthlutun lóða í Úlfars-
árdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda,
í Gufunesi og á Ártúnshöfða, sem
allt lá fyrir frá síðasta kjör-
tímabili. Í Úlfarsárdal bíða löngu
skipulagðar lóðir úthlutunar, á
Kjalarnesi auglýsti Dagur nokkr-
ar lóðir kortéri fyrir kosningar, að
Hlíðarenda ætla einkafjárfestar
ekki að lúra á lóðum sínum, í
Gufunesi er þegar fyrirhuguð
frekari lóðaúthlutun til að
þrengja að Sundabraut og ný
byggð á Ártúnshöfða var kynnt í
upphafi árs 2021.
Ekkert af því getur Framsókn
þakkað sér og í því felst engin
breyting. Ekki heldur að það skuli
efnt til samkeppni um skipulag
Keldnalands og Keldnaholts, svo
þau megi byggja upp samhliða
hraðari lagningu borgarlínu. Sú
var áætlunin fyrir, nema hvað
skipulagssamkeppni er líklegust
til þess að tefja fyrir uppbygg-
ingu, svo útilokað má heita að þar
rísi neitt nema kannski stoppistöð
á þessu kjörtímabili. Framsókn
getur ekki heldur hreykt sér af
stefnu um gerð „húsnæðis-
sáttmála“ ríkis og sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæð-
inu, en Samfylkingin
kynnti þá hugmynd í
liðnum apríl.
Annað ámóta lof-
orð er að hefja skuli
gerð umhverfismats
vegna Sundabraut-
ar, en Vegagerðin
kynnti í janúar sl. að
sú vinna væri hafin.
Sömu sögu má segja um fram-
kvæmdanefnd um þjóðarhöll í
Laugardal, sem Dagur kynnti
með flugeldasýningu í maí, án
þess þó að eiga fyrir sínum hluta.
Eða glænýtt stefnumið um við-
haldsátak vegna myglu, sem
reyndar var lagt fyrir borgarráð í
fyrra.
Hins vegar er í sáttmálanum
vikið að annarri myglu, sem er
starfsandinn í borgarstjórn. Það
er vel til fundið að nýi meirihlut-
inn hlutist til um að bæta hann. Í
honum sitja þrír flokkar sem
beittu útskúfun við myndun
meirihlutans og draga þannig
tæplega úr skautun í borgar-
pólitíkinni, en tveir flokkanna
hafa þurft að fá vinnustaðasál-
fræðing til þess að reyna að koma
á siðuðum samskiptum í eigin röð-
um.
Megnið af stefnusáttmálanum
er þannig gamalt og gallsúrt vín á
nýjum belgjum. Ekki þó allt.
Þannig á að hækka frístundastyrk
upp í 75 þúsund krónur frá 2023,
það verður ókeypis í sund fyrir
grunnskólakrakka og strætó
raunar líka. Í þessu síðastnefnda
felst líkast til helsti sigur Fram-
sóknar í meirihlutaviðræðunum,
því að gamli meirihlutinn lét það
verða eitt sitt síðasta verk að fella
tillögu þess efnis. Það kann raun-
ar að vera til marks um eitthvað,
því Strætó er nýbúinn að skera
niður þjónustu vegna fjárhags-
legra þrenginga, á sama tíma og
meirihlutinn, sá gamli og sá nýi,
hefur engar áhyggjur af rekstrar-
hlið borgarlínu.
Dagur sagði réttilega að „þessi
samstarfssamningur, þó hann
byggi á samstarfi fjögurra flokka,
endurspeglar mjög vel áherslur
Samfylkingarinnar“. Í hverju
felst þá breytingin mikla hjá
Framsókn? Dagur mun af veg-
lyndi og viðhöfn leggja borgar-
stjórakeðjuna á axlir Einari árið
2024, sem mun feta í fótspor fyr-
irrennararans það sem eftir lifir
kjörtímabils. En það verður Dag-
ur sem slær tóninn um stefnu hins
nýja meirihluta, ekki Einar. Dag-
ur, sem 49% Reykvíkinga vilja
allra manna síst sjá á borgar-
stjórastóli þessa meirihluta skv.
könnun Maskínu; ekki Einar sem
53% vildu sem borgarstjóra.
Þess vegna skröltir þessi nýi en
gamli meirihluti af stað með
herkjum, hvað sem líður öllum
varadekkjum. Það er illskiljanlegt
hvers vegna Einar gerði ekki
ófrávíkjanlega kröfu um að verða
borgarstjóri allt kjörtímabilið, í
því hefði falist hans eina von um
að geta horft framan í kjósendur
sem boðberi breytinga. Og nú er
vindurinn úr varadekkinu – áður
en lagt er af stað.
Þegar litið er á mál-
efnasamning hins
nýja meirihluta kem-
ur mest á óvart hvað
hann er óskýr, loð-
inn og laus við mæl-
anleg markmið.}
Vindur úr varadekkinu
A
ldrei vera hortugur við þá sem
litlir eru fyrir sér og aldrei
hrekkja nokkurt dýr. Þetta setti
Halldór Laxness okkur fyrir í
gegnum persónur sínar í Sjálf-
stæðu fólki. Um lengri tíma var seinni lexían
sú sem finna mátti í íslenskri löggjöf um
dýravernd. Síðan þá hefur aukin þekking og
þrýstingur almennings knúið fram breyt-
ingar á dýravelferðarlöggjöf þar sem nú er
tíundað með hvaða hætti við tryggjum að dýr
séu ekki hrekkt.
Líf sem er þess virði að lifa
Í dag eru markmið laganna um dýra-
velferð frelsin fimm. Að dýr séu, eins og
kostur er, laus við hungur og þorsta, óþæg-
indi, sjúkdóma og sársauka, laus við ótta og
neyð og hafi frelsi til að sýna náttúrulega hegðun. Fyrir
tæpum tíu árum mælti ég, sem umhverfisráðherra, fyr-
ir umbótalögum á sviði dýravelferðar þar sem tekið var
á þessum frelsisþáttum. Með þessum umbótum vildum
við sem samfélag tryggja að líf dýra, hvort sem það er
búfé, villt dýr eða gæludýr, sem sjá okkur fyrir mat og
klæðum, afþreyingu og félagsskap, sé þess virði að því
sé lifað.
Í kjölfar þessara lagabreytinga hafa orðið miklar
framfarir í dýravelferðarmálum. Við gerum í dag ríkar
kröfur til bænda um að aðbúnaður og umönnun búfjár
sé með þeim hætti að þessi skilyrði séu uppfyllt. Til
þess að ná þessum markmiðum hefur verið
farið markvisst yfir aðbúnaðarreglugerðir
síðustu ár. Eftirlit hefur aukist og það orðið
áhættumiðað, þannig að starfsemi sem er
sérstaklega áhættusöm er heimsótt tíðar en
önnur. Þetta hefur skilað árangri og mun
gera það áfram á næstu árum þegar tíma-
frestir til aðlögunar renna út.
Þá er tryggt að við aflífun í sláturhúsum
sé komið í veg fyrir sársauka og ótta. For-
senda þess að aflífun sé sæmandi er að við
komum fram við dýr af mannúð. Því hversu
vel sem dýrin, villt eða alin, hafa lifað á æv-
inni þá skipta síðustu mínúturnar í lífi þeirra
máli. Það skiptir máli við lífslok að hafa lifað
lífi sem var einhvers virði.
Dýravelferðarmál eru á réttri leið
Við vitum mikið um búfé, um hvernig hægt er að
gera aðbúnað í gripahúsum sem bestan og hvernig
hægt er að aflífa það á sem mannúðlegastan hátt. Við
vitum hins vegar ekki nóg um aflífun villtra dýra. Villt
dýr eiga skilið sömu mannúð við aflífun og búfé. Enda
gilda lög um dýravelferð um öll dýr. Eðlilegt er því að
gera sambærilegar kröfur um aflífun villtra dýra í at-
vinnuskyni og gerðar eru um aflífun búfjár í atvinnu-
skyni.
svandis.svavarsdottir@mar.is
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Að hrekkja aldrei nokkurt dýr
Höfundur er matvælaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
S
taða Boris Johnsons, for-
sætisráðherra Breta, þykir
enn vera tvísýn í kjölfar van-
trauststillögu sem borin var
upp í þingflokki hans í fyrradag, þrátt
fyrir að hann hafi staðið hana af sér.
Hefur atkvæðagreiðslan, þar sem 211
af þingmönnum Íhaldsflokksins lýstu
yfir stuðningi við að Johnson yrði
áfram leiðtogi flokksins og 148 lýstu
yfir vantrausti á hann, verið sögð
„Pyrrhosarsigur“ sem hafi grafið
undan getu hans til að leiða rík-
isstjórn Bretlands.
Johnson og helstu stuðnings-
menn hans lögðu áherslu á það í gær
að nú væri kominn tími til að slíðra
sverðin í flokkadráttum innan Íhalds-
flokksins og einbeita sér að þeim mál-
efnum sem nú eru efst á baugi í Bret-
landi, frekar en að velta sér upp úr
veisluhaldamálinu og öðrum slíkum
sem andstæðingar Íhaldsflokksins
vilji halda á lofti.
Andstæðingar Johnsons bæði
innan Íhaldsflokksins og utan segja
hins vegar að atkvæðagreiðslan sýni
að forsætisráðherrann sé rúinn
trausti eftir að lögreglan ákvað að
sekta hann fyrir veisluhöld á tímum
sóttvarnaaðgerða.
Kominn með gálgafrest
Samkvæmt reglum Íhalds-
flokksins má ekki bera fram aðra
vantrauststillögu á Johnson innan
þingflokksins í heilt ár, og tvö ár eru
til næstu kosninga. Forsætisráð-
herrann vill því eflaust reyna að nýta
þann gálgafrest til þess að sýna að
hann geti aftur áunnið sér traust
kjósenda.
Johnson mun til dæmis á næstu
dögum flytja ræðu þar sem hann
kynnir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum, en mikil dýrtíð herj-
ar nú á Breta, og hefur verið ákall eft-
ir aðgerðum til að styðja við almenn-
ing.
Þá þykir einnig líklegt að ríkis-
stjórnin muni á næstu dögum binda
einhliða enda á samkomulag sitt við
Evrópusambandið um málefni Norð-
ur-Írlands, en það hefur verið nokkur
ásteytingarsteinn í samskiptum
Breta og sambandsins. Sú aðgerð er
einnig sögð líkleg til að falla vel í
kramið hjá mörgum á hægri væng
Íhaldsflokksins, sem hafa litið á sam-
komulagið sem tilraun til þess að að-
skilja Norður-Írland frá hinum lönd-
unum í breska konungsveldinu.
Þá mun Johnson eflaust leggja
enn frekari áherslu á aðgerðir sínar í
Úkraínustríðinu, þar sem Bretar hafa
verið í fararbroddi meðal Evr-
ópuríkja við að styðja við bakið á
Úkraínumönnum. Sést það einna best
í því að Volodimír Selenskí, forseti
Úkraínu, sagði í gær að hann væri
mjög ánægður með að Johnson hefði
haldið velli, og sagði forsetinn að Bor-
is Johnson væri „sannur vinur Úkra-
ínu“.
Í erfiðri stöðu
Utanríkismál munu þó ekki vega
þungt í mati íhaldsmanna þegar kem-
ur að því hvort Johnson eigi sér fram-
tíð sem leiðtogi, heldur er stóra
spurningin í breskum stjórnmálum
oftast sú, hvort leiðtoginn geti leitt
flokkinn til sigurs í kosningum.
Þannig munu flokksmenn horfa
sérstaklega til tveggja aukakosninga
sem haldnar verða síðar í mán-
uðinum. Báðar kosningarnar eru í
kjördæmum sem Íhaldsflokkurinn
vann í kosningunum 2019, annars
vegar í Wakefield, þar sem þingmað-
ur flokksins, Imrad Ahmad Khan,
sagði af sér eftir að hafa verið dæmd-
ur sekur um kynferðisbrot gegn
drengjum á táningsaldri, og hins veg-
ar í Tiverton og Honiton-kjördæm-
inu, en þingmaður þess, Neil Parrish,
sagði af sér eftir að hafa verið gripinn
glóðvolgur við að horfa á klámefni í
þingsalnum. Fyrirfram þætti því lík-
legt að Íhaldsflokkurinn myndi missa
bæði þingsætin, jafnvel þó að engin
veisluhöld hefðu verið haldin í
Downingstræti, en víst er að sú stað-
reynd mun ekki styrkja stöðu John-
sons.
Enn enginn arftaki í sjónmáli
Það þykir helst reiknast John-
son til tekna að arftaki hans er ekki í
sjónmáli. Jeremy Hunt, fyrrverandi
heilbrigðisráðherra, og einn þeirra
sem greiddu atkvæði með vantrausti,
hefur gefið til kynna að hann hafi
áhuga á embættinu, en Hunt tapaði
fyrir Johnson í síðasta leiðtogakjöri,
og þykir skorta kjörþokka.
Liz Truss utanríkisráðherra
þykir enn of óreynd til þess að geta
tekið við valdataumunum, og orðstír
Rishi Sunak fjármálaráðherra hefur
skaðast vegna skorts á aðgerðum
gegn verðbólgunni sem herjað hefur
á Breta síðustu mánuði.
Það er helst Ben Wallace
varnarmálaráðherra sem talinn er
geta tekið við keflinu að svo stöddu,
en hann hefur þótt standa sig mjög
vel í kjölfar innrásar Rússa í Úkra-
ínu. Wallace hefur þó lýst því yfir að
hann hafi engan áhuga á að flytjast í
Downingstræti 10.
Johnson gæti því enn verið
öruggur í embætti forsætisráðherra,
en hann hefur sýnt á ferli sínum að
hann hefur níu pólitísk líf. Spurningin
vaknar þó hvort hið síðasta verði
brátt uppurið.
„Pyrrhosarsigur“
forsætisráðherrans
AFP/Leon Neal
Vígreifur Boris Johnson forsætisráðherra var vígreifur á ríkisstjórnar-
fundi í gær eftir að hafa staðið af sér vantrauststillögu þingflokksins.