Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 134. tölublað . 110. árgangur .
SLUPPU FYRIR
HORN Í SAN
MARÍNÓ
SÁTT,
VISSA OG
ÆÐRULEYSI
MEÐ ÁSTRÍÐU
FYRIR GARNI
OG PRJÓNUM
HVERNIG ERTU? 28 PRJÓNAMESSA 11KNATTSPYRNA 27
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Inga Þóra Pálsdóttir
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
„Þetta er auðvitað hvalreki fyrir lög-
gæsluna. Þetta virðist vera þeirra
stærsta mál hvað það snertir að ná í
efri hluta valdastigans í skipulagðri
brotastarfsemi,“ segir Helgi Gunn-
laugsson afbrotafræðingur um hald-
lagningu lögreglunnar á fíkniefnum
að andvirði 1,7 milljarða króna nýver-
ið.
Þeir sem hafa verið handteknir í
heildsalar. Þeir hafa farið dálítið ofar-
lega í stigveldið, í valdastrúktúrinn, í
þessari skipulögðu brotastarfsemi.
Aðilar sem eru stórtækir á Íslandi,“
segir hann en hinir handteknu tengj-
ast málinu mismikið.
Rannsókn málsins gæti haft lam-
andi áhrif á fíkniefnamarkaðinn en
líklegt er að nýir markaðsaðilar verði
fljótir að fylla í skörðin sem myndast.
Vegna umfangs málsins sé þó ekki al-
veg ljóst hve lengi þau áhrif myndu
vara.
„Menn eru að höggva í framboðs-
hliðina, stöðva framboðið inn á mark-
aðinn, en auðvitað þarf líka að beina
sjónum að þessari eftirspurnarhlið.
Og það virðist vera töluverð eftir-
spurn í okkar samfélagi og ekki ein-
ungis meðal þeirra sem eiga í vanda
með vímuefni heldur virðist þetta
vera hluti af skemmtanaflóru Íslend-
inga. Þetta er það stórt, það umfangs-
mikið. Þetta virðist ná í raðir fleiri en
þeirra sem eiga við vímuefnavanda að
stríða,“ segir hann í lokin.
málunum tveimur sem lögreglan
greindi frá í gær eru íslenskir karl-
menn, flestir á fimmtugsaldri þótt
aldursbilið sé breitt. Lögreglan
komst inn í samskiptaforrit sem varp-
aði ljósi á stórt net fíkniefnastarfsemi
sem nær út fyrir landsteinana.
„Auðvitað sýnir þetta okkur að
þessi brotastarfsemi er mjög skipu-
lögð. Þetta er ekki eitthvað sem er að
byrja í dag eða í fyrra, þetta er net
sem er búið að vera mjög lengi,“ segir
hann.
„Þetta virðast vera fyrst og fremst
Lögregla teygði sig hátt í valdastigann
- Tuttugu handteknir í tveimur málum - Hvalreki fyrir löggæsluna - Aðrir salar komi í staðinn
Morgunblaðið/Eggert
Efni Lögreglan hefur lagt hald á
mikið magn efna í rannsókn sinni. MLögregla lagði hald á … »4
„Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur,/víða trúi ég hann svamli, sá gamli,“
orti Jón biskup Arason árið 1550 og kvaðst hafa verið djarfur og hraustur
við Dani. Stálslegnir bryndrekar úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins
NATO sáust á siglingu hjá Viðey í gær eftir ferðalag við Norðurland, þar á
meðal inn Eyjafjörð, fyrr í vikunni. Er tilefni heimsóknarinnar kafbáta-
eftirlitsæfing NATO sem gengur undir heitinu Dynamic Mongoose og
hefst á mánudaginn með þátttöku níu aðildarríkja bandalagsins, þar á
meðal einmitt Danmerkur.
Fer æfingin að mestu fram við Noreg þar sem hún er haldin hvert sum-
ar, að þessu sinni með þremur kafbátum, ellefu skipum og sextán eftirlits-
flugvélum. Er æfingunni ætlað að bæta viðbragðsgetu NATO-ríkja á haf-
svæðinu milli Íslands og Noregs með það fyrir augum að tryggja og standa
vörð um frjálsar siglingar á úthafinu og friðsamlega för um landhelgi
strandríkja. Á æfingunni munu kafbátarnir þrír ýmist vera í því hlutverki
að forðast skipin á yfirborðinu eða sækja að þeim úr djúpinu.
Stálslegnir drekar
um sundin blá
Kafbátaeftirlitsæfing NATO í bígerð
Morgunblaðið/Eggert
Dátar Herskip frá Portúgal siglir inn sundin blá, með Viðey í bakgrunni. Skipið er hluti af flota NATO sem æfir hér við land næstu daga.
Herskip Alls taka ellefu skip, þrír kafbátar og sextán eftirlitsflugvélar þátt
í æfingunni Dynamic Mongoose, sem hefst næstkomandi mánudag.
Svöðusár í hlíðum Dragafells í
Skorradal vegna vinnuslóða Skóg-
ræktarinnar hefur vakið hörð við-
brögð meðal íbúa og sumarhúsa-
eigenda á svæðinu. Hulda
Guðmundsdóttir, skógarbóndi á
Fitjum í Skorradal, telur að Skóg-
ræktinni hafi verið skylt að afla
framkvæmdaleyfis og hyggst kæra
framkvæmdina til lögreglu. „Búið er
að stöðva framkvæmdina en skaðinn
er skeður,“ segir Hulda.
Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri
þjóðskóga hjá Skógræktinni, segir
aftur á móti að Skógræktin hafi ver-
ið í góðri trú þegar vinnuslóðinn var
lagður. „Þetta er vinnuslóði gerður
með jarðýtu til að opna aðgengi inn á
svæði sem verið er að gróðursetja á.
Það er svona megintilgangurinn en
síðan nýtist svona slóði í framtíðinni
til að bera á skóginn og opnar til
dæmis leið fyrir brunavarnir ef það
verður gróðureldur á svæðinu,“ seg-
ir hann og telur að ekki hafi verið
skylt að afla leyfis fyrir framkvæmd-
inni. „Þetta er inni á landi sem Skóg-
ræktin er búin að vera með í nokkra
áratugi. Ríkið felur Skógræktinni
umsjón með löndum og svona svæði
eru úti um allt land. Yfirleitt er þetta
skilgreint í aðalskipulagi sem skóg-
ræktarsvæði og hluti af því að rækta
upp skóginn er að leggja vinnuslóða
á svæðinu.“
Svöðusár
í hlíðum
Dragafells
- Hyggst kæra
framkvæmdina
MFyrst og fremst sorglegt »10
Skorradalur Svöðusár í Dragafelli.