Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 21
Kaupmannahöfn. Skarphéðinn og
Kirstin bjuggu fyrstu árin á Akur-
eyri, meðal annars á Kirkjuhvoli, þar
sem nú er Minjasafn Akureyrar. Þau
fluttu suður til Reykjavíkur 1962,
fyrst i Álfheima sem þá voru nokkuð
nýbyggðir, en 1974 vestur í Sörla-
skjól, þar sem þau bjuggu við sjávar-
síðuna í nærri 40 ár. Skarphéðinn
býr nú á dvalarheimilinu Grund.
Foreldrar Kirstinar voru hjónin
Frans Olsen, sýslumaður i Klakksvik
í Fuglafirði og loftskeytamaður í
Þórshöfn, og Maria Sophia
Bærendtsen, húsmóðir.
Börn Skarphéðins og Kirstinar
eru: 1) Sigurður Skarphéðinsson, f.
7.5. 1957, yfirlæknir á smitsjúk-
dómadeild Háskólasjúkrahússins í
Óðinsvéum i Danmörku. Kona hans
er Else Fredsted Gade, f. 28.3. 1965,
yfirlæknir á augnlæknadeild Há-
skólasjúkrahússins í Óðinsvéum.
Börn þeirra eru Jens Jakob, f. 10.12.
1990, Maria Kristin, f. 11.4. 1993, og
Anna Helena, f. 29.3. 1996; 2) Guðrún
Skarphéðinsdóttir, f. 5.8. 1963, eðlis-
fræðingur og tónlistarkennari, bjó
lengst af í Köln i Þýskalandi en flutti
til Íslands á þessu ári. Maður hennar
var Dr. Aleksandar Stojadinovic, f.
13.11. 1935, d. 30.11. 2021, kjarneðl-
isfræðingur. Börn þeirra eru Kirstin
Natalja, f. 25.2. 1995, og Vladimir
Kjartan, f. 19.10. 1997; 3) María
Skarphéðinsdóttir, f. 3.6. 1966, lækn-
ir og ráðgjafi við Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunina í Genf. Maður
hennar er Michael Gravlund Olsen, f.
20.11. 1959, ljósmyndari. Dóttir
þeirra er Sara Maria, f. 8.2. 2012.
Bræður Skarphéðins: Dr. Guð-
mundur Pálmason, f. 11.6. 1928, d.
11.3. 2004, jarðeðlisfræðingur við
Orkustofnun í Reykjavík, og Ólafur
Pálmason, f. 10.8. 1934, íslensku-
fræðingur og fv. safnstjóri við Seðla-
banka Íslands.
Foreldrar Skarphéðins voru hjón-
in Guðrún Guðmundsdóttir, f. 15.10.
1901, d. 2.2. 1977, húsfreyja, og
Pálmi Skarphéðinsson, f. 28.10. 1897,
d. 23.7. 1964, húsgagnasmiður. Þau
bjuggu lengst af í Reykjavík.
Skarphéðinn
Pálmason
Herdís Ólafsdóttir
húsfreyja í Stóra-Skógi
Magnús Bjarnason
bóndi í Stóra-Skógi í Miðdölum
Hugborg Þuríður Magnúsdóttir
húsfreyja og ljósmóðir á Hólmlátri,
Vatni og í Skörðum
Guðmundur Íkaboðsson
bóndi á Hólmlátri á
Skógarströnd,Vatni í Haukadal
og í Skörðum í Miðdölum
Guðrún
Guðmundsdóttir
húsfreyja á Oddsstöðum,
Akranesi og í Reykjavík
Halldóra Benediktsdóttir
húsfreyja á Saurstöðum
Íkaboð Þorgrímsson
bóndi á Saurstöðum í Haukadal
Anna Bjarnadóttir
húsfreyja á Svalbarða
Pálmi Ólafsson
bóndi á Svalbarða í Miðdölum
Kristín Pálmadóttir
húsfreyja á Oddsstöðum
Skarphéðinn Jónsson
bóndi á Oddsstöðum
Halldóra Jónsdóttir
húsfreyja í Stóra-Galtardal
Jón Þorgeirsson
bóndi í Stóra-Galtardal á Fellsströnd og víðar
Ætt Skarphéðins Pálmasonar
Pálmi Skarphéðinsson
bóndi á Oddsstöðum í
Miðdölum, Dal. 1927-30, síðar
húsgagnasmiður í Reykjavík
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
„ERTU TIL Í AÐ SEGJA MÉR ÞAÐ AFTUR
HVAÐ ÞAÐ ER SEM ÉG GERI HÉR.“
„ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ ÞÚ VÆRIR SÁ EINI
Í HEIMINUM SEM HEFUR VERIÐ STUNGINN
AF BÝFLUGU Í NEFIÐ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara í bað saman
og spara heita vatnið.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EKKI
KREMJA
MIG!
VÓ… HVAÐ NÚ?
HELGA! ER ÉGOF SEINN FYRIR
EGGJAKÖKU Í MORGUNMAT?
JÁ!
LÆKNAVAKTIN
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir:
Nú er hérna fútt og fjör
því farin burt er þokan blaut
og jörðin vaknar ung og ör
með ólman söng og blómaskraut.
Fátækt skáld í fjörið ginnt
finnur minnka skuldastress
er sólskin líkt og silfurmynt
sáldrast yfir skalla þess.
Ingólfur Ómar sendi mér póst:
„Datt í hug að gauka að þér vísu
sem ég gerði einu sinni og á hún vel
við núna á þessum fallega lauga-
dagsmorgni. Þannig er að ég fékk
mér hressilega morgungöngu í
þessu fallega veðri og þá kom hún
upp í hugann“:
Vefur gljáa grund og hól
gullnum sáir loga.
Blundar láin, sveipar sól
safírbláa voga.
Einar K. Guðfinnsson sendi mér
góðan póst: „Á samfélagsmiðli birt-
ist mynd af þremur þekktum norð-
lenskum hestamönnum og þeir
sagðir „krúttlegir dómarar“. Þetta
voru þeir Hinrik Már Jónsson,
Magnús Bragi Magnússon og Guð-
mundur Þór Elíasson. Skagfirðing-
urinn Gísli Rúnar Konráðsson orti
af þessu tilefni“:
Í blíðunni í Borgarnesi
birtust þessir menn,
með gamalkunnug glott á fési
og glotta sjálfsagt enn.
Gísli Rúnar orti á Boðnarmiði:
Þetta varð til alveg óvart í göngu-
túr fyrr í vikunni:
Í löðrandi blíðu ég labbaði hring
með lognkyrru Elliðavatni.
Gróðurinn ilmaði allt um kring
og einhvers staðar var Kjalarnesþing.
Nú held ég að hóstinn batni.
Ég þakka Einari póstinn.
Gunnar J. Straumland skrifar í
Boðnarmjöð:
Í norðurför okkar hjóna blasti
Hrútafjörðurinn við okkur ofan af
Holtavörðuheiðinni.
Mikið var hún Móðir Jörð
máttug er hún þetta bjó.
Horfi ég yfir Hrútafjörð,
hann er fagur, – tja … og þó!
Hrútfirskir vinir mínir fyrirgefa
mér vonandi hálfkæringinn. En er
hin þingeyska dýrð laukst upp fyrir
okkur, nokkuð mörgum kílómetr-
um síðar, fylltist ég gamalkunnri
þingeyskri hógværð:
Fjallið skóp og fjörð og lyng,
fagran þjó og herðablað,
en þegar hann bjó til Þingeying
þótti verkið fullkomnað!
Lúðvík B. Blöndal frá Hvammi
orti:
Þér ég segi það af eigin munni:
Þó ei sáttur sért við mann
signor áttu að kalla hann.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sólskin líkt og silfurmynt