Morgunblaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 ✝ Erlendur Páls- son fæddist í Reykjavík 1. maí 1955. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 3. júní 2022. Foreldrar Er- lends voru Valdís Erlendsdóttir, f. 29. nóvember 1929, d. 13. mars 2017, og Páll Andrés Arn- ljótsson, f. 4. desember 1927, d. 26. júní 1959. Erlendur ólst upp í Langa- gerði í Reykjavík og var yngstur þriggja bræðra, bræður hans voru Örn, f. 11. desember 1948, d. 2. apríl 2018, og Hrafn, f. 16. ágúst 1950, d. 3. júní 2005. Erlendur lætur eftir sig þrjú börn, þau eru: 1) Páll Arnar, f. 31. janúar 1979, hann á tvo drengi, Orra Hrafn og Sebastian. 2) Hlynur, f. 15. maí 1986. 3) Telma, f. 17. júní 1993, gift Davíð Helga Hermannssyni, börn þeirra eru Bríet Arna og Patrekur Nóel. Útför fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 14. júní 2022, klukkan 13. Úff hvar byrjar maður … pabbi minn dó, þetta eru þung orð en ég veit að hann fékk dásamlegar móttökur í sumar- landinu eins og hann kallaði það alltaf. Pabbi var sá allra besti, hann reyndist mér svo mikið meira en bara pabbi, hann var trúnaðar- vinur, ráðgjafi, stuðningsaðili og minn allra besti vinur. Pabbi var dásamlegur afi og man ég þegar ég tilkynnti honum með símtali til Spánar að ég væri ólétt að Bríeti Örnu dóttur minni að þá heyrðist brosið í gegnum símann. Við fórum svo og heimsóttum hann um vorið áður en hann kom heim og þá talaði hann ítrekað um að hann yrði nú að koma heim og passa að við myndum standa okkur í foreldrahlutverkinu, tal- aði um að hann þyrfti að hafa yf- irsýn yfir þessi mál. Pabbi varð svo aftur yfir sig spenntur þegar Patrekur Nóel var væntanlegur og talaði alla daga um að hann væri svo spenntur að fá annan afastrák og það yrði svo skemmtilegt að eiga eina afa- stelpu og einn afastrák hér á Ís- landi. Ég man síðustu dagana hans á spítalanum hvað hann ljómaði þegar ég kom í heimsókn með krakkana því þau voru hans líf og yndi. Hann og Bríet áttu alveg hreint yndislegt samband og voru eins konar sálufélagar frá fyrsta degi. Pabbi var mikill smekkmaður og fagurkeri, hann naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig og var alltaf svo vel tilhafður. Ég man að pabbi var alltaf svo mikill nautnaseggur og í raun var honum alveg sama hvaða dútl var í gangi bara að það væri eitthvað verið að klóra eða strjúka. Hann leyfði mér ótal sinnum að vera í hárgreiðslu- og förðunarleik með- an hann lá og hvíldi sig í sófanum og mun ég alltaf muna hvað mér þótti það gífurlega skemmtilegt, honum tókst að koma Bríeti minni í sama nautnaseggsbát og segir hún reglulega að henni sé svo illt í bakinu að afi Elli þurfi að klóra. Pabbi var með ótrúlega fallegt hjarta, hann var traustur og mik- ill vinur vina sinna. Pabbi var mikill grínari og húmoristi og á ég endalausar minningar af okkur að hlæja og gantast saman. Pabbi hafði áhuga á öllu sem við vorum að gera og reyndi að vera duglegur að hjálpa eins og heilsan leyfði, oft var það bara með því að senda mér greinar og pistla á netinu tengt viðkomandi verkefnum eða þegar hann kom brunandi með nærbuxnapakka fyrir Bríeti þegar hún fór að æfa sig á koppnum. Pabbi var ekki maður sem tjáði ást sína með orðum en það var engin þörf á því þar sem það fór aldrei á milli mála að við börnin og barnabörnin vorum hans auga- steinar. Pabbi hafði barist hetjulega við sín veikindi og alveg hreint aðdá- unarvert að sjá hversu sterkur hann var í gegnum þetta allt sam- an. Stundum þegar bakslögin komu átti hann það til að segja: „Það er merkilegt hvað það er lagt mikið á þennan litla búk.“ Pabbi, ég gæti skrifað og skrif- að en kannski er þetta ágætis endapunktur í bili. Ég elska þig endalaust og sakna þín alltaf. Ég mun passa upp á afagullin þín og hlakka mik- ið til að segja þeim allar dásam- legu sögurnar af þér og uppá- tækjunum þínum. Þar til næst elsku pabbi minn. Þín pabbastelpa, Telma. Ég kynntist Ella þegar hann og Elsa systir mín drógu sig sam- an. Mér fannst mikið til þessa manns koma og voru hann og Elsa dugleg að leyfa mér, litla skottinu, að vera með sér. Ég man hversu gaman mér fannst að fara með þeim í Langa- gerði þar sem mamma hans bjó og ekki var verra ef Auður og Val- dís, bræðradætur hans væru á staðnum. Elli og Elsa leyfðu mér að taka mikin þátt í lífi sínu sem ég er mjög þakklát fyrir. Þegar ég var 8 ára eignuðust þau sitt fyrsta barn, hann Palla. Það var hringt í skóla- stjórann og ég sótt úr tíma til að tilkynna mér að hann væri fædd- ur. Svo kom mamma og sótti mig og við brunuðum upp á fæðing- ardeild. Það var ekkert skrítið að mér leið eins og ég hefði loksins eignast lítinn bróður. Fyrsta heimilið þeirra var í Laufangi og þar var alltaf gaman að vera. Elli var skemmtilegur og stríðinn og mér fannst allt svo flott heima hjá þeim og leit mikið upp til þeirra. Elli reyndist mér líka mjög vel þegar ég missti mömmu 13 ára og held ég að hann hafi haft skilning á því hvað ég var að ganga í gegnum, enda missti hann föður sinn ungur að árum. Ég held að Elli hafi aldrei gert sér grein fyrir hvað þessi umhyggja hans skipti mig miklu máli og hvað ég mat hana mikils. Ég hitti Ella síðast tveim vik- um fyrir andlát hans úti á flugvelli eins og svo oft áður. Þar gátum við aðeins spjallað saman og gat ég óskað honum til hamingju með óvænta brúðkaupið hennar Telmu sem var deginum áður. Ég er ótrúlega þakklátt fyrir að hafa hitt hann þarna og geta kvatt hann með kossi. Mér þykir miður að geta ekki verið viðstödd og kvatt hann hinni hinstu kveðju og eru hugsanir mínar hjá börnum hann og barna- börnum. Minning um góðan mann lifir. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. Katrín Norðmann Jónsdóttir Erlendur Pálsson Matthías Péturs- son var stofnfélagi í Stangaveiðifélagi Rangæinga sem stofnað var árið 1972 og var hann í mörg ár í stjórn félagsins og síðar endurskoðandi þess. Ég kynntist Matthíasi er ég tók sæti í stjórn félagsins árið 1980 og hafa leiðir okkar legið saman allar götur síð- an í tengslum við stangaveiði- félagið. Matthías var traustur maður og ráðagóður og sjónar- mið hans höfðu ávallt mikið vægi innan félagsins. Á þessum tíma var ákveðið að taka upp sam- skipti við þýska veiðifélagið Fischereiverein Niedersonthofe- ner See í Allgäu, Bæjaralandi. Þau tengsl veiðifélaganna stóðu í aldarfjórðung og voru margar hópferðir farnar á heimaslóðir þýska félagsins á því tímabili. Matthías og Kristín eiginkona hans tóku þátt í tveimur þeirra, árið 1981 og 1990, og lifa enn skemmtilegar minningar úr þeim ferðum. Samkvæmt lögum Stanga- veiðifélags Rangæinga var til- gangur félagsins m.a. að bæta að- stöðu félagsmanna til stangveiða og stuðla að ræktun fiskistofns á veiðisvæðum þeim er félagið fengi til umráða. Gerður var leigusamningur við landeigendur um vatnasvæði Rangánna og ákveðið að gera tilraunir með laxaseiðasleppingar. Lítið var um lax í ánum en til staðar var sjó- birtingur og bleikja. Seiðaslepp- ingar skiluðu sér ekki sem skyldi Matthías Pétursson ✝ Matthías Pét- ursson fæddist 22. ágúst 1926. Hann lést 21. maí 2022. Útför fór fram 7. júní 2022. og kom í ljós að full- nægjandi uppeldis- skilyrði fyrir lax voru ekki fyrir hendi. Árið 1987 gerðu Stangaveiðifélag Rangæinga og eld- isstöðin Búfiskur hf. samning við Veiði- félag Rangæinga um leigu á vatna- svæði Rangánna til fiskiræktar og stangaveiði. Gert var ráð fyrir að sleppt yrði miklu magni sjógönguseiða á samn- ingstímabilinu. Þegar við vorum í Þýskalandsferðinni sumarið 1990 tóku að berast að heiman ótrú- legar tölur um laxveiði í Rang- ánum og þegar upp var staðið kom í ljós að rúmlega 1.600 laxar komu á land og Rangárnar urðu aflahæstu laxveiðiár landsins árið 1990. Þessi ævintýralegi árangur varð vegna þeirrar aðferðar sem beitt var við seiðasleppingar. Gönguseiði, sem alin voru í eld- isstöð Búfisks hf., voru aðlöguð í tjörnum á mismunandi stöðum við árnar í nokkrar vikur fyrir sleppingu. Hér var því um að ræða sleppingu gönguseiða til hafbeitar og markar upphafið að þróun aðferðar með notkun sleppitjarna, sem hefur gert Rangárnar að fengsælustu lax- veiðiám landsins. Matthíasi var umhugað um að því væri haldið til haga hverjir hefðu raunveru- lega verið frumkvöðlar þessarar aðferðar og hver hafi verið þáttur Stangaveiðifélags Rangæinga í því ræktunarstarfi. Tímabært er að sú saga verði skráð. Að leiðarlokum þakka ég góð kynni og votta Kristínu, börnum þeirra og fjölskyldu allri dýpstu samúð. Eggert Óskarsson. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR KJARTANSSON hæstaréttarlögmaður, áður Flókagötu 37, lést föstudaginn 10. júní 2022. Margrét Guðmundsdóttir Sigríður, Guðmundur, Tómas og fjölskyldur Ástkær frænka okkar, ELÍN SIGURGEIRSDÓTTIR Ella í Björgvin, Björgvin, Eyrarbakka, lést á Sólvöllum miðvikudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju fimmtudaginn 16. júní klukkan 14. Friðjón Skúlason Ragnhildur Skúladóttir Sigurgeir Skúlason og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGGÓ M. SIGURÐSSON, fv. framkvæmdastjóri og kaupmaður, er látinn. Útför verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar, fósturfaðir, afi, langafi, mágur og frændi, ÓFEIGUR REYNIR GUÐJÓNSSON, lést á líknardeild Landspítalans fimmtu- dagin 26. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní klukkan 13. Guðrún Guðjónsdóttir Sævar Guðjónsson Ásta Kristjánsdóttir Kaja Kristjánsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MATTHÍASSON rafvirki, Jökulgrunni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 10. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að hans ósk. Sigrún Helga Magnúsdóttir Hreinn Jónsson Wannee Pramong Lárus Borgar Jónsson Phuangphetr Suphannok Ester Jónsdóttir Magnús Jónsson Helga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, Hreggnasa, Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Bergi Bolungarvík 10. júní. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 2. júlí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvennadeild Slysavarnafélagsins í Bolungarvík. Hallgrímur Ása María Kjartan Sigrún Reimar Guðrún Ragna Sólveig Þórðardóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, FINNBOGI JÓHANN JÓNASSON, harðfiskframleiðandi og skipstjóri, áður búsettur á Túngötu 7, Ísafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík laugardaginn 4. júní, verður jarðsunginn í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. júní klukkan 11. Elísabet María Gunnlaugsdóttir Gunnlaugur Á. Finnbogason Sumalee Karerum Guðrún Anna Finnbogadóttir Steinar Ríkharðsson Jónas Hallur Finnbogason Guðný Kristín Bjarnadóttir Grímur Freyr Finnbogason og barnabörn Í dag kveð ég þig í bili elsku Guðný, móður mannsins míns og ömmu barnanna minna. Og kæra vinkonu. Vinkonu sem alltaf tók á móti mér með gleði, stolti og hvatn- ingarorðum. Konu sem hlúði að mér sem barni í ævintýrum okkar Palla og Hildar, bauð okkur með í Skorra- dal og bauð mig velkomna heim þegar við Palli tókum saman sem fullorðin. Þannig leið mér, eins og ég væri að koma heim. Formlegheit- in voru ekkert fyrir okkur, aðal- atriðið var að hafa gaman og Guðný Jóna Pálsdóttir ✝ Guðný Jóna Pálsdóttir fæddist 4. ágúst 1951. Hún lést 18. maí 2022. Guðný var jarð- sungin 30. maí 2022. njóta samvista. Og hlæja og grínast. Þú varst sann- arlega skemmti- leg, skapandi og kærleiksrík amma. Og alltaf hvattirðu mig í öllu mínu veseni, verkefnum og brjálæðisgangi. Alger haukur í horni. Ég þakka þér þetta allt elsku Guðný. Og þótt ég við- urkenni að sorg og söknuður sé yfirgnæfandi í dag heiti ég þér því að láta gleði og gaum fljót- lega taka við að nýju, í þínum anda og þér til hyllingar. Ég veit nefnilega að við hittumst á ný. Þangað til mun ég hlúa að strákunum þínum og krökkun- um okkar. Gúddíbæ elsku uppáhalds- tengdamamma. Uns við hitt- umst á ný. Edda Lúvísa Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.