Morgunblaðið - 08.06.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.06.2022, Qupperneq 20
S karphéðinn Pálmason er fæddur á Oddsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 7. júní 1927. Hann varð því 95 ára í gær. Skarphéðinn fluttist við 3 ára aldur á Akranes og bjó þar til 8 ára aldurs. Hann flutti þá til Reykjavíkur og ólst upp lengst af á Bergstaðastræti 51. Á sumrin dvaldist Skarphéðinn í sveit hjá móðursystur sinni, á bæn- um Litla-Fjalli i Mýrasýslu. Einnig eitt sumar að Grenjum við bakka Langár. Skarphéðinn gekk í Austurbæj- arskóla og síðar Miðbæjarskóla og hélt þaðan til náms við Mennta- skólann i Reykjavík. Þaðan útskrif- aðist hann sem stúdent 1948. Vegna góðs árangurs í stærðfræði og eðl- isfræði var hann styrktur til náms í fjögur ár við Kaupmannahafnarhá- skóla. Í Hafnarháskóla lagði Skarp- héðinn stund á stærðfræði, eðlis- fræði og efnafræði og útskrifaðist sem cand. mag. 1954. Eftir námið fluttist Skarphéðinn til Íslands og hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann kenndi til 1962. Hann var Ful- bright-styrkþegi við Brown-háskóla 1959-60. Skarphéðinn kenndi stærð- fræði og eðlisfræði við Mennta- skólann í Reykjavík í rúm 40 ár eða frá 1962-2003. Hann var einnig próf- dómari við verkfræðideild Háskóla Íslands í um 30 ár. Skarphéðinn aðstoðar ennþá barnabörnin í stærðfræði og eðlis- fræði. Hann smíðar og sker út og tók á árum áður námskeið í húsgagna- smíði. Hann er líka áhugamaður um bókband, skák, ljósmyndun, teikn- ingu og ættfræði. Hann á líka nokk- urt safn bóka um Kaupmannahöfn og er vel að sér um sögu borgar- innar. „Ég er núna að binda inn tímarit sem heitir Heimilispóst- urinn. Svo ræð ég krossgátur. Ég ræð alltaf sunnudagskrossgátur Morgunblaðsins.“ Fjölskylda Eiginkona Skarphéðins var Kirst- in Olsen, f. 4.9. 1930, d. 14.3. 2018, sagnfræðingur og bókasafnsfræð- ingur frá Færeyjum. Þau kynntust í Skarphéðinn Pálmason, fv. stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík – 95 ára Bókbindarinn Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundar, tekur við setti af Grundarpóstinum innbundnum af Skarphéðni. Kenndi í MR í fjörutíu ár Kaffi Vest Skarphéðinn ásamt Sigurði syni sínum og börnum hans 2019. Kennarinn. Skarphéðinn. 20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Innra byrði má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL 30 ÁRA Sunneva er Hafnfirð- ingur en býr í Garðabæ. Hún er hjúkrunarfræðingur frá HÍ og er teymisstjóri í heimahjúkrun hjá heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Áhugamál Sunnevu eru hreyfing og íþróttir, hjúkr- un og hundurinn hennar, Jakob. FJÖLSKYLDA Sunneva er í sambúð með Rúnari Krist- mannssyni, f. 1993. Hann er markaðsstjóri nokkurra fyrir- tækja. Dóttir þeirra er Iðunn, f. 2021. Foreldrar Sunnevu eru Ingibjörg Júlía Þorbergsdóttir, f. 1963, yfirbókari hjá 66° Norð- ur, og Gunnar Örn Steinarsson, f. 1963, rafvirkjameistari, kenn- ari og sæðingameistari. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Sunneva Björk Gunnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gerðu þér ekki upp hugmyndir um menn eða málefni fyrr en þú hefur kynnt þér allar aðstæður. Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 20. apríl - 20. maí + Naut Hafðu auga með öllum smáatriðum, hvort sem þér finnst þau skipta einhverju máli eða ekki. Reyndu því að hafa allt á hreinu bæði í starfi og leik. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Líttu á sam- hengi hlutanna með bros á vör og þá geng- ur þér allt í haginn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. Ekki óttast að axla aukna ábyrgð nú því þú munt auð- veldlega standa undir henni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Leggðu þig fram. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hlýtur ekki þann stuðning og að- stoð sem þú væntir frá öðrum. Hafðu hægt um þig þar til öldurnar lægir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhverjir hnökrar koma upp í vinnunni og valda þér bæði áhyggjum og leiðindum. Leggðu þig fram um að verða við óskum sem á þínu færi er að uppfylla. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Sú vinna sem þú hefur lagt á þig að undanförnu mun bera árangur. Gættu tungu þinnar því hverju orði fylgir ábyrgð og töluð orð verða ekki aftur tekin 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Haltu fast í trú þína á það að þú sért á réttri leið. Leiðindamál leysist af sjálfu sér þegar nýjar staðreyndir koma fram í dagsljósið. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hugsaðu vel um hvernig þú gætir bætt samskipti þín við aðra. Leggðu þig fram um að sinna smáatriðunum um leið og þú reynir að afkasta sem mestu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þótt þér finnist best að starfa einn eru nú þær blikur á lofti að þú ættir að leita samstarfs við félaga þína. Hlustaðu þótt þig langi ekki til þess. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Reyndu nú að vinna draumum þín- um brautargengi því þú hefur byrinn með þér. Vertu því með opinn huga þegar þú ferð út að kynnast fólki. Til hamingju með daginn Garðabær Iðunn Rúnarsdóttir fæddist 13. júlí 2021 kl. 08.14 á Landspítalanum. Hún vó 3.638 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Sunneva Björk Gunn- arsdóttir og Rúnar Kristmannsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.