Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Séra Davíð Þór sagði í nýlegu viðtali: „Ég veit í sjálfu sér ekki hvort Guð er til eða ekki.“ Þessi ágæti prestur virðist hins vegar ekki efast um tilvist djöfulsins og helvítis samkvæmt ný- legum yfirlýsingum. Samkvæmt kenningu Lúthers eru litlar lík- ur á að maðurinn komist til himna- ríkis. Jafnvel prósenta hinna frels- uðu er fyrirframákveðin. Guð ber einn ábyrgð á frelsuninni og ákveður sjálfur hverjum hann veitir náð. Það leiðir Lúther til kenning- arinnar um fyrirætlun Guðs, for- ákvörðunina. Á andlega sviðinu er allt fyrirframákveðið og einstakling- urinn fær engu ráðið. Lúther full- yrti að „Guð mun aðeins frelsa einn tíunda hluta mannanna“; þ.e.a.s. 10% komast til himnaríkis sem þýð- ir þá að 90% neyðast til að sætta sig við helvíti. Lúther skipti kenningu sinni í fjórar einingar: Trúin ein, náðin ein, ritningin ein og Kristur einn. Mestu máli skiptir hin guð- dómlega hlið, náðin ein. Náðin ein er þungamiðja nauðhyggjunnar. Lúther var mikill nauðhyggjumað- ur, ekkert pláss fyrir frjálsan vilja. (Heimild: Sjö goðsagnir um Lúther eftir Frederik Stjernfelt, bls. 16. Ámundur Stefánsson þýddi.) Halldór Laxness talaði um klám- kjaftinn Lúther. Ekki er ólíklegt að séra Davíð sé og hafi verið innblás- inn af Lúther. Lúther boðaði siðbót sína með sverði, ekki ólíkt því sem gerist hjá íslam eða múslimum. Það er óneitanlega talíbanabragur á pre- dikunum Lúthers, ekki síður en hjá séra Davíð. Það á að senda íslenska stjórnmálamenn í þar til gerðar vistarverur í helvíti. Siðbótarmað- urinn Lúther tók virkan þátt í því að brenna menn á báli fyrir galdra, aðallega konur, sem hann taldi tengjast djöflinum betur en karl- menn. Prestar íslensku þjóðkirkj- unnar eru sennilega að fylgja fyr- irmælum Lúthers þegar þeir útskýra vistarverur helvítis og tilgang Guðs með þeim. Þegar Þjóðverjar kynntust boðskap Lúthers var tal siðbót- armannsins um sterka þýska þjóðkirkju undir stjórn harðstjóra/ einræðisherra eins og ljúf tónlist í eyrum þýskra nasista. Lúther taldi harðstjórn heppi- legasta stjórnarfarið. Lúther var gyðingahat- ari og hvatti til að bænahús þeirra yrðu brennd. (Heimild: Sjö goð- sagnir um Lúther.) Sumir þjóðkirkjuprestar telja sig geta ákveðið hverjir fari til helvítis og hverjir ekki. Vandinn er bara sá að Lúther telur að enginn geti verið viss um að komast til himnaríkis. Þar kemur kenning hans um að „náðin ein“ ráði þar öllu og mað- urinn geti engu ráðið um niðurstöðu Guðs, ekki einu sinni Davíð Þór sjálfur, sem telur sig þó vita hverjir eigi vísan stað í neðra. Enginn getur verið viss um að lenda í tíu prósent- unum sem Lúther telur að muni hljóta náð fyrir augliti Guðs um að komast til himnaríkis. Lúther sá og heyrði í púkum og djöflum allt í kringum sig. Hann taldi t.d. að páfinn í Róm væri sjálf- ur djöfullinn. Ef kvenfyrirlitning Lúthers, gyðingahatur eða ofsóknir á hendur fólki með önnur trúar- brögð eru nefnd kemur fljótlega að staðalsvarinu: „Þetta var tíðarand- inn og Lúther var barn síns tíma.“ Sumir reyna að afsaka Lúther með tíðarandanum. Orðrétt segir pró- fessorinn Frederik Stjernfelt á bls. 89 í áðurnefndri bók um þetta atriði: „Það var ekkert í tíðarandanum sem gerði kröfu til þess að Lúther yrði sá andstutti, blóðþyrsti dóms- dagsprédikari sem raun var á.“ „Fráhvarf frá hans eigin kenn- ingu var guðlast og kallaði ekki að- eins á bannfæringu heldur dauða.“ (Sjö goðsagnir um Lúther, bls. 41.) Orðrétt er haft eftir Lúther um konur í bók Stjernfelts, bls 66: „Karlar eru breiðir um brjóst og grannir um mjaðmir, þess vegna eru þeir skynsamir. Konur eru grannar um brjóst, með breiðar mjaðmir og rass. Konan skal ráða heima fyrir, það sýnir sköpunar- verkið með breiðum mjöðmum, rassi og lærum, svo þær skulu sitja kyrrar. Þess vegna hefur hún enga andlega hæfileika.“ Lúther lét boðorðin 10 ekki flækj- ast fyrir sér. Sérstaklega hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að brjóta sjötta boðorðið: Þú skalt ekki morð fremja. Þegar æðsti biskup lúthersku kirkjunnar í Saxlandi lét drepa 100.000 ánauðuga bændur skrifaði Lúther: „Það var ég, Mar- teinn Lúther, sem drap alla bænd- urna í uppreisninni því það var ég sem skipaði svo fyrir að þeir skyldu drepnir. Allt blóð þeirra er á herð- um mínum.“ Síðan skrifar hann: „Því eiga allir, hver sem betur get- ur, að berja, drepa og stinga leynt og ljóst, minnugir þess að ekkert getur verið eitraðra, skaðvænna og djöfullegra en uppreisnarseggur.“ „Bændur hafa vonda samvisku og rangan málstað … sérhver bóndi sem drepinn er er glataður á líkama og sál og eign djöfulsins um alla ei- lífð.“ (Sjö goðsagnir um Lúther, bls. 63.) Það er ólíklegt að þessi skrif Lúthers hugnist sóknarprestinum í Laugarneskirkju. Eina sem mér dettur í hug að komið gæti að gagni við að skýra hugmyndir og hugar- ástand Lúthers er geðrannsókn. Lúther er væntanlega átrún- aðargoð séra Davíðs og fyrirmynd í trúarlegum efnum. Prófessorinn Frederik Stjernfelt kemst hins veg- ar að því í bók sinni „Sjö goðsagnir um Lúther“ að þessi upphafsmaður lúthersku kirkjunnar hafi verið „andstuttur, blóðþyrstur dóms- dagspredikari“. Séra Davíð Þór og nauðhyggja Lúthers Eftir Sigurgísla Skúlason Sigurgísli Skúlason » Lúther talaði fyrir galdrabrennum: „Guð mun aðeins frelsa einn tíunda hluta mann- anna.“ Höfundur er eldri borgari. „Við getum ekki gefið leigubílamark- aðinn frjálsan því að þá missum við atkvæði frá leigubílstjór- unum!“ segir stjórn- málamaðurinn. En þetta er skammsýni. Þeir stjórnmálamenn sem hugsa svona sjá ekki skóginn fyrir trjánum, eða réttara sagt – sjá bara leigubílana en ekki raðirnar af fólkinu sem bíður eftir leigubílunum. Þegar leigubílaraðir myndast er það vegna þess að fleiri vilja ferðast með leigubíl en ríkisregluvædda leigubílakerfið nær að anna. Með öðrum orðum þá er töluvert fleira fólk að bíða eftir leigubílum en að aka leigubílum. Með hóflegri ágiskun má segja að fyrir hvert „atkvæði“ sem starfar sem leigubílstjóri séu að minnsta kosti fimm „atkvæði“ að bíða eftir leigubíl. Ef til vill er raunverulegt hlutfall nær því að vera fimmtán á móti einum. Á þessu má sjá að það eru miklu fleiri „atkvæði“ á eftir- spurnarhliðinni (farþegar) en fram- boðshliðinni (leigubílstjórar) þannig að fyrir stjórnmálamanninn er miklu meira þangað að sækja. Ef stjórnmálamað- urinn myndi breyta rétt og gefa leigubíla- markaðinn frjálsan myndi hann ekki ein- ungis fá atkvæði fjöl- margra ánægðra far- þega, heldur einnig atkvæði fjölmargra nýrra leigubílstjóra. Eflaust myndi stjórnmálamaðurinn missa, að minnsta kosti tímabundið, nokkur atkvæði núver- andi handhafa ríkisúthlutaðra leigu- bílaleyfa. En stjórnmálamaðurinn þarf þó ekkert að óttast, því að fjöldi ánægðra farþega og nýrra öku- manna er margfalt fleiri atkvæði. Að gefa leigubílaakstur frjálsan er því bráðsnjöll leið til þess að sækja ný atkvæði og aukið fylgi. Til stjórnmálafólks sem hugsar í atkvæðum Eftir Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson » Að gefa leigubíla- akstur frjálsan er því bráðsnjöll leið til þess að sækja ný at- kvæði og aukið fylgi. Höfundur er hagfræðingur. sigurgeir95@gmail.com Í nýlegri skoð- anakönnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Rúnar Vilhjálms- son prófessor við HÍ var spurt hvort þú teldir mikilvægara að auðvelda almenna bílaumferð eða auð- velda umferð almenn- ingsvagna í þínum bæjarhluta. Svör við þessari spurningu segja vænt- anlega til um skoðun viðkomandi almennt á samgöngumálum, en ekki hvort viðkomandi ætli að nota viðkomandi samgöngutæki. Niðurstöður könnunarinnar eru áhugaverðar og mismunandi eftir hverfum og eru mínar vangaveltur um þær eftirfarandi: Miðborgin (miðbær, Vesturbær og Austurbær) Hér búa um 65 þúsund manns (28,6% íbúar höfuðborgarsvæðisins) og samkvæmt könnuninni eru 71,6% íbúanna hlynntari almenn- ingssamgöngum sem er afgerandi meirihluti. En mér er spurn hvort þessi meirihluti ætli að nota almennings- samgöngur. Er ekki kosturinn við það að búa í miðborginni að geta gengið og hjólað sinna erinda og væntanlega ekki margir í miðborg- inni að nota almenningssamgöngur til að ferðast innan miðborg- arinnar. Það læðist að mér sá grunur að íbúar miðborgarinnar séu langþreyttir á bílafjölda og bílastæðaleysi og hafi þær vænt- ingar að með efldum almennings- samgöngum fækki bílum í miðborg- inni og um leið verði auðveldara fyrir þá að ferðast um á sínum bíl- um. Breiðholtið Hér búa um 22 þúsund manns (9,7% íbúanna) og eru 64,9% íbú- anna hlynntari almennings- samgöngum og er það eflaust vegna þess að almennings- samgöngur fyrir Breiðholtið eru ekki nógu góðar. Úthverfin og nágrannabæir Hér búa um 140 þúsund manns (61,7% íbúar höfuðborgarsvæðisins) og eru 38,8% íbúanna hlynntari al- menningssamgöngum og 61,2% hlynntari því að auðvelda almenna bílaumferð og eru því skoðanir þessara íbúa allt aðrar en íbúa miðborgarinnar og Breiðholtsins. Samt eru almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hugsaðar þannig að úthverfin og nágran- nabæir noti þær mest. Niðurstaða mín er því sú, til að forðast mistökin við Íslands- bankasöluna, að það þurfi að kynna borg- arlínuna miklu betur. Best væri að senda inn á hvert heimili höfuðborgarsvæðisins teikningu af fyrirhug- aðri borgarlínu þar sem stoppistöðvar væru merktar með t.d. 500 m radíus (ca göngufæri að stoppistöð) og íbúar spurðir hvort þeir myndu nota borgarlínuna til daglegra nota (vinna, skóli, innkaup, frístundir o.fl.). Það þarf líka að segja íbúum hvað borgarlínan eigi að kosta, hver muni borga hana (bifreiðaeig- endur munu borga hana að mestu), hvað kosti að reka hana og hver muni borga það. Kostnaðurinn við borgarlínuna Í stöðuskýrslu Betri samganga (1. apríl 2022) um verkefni sam- göngusáttmálans kemur fram að fjárfestingar við stofnvegi séu áætlaðar 52,2 ma.kr. og við borg- arlínu 49,6 ma.kr. Þetta eru vill- andi upplýsingar þar sem kostn- aður við Miklastokk (ca 25 til 30 ma.kr.) og Sæbrautarstokk (ca 10 ma.kr.) er talinn með stofnvegum, en þessar stokkaframkvæmdir gera lítið til að minnka umferðartafir, heldur eru þær til að koma borg- arlínunni fyrir og bæta þær vissu- lega umferðarástandið við Miklatún og bæta tengingu nýrrar Voga- byggðar við önnur hverfi. Því væri réttara að segja að fjárfestingar við stofnvegi væru um 15 ma.kr. og við borgarlínu um 87 ma.kr. Framkvæmdatíminn Í stöðuskýrslu Betri samganga kemur fram að áætlaður fram- kvæmdatími við gerð Miklastokks (stokkur frá Snorrabraut austur fyrir Kringlumýrarbraut) sé árin 2025 til 2029, bygging Sæbraut- arstokks er áætluð árin 2024 til 2027 og gerð borgarlínu um Suður- landsbraut er áætluð árin 2022 til 2025. Ég bara spyr: hvernig dettur mönnum í hug að byggja á sama tíma Miklastokk (þá lokast Mikla- brautin meira og minna) og Sæ- brautarstokk, sem lokar að mestu Sæbrautinni. Auk þess ætti fram- kvæmdum við borgarlínuna um Suðurlandsbraut að ljúka árið 2025 og er þá búið að þrengja mjög að bílaumferð um götuna og er það ekki til hjálpar þegar Miklabraut og Sæbraut eru meira og minna lokaðar. Nú er bara að vona að nýir meirihlutar á höfuðborgarsvæðinu endurskoði málefni borgarlínunnar og greini hverjir séu líklegir til að nota hana, hvað hún muni kosta, hverjir borgi hana, hvað kosti að reka hana og hverjir borgi rekstr- arkostnaðinn. Verðum við ekki að vita þetta? Annars er lagt af stað í rándýrar framkvæmdir sem við vitum ekki hvernig nýtast. Og hvað mun tafakostnaðurinn vegna framkvæmdanna kosta okk- ur? Hverjir ætla að nota borgarlínuna? Eftir Bjarna Gunnarsson »Hér búa um 65 þús- und manns (28,6% íbúar höfuðborgarsvæð- isins) og samkvæmt könnuninni eru 71,6% íbúanna hlynntari al- menningssamgöngum sem er afgerandi meiri- hluti. Bjarni Gunnarsson Höfundur er umferðarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.