Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 9

Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 RARIK ohf | www.rarik.is Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins. Þámunu starfsmenn RARIK taka ámóti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækis- ins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi og aðrar veitingar. Viðskiptavinir, eldri starfsmenn og aðrir velunnarar RARIK eru sérstaklega velkomnir. Opnu húsin verða frá kl. 16:00 til 18:00 á eftirtöldum stöðum: Borgarnes: Sólbakki 1 | Stykkishólmur: Hamraendar 2 | Blönduós: Ægisbraut 3 | Sauðárkrókur: Borgartún 1a Akureyri: Óseyri 9 | Þórshöfn: Langanesvegur 13 | Egilsstaðir: Þverklettar 2-4 | Fáskrúðsfjörður: Grímseyri 4 Hornafjörður: Álaugarvegur 11 | Hvolsvöllur: Dufþaksbraut 12 Verið velkomin og fagnið með okkur merkum áfanga í sögu RARIK. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur til- kynnt að af 25 tilnefningum til vígslubiskups á Hólum verði tveir prestar í kjöri, sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ og sr. Þorgrímur Daní- elsson á Grenjaðarstað. Tilnefningu lauk 24. maí sl. og kosning mun fara fram dagana 23. til 28. júní næstkomandi. Munu Gísli eða Þor- grímur taka við af Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Gísli hefur verið sóknarprestur í Glaumbæ frá árinu 1982, auk þess að sinna Sauðárkróki og fleiri sókn- um í Skagafirði. Þorgrímur hefur sinnt prestsstörfum frá 1993, fyrst í Neskaupstað en frá 1999 á Grenj- aðarstað í Aðaldal, auk þess að hafa leyst af í öðrum sóknum, nú síðast á Akureyri. Kosið verður um Gísla og Þorgrím Gísli Gunnarsson Þorgrímur Daníelsson Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back hefur verið skipuð sóknar- prestur Borgar- prestakalls í Vesturlandspró- fastsdæmi. Frá þessu er greint á vef þjóðkirkj- unnar. Tekur Heiðrún við af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni. Hún er fædd árið 1982, alin upp í Borgarnesi fram á unglingsár. Heiðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún er með BA-próf í guðfræði frá HÍ og lauk þar mag.theol-prófi í febr- úar sl. Hún hefur lengi starfað með flóttafólki og innflytjendum, bæði í Sjanghæ og Kaupmanna- höfn. Um þessar mundir sinnir Heiðrún starfi verkefnastýru um móttöku flóttafólks frá Úkraínu á Bifröst. Heiðrún prestur á Borg á Mýrum Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back Tekið var í gær á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar, sem er á Kjal- arnesi. Eru þeir fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti. Von er á fleiri dýr- um á komandi vikum. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Getur þessi einangrunarstöð tekið á móti alls fjórum köttum og 22 hundum. Gæludýr flótta- manna í einangrun Enn er staðan alvarleg í Blóðbank- anum og bráðvantar blóð í öllum flokkum. Gaf bankinn nýverið út neyðarkall og gildir það enn. Svo vill til að í dag er alþjóðlegi blóðgjafardagurinn, 14. júní. Dag- urinn er haldinn í nafni og til heið- urs blóðgjöfum um allan heim, sem af óeigingirni gefa blóð sitt og blóð- hluta sem síðan er veitt til þeirra sem þurfa lífsnauðsynlega á því að halda, eins og það er orðað í til- kynningu frá Blóðbankanum. Í til- efni dagsins mun Willum Þór Þórs- son heilbrigðisráðherra gefa blóð. Margir þættir skýra sára vöntun á blóði. Aukið álag er á heilbrigð- iskerfinu, m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna og umgangspesta. Samkvæmt upplýsingum frá Blóð- bankanum hefur síðan í október í fyrra verið óvenjumikil þörf fyrir blóð. Á sama tíma hafa orðið afföll í hópi blóðgjafa í kjölfar Covid- faraldursins; Blóðbankabíllinn hef- ur ekki verið í rekstri og sam- félagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar heimsfaraldurs. Þá fara blóðgjafar í sumarfrí eins og aðrir landsmenn, bæði innanlands og er- lendis. Heilbrigðisráðuneytið, Landspít- ali og Blóðbankinn hvetja allan al- menning til að taka þá ákvörðun að slást í hóp blóðgjafa og leggjast þannig á árar með heilbrigðiskerf- inu. Vikulega þarf bankinn á 200- 250 blóðgjöfum að halda um land allt. Bankann vantar meira blóð Morgunblaðið/Eggert Blóð Mikil vöntun er á blóði í heilbrigðiskerfinu og hefur Blóðbankinn sent út neyðarkall á sama tíma og alþjóðlegi blóðgjafardagurinn er haldinn. - Alþjóðlegi blóðgjafardagurinn í dag - Heilbrigðisráð- herra mun gefa blóð - Þörf fyrir 200-250 blóðgjafa á viku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.