Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Á fullveldi.is er sagt frá afstöðu
Norðmanna til EES annars
vegar og fríverslunarsamnings við
ESB hins vegar. Þar segir: „Fleiri
Norðmenn vilja fríverzlunarsamn-
ing við Evrópusambandið en vera
áfram aðilar að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
samkvæmt niðurstöðum nýrrar
skoðanakönnunar sem fyrirtækið
Sentio vann fyrir norsku samtökin
Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt
því að EES-samningnum verði skipt
út fyrir fríverzlunarsamning og 27%
andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu
með eða á móti.
- - -
Skoðanakannanir í Noregi hafa
ítrekað skilað hliðstæðum
niðurstöðum á undanförnum árum.
Síðast í febrúar á þessu ári. Hins
vegar hafa aðrar kannanir á sama
tíma sýnt fleiri hlynnta
EES-samningnum þegar einungis
hefur verið spurt um afstöðuna til
hans og ekki boðið upp á fríverzl-
unarsamning sem valkost.“
- - -
Þá segir að fleiri hafi „verið and-
vígir inngöngu í Evrópusam-
bandið en hlynntir samkvæmt öllum
skoðanakönnunum í Noregi undan-
farin 17 ár en umræðan þar í landi
hefur lengi verið á þá leið að valið
stæði einungis á milli sambandsins
og EES-samningsins.“
- - -
Þetta eru athyglisverðar niður-
stöður í Noregi og benda til
þreytu gagnvart EES-samningnum
en þó ekki áhuga á ESB-aðild.
Þreytan kann að stafa af því að EES-
ríkin hafa ekki gætt hagsmuna sinna
sem skyldi. Það er þekkt hér á landi
og norska könnunin mætti verða
áminning í þeim efnum.
Ósló Kannanir benda til þreytu í Noregi
gagnvart EES-samningnum.
Vilja frekar frí-
verslun en EES
STAKSTEINAR
Reykjavíkurmeistaramót Fáks,
hestamannafélags, hófst í gær með
glæsilegum töltsýningum, einkum í
barna- og unglingaflokki. Þá lauk
deginum með skeiðkappreiðum. Um
920 skráningar bárust á mótið og því
er um að ræða stærsta hesta-
mannamót sem haldið verður á Ís-
landi í ár. „Við höfum reynt að finna
mót í heiminum sem er af sambæri-
legri stærðargráðu en það jafnast
ekkert á við þetta,“ segir Hjörtur
Bergstað, formaður Fáks. Fyrsti
dagurinn gekk eins og í sögu, án
seinkana. „Við erum með svo vel
þjálfað og gott starfsfólk.“
Mótið stendur yfir í sjö daga og er
dagskráin gríðarlega þétt. „Við er-
um svo heppin að það er bjart langt
fram eftir nóttu á þessum árstíma og
þannig getum við látið dagskrána ná
fram á kvöld.“ Mótið er opið öllum
sem hafa áhuga á að sjá pússaða
hesta og prúðbúna knapa leika listir
sínar í Víðidal. Kappreiðarnar eru í
sérstöku uppáhaldi hjá formann-
inum, en hann keppti sjálfur í þeim á
árum áður. Í dag verður fjórgang-
urinn í brennidepli og áfram á mið-
vikudag. Á fimmtudag fer fram for-
keppni í fimmgangi og á föstudag
verður keppt í gæðingaskeiði en þá
hefjast líka úrslit og loks forkeppni
meistaraflokks í tölti.
„Það jafnast ekkert á við þetta“
- Tölt og kappreiðar í gær - 920
skráningar- Björt kvöld lykilatriði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kappreiðar Eftirlætiskeppnisgrein
formannsins er kappreiðarnar.
Kærunefnd jafnréttismála hefur
komist að þeirri niðurstöðu að fyrir-
tæki hafi ekki brotið gegn lögum um
jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
að lögum um jafna meðferð á vinnu-
markaði þar sem brugðist hafi verið
við kvörtunum starfsmanns fyrir-
tækisins með málefnalegum hætti.
Um er að ræða fyrirtæki sem rek-
ur fataverslanir. Kona, sem starfar
hjá fyrirtækinu, sendi kæru til
kærunefndarinnar og kvaðst hafa
orðið fyrir endurtekinni kynbund-
inni og kynferðislegri áreitni og
áreitni vegna trúarskoðana í starfi af
hálfu yfirmanns síns frá því að hún
hóf þar störf í september 2018.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
boðaði konuna á sinn fund til þess að
ræða málin og þar upplýsti hún um
meinta áreitni í sinn garð. Fram-
kvæmdastjórinn tók lýsingar kon-
unnar alvarlega. Hann ráðfærði sig
við VR og Vinnueftirlitið til að fá
leiðbeiningar og aðstoð við úrlausn
málsins og ræddi við yfirmanninn,
sem hafnaði ásökununum eindregið.
Í kjölfarið stakk frmkvæmdastjór-
inn upp á því við báða aðila að hann
myndi funda með þeim í þeim til-
gangi að reyna að finna lausn á því
ósætti sem virtist vera uppi. Konan
féllst á það en dró síðan samþykki
sitt fyrir slíkum fundi til baka í tölvu-
skeyti og lýst því yfir að hún myndi
setja fram kvörtun vegna framferðis
samstarfsmannsins. Framkvæmda-
stjórinn ákvað hins vegar að konan
og yfirmaður hennar skyldu ekki
sinna starfsskyldum sínum á sömu
starfsstöðinni.
Niðurstaða kærunefndar jafnrétt-
ismála var að fyrirtækið hefði brugð-
ist við með málefnalegum hætti og
því hvorki brotið gegn lögum um
jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
né lögum um jafna meðferð á vinnu-
markaði.
Kærunefndin áréttar í úrskurðin-
um að samkvæmt lögum skuli at-
vinnurekandi gæta þess að starfsfólk
verði ekki beitt órétti í starfi á
grundvelli þess að hafa kært eða
veitt upplýsingar um kynbundna eða
kynferðislega áreitni. Að sama skapi
sé atvinnurekanda óheimilt að segja
starfsmönnum upp störfum sökum
þess að þeir hafi kvartað undan eða
kært mismunun og honum beri að
gæta þess að starfsmenn verði ekki
látnir gjalda þess í starfi að kvartað
hafi verið undan eða kærð mismunun
eða krafist leiðréttingar á grundvelli
laganna.
Brást við með mál-
efnalegum hætti
- Fyrirtæki braut ekki gegn jafnréttislögum
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/