Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 Svifið yfir Þorbirni Þótt jörð skjálfi stundum á Reykjanesskaga lætur Grindvíkingurinn Veronika það ekkert á sig fá og æfir heljarstökk á ærslabelgnum í bænum. Hákon Pálsson Það er sífellt að koma betur í ljós það misrétti og ójöfnuður sem felst í þróun sam- félagsins með tilliti til hagsmuna almennings, einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja annars vegar og svo stærri fyrirtækja hins vegar. Þannig hefði það ekki þurft að vera, en stéttarfélög undir regnhlíf ASÍ og svo Samtök atvinnulífsins (SA) eru ekki að þróa og færa kjarasamn- inga í nútímalegra horf. Meðal ann- ars þess vegna var Atvinnufjelagið (AFJ) stofnað í fyrra. Þrátt fyrir breytingar í undir- stöðum atvinnulífsins hefur fé- lagskerfi vinnumarkaðarins lítið breyst. Afleiðingar þess birtast fyrst og fremst í því að hagsmunir stór- fyrirtækja eru allsráðandi fyrir- tækjamegin innan þessa kerfis, sem er byggt upp á þeirri meginreglu innan SA að þeir ráða sem borga mest og þar eru völdin mest, m.a. í formi skipunar stjórnar SA, og hagsmunir stærri fyrirtækja eru ráðandi í kjaramálum og á öðrum sviðum. Það er bagaleg þróun, ekki síst fyrir þá sök að langstærstur hluti launafólks og atvinnurekenda starfar sem einyrkjar eða hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Áróðri stéttarfélaga illa svarað Fyrirtæki sem eru í samkeppni um vinnuafl greiða almennt ekki ein- hver lágmarkslaun, síst af öllu lítil og meðalstór fyrirtæki. Ráðandi öfl innan verkalýðshreyf- ingarinnar taka oft um- ræðuna yfir og komast upp með staðhæfingar, m.a. í fjölmiðlum, sem eru ekki í takt við veru- leikann. Gott dæmi um það núna nýverið er þegar staðhæft var á RÚV af formanni í stéttarfélagi að Seðlabanki Íslands væri sá eini sem væri að hækka stýrivexti. Ekki þurfti formaðurinn að svara fyrir það á RÚV og ekki er víst að leiðrétting á þessu í VB hafi skilað sér til alls almennings. Hið rétta er að hækkun stýrivaxta á sér víða stað um allan heim, þegar um miðjan maí í 21 af 30 ríkjum OECD. Það eru nánast öll samfélög að fást við vaxandi verðbólgu og hækkun stýrivaxta er inngrip sem víðast hvar er ráðist í. Hagvöxtur getur verið hættulegur mælikvarði Hagvöxtur sem skýrist af mikilli verðbólgu er ekki góður mælikvarði á verðmætasköpun og þar með launahækkanir. Það var augljóst að hagvaxtarmælikvarði og hinn svo- kallaði lífskjarasamningur við ís- lenskar aðstæður er ekki góður mælikvarði nema hann sé þá skil- greindur sérstaklega hvað varðar ávinning atvinnulífsins og þjóðar- búsins af hagvexti. Kostnaðardrifinn hagvöxtur, hvað þá innfluttur á stríðstímum í fram- haldi af Covid-19, er ekki atvinnulíf- inu hagfelldur og bætir ekki þjóð- arhag. Hér á landi komast hags- munaöfl innan ASÍ upp með að blása á eðlilega umræðu og þróun, til dæmis á vinnumarkaði. Gera það í skjóli SA enda vilja þessir aðilar helst halda þessu tveggja turna tali sínu áfram til að flækja málin ekki frekar. Gallinn er bara sá að slíku tali hættir til að verða einhæft og úr takt við veruleikann. Atvinnufjelagið (AFJ), nýtt afl í umræðunni Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, hefur bent á það í fjölmiðlum, m.a. í grein í Morgun- blaðinu 3. júní og á Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 5. júní, hvernig misréttið getur endurspegl- ast í úreltum viðmiðum varðandi dagvinnu, kvöldvinnu og helgar- vinnu. Draga mætti úr þessum mun þegar það á við, m.a. með því að hækka dagvinnulaun á móti lækkun kvöldvinnu og helgarvinnutaxta. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, var í mik- illi vörn í þessari umræðu á Sprengi- sandi og hafi hún leitt eitthvað í ljós, þá er það að aldrei hefur verið jafn mikil þörf á aðkomu Atvinnufjelags- ins að umræðu og samningagerð um vinnumarkaðsmál. Hver er staðan á vinnumark- aðnum núna? Það er erfitt að fá starfsfólk og þegar samkeppni er um starfsfólk þá verða yfirboð. Lítil eða meðalstór fyrirtæki greiða sjaldnast einhver lágmarkslaun eða grunnlaun. Þessi lágmarkslaun eru mikið í umræðunni fyrir opinbera aðila, en ríkisfyrirtæki og -stofnanir yfirbjóða reyndar oft gott fólk úr einkageiranum og starfsfólki opin- berra stofnana og sumra sveitar- félaga fjölgar mikið. Nýjar greinar og fjórða iðnbylt- ingin kalla á ný vinnubrögð Með breyttum starfsháttum í hag- kerfi fjórðu iðnbyltingarinnar sjáum við daglega umtalsverðar breyt- ingar. Sjálfsafgreiðsla viðskiptavina, gervigreind og tæknibylting getur valdið mikilli tilfærslu fjármuna frá launatekjum yfir í fjármagnstekjur hjá stærri hópi efnafólks. Fjár- magnstekjur verða meira ráðandi og útsvar er ekki greitt til sveitarfé- lagsins hvað það varðar, en ein- staklingar njóta allrar þjónustu sveitarfélagsins. Sumar atvinnugreinar eins og t.d. ferðaþjónusta, nýsköpunarfyrirtæki og fyrirtæki í skapandi greinum, listum og menningarstarfsemi gera lítinn greinarmun á því hvar og hve- nær starfsfólk er að störfum. Ísland hefur ekki tekið tillit til þessa eins og flestar Norðurlandaþjóðirnar enda erum við enn talsvert með hug- arfar gamla hagkerfisins og í átaka- línum fortíðar á vinnumarkaði. Meira að segja skólabækur gamla sósíalismans eru teknar upp úr skúffum foreldra sumra verkalýðs- forkólfa. Stofnun Atvinnufjelagsins boðaði tímamót Þegar Atvinnufjelagið var stofnað hinn 31. október 2021, eftir nokk- urra mánaða undirbúning okkar í undirbúningsstjórn, var verið að ljá hagsmunum smærri fyrirtækja og einyrkja skýra rödd. Lýðræðis- grunnur félagsins er byggður á meginreglu um eitt fyrirtæki, eitt at- kvæði, án tilliti til stærðar. Aðild að félaginu útilokar heldur ekki aðild að öðrum samtökum vinnumarkaðar- ins. Hlutverk félagsins, stefna og helstu verkefni eru skýr á heimasíðu þess, www.afj.is Okkur er að takast að vekja at- hygli á hlutverki og áherslum AFJ og því verður haldið áfram. Það er til góðs fyrir fyrirtæki og starfsfólk enda er núverandi kerfi að mörgu leyti úr sér gengið. Mikilvægt er að AFJ komist sem fyrst að samninga- borðinu með nýjar áherslur í takt við þróun og nýjar þarfir atvinnulífsins. Hvorki stéttarfélög undir forystu ASÍ og síst af öllu atvinnurekendur undir forystu SA ættu að vera á móti þeirri aðkomu AFJ enda félagið að sjálfsögðu tilbúið að ræða margs konar útfærslur og breytingar á nú- verandi vinnumarkaðskerfi. Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Þegar Atvinnufjelag- ið var stofnað í fyrra var verið að ljá hags- munum smærri fyrir- tækja og einyrkja skýra rödd. Hún hefur verið áberandi að undan- förnu. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu. thorkellsig@gmail.com Hugsum um hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.