Morgunblaðið - 08.06.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 Æ vintýri Freyju og Frikka: Drottningin af Galapagos er létt og skemmtileg barnabók með hæfilega spennandi söguþræði. Aðalpersónurnar, tví- burarnir Freyja og Frikki, eru ekki alltaf sannfærandi í orðavali sínu en tilgangurinn helgar stundum með- alið og er hann eflaust að kenna börnum fjölbreyttari orðaforða. Sagan segir, eins og titill- inn gefur til kynna, frá ævintýrum tvíburanna, sem fá að fara í óvænt ferðalag með feðrum sínum til Galapagos- eyja í Kyrrahafi. Þar komast tvíbur- arnir í hann krappan þegar þau fer að gruna að glæpamenn séu staddir á sama bát og þau. Frábær túlkun Þuríðar Um er að ræða hljóðbók eftir Felix Bergsson í lestri höfundar og Þur- íðar Blævar Jóhannsdóttur. Það er alltaf jafn gaman að hlusta á Þuríði Blævi lesa og stendur hún sig áber- andi vel við lestur þessarar bókar. Það er mikil leikgleði í túlkun henn- ar á Freyju og hún nær að lifa sig inn í hlutverk hinnar 11 ára gömlu hressu stelpu, án þess að innlifunin hljómi þvinguð. Túlkun Felix á Frikka er líka góð, þótt hann nái ekki alveg sömu hæðum og Þuríður Blær, en þetta er svo sem ekki keppni. Bókin er lífleg og framleiðendur hennar eru ekki hræddir við að teygja formið, jafnvel alveg að jaðr- inum; þar sem hljóðbókin og útvarpsleikhúsið mætast. Þannig heyrast fleiri hljóð en einungis þau sem Freyja og Frikki gefa frá sér og söguheimurinn lifnar enn betur við en ella. Söguþráðurinn er nokkuð vel fléttaður, sumpart óvæntur og þótt spenna geri vart við sig er hún ekki svo mikil að lítil eyru fari yfir um. Persónur Freyju og Frikka eru skemmtilega ólíkar. Hann er rólegur bókaormur en hún er fjörug og á erfitt með að sitja kyrr. Eflaust geta margir krakk- ar speglað sig í þessum persónum og jafnvel fundið í þeim jákvæðar fyrir- myndir sem læra að nota kosti sína og galla til góðra verka. Á heildina litið er Ævintýri Freyju og Frikka: Drottningin af Galapagos fínasta bók, ekkert meist- arastykki en án efa mun hún halda flestum barnseyrum, sem á hana hlýða, sperrtum. Leikkona Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Eyru barna munu sperrast Barnabók Ævintýri Freyju og Frikka: Drottningin af Galapagos bbbbn Eftir Felix Bergsson. Höfundur les ásamt Þuríði Blæ Jóns- dóttur. Storytel, 2021. 118 mín. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Höfundur Felix Bergsson. Sýningin Spor og þræðir verður opnuð á morgun, fimmtudaginn 9. júní, kl. 20 í Listasafni Reykjavík- ur að Kjarvalsstöðum. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, opna sýninguna en sýningin er hluti af hátíðinni. Á sýningunni má sjá verk 14 íslenskra samtímalistamanna sem eiga það sameiginlegt að sauma út eða nýta nál og þráð í listsköpun sinni. Í tilkynningu frá safninu segir að sýnendur líti ýmist til for- tíðar og vinni með arfleifð hand- verks og hefðar eða nýti nálina til að prófa sig áfram í framsæknum tilraunum í bland við aðra miðla. Á sýningunni megi sjá ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp lista- manna, bæði fulltrúa yngri kyn- slóðarinnar sem og reyndari lista- menn sem þegar hafi sett mark sitt á íslenska myndlistarsenu. Þau eigi það öll sameiginlegt að hafa tekið ástfóstri við nálina sem verk- færi og hún skipi veigamikinn sess í listsköpun þeirra. Verkin endur- spegli mikla breidd í inntaki þar sem glímt sé við djúpstæð sam- félagsmein samhliða ljóðrænu hversdagsins og ljúfsárri nostalgíu. Vinsælt tól „Saumnálin hefur alla tíð verið vinsælt tól til listsköpunar og list- skreytinga. Hún hefur einkum ver- ið í höndum kvenna sem hafa lagt rækt við að viðhalda gömlum hefð- um í handverki sem og þróað nýj- ar og skapandi leiðir til úrvinnslu með nál og þráð. Útsaumur var ásamt útskurði langalgengasti mið- ill listamanna á Íslandi fram að 20. öld. Þá vék hann tímabundið fyrir annarri tækni en gekk í endurnýj- un lífdaga sem hluti af kvenrétt- indabaráttu 8. áratugarins og þró- un femínískrar myndlistar. Í dag sjáum við enn fjölbreyttari merki um endurkomu útsaums inn á vettvang myndlistar. Ekki bara hér á landi, heldur í alþjóðlegri samtímalist. Hvað veldur þessum aukna áhuga og sýnileika? Hvað knýr samtímalistamenn til þess að taka sér nál í hönd við gerð verka sinna?“ segir í tilkynningu. Listafólkið, sem á verk á sýning- unni, er Agnes Ársælsdóttir, Anna Líndal, Anna Andrea Winther, Eirún Sigurðardóttir, Erla Þór- arinsdóttir, Guðrún Bergsdóttir, G. Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, James Merry, Kristinn G. Harðarson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Loji Höskuldsson, Petra Hjartardóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Sýn- ingarstjórar eru Birkir Karlsson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Í tilkynningu segir að sýningin endurspegli vaxandi áhuga á hand- verki, þar sem á undanförnum árum hafi orðið algengara að lista- menn víða um heim noti þessa hefðbundnu aðferð handverksins til að skapa fjölbreytt og spenn- andi listaverk. Sýningin stendur til 18. september. Saumað Verk eftir James Merry, „Nike / Jöklasóley“, frá árinu 2015. Endurspeglar vaxandi áhuga á handverki - Sýningin Spor og þræðir opnuð á morgun í Listasafni Reykjavíkur - 14 samtímalistamenn sem nýta nál og þráð Eirún Sigurðardóttir Kristín Gunnlaugsdóttir Rósa Sigrún Jónsdóttir Loji Höskuldsson Sænski kvikmyndaleikstjórinn Lukas Moodysson vinnur nú að framhaldi á kvikmyndinni vinsælu Tillsammans. Frá þessu greinir SVT. Þar kemur fram að nýja myndin, sem nefnist Tillsammans 99, gerist 1999 eða 24 árum eftir að fyrri myndinni lauk, en áfram er fylgst með sömu persónum. „Tillsammans 99 á að verða sorg- legasta gamanmynd í heimi. Hún á að fjalla um það að eldast, horfa aftur, eftirsjá eftir öllu og engu, andvökunætur og söknuð eftir manneskju sem maður hefur ekki hitt í tuttugu ár, um þrá til fortíðar og þrá eftir ókominni framtíð,“ er haft eftir Moodysson á SVT. Till- sammans, sem frumsýnd var árið 2000, fjallaði um fólk sem bjó sam- an í kommúnu á áttunda áratug síð- ustu aldar. Meðal leikara voru Lisa Lindgren, Ola Rapace og Michael Nyqvist, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2017. Stefnt er að því að frumsýna framhaldsmyndina Till- sammans 99 á næsta ári. Framhald Moodyssons á Tillsammans Gleði Stilla úr myndinni Tillsammans. Ættingjar ísraelska rithöfundarins Ehuds Yonays hafa farið í mál við framleiðanda kvikmyndarinnar Top Gun: Maverick, Paramount Pictures, fyrir brot á höfundarrétti. Yonay skrifaði greinina Top Guns fyrir tímaritið California sem fyrri myndin, Top Gun, frá árinu 1986, var byggð á og sló í gegn, líkt og framhaldsmyndin. Segir á vef BBC að Paramount hafi ekki tryggt sér réttinn áður en ráðist var í gerð framhaldsmyndarinnar. Yonay lést í fyrra en ekkja hans og sonur, Shos og Yuval, segja Paramount hafa leitt það hjá sér að ganga aftur frá höfundarrétti. Engin svör hafa komið frá Para- mount, önnur en þau að lögsóknin eigi sér ekki lagastoð en Shos og Yuval fara fram á hluta hagnaðar af myndinni. Top Gun: Maverick hefur slegið í gegn og verið sú tekjuhæsta það sem af er ári. Hefur myndin skilað um 548,6 milljónum dollara í miðasölu, jafnvirði um 71,8 milljarða króna, á þeim tíu dögum sem hún hefur verið sýnd. Paramount lögsótt vegna Top Gun Tom Cruise, stjarna Top Gun: Maverick. Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.