Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 CHERRYBLOSSOMEAUDE TOILETTE Umvefðu þig blómum Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Auk þessarra þriggja orkukosta leggur meirihluti nefndarinnar til að 28 virkjanakostir, sem dagað hafa uppi í nýtingarflokki, verði færðir í biðflokk. Allt eru þetta orkukostir sem Orkustofnun lagði fram til mats að eigin frumkvæði, án þess að nokkurt orkufyrirtæki hefði óskað eftir því eða unnið að þróun þeirra. Verkefnisstjórnir hafa flokkað þá í biðflokk vegna þess að gögn hefur skort til að leggja mat á hugmynd- irnar. Meirihluti nefndarinnar leggur til að Búrfellslundur, sem er hugmynd Landsvirkjunar að vindorkuveri við Búrfellsvirkjun samkvæmt nýrri út- færslu, verði færður úr biðflokki í nýtingarflokk. Nefndin bendir á að fram hafi komið ábendingar um að þessi kostur hefði ekki þau víðtæku áhrif á ferðamennsku sem mat verk- efnisstjórnar byggðist í raun á. Tel- ur meirihlutinn að Búrfellslundur geti verið mikilvægur hluti þess að tryggja betur nýtingu þeirra vatns- aflsvirkjana sem fyrir eru á svæðinu auk þess sem hann renni styrkari stoðum undir orkuöryggi. Fimm kostir úr vernd Meirihlutinn leggur til að virkj- anakostirnir fjórir í Héraðsvötnum, meðal annars hugmyndir að Skata- staðavirkjun og Villinganesvirkjun, verði færðir úr verndarflokki yfir í biðflokk. Sömuleiðis Kjalölduveita. Nefndin telur að þörf sé á end- urmati verkefnisstjórnar á orku- kostum í Héraðsvötnum og því land- svæði sem þeir tilheyra. Meðal annars hafi of mikið verið gert úr neikvæðum áhrifum virkjana á vist- gerðir. Nauðsynlegt sé að eyða óvissu um raunveruleg áhrif virkj- anakostanna áður en ákvörðun verði tekin um nýtingu eða vernd. Kjalölduveita í Þjórsá var ekki metin með hefðbundnum hætti af verkefnisstjórn, á þeim forsendum að hún væri sami kostur og Norð- lingaölduveita sem flokkuð hafði ver- ið í verndarflokk. Fékk Kjalöldu- veita því sömu örlög. Landsvirkjun hefur lagt áherslu á að þetta sé nýr kostur, neðar í ánni, sem ekki hafi áhrif á Þjórsárver. Meirihluti nefnd- arinnar telur mikilvægt að hafið sé yfir vafa að veitan hafi fengið full- nægjandi meðferð og óskar eftir að ráðherra tryggi það. Auk þeirra breytinga sem hér hafa verið raktar, leggur meirihluti nefndarinnar til að beðið verði með friðlýsingu verndarsvæða í Skjálf- andafljóti sem verkefnisstjórn lagði til, þar til mati á friðlýsingu heilla vatnasviða er lokið og lög um vernd- ar- og orkunýtingaráætlun hafi verið endurskoðuð. Deilur hafa verið um það hversu víðtæk verndarsvæði megi vera, þótt einhver orkukostur innan þeirra hafi fengið flokkun í verndarflokk. Orkukostir í Skjálf- andafljóti eru flokkaðir í verndar- flokk en meirihlutinn telur ekki til- efni til að gera breytingar á þeirri flokkun. Vinnu við mat verði hraðað Loks beinir meirihlutinn því til ráðherra að endurmati á þeim átta virkjanakostum, sem lagt er til að flytjist í biðflokk, verði hraðað í með- förum verkefnisstjórnar ramma- áætlunar og þeir fái afgreiðslu eins fljótt og auðið er. Einnig verði unnið að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gegn orkuvinnslu, samkvæmt verndar- flokki áætlunarinnar. Fulltrúar stjórnarflokkanna í um- hverfis- og samgöngunefnd standa að meirihlutaálitinu, fyrir utan ann- an af tveimur fulltrúum VG, Bjarna Jónsson. Stjórn Land- verndar tel- ur að til- lögur meirihluta umhverfis- og sam- göngu- nefndar um breytingar á rammaáætl- un 3 uppfylli ekki væntingar um faglegar eða vel rökstuddar breytingar. Stjórn Landverndar fagnar því í tilkynningu að Alþingi virð- ist loks hafa í hyggju að ljúka við gerð rammaáætlunar 3. Hins vegar uppfylli fyrirliggj- andi nefndarálit ekki væntingar um faglegar eða vel rökstuddar breytingar á niðurstöðu verk- efnisstjórnar rammaáætlunar frá árinu 2016. „Náttúruvernd á Íslandi yrði fyrir þungu höggi, nái hugmyndir meirihluta um- hverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar fram að ganga.“ Ekki fagleg vinnubrögð Fram kemur það álit að almennt hafi verndargildi íslenskrar náttúru aukist á undanförnum árum, auk þess sem vitund um mikilvægi og gildi víðerna hafi vaxið. Umhverfis- og sam- göngunefnd hafi fært nokkra kosti, sem taldir voru hafa hátt verndargildi, í biðflokk, svæði þar sem verndargildi hefur vax- ið á þeim sex árum sem liðin eru síðan verkefnisstjórn rammaáætlunar 3 skilaði af sér. Telur stjórn Landverndar ljóst að fagleg vinnubrögð hafi ekki verið í fyrirrúmi hjá meirihluta nefndarinnar, heldur hafi önnur sjónarmið ráðið för. Þungt högg á náttúruvernd LANDVERND Landslag Fossar eru oft þrætuepli. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsætisráðherra telur að horfa þurfti til minni áfanga í rammaáætl- un en gert hefur verið, eins og raun- ar kemur fram í nefndaráliti meiri- hluta umhverfis- og samgöngu- nefndar. Forystumaður úr meiri- hluta sveitarstjórnar Skagafjarðar fagnar tillögum meirihluta umhverf- is- og samgöngunefndar Alþingis um breytingar á stöðu Héraðsvatna í til- lögum verkefnisstjórnar ramma- áætlunar 3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra svaraði fyrir tillögu meirihluta umhverfisnefndar um breytingar á tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun 3 í óundirbúnum fyr- irspurnartíma á Alþingi í gærmorg- un. Hún sagðist hafa haft af því þungar áhyggjur, þegar ekki hafi tekist að ljúka afgreiðslu ramma- áætlunar á undanförnum árum. Nú sé hún lögð fyrir í fjórða skipti. Hún kvaðst taka mark á samþingmönn- um sínum úr öllum flokkum sem hafi rætt nauðsyn þess að horfa þurfi til minni áfanga, eins og gert sé í nefnd- arálitinu. Hlustað á heimamenn „Við erum ánægð með að það skuli hafa verið hlustað á okkur, að faghóp- ar 3 og 4 verði látnir ljúka sinni vinnu, og á meðan verði orkukost- urinn í biðflokki,“ segir Gísli Sigurðs- son, formaður byggðaráðs Skaga- fjarðar, um þær tillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar að flytja orkukosti Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. Sveitarstjórnin hefur gert at- hugasemdir við að orkukostirnir hafi verið settir í verndarflokk án þess að fullt mat að lögum hafi farið fram. Segir Gísli að það sé síðan annað mál hvernig flokkunin verði að lokum og hvort áhugi sé á að virkja ef orkukostir á þessu svæði komist í nýtingarflokk. Gísli segir að orku skorti í Skaga- firði vegna lítillar flutningsgetu byggðalínunnar og lítils aðgangs að orku heima í héraði. Telur að horfa þurfi til minni áfanga í rammaáætlun - Formaður byggðarráðs Skagafjarðar fagnar breytingum Morgunblaðið/Þorkell Flúðasiglingar Jökulsárnar á vatnasviði Héraðsvatna eru vinsælar til flúða- siglinga. Aðallega tvö fyrirtæki í Skagafirði gera út á þá starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.