Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Lokatónleikar starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands
fara fram í kvöld kl. 19.30. Á þeim mun armensk-danski
píanóleikarinn Marianna Shirinyan leika píanókonsert
Griegs, einn vinsælasta konsert rómantíska skeiðsins.
Einnig verður flutt íslensk leikhús- og balletttónlist eft-
ir Pál Ísólfsson og Jórunni Viðar. Fyrir tónleika, kl. 18,
mun Elísabet Indra Ragnarsdóttir sjá um tónleikakynn-
ingu Vinafélagsins í Hörpuhorni á 2. hæð og fjalla um
efnisskrá kvöldsins. Aðgangur að kynningunni er
ókeypis og allir velkomnir.
Shirinyan leikur konsert Griegs
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Átta Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í kraft-
lyftingum í Sun City í Suður-Afríku í gær og Alexander
Örn Kárason setti þrjú þeirra. Þá komst Lucie Stefan-
ikova, sem keppti fyrir Íslands hönd, í fyrsta sinn á
verðlaunapall þegar hún fékk bronsverðlaun í hné-
beygju. Hún setti líka Evrópumet, sem var þó slegið
áður en keppni lauk. »26
Brons á HM og átta Íslandsmet
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skipstjórinn Hafsteinn Guðnason
frá Sandgerði fór fyrst á sjó 13 ára
og var aðeins 19 ára þegar hann út-
skrifaðist úr Stýrimannaskólanum
1958. Hann hefur ekki verið að-
gerðalaus eftir að hann kom í land
fyrir margt löngu. Er til dæmis for-
maður Púttklúbbs Suðurnesja
ásamt Aðalbergi Þórarinssyni og
lætur til sín taka í Lionsklúbbi
Keflavíkur. „Þeir hafa útnefnt mig
skólastjóra kúttmagaskólans því ég
kann tökin við að útbúa kúttmaga í
þá, en nú verður reyndar að kalla
þetta sjávarréttahlaðborð.“
Hafsteinn var ekki hár í loftinu
þegar hann fékk skiprúm. „Ég fór
nýfermdur, sem tvílembingur með
eldri bróður mínum, á síld 1952. Við
fórum upp á einn hlut á 38 tonna
nótabát en afraksturinn var ekki
mikill. Við fengum 210 mál og tunn-
ur fyrsta sumarið, fórum út eftir 17.
júní og komum heim í byrjun sept-
ember.“
Nýr Muninn kom til Sandgerðis
um áramótin 1955/1956 og var Guðni
Jónsson, faðir Hafsteins, skipstjóri.
„Ekki var kokkur á dagróðrabátum
fyrr en 1955, aðeins matarkassi sem
var fylltur fyrir hvern róður,“ segir
Hafsteinn. „Pabbi sagði einfaldlega
að staðan væri mín og ein vika í eld-
húsinu hjá mömmu dugði vel á
tveimur vertíðum. Þetta var góð
reynsla.“
Græddi tvö ár í Núpsskóla
Núpsskóli í Dýrafirði fær hæstu
einkunn hjá Hafsteini, „var besti
skóli landsins“, áréttar hann. Þar
hafi hann og þrjú systkini lært til
manns og hann lært á tveimur vetr-
um það sem hefði tekið fjögur ár í
Keflavík. „Þetta þýddi að ég var
kominn tveimur árum fyrr út í
atvinnulífið og ég veit ekki til þess að
margir yngri en ég hafi útskrifast úr
Stýrimannaskólanum.“
Í útskriftarhópnum voru 45
manns og árlega hittast þeir sem
enn eru á lífi en að náminu loknu fór
Hafsteinn á stærri skip og var starf-
andi skipstjóri í 20 ár. Hann byrjaði
skipstjóraferilinn hjá Útgerð Guð-
mundar á Rafnkelsstöðum í Sand-
gerði 1962. Fyrst á Freyju, síðan á
Kristjáni Valgeiri, sem áður hét
Gjafar frá Vestmannaeyjum, þá Sig-
urpáli GK og sótti svo nýbyggðan
Kristján Valgeir til Noregs 1966.
„Hann var svo seldur til Tanga á
Vopnafirði, ég fylgdi með og var með
hann í nokkur ár.“ Hafsteinn var
einnig með Ásgeir RE hjá Ísbirn-
inum í Reykjavík og endaði svo hjá
Fiskiðjunni í Keflavík með Gígju
RE, sem upphaflega var Kristján
Valgeir. Þegar uppsjávarveiðar voru
bannaðar allt árið 1982 hóf hann
störf við hafnarvigtina í Keflavík,
var síðan hjá Skipaafgreiðslu Suð-
urnesja og lauk starfsferlinum hjá
Flutningaþjónustu Gunnars Rún-
arssonar í Reykjanesbæ.
„Ég upplifði margt á sjómanns-
árunum, meðal annars „stóra slag-
inn“ á Siglufirði 1959,“ rifjar hann
upp og vísar allri ábyrgð á hendur
lögreglunni, en sjómönnum var
kennt um. „Ég sá hvernig þetta
byrjaði,“ heldur hann áfram og segir
söguna, sem verður að bíða betri
tíma. „Enginn getur hafa verið með
táragasbyssu nema einhver sem var
gerður út af lögreglunni og sá hefur
verið mjög misvitur.“
Fékk golfdellu fertugur
Púttklúbbur Suðurnesja var
stofnaður 1985 og hefur Hafsteinn
verið virkur í klúbbnum frá aldamót-
um. „Ég fékk golfdelluna fertugur,“
útskýrir hann. Segist reyndar lítið
hafa getað spilað þegar hann var til
sjós en þó haft kylfurnar stundum
með. „Það var til dæmis möguleiki
að fara í golf á Siglufirði, en settið
var samt aldrei notað þar.“
Hafsteinn kann vel við sig í Pútt-
klúbbnum auk þess sem hann geng-
ur reglulega og fer í leikfimi þrisvar
í viku. Eldri borgarar komi gjarnan
saman við sjúkrahúsið í Reykjanes-
bæ eftir hádegið og pútti þar á
sumrin. „Hérna eru tveir 18 holu
púttvellir og við röltum í um hálfan
annan tíma. Lífið er dásamlegt og ég
hvet aðra eldri borgara til að taka
þátt í starfi eldra fólks, því það er
frábært.“
Stjórn klúbbsins reynir að halda
mót á tveggja vikna fresti. Hafsteinn
segir að horfið hafi verið frá því að
veita sigurvegurum bikara og verð-
launapeninga en í staðinn sé fólk
verðlaunað með einhverju nytsam-
legu, eins og til dæmis gjafakorti á
veitingastað, þrifum á bíl og svo
framvegis. „Fólk veit ekkert hvað
það á að gera við þessa bikara eða
safn verðlaunapeninga.“
Félagar klúbbsins hafa aðstöðu til
þess að pútta inni á veturna. Haf-
steinn segir að góð samvinna sé um
rýmið við Akademíuna í Fimleika-
höllinni. „Ég legg mikið upp úr sátt
og samlyndi, því rifrildi er ekki mitt
mottó.“
Tvílembingur og kokkur
- Skipstjórinn Hafsteinn Guðnason fór fyrst á sjó 13 ára
Morgunblaðið/Eggert
Tveir góðir Hafsteinn og geirfuglinn eftir Sigurð Eiríksson í Norðurkoti.