Morgunblaðið - 08.06.2022, Blaðsíða 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Faxafeni 14
108 Reykjavík
www.z.is
NÝ́ SENDING AF CAWÖ
LÚXUS HANDKLÆÐUNUM
Laugardaginn 21.
maí skrifaði Björn
Bjarnason, fyrrverandi
þingmaður með meiru,
grein í Morgunblaðið
undir fyrirsögninni
Sögulegt heillaskref í
NATO. Þar segir
Björn og er skýjum of-
ar: „NATO-atburða-
rásin í Finnlandi og
Svíþjóð undanfarnar
vikur er skólabók-
ardæmi um vel heppnaða fram-
kvæmd á flóknum og viðkvæmum
lýðræðislegum ákvörðunum.“
Hér er að sjálfsögðu vísað til þess
að sænska ríkisstjórnin hefur fengið
stuðning þingsins til að fara með
Svíþjóð inn í hernaðarbandalagið
NATÓ og rjúfa þar með langa hlut-
leysishefð Svía. Hve raunsönn sú
hlutleysisstefna hefur verið síðustu
árin er svo álitamál en staðreyndin
er engu að síður sú að utan NATÓ
hafa Svíar staðið.
Sögulega heillaskrefið of
viðkvæmt fyrir lýðræðið?
Sama á við um Finna. En í Finn-
landi skal einnig stigið hið „sögulega
heillaskref“, sem Björn Bjarnason
nefnir svo. Hinar „viðkvæmu lýð-
ræðislegu ákvarðanir“ eru ekki lýð-
ræðislegri en svo að í hvorugu land-
inu, hvorki í Svíþjóð né Finnlandi,
stendur til að komast að niðurstöðu
lýðræðislega með því að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hugsanlega
yrði það of viðkvæmt en varla of lýð-
ræðislegt.
Einu sinni var …
Sú var tíðin að Svíþjóð var ímynd
ríkis sem lagði upp úr sjálfstæðri
hugsun, var hlutlaust í þeim tilgangi,
og stóð utan hernaðarbandalaga.
Svíþjóð bjó vissulega við ýmsar mót-
sagnir, gagnrýndi stríð en seldi
vopn. Og þar var að sjálfsögðu að
finna allt hið pólitíska litróf. Yfir-
höndina höfðu þó lengi vel öfl sem
vildu félagslegt réttlæti heima fyrir
og í heiminum öllum. Og þegar Pi-
nochet keyrði Chile undir ok fasisma
áttu pólitískir flóttamenn þaðan at-
hvarf í Svíþjóð. Þetta átti líka við um
Kúrda sem flúðu undan ofsóknum í
Tyrklandi en þar skal
þó hafður fyrirvari á.
Kúrdarnir áttu
nefnilega lengi við and-
streymi að etja í Sví-
þjóð, var jafnvel borið á
brýn að hafa myrt Olov
Palme forsætisráð-
herra árið 1986 þótt
það hafi ekki átt við rök
að styðjast. Margir
grunuðu pólitíska and-
stæðinga Kúrda um að
hafa viljað koma á þá
óorði með ósönnum og
rætnum söguburði.
Skipulegur undirróður í stórvelda-
pólitík er ekki nýr af nálinni.
Mannréttindi Kúrda
verði skiptimynt
Nú eru Kúrdar aftur á dagskrá í
Svíþjóð. Það gerðist samhliða því að
Svíar lýstu því yfir að þeir vildu
komast í NATÓ. Gott og vel sagði
Erdogan Tyrklandsforseti – eða á þá
leið – en þá þurfið þið að makka rétt
við mig gagnvart Kúrdum.
Forkólfar NATÓ brugðust við í
snarhasti og sögðu eftir „þreifingar“
að sátt muni án efa nást. Þetta stað-
festi svo forsætisráðherra Svíþjóðar
Magdalena Andersson sem segist
hafa átt gott samtal við Erdogan um
þessi efni. Hún kvaðst vongóð um að
málin leystust enda líti Svíar á bar-
áttusveitir Kúrda sem hryðjuverka-
menn. Í yfirlýsingu ráðherrans seg-
ir: „Ég lagði á það áherslu að
Svíþjóð fagni því að geta átt sam-
starf í baráttunni gegn alþjóðlegum
hryðjuverkum og ég ítrekaði að Sví-
þjóð styddi baráttu gegn hryðkju-
verkum og að PKK skuli vera skil-
greint sem hryjðuverkasamtök.“
Ekki ný afstaða í Svíþjóð
Og til áréttingar tvítar síðan utan-
ríkisráðherrann Ann Linde, að af-
staða sænskra yfirvalda hvað bar-
áttu Kúrda varðar sé ekki ný af
nálinni, sænsk stjórnvöld hafi skil-
greint PKK sem hryðjuverkamenn
þegar á níunda áratugnum, og sé allt
óbreytt hvað það varðar: „Vegna
þeirra rangfærslna sem víða hafa
komið fram um (Svíþjóð og) PKK,
þá minni ég á að (sænska) rík-
isstjórnin undir forsæti Olovs Palme
var fyrst (eftir þeirri tyrknesku) að
skilgreina PKK sem hryðjuverka-
samtök, þegar árið 1984. … ESB
fylgi í kjölfarið árið 2002 … Þessi af-
staða hefur ekki breyst.“
En það sem er þó nýtt …
Mikið rétt þetta er ekki ný af-
staða. Það sem er þó nýtt er að
heimurinn hefur breyst á þeim tæp-
lega fjörutíu árum síðan baráttu-
sveitir Kúrda komust í ónáð.
Til upprifjunar: Í áratugi, en með
hléum þó, hefur verið háð borg-
arastyrjöld í Tyrklandi eða allar göt-
ur frá því gömlu nýlenduveldin
skiptu þessum hluta heimsins niður
með eigin hagsmuni að leiðarljósi og
reglustiku að vopni.
Um tíma stóð reyndar til af þeirra
hálfu að Kúrdistan yrði sjálfstætt
ríki en frá því var horfið til að frið-
mælast við ríkjandi stjórnvöld í
þessum heimshluta sem nú var verið
að teikna upp á nýjan leik eftir
heimsstyrjöldina fyrri.
Kúrdum meinuð sjálfstjórn
og sviptir mannréttindum
Í Tyrklandi var Kúrdum meinuð
sjálfstjórn og sviptir mannrétt-
indum, á meðal annars bannað að
tala móðurmál sitt. Þeir voru einnig
beittir ofbeldi í Írak, Íran og Sýr-
landi. Leiðir skildi í baráttu Kúrda í
Írak annars vegar og með Kúrdum í
Tyrklandi og Sýrlandi hins vegar og
hefur upp á síðkastið verið vík milli
vina. En undir lok áttunda áratug-
arins risu Kúrdar í Tyrklandi upp
enn einu sinni. Kúrdíski verka-
mannaflokkurinn, PKK, var stofn-
aður 1978 og var hann pólitískur
armur vopnaðra átaka af hálfu
Kúrda.
Árið 1999 var Abdúllah Öcalan
foringi flokksins handsamaður í Ke-
nya á leið til Suður Afríku í boði Nel-
son Mandela sem þá var orðinn for-
seti lands síns. Að handtökunni
stóðu tyrkneska, bandaríska og ísr-
aelska leyniþjónustan. Áður höfðu
Sýrlendingar sem skotið höfðu
skjólshúsi yfir Öcalan verið þving-
aðir til að gera hann útlægan.
Í fangelsi síðan 1999
Allar götur síðan hefur Öcalan
setið á bak við lás og slá á Imrali
eyju í Marmarahafinu undan Ist-
anbúl. Á árunum 2013 til 2015 voru
fangelsisdyrnar opnaðar til hálfs og
stýrði Öcalan þá friðarviðræðum
þaðan. Þær lofuðu góðu og óx gengi
kúrdíska HDP flokksins sem nú var
kominn til sögunnar sem eins konar
pólitísk regnhlíf Kúrda og annarra
lýðræðislegra fylkinga. Þetta skap-
aði bjartsýni á friðsamlega lausn en
samhliða þessari jákvæðu þróun
missti valdaflokkur Erdogans hins
vegar meirihluta sinn. Þá var aftur
skellt í lás á Imrali eyju og Öcalan
einangraður þar á ný; var hann þó
löngu hættur að biðja um sjálfstætt
ríki og talaði fyrir samningum og
friði. Nú þótti hættan sem af honum
stafaði vera friðar- og samkomulags-
vilji hans! Þess má geta að með-
ferðin á Öcalan gengur þvert á al-
þjóðlegar mannréttinda-
skuldbindingar en því miður er það
komið undir hagsmunum ríkjandi
afla í heiminum hve stíft skuli fylgja
þeim. Í því efni gildir eitt hér og ann-
að þar.
Tímamótadómur í Belgíu
Ákveðin tímamót urðu í ársbyrjun
2020 þegar æðsti áfrýjunardómstóll
Belgíu kvað upp úr með það að rangt
væri að skilgreina félaga í PKK
flokknum lengur sem hryðjuverka-
menn enda tæki engin mannrétt-
indastofnun í Evrópu undir það að
flokkurinn falli undir þá skilgrein-
ingu. Hann hafi hins vegar tengst
hernaði i borgarastyrjöld engu síður
en tyrkneski herinn. Munurinn á því
að vera skilgreind sem hryðjuverka-
samtök og stríðsaðili er meira en lít-
ill. Hryðjuverkamaður er algerlega
réttlaus og það sem meira er, allir
sem honum tengjast fremja þar með
glæp. Stríðsaðilar eru hins vegar
jafn réttháir. Séu framdir stríðs-
glæpir skulu hinir seku svara til
saka, sá aðili stríðsátakanna sem
sekt sannast á – ekki aðeins annar
aðilinn eins og verið hefur enda
tyrkneski herinn laus allra mála í
viðureign sinni við „hryðjuverka-
menn.“
Þá er þess að geta að þeir sem eru
skilgreindir sem hryðjuverkamenn
verða landlausir hvarvetna sem þeir
stíga fæti í ríkjum sem samþykkja
slíkar skilgreiningar. Hvað Kúrdana
áhrærir tekur brennimerking þeirra
sem hryðjuverkamenn til NATÓ-
ríkjanna, aðildarríkja Evrópusam-
bandsins og nokkurra ríkja sama
sinnis á vettvangi alþjóðastjórn-
mála.
Það er því mikill barningur fyrir
Kúrda í þessum ríkjum að færa
sönnur á að þeir hafi engin tengsl átt
við PKK og bráðum ef til vill við
HDP flokkinn líka gangi áform um
að banna hann eftir.
Segja dómstól grafa
undan lög(reglu)!
Stjórnvöld í Tyrklandi viðurkenna
ekki niðurstöðu hæstaréttar Belgíu.
Það gerir NATÓ heldur ekki. Ráða-
menn í Belgíu fylgja þeirri línu sem
NATÓ leggur og segja dóminn grafa
undan lögum og reglu!
Þess má geta að systursamtök
PKK í Norður Sýrlandi YPG, Sjálfs-
varnarsveitir Kúrda, voru líka á lista
yfir hryðjuverkasamtök þar til
Bandaríkjamenn töldu þau geta
þjónað sér um skeið í baráttu við ísl-
amista. Bandaríkjamenn höfðu að
vísu stutt ISIS með vopnum og fjár-
munum á meðan það gagnaðist þeim
en síðan var tekinn annar kúrs þegar
ISIS fór að ná undir sig olíulindum í
Norðaustur-Sýrlandi og Norð-
vestur-Írak. Hagsmunagæslan er
alltaf á sínum stað. Við þessi tíma-
mót var YPG tekið af hryðjuverklist-
anum – um sinn.
Er Erdogan að tala
til Washington?
Og reyndar gott betur því 9. maí
sl. ákváðu Bandaríkjamenn að enn
skyldi YPG séð fyrir vopnum við lít-
inn fögnuð í Ankara. Þetta hefur
reyndar áður gerst en þess jafnan
gætt að vopnin séu fyrst og fremst
fallin til að beita í návígi en ekki til að
hrinda stórskotaárásum og loft-
árásum tyrkneska hersins. En mér
þykir það verðugt til umhugsunar
hvort harka Erdogans gegn Svíum
og Finnum nú tengist þessu, að hann
sé í rauninni að tala við Washington
og ná stöðu gagnvart ráðamönnum
þar. Hentistefna Bandaríkjamanna
er reyndar með ólíkindum, notfæra
sér baráttusveitir Kúrda þegar hent-
ar en hreyfa aldrei mótmælum gegn
ofbeldi á hendur Kúrdum, segja að
þeir „virði að það séu Tyrkir sem
beri ábyrgð á eigin þegnum og við
syrgjum þá Tyrki sem PKK fellir,“
eins og Jeffrey Flake nýr sendiherra
Bandaríkjanna í Tyrklandi orðaði
það í viðtali við ríkisfjölmiðil þar í
landi nýlega. En látum slíkar vanga-
veltur liggja á milli hluta svo og
stríðsglæpi tyrkneska hersins sem á
þessari stundu herjar á byggðir
Kúrda í landamærahéruðum Tyrk-
lands, Íraks og Sýrlands. Það er
stærra mál en svo að rúmist hér.
Lágt risið á Svíum og
lítið tilefni til að fagna
En þá aftur að Svíþjóð og fullyrð-
ingum ráðamanna um að allt sé
óbreytt varðandi afstöðu sænskra
stjórnvalda til baráttu Kúrda í Tyrk-
landi og Mið-Austurlöndum. Ekki
ætla ég að efast um að það sé rétt.
En á hinn bóginn hallast ég að því að
Svíþjóð Palmes hefði horft til breyt-
inga í Tyrklandi, stöðugt grófari
mannréttindabrota af hálfu stjórn-
valda þar, tugþúsunda í fangelsum
vegna skoðana sinna, ótvíræðra
stríðsglæpa að mati mannréttinda-
samtaka og nú árása á byggðir
Kúrda utan landamæra Tyrklands.
Þrátt fyrir eyðileggingu og mann-
dráp fær þessi grimmilegi hernaður
enga athygli heimsfjölmiðlanna.
Ef afstaða Svía, yfirlýsingar for-
sætisráðherra og utanríkisráðherra
Svíþjóðar eru mátaðar inn í þetta
samhengi verður risið á þeim ekki
ýkja hátt.
Eftir Ögmund
Jónasson » Þrátt fyrir eyðilegg-
ingu og manndráp
fær þessi grimmilegi
hernaður enga athygli
heimsfjölmiðlanna.
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er fyrrverandi
dómsmálaráðherra.
Skref en varla heillaskref
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is