Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Fánar Sólarfilmur Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður haldinn þriðjudaginn 21. júní kl. 17:15 á Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut. Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar samtakanna lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Kosning í stjórn 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Önnur mál SÁÁ Efstaleiti 7 103 Reykjavík Sími 530 7600 saa@saa.is www.saa.is Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Pútthópur kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Ganga / stafganga kl. 10. Stólaleikfimi kl. 13. Brids og kanasta kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar- hópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Bónus-rútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 11 stóla-jóga í Sjálands- skóla, kl. 10 gönguhópur frá Jónshúsi, kl. 13-16 Smiðja opin, allir vel- komnir. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Inni-og útifjör (með kennurum) frá kl. 9.30-10.20. Listaspírur kl. 13. Allir velkomnir Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Brids kl. 13. Bingó kl. 13.15. Útileikfimi með Carynu kl. 13.30, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Opin handverksstofa kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl. 10.30-11. Bókband í smiðju kl. 13- 16.30. Opin handverksstofa kl. 13-16 og síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Öll hjartanlega velkomin til okkar :) Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.10. Kaffi í króknum á Skólabraut kl. 9. Pútt á Skólabraut kl. 10.30. Stutt ganga frá Skólabraut kl. 13. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Minnum á bingóið nk. fimmtudag kl. 13.30. Allir velkomnir. Athugið þið sem skráð eru í ferðina á Langjökul fimmtudaginn 16. júní, að lagt verður af stað frá Skólabraut kl. 9. Klæðum okkur eftir veðri. FINNA.is alltaf - alstaðar mbl.is ✝ Hedwig Franz- iska Elisabeth Meyer fæddist í Rechterfeld í Nied- ersachsen-héraði í Þýskalandi 25. mars 1929. Hún lést á Skjóli 27. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Johann Carl og Bernar- dine Meyer. Hed- wig er fimmta í röð fjórtán systkina. Eftirlifandi systkini hennar eru öll búsett í Þýska- landi. Hedwig ólst upp í Rech- terfeld en þurfti ung að standa á eigin fótum, enda systkina- hópurinn stór. Hedwig kom til Íslands 1956 sem au pair. Hún var au pair hjá fjölskyldu á Hólatorgi 6. Sinnti þar börnum og aðstoðaði Hansdóttur sjúkraliða og áttu þau saman einn son, Hilmar (Andra) Meyer Hilmarsson, f. 21. maí 1995. Þegar Hedwig öðlaðist ís- lenskan ríkisborgararétt varð hún að taka upp íslenskt nafn og fékk þá nafnið Heiða Karls- dóttir en hún var alltaf kölluð Heddý. Seinna meir, þegar mátti breyta þessu, þá breytti hún nafninu sínu til baka í fæðingarnafn sitt en sleppti Franziskunafninu. Hedwig og Guðmundur hófu búskap á Kárastíg 1 í Reykja- vík og ráku þar matvöruversl- un ásamt föður Guðmundar. Hún vann líka á Landakotsspít- ala sem gangastúlka á skurð- stofudeild. Hedwig var lærð saumakona og vann við það í Þýskalandi og á Íslandi, m.a. hjá Andersen og Lauth og var yfirmaður hjá saumastofu Hag- kaups. Hún tók að sér kjóla- saum heima fyrir meðan hún sinnti heimilisstörfum. Hedwig var sungin sálu- messa í Landakotskirkju 12. maí 2022, í kyrrþey. á heimilinu. Hún kynntist Guðmundi Kristni Guðjónssyni kaup- manni og þau gift- ust. Guðmundur Kristinn lést 3. mars 2013. Hedwig og Guðmundur eignuðust tvo syni: 1) Guðjón Karl bif- vélavirkjameistari, f. 30. október 1960. Hann er í sambúð með Ástríði Ólafíu Jóndóttur (Ástu Lóu) tanntækni. Börn hennar eru: a) Steinunn Þuríður, gift Gísla Stein og synir þeirra eru Eyþór Kári og Viktor Númi. b) Helga Hrund, dóttir hennar er Natalía Rún. 2) Hilmar Bernard tann- læknir, f. 13. ágúst 1962, d. 23. febrúar 1995. Hann var í sam- búð með Kolbrúnu Steinunni Fallin er frá okkar ástkæra Hedwig Meyer, sem kom til Ís- lands árið 1956 í þeim tilgangi að hjálpa til við stórt heimili okkar á Hólatorgi 6 í Reykjavík. Þegar hún lenti á Reykjavíkurflugvelli tók Nonni frændi á móti henni. Hann var klæddur í Hekluúlpu með hettuna niður á nef. Henni leist ekki alveg á hann og varð hálfsmeyk en þegar hún kom heim og sá börnin sofandi varð hún strax rólegri. Við systkinin nutum þess að hafa hana hjá okkur þar sem hún gekk í öll verk heimilisins. Hún var einstaklega myndarleg og vandvirk. Ekki nóg með að hún hafi sinnt hefðbundnum heimilis- störfum heldur saumaði hún líka föt á okkur meðan hún dvaldi hjá okkur og svo heilmikið eftir að hún hætti í vistinni. Má þar nefna fermingarkjóla, frakka á Denna úr gömlum frakka af pabba og svo síðast en ekki síst brúðarkjól á Oddnýju. Hún var guðmóðir hennar. Hedwig og Dóa systir sem lést fyrir rúmu ári voru alveg sérstakar vinkonur og hittust oft. Hún bauð okkur systkinum og mökum oft í mat og síðast þegar hún varð níræð fyrir 3 árum. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Hedwig og gaman að vera með henni. Hún hafði einstakan húmor. Hún kom oft á Hólatorgið í heimsókn meðan mamma var á lífi og kom með systkini sín þegar þau komu í heimsókn til hennar. Mamma var nefnilega snjöll í að læra tungumál og hafði lært dönsku, ensku og frönsku en réð svo til okkar þýskar stúlkur til að læra þýsku og það gekk mjög vel. Hvernig fann mamma þessa frábæru konu? Jú, það var með auglýsingu í þýsku safnaðarblaði og tekið fram að um fjölskyldu biskupsins væri að ræða. Jóhann- es Gunnarsson, þáverandi kaþ- ólski biskupinn, var bróðir afa okkar Friðriks, sem bjó á heim- ilinu. Hedwig kynntist manni sínum Guðmundi hér á Íslandi sem varð okkur til happs, því að hún ílengdist hér á landi. Þau bjuggu sér fyrst heimili á Kárastíg í fjöl- skylduhúsi þar sem líka var verslun sem fjölskyldan rak. Við vottum fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúð. Megi hið eilífa ljós lýsa henni um aldir alda. Jóhannes, Bjarni, Oddur, Friðrik, Oddný, Þorgerður og Guðmundur Halldórsbörn. Hedwig Elísabet Meyer Þú félagi, vinur, þín för enduð er á framandi ströndu að landi þig ber. Við syrgjum og gleðjumst hér saman um stund, en seinna við mætumst á annarri grund. Þó leið okkar skilji og lund okkar sár þú læknað það getur og þerrað hvert tár. Þú bæn okkur kenndir við biðjum þig nú að breyta þeim harmi í eilífa trú. (EBV) Fyrstu kynni mín af Guðmundi Inga voru árið 2011. Ég var þá nýbúinn með Háskólann á Hólum í Hjaltadal og nýráðinn atvinnu- og ferðamálafulltrúi í Rangár- þingi og Mýrdal. Gjörsamlega blautur á bak við eyrun í stjórn- sýslugeiranum. Ég var heppinn að Guðmundur tók mér svona vel og að hann var andstæðan við mig – rólegur og yfirvegaður. Allt sem hann gerði yfirfór hann og yfirfór aftur. Guðmundur var mér sannarlega stoð og stytta í mínu starfi. Þar sem skrifstofan mín var á Hellu leitaði ég langoft- ast til hans af þeim sveitarstjór- um sem ég vann með ef ég þurfti álit eða ráð. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson ✝ Guðmundur Ingi Gunn- laugsson fæddist 14. september 1951. Hann lést 4. júní 2022. Útför Guðmundar Inga fór fram 10. júní 2022. Guðmundur bjó yfir mikilli visku – hafði unnið í veit- ingageiranum, rekið vinsælan veitingastað á Sel- fossi auk þess sem hann kom að hót- elstjórnun auk þess að vera sjóað- ur í sveitarstjórn- armálum. Margar ferðir átti ég upp á skrifstofu til að hitta Guðmund með eitthvað sem ég þurfti leiðbeiningar við og hann úttalaði sig aldrei um hlutina fyrr en hann var búinn að kynna sér málið frá öllum hliðum. Leiðir okkar lágu svo síðar saman þegar við báðir vorum bílstjórar hjá Kynnisferðum. Guðmundur byrjaði á eftir mér en mikið svakalega var hann fljótur að ná tökum á starfinu. Alltaf með sitt á hreinu og vissi hvað hann átti að gera. Guðmundur hafði skoðanir og hann var mjög fylginn sér í þeim. Virkur var hann á Fa- cebook þar sem hann krufði málefni líðandi stundar. Ekki var ég alltaf sammála honum en hann ávann sér traust og virð- ingu, burtséð frá skoðunum sín- um. Ég kveð þennan samferða- mann minn með sorg og veit að hann er kominn á betri stað. Ég sendi ég ástvinum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Eymundur Gunnarsson, fv. atvinnu- og ferða- málafulltrúi í Rang- árþingi og Mýrdal. Látinn er eftir snarpa sjúkdóms- legu einstakur vin- ur, Ragnar G. Kvaran. Ragnar og Hrefna eiginkona hans voru okkur hjónum nánir vinir alla tíð. Þrátt fyrir að þau dveldu langdvölum erlendis rofnaði aldrei sá þráður sem tengdi okk- ur saman. Fjör og uppátæki fyrstu búskaparáranna breyttist í einlæga vináttu og gleði yfir öllum þeim samverustundum sem við nutum. Ragnar var einstakur maður og fyrir mér var hann fjölgáf- aður heimsborgari. Glögg- skyggnt náttúrubarn þegar hann umgekkst hrossin, hag- mæltur og listrænn, einstakur húmoristi og gleðigjafi á góðri stund. Betri dansherra gat mað- ur ekki óskað sér. Hann hafði þann eiginleika að gefa sig að öllum jafnt, ungum sem öldnum. Hann átti til óborganlega uppá- tektasemi sem öllum kom í gott skap. Eitt sinn er þau Hrefna komu í matarboð til okkar Árna á Birkimelnum gerði hann mér þann grikk að mæta með hálft yfirskeggið rakað af. Ég tók ekki eftir neinu á meðan aðrir hlógu að þessu glensi. Flugið átti hug Ragnars og því helgaði hann alla starfsævi sína. Lengst starfaði hann hjá Cargolux og bjó fjölskyldan því í Lúxemborg í fjölda ára. Við Árni áttum ótal gleðistundir með Ragnar G. Kvaran ✝ Ragnar G. Kvaran fæddist 11. júlí 1927. Hann lést 1. júní 2022. Út- förin fór fram 13. júní 2022. Ragnari og Hrefnu á ferðalögum um Evrópu þar sem þau kynntu fyrir okkur klassíska byggingarlist, menningu og mat, margt okkur fram- andi og nýtt. Aðrir rekja flugferil Ragnars betur en ég, en það veit ég að Ragnar var traust- ur og farsæll flugstjóri alla tíð. Minnisstæð er koma þeirra Ragnars og Hrefnu í töðugjöld á túnið í Söðulsholti, fljúgandi á gulri TF-KAK og okkur var svo sannarlega létt þegar hún sveif á loft yfir stóðhestagirðinguna. Þegar Árni minn lauk prest- skap sjötugur reyndist Ragnar betri en enginn. Hann gaf Árna gamalt golfsett og tók hann með sér nær daglega í golf og sund. Þeir félagarnir spiluðu nánast allt árið á Hvaleyrarholtinu og síðan var tekinn sundsprettur í Kópavogslauginni. Árni hætti í golfinu vegna sjóndepru, sagðist slá svo langt að hann sæi ekki boltann lengur, en Ragnar hélt áfram. Ragnar hélt heilsu og þreki ótrúlega lengi. Manni fannst nánast að elli kerling ynni ekki á honum. Ragnar mátti þola mikið and- streymi í veikindum Hrefnu og andláti hennar. Það að missa tvo syni sína væri síðan mörgum óbærilegt. Þrek hans var mikið að takast á við þetta allt. Önnu dóttur Ragnars bið ég Guðs blessunar svo og öllum hans afkomendum, ættingjum, tengdafólki og vinum. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minning- argreinum til birtingar í öðrum miðl- um nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.