Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Hvítur, svartur að innan.
Stór sóllúga, bakkmyndavél,
Bang & Olufsen hátalarakerfi,
Apple Carplay, hiti í öllum
sætum, hiti í stýri, fjarstart,
lane-keeping system,
heithúðaður pallur o. fl. o.fl.
3,5 L V6 Ecoboost
10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-
ft of torque, 20” álfelgur
2021 Ford F-150 Platinum
Litur: Hvítur/ Svartur að innan
(nappa leather)
Æðislegur fjölskyldubíll,
hlaðinn búnaði.
7 manna bíll,Hybrid Bensín,
Sjálfskiptur, 360° mynda-
vélar, Collision alert system,
Harman/Kardon hljómkerfi,
Tölvuskjáir í aftursæti
VERÐ aðeins
10.390.000 m.vsk
2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited
VERÐ frá
18.500.000 m.vsk
Litur: Svartur/ svartur að
innan.
10 gíra skipting,
auto track millikassi, sóllúga,
heithúðaður pallur, rafmagns
opnun og lokun á pallhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu
fleirra.
High Country Deluxe pakki.
2022 Chevrolet High Country
VERÐ
15.890.000 m.vsk
Spænsk lögregluyfirvöld krefjast
þess að þau norsku framselji Spán-
verjum Norðmann sem grunaður er
um nauðgun í húsbíl við höfnina í
Alicante á Spáni haustið 2016. Norð-
maðurinn, sem er frá Þrændalögum,
neitar sök og kveðst geta fært sönn-
ur á að hann hafi verið í Noregi þeg-
ar meint nauðgun átti sér stað og
undir það tekur norska lögreglan.
„Staðan er þannig hjá mér núna
að ég er læstur inni í konungsríkinu
Noregi,“ segir maðurinn í samtali
við norska ríkisútvarpið NRK, „ég
get hvergi farið á meðan ég hef þetta
hangandi yfir mér,“ segir hann og
vísar til þess að hann þorir ekki að
yfirgefa Noreg af ótta við að verða
handtekinn einhvers staðar en hann
er eftirlýstur í ranni spænsku lög-
reglunnar.
Bendir hinn eftirlýsti á að hvort
tveggja vinnutímaútskrift frá vinnu-
stað hans og yfirlit bankans yfir
kortanotkun hans sýni óyggjandi að
hann var í Noregi. Hafi hann verið
við störf kvöldið fyrir þann dag sem
spænska lögreglan kveður nauðg-
unina hafa átt sér stað og einnig að
morgni þess dags.
Hvorki flug né akstur tækt
Segir verjandi mannsins, Brynjar
Meling, að miðað við framboð flug-
ferða téðan dag sé hreinlega úti-
lokað að grunaði hafi átt þess kost að
komast frá Noregi til Spánar innan
þess tímaramma sem spænska lög-
reglan gefur sér og akstur frá heim-
ili mannsins í Noregi til Alicante taki
40 klukkustundir.
Þrándurinn er með þeim fyrstu
sem sætir framsalskröfu eftir að nýr
samningur Noregs og Evrópusam-
bandsins um handtökutilskipanir
tók gildi 1. nóvember 2019 og gerir
norskum yfirvöldum kleift að fram-
selja ríkisborgara sína til ríkja Evr-
ópusambandsins án þess að norskur
dómstóll prófi mál þeirra áður. Fyrir
gildistöku samningsins framseldu
norsk yfirvöld eigin ríkisborgara
eingöngu til annarra norrænna
ríkja.
Héraðssaksóknari Þrændalaga
rannsakaði málið sem hér er til um-
ræðu þar sem báðir aðilar málsins,
grunaði og meint fórnarlamb, eru
Norðmenn og lauk þeirri vinnu með
því að embættið felldi málið niður.
Lögmaður lögregluembættisins á
staðnum, Ole Andreas Aftret, segir
við NRK að ekki sé hægt að líta
fram hjá tímalistunum frá vinnustað
mannsins.
„Ég hef enga vitneskju um hugs-
anlegar frekari upplýsingar sem
spænsk yfirvöld hafa undir höndum
en út frá þeim sönnunargögnum sem
norska lögreglan hefur kynnt sér
leggjum við til grundvallar að sú
skýring grunaða, að hann hafi ekki
verið á Spáni þegar nauðgunin átti
sér stað, standist skoðun,“ segir Af-
tret.
Norska ríkisútvarpið hefur hvorki
haft erindi sem erfiði við að ná sam-
bandi við spænska lögreglu né dóm-
arann þar í landi sem ritar undir
handtökuskipunina.
atlisteinn@mbl.is
Ljósmynd/Wikipedia
Alicante Norðmaður liggur undir grun og framsalskröfu spænskra yfirvalda vegna meintrar nauðgunar í Alicante.
Vogar sér ekki frá Noregi
vegna handtökuskipunar
- Vændur um nauðgun á Spáni 2016 en í vinnu sama dag
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Fyrrverandi breskur hermaður, Jor-
dan Gatley, er annar Bretinn sem
týnir lífi sínu á vígvöllum Úkraínu-
stríðsins en Gatley féll fyrir byssu-
kúlu þar sem hann tók þátt í vörnum
borgarinnar Severódónetsk.
Gatley gekk úr breska hernum í
mars og hélt til Úkraínu til að leggja
lóð sitt á vogarskálar þarlendra við
að verjast innrás Rússa í landið.
Faðir hans, Dean Gatley, greindi svo
frá því á Facebook-síðu sinni að fjöl-
skyldunni hefði borist tilkynning um
lát hans á föstudaginn og staðfestir
breska utanríkisráðuneytið þetta við
breska ríkisútvarpið BBC.
Ritar faðirinn á síðu sína að sonur
hans hafi unnið að þjálfun úkra-
ínskra hermanna og haldið til Úkra-
ínu að lokinni „vandlegri íhugun“.
Míkhailó Podolyak, ráðgjafi Volo-
dímírs Selenskís Úkraínuforseta,
birti þau ummæli sín á samskipta-
miðlinum Twitter að Bretinn ungi
hefði verið „sönn hetja“. „Okkur
mun aldrei gleymast framlag hans til
varna Úkraínu og hins frjálsa
heims,“ ritaði ráðgjafinn enn frem-
ur.
Við herskyldu sína gegndi Gatley
yngri stöðu riffilskyttu við þriðja
herfylkið í Edinborg í Skotlandi og
þurfti, sem fyrr segir, að láta af her-
þjónustu til að geta haldið til Úkra-
ínu til liðveislu þarlendra. Hörð hríð
hefur geisað á götum Severódónetsk
síðustu daga og kostað mikið mann-
fall úr röðum hvorra tveggja, Úkra-
ínumanna og rússneska innrásarliðs-
ins. Greindi héraðsstjórinn Serhiy
Haídaí frá því í úkraínskum sjón-
varpsfréttum að stórskotaárás
Rússa hefði valdið stórbruna í efna-
verksmiðju í borginni en í kjöllurum
hennar hafast 800 óbreyttir borgar-
ar við í sprengjubyrgjum, að sögn
úkraínskra embættismanna.
Harðnar á dalnum
Orrustan um Severódónetsk hefur
staðið rúma þrjá mánuði og harðnað
mjög í kjölfar þeirrar ákvörðunar
Rússa að sölsa undir sig austurhér-
uðin Lúhansk og Dónetsk frekar en
að leggja ofuráherslu á höfuðborgina
Kænugarð. Hernám Severódónetsk
og nágrannaborgarinnar Lísítjansk
yrði stórt skref innrásarhersins í átt
að því að hafa tögl og hagldir í
Lúhansk-héraðinu.
Hinn Bretinn sem týnt hefur lífi
sínu á vígvöllum Úkraínu er Scott Si-
bley, einnig fyrrverandi hermaður
sem hélt til átakasvæðanna sem
sjálfboðaliði, og í vor fluttu breskir
fjölmiðlar fregnir af því að tveir
Bretar til viðbótar, þeir Aiden Aslin
og Shaun Pinner, hefðu gefist upp
fyrir Rússum þegar þeir urðu skot-
færalausir í borginni Maríupól og
verið teknir höndum.
Samkvæmt því sem faðirinn Dean
Gatley ritar á Facebook-síðu sína
hafa fjölskyldunni borist ýmsar orð-
sendingar frá hópnum sem hermað-
urinn fyrrverandi starfaði helst með
að vörnum Severódónetsk og honum
þar borin vel sagan, sagður hafa búið
yfir víðtækri hernaðarlegri kunnáttu
og verið hvers manns hugljúfi. „Jor-
dan og hópurinn hans gengu með
stolti til sinna verka og hann sagði
gjarnan við mig að starf þeirra væri
háskalegt, en nauðsynlegt. Hann
unni starfi sínu og við erum ákaflega
stolt af honum,“ ritar faðirinn að
auki.
Vara við ferðum til Úkraínu
Breska utanríkisráðuneytið ræður
borgurum sínum eindregið frá því að
leggja leið sína til Úkraínu auk þess
sem varnarmálaráðuneyti landsins
hefur látið í veðri vaka að breskir
ríkisborgarar sem halda þangað með
það fyrir augum að leggja heima-
mönnum lið í stríðinu gerðust hugs-
anlega brotlegir við lög og gætu átt
ákærur yfir höfði sér. Yfirmaður
breska heraflans bað landa sína þess
í mars að fara ekki til Úkraínu til
þess að taka þátt í stríðsátökum
heldur finna aðrar leiðir til að styðja
úkraínsku þjóðina á ögurstundu.
Annar Bretinn sem fellur í Úkraínu
- Fyrrverandi breskur hermaður skotinn til bana - Hætti herþjónustu til að geta barist í Úkraínu
Ljósmynd/Facebook
Feðgarnir Dean og Jordan Gatley. Sonurinn skráði sig úr breska hernum og hélt ótrauður á úkraínskan vígvöll.