Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja b
þinn
VIÐ ERUM EKKI
AÐ FARA NEITT
ÞÚ FINNUR OKKUR
Á FUNAHÖFÐA EITT
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
Um nokkurt árabil hefur fjöl-
miðlakeðjan „RÚV“, Stund og
Kjarni haft hjarta sitt og heila í
Namibíu. Um það má auðveldlega
skrifa, því torsótt er að sannreyna ef
skálkar skrifa. En
Páll Vilhjálmsson
hefur verið betri en
enginn á vaktinni:
- - -
Dagblaðið Nam-
ibian, gefið út í
samnefndu landi, er
komið með íslenska
blaðamenn í sína
þjónustu, þá Helga
Seljan og Inga Frey
Vilhjálmsson. Helgi
og Ingi Freyr eru
blaðamenn á Stundinni. En þeir eru
jafnframt skráðir fyrir frétt í Nam-
ibian um … haldið ykkur … Namib-
íumálið.
- - -
Málið verður enn kostulegra
þegar fréttin er lesin. Helsta
heimildin fyrir fréttinni í Namibian
er … haldið ykkur … Stundin. Nú
vantar bara að hinir tveir hlutar
RSK-miðla, RÚV og Kjarninn, birti
fréttir sem byrja svona: „samkvæmt
namibísku dagblaði …“.
- - -
Endurnýting frétta verður vart
skilvirkari. Í fréttinni í Namib-
ian er þess vandlega gætt að nefna
ekki höfuðpaurinn í málinu og
stjörnuvitni, Jóhannes Stefánsson,
sem neitar að mæta í yfirheyrslu í
Namibíu – líkt og fjórmenningar á
RSK-miðlum á Íslandi. Hvernig væri
nú, fyrst blaðamenn eru sjálfir aðal-
heimildir frétta, að Helgi Seljan tæki
viðtal við Þóru á RÚV og Þórð Snæ á
Kjarnanum um stöðu þeirra sem
sakborninga í sakamáli þar sem
byrlun og gagnastuldur koma við
sögu?“
- - -
Þessi skrif skálka taka mið af
nafni höfuðstaðar Namibíu með
íslenskum framburði „Vindhögg“.
Páll Vilhjálmsson
Í höfuðið á
höfuðstað
STAKSTEINAR
Helgi Seljan
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum
þessa dagana en þar hófst í gær TM-
mótið í knattspyrnu þar sem
fótboltastelpur frá 29 félögum víðs-
vegar að af landinu, alls 129 lið,
reyna með sér.
TM-mótið, sem einnig hefur verið
kallað Pæjumótið, er fyrir stúlkur í
5. flokki sem eru 11 og 12 ára gaml-
ar. Þetta mót hefur verið haldið ár-
lega í Vestmannaeyjum í júní frá
árinu 1990, einnig tvö síðustu ár
þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Keppnin byrjaði eldsnemma í
gærmorgun en mótið var sett form-
lega í gærkvöldi í íþróttahúsinu í
Vestmannaeyjum. Í kvöld verður
kvöldvaka þar sem tónlistarkonan
Bríet kemur fram ásamt fleirum en
mótinu lýkur síðan á morgun með
úrslitaleikjum og verðlaunaafhend-
ingu.
Fótboltastelpur
keppa í Eyjum
Eyjar Pæjur úr Víkingi og ÍR öttu kappi í gær og endaði leikurinn með 1-1-
jafntefli. Fjöldi fólks er kominn til Eyja vegna mótsins og stemningin góð.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Halldór Jónatansson,
fyrrverandi forstjóri
Landsvirkjunar, lést
aðfaranótt miðviku-
dagsins 8. júní, níræð-
ur að aldri.
Halldór fæddist í
Reykjavík 21. janúar
1932, sonur Sigurrósar
Gísladóttur húsmóður
og Jónatans Hallvarðs-
sonar hæstaréttar-
dómara. Halldór lauk
stúdentsprófi frá MR
1951, lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1956
og MA-prófi í alþjóða-
fræðum frá Fletcher School of Law
and Diplomacy í Bandaríkjunum.
Hann fékk réttindi sem héraðs-
dómslögmaður 1963.
Halldór starfaði sem fulltrúi hjá
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
1957 og hjá viðskiptaráðuneytinu
1957-1962 og var deildarstjóri þar
1962-1965. Hann var ráðinn skrif-
stofustjóri Landsvirkjunar þegar
fyrirtækið var stofnað árið 1965 og
gegndi því starfi til 1971, þegar
hann varð aðstoðarforstjóri. Hall-
dór var síðan forstjóri Landsvirkj-
unar frá 1983 til ársloka 1998.
Halldór var ritari stóriðjunefndar
1961-64, varaformaður Sambands
íslenskra rafveitna
1983-1985 og síðar
Samorku til 1999.
Hann sat í stjórn
NORDEL, Samtaka
forstöðumanna raf-
orkufyrirtækja á
Norðurlöndunum
1983-1999, í stjórn
landsnefndar Al-
þjóðaverslunarráðsins
á Íslandi 1983-1991 og
í stjórn Markaðs-
skrifstofu iðnðarráðu-
neytisins og Lands-
virkjunar 1995-1998.
Þá sat hann í stjórn
Fjárfestingarstofunnar frá 1998 og
var stjórnarformaður Hollvina-
samtaka lagadeildar HÍ 1999-2002.
Að auki átti hann sæti í ýmsum
nefndum um orkumál og stóriðju-
verkefni. Hann ritaði fjölda greina
um orkumál í blöð og tímarit. Hall-
dór var sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu 1970 fyr-
ir störf í þágu framkvæmda við
Búrfellsvirkjun og álversins í
Straumsvík.
Eiginkona Halldórs var Guðrún
Dagbjartsdóttir fulltrúi. Hún lést
árið 2020. Þau eignuðust fjórar
dætur, Dagnýju, Rósu, Jórunni og
Steinunni.
Andlát
Halldór Jónatansson, fv.
forstjóri Landsvirkjunar