Morgunblaðið - 14.06.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Aðalfundur Gigtarfélagsins verður haldinn miðvikudaginn
15. júní kl. 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5 á 2. hæð.
Að loknum aðalfundarstörfum mun Rúnar Helgi Andrason
sálfræðingur halda fyrirlestur er hann nefnir:
„Heilsutengd lífsgæði fólks með langvinna verki.“
Rúnar Helgi starfar í verkjateymi Reykjalundar.
Allir velkomnir,
Gigtarfélags Íslands.
Aðalfundur Gigtarfélags Íslands
Miðvikudaginn 15. júní kl. 19.30
Líffræði, tölvuleikjahönnun,
íþrótta- og heilsufræði, sköpunar-
hreyfing og stafræn tækni eru á
meðal þeirra greina sem vekja
mikla lukku hjá krökkum sem
sækja Háskóla unga fólksins sem
var settur í Háskóla Íslands í gær-
morgun, að sögn Kristínar Ásu Ein-
arsdóttur, skólastjóra Háskóla
unga fólksins. Um 250 krakkar á
aldrinum 12-14 ára tóku þátt í skól-
anum í gær en hann hefur frá árinu
2004 unnið sér sess sem árlegur
sumarboði í starfi Háskóla Íslands.
„Þetta er mjög skemmtilegt. Við
bjóðum upp á fjölmarga áfanga,
þar á meðal alþjóðamál þar sem
fjallað er um stríð. Við gætum þess
að hafa puttann á púlsinum,“ segir
Kristín.
Nemendur gátu valið á milli 16
stundataflna þar sem þeir fengu
innsýn í fjölbreytt fræði og vísindi.
Kennsla fór fram fyrir hádegi í
tveimur byggingum skólans, Öskju
og Odda. Háskóla unga fólksins
lýkur svo með grillveislu og loka-
hátíð í hádeginu 16. júní.
Háskóli unga fólksins kominn á skrið á ný og 250 krakkar skráðir til náms
Kynntust
spennandi
áföngum
Morgunblaðið/Hákon
Lífríkið Nemendur gátu meðal annars kynnt sér náttúruvísindi og skoðað ýmsar lífverur úr dýraríkinu undir smásjá. Háskóli unga fólksins hefur skipað sér
veglegan sess sem árlegur sumarboði í starfi Háskóla Íslands síðan árið 2004. Alls mættu um 250 krakkar á aldrinum 12-14 og skemmtu sér konunglega.
Grindhvalir virðast stökkva háhyrn-
ingum á flótta með hátterni sínu í
hafinu. Þetta sýnir ný rannsókn vís-
indamanna við Háskóla Íslands (HÍ).
Hún var gerð í nánu samstarfi við
hvalaskoðunarfyrirtæki allt í kring-
um landið. „Um er að ræða fyrstu
rannsókn sinnar tegundar þar sem
samskiptum grindhvala og háhyrn-
inga við Íslandsstrendur er lýst,“
segir í tilkynningu frá HÍ.
Markmið rannsóknarinnar var að
varpa ljósi á tíðni grindhvala og há-
hyrninga við strendur Íslands. Þar á
meðal hvar báðar tegundir var að
finna og lýsa samskiptum milli
þeirra. Rannsóknir við strendur
Spánar og Noregs sýna að þessar
tegundir eiga í samskiptum og þær
hafa m.a. sýnt að háhyrningar, sem
tróna á tindi fæðukeðju undirdjúp-
anna, forðast grindhvali og virðast í
sumum tilvikum flýja þá á miklum
hraða.
Gagnasöfnun fólst í því að skrá
hvenær sást til tegundanna, bæði af
sjó og landi, það er frá Stórhöfða í
Vestmannaeyjum. Gögn í rannsókn-
inni ná til áranna 2007-2020 og
gagnasöfnun fór fram við Vest-
mannaeyjar, í Faxaflóa, Breiðafirði,
Steingrímsfirði, Eyjafirði og á
Skjálfanda.
Grindhvala varð aðeins vart á
sumrin og komum þeirra að strönd-
um Íslands fjölgaði á rannsóknar-
tímanum, sérstaklega sunnan við
landið. Oftast sást til þeirra við Vest-
mannaeyjar, Breiðafjörð og Stein-
grímsfjörð. Háhyrningar sáust hins
vegar allt árið. Breytilegt var milli
árstíða og staða hversu oft sást til
þeirra en rannsakendur urður reglu-
lega varir við háhyrninga við Vest-
mannaeyjar á sumrin og í Breiðafirði
á veturna og á vorin.
Grein um rannsóknina birtist ný-
lega í vísindatímaritinu Acta Etholo-
gica en hún er hluti af doktorsverk-
efni Önnu Selbmann í líffræði við HÍ.
Rannsóknina vinnur hún undir leið-
sögn Filipu Samarra, sérfræðings
við starfsstöð Stofnunar rannsókna-
setra HÍ í Vestmannaeyjum, Jör-
undar Svavarssonar, prófessors við
HÍ, og Paul Wensveen, rannsókna-
sérfræðings við HÍ. gudni@mbl.is
Háhyrningarnir flýja grindhvalina
Ljósmynd/Katarína Klementisov
Grindhvalavaða Komum grindhvala upp að ströndum Íslands er mögulega
að fjölga. Samskipti þeirra við háhyrninga eru líklega flóknari en talið var.
- Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands á samskiptum tveggja hvalategunda við Ísland
- Fylgst var með hátterni hvalanna af sjó og landi frá 2007 til 2020 og hegðun þeirra skráð
Ljósmynd/Curt Hanson
Háhyrningar Tróna á toppi fæðu-
keðjunnar en forðast grindhvali.
Landsvirkjun hefur hafið umhverfis-
matsferli fyrir stækkun Sigöldu-
stöðvar um 65 metavött þannig að
hún verði 215 MW í uppsettu afli.
Það verður gert með því að bæta við
fjórðu vélinni. Lögð hefur verið fram
matsáætlun vegna verkefnisins.
Landsvirkjun hefur kynnt áform
um að auka afl þriggja aflstöðva
sinna á Þjórsár-Tungnaársvæðinu,
það er Sigöldustöðvar, Hrauneyja-
fossstöðvar og Vatnsfellsstöðvar.
Það verður gert án þess að fram-
leiðsla aukist að ráði. Tilgangurinn
er að auka sveigjanleika fyrirtækis-
ins til að mæta breytilegri eftir-
spurn. Kerfið hefur varla náð að
anna eftirspurn á álagstoppum og
áhyggjur eru um að svo verði næstu
árin.
Gert er ráð fyrir því í frumvarpi
umhverfisráðherra sem er til um-
fjöllunar á Alþingi að stækkanir
virkjana á þegar röskuðu svæði
þurfi ekki að fara til mats í ramma-
áætlun.
Byggja þarf hús yfir fjórðu véla-
samstæðuna í Sigölduvirkjun. Virkj-
unin var hönnuð miðað við fjórar vél-
ar og því þarf minni framkvæmdir
við inntak og frárennsli en ef byggð
væri ný aflstöð. helgi@mbl.is
Umhverfismat hafið vegna
aflaukningar Sigöldustöðvar
- Byggja þarf yfir fjórðu vélasamstæðuna en lítið annað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigöldustöð Bæta þarf við húsi yfir fjórðu vélasamstæðuna og inntaks-
mannvirki og frárennsli í samræmi við viðbótina. Framleiðslan eykst lítið.