Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 24

Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Einhver kemur þér til bjargar í erfiðum aðstæðum. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er ekkert við því að gera þótt þú fáir ekki öllu ráðið um sérstakt verkefni. Ekki vera hræddur við að skemmta þér við eitt- hvað sem virðist ómerkilegt í upphafi. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú færð meiriháttar fréttir sem lyfta þér upp í hæðir. Viðtökur annarra eiga eftir að koma þér skemmtilega á óvart. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Rétt er að koma málum á hreint heima fyrir. Hafðu báða fætur á jörðinni er þú reynir að rétta fjölskyldunni hjálparhönd. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er til lítils að láta einhver minni- háttar mál eyðileggja daginn. Gerðu þér far um að umgangast fólk því aðrir taka eftir þér og vinir þínir vilja umgangast þig. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú kemst ekki hjá því að taka þátt í samstarfi í dag svo gerðu þitt besta í stöð- unni. Tjáðu þig og þér mun líða betur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana en með réttu hug- arfari ferðu létt með það. Sýndu samstarfs- vilja og þolinmæði og reyndu að taka hlutina ekki of alvarlega. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera ákveðinn til að málin gangi hraðar fyrir sig. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það hefst ekkert nema menn séu reiðubúnir að sækja hlutina. Farðu samt varlega því einhver reynir viljandi að villa þér sýn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur haldið þig til hlés í ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur hjá því að taka afstöðu og láta hana í ljós við viðkomandi. Láttu ekki telja þig á neitt sem þú ert ekki sannfærður um. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Gættu þess að haga vonum þínum alltaf í samræmi við það sem þú veist mögulegt. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Eitthvað verður til þess að trufla þitt daglega mynstur. Reyndu að koma skikki á hlutina og skila því starfi sem þér er ætlað. Rebekka hafði umsjón með ferða- klúbbnum „Úrvalsfólk“ um nokkurt skeið ásamt Valdísi Jónsdóttur. „Þá skipulagði ég ferðirnar. Það var allt- af skemmtilegt að vera fararstjóri og mér þykir vænt um alla farþeg- ana sem voru með mér. Eins var barni. Eitt sinn varð bílslys og ég þurfti að fara með farþega upp á spítala í aðgerð. Svo þurfti annar læknirinn að fara og þá var sagt við mig: Nú ferð í þú í slopp, setur á þig húfu og hanska og ég bendi þér á hvað þú þarft að rétta mér.“ R ebekka Hólmfríður Kristjánsdóttir er fædd 14. júní 1932 í Krók 2, Ísafirði og ólst þar upp til 14 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur. „Það var gott að alast upp á Ísafirði og mér finnst Ísa- fjörður fallegasti staðurinn á landinu. Svo fluttum við mamma mín til Reykjavíkur og bjuggum í Hátúni. Þar blasti við völlurinn hjá Ármanni.“ Rebekka fór að spila sem mark- vörður hjá Ármanni í handbolta og vann þar Íslandsmeistaratitil 1948 og 1949. Á þeim árum tók hún einnig virkan þátt í skátastarfi. Rebekka lauk grunnskólaprófi á Ísafirði og gekk síðan í Ingimarsskóla í Reykjavík og Héraðsskólann á Laugarvatni. Rebekka bjó í Vestmannaeyjum 1953-1958, en fluttist þá til Reykja- víkur og bjó þar til ársins 1987, þegar hún flutti í Kópavog. Rebekka vann við ýmis verslunar- störf á yngri árum og síðar sem tal- símakona við símstöðina í Vest- mannaeyjum og hjá Landsímanum í Reykjavík. „Þar voru allir yfirmenn þéraðir og mér fannst það skemmti- legur siður.“ Rebekka var síðan bók- ari hjá aðalendurskoðun Pósts og síma. Hún hóf störf sem fararstjóri hjá ferðaskrifstofunni Sunnu 1978. Hún starfaði samfellt við fararstjórn er- lendis til ársins 2002, fyrir ferðaskrif- stofurnar Sunnu, Atlantik, og svo Úr- val, síðar Úrval Útsýn og Vita. Lengst af starfaði hún á Spáni, bæði á Mallorka og Kanaríeyjum, en einn- ig á Ítalíu. Eftir það annaðist Rebekka í nokk- ur ár tilfallandi fararstjórn í sérferð- um, s.s. hópferðum um Evrópu og siglingum, einkanlega í ferðum eldri borgara. Á þessum langa starfsferli nutu þúsundir Íslendinga þjónustu hennar, leiðsagnar og fræðslu. Hún var einn fyrsti íslenski fararstjórinn til að fá fullgilt spænskt starfsleyfi sem fararstjóri á Spáni til jafns á við innlenda. „Ég var yfirfararstjóri og það var mikil ábyrgð. Ég þurfti að fara með fólk á spítala og hef sagt að ég hafi gert allt nema að taka á móti alltaf góð samvinna milli okkar far- arstjóranna.“ Á síðari árum hefur Rebekka tek- ið virkan þátt í starfi Hringsins. Hún stundar postulínsmálun af miklum krafti og sinnir öðrum áhugamálum, s.s. ferðalögum er- Rebekka Hólmfríður Kristjánsdóttir, fyrrverandi fararstjóri – 90 ára Myndarhópur Barnabörn og barnabarnabörn Rebekku samankomin í janúar 2019. Fararstjóri í fjörutíu ár Markvörðurinn Íslandsmeistarar Ármanns í handbolta 1948 – Rebekka fyrir miðri mynd í fremri röð, í smekkbuxum með hönd á bikarnum. Afmæli Rebekka Kristjánsdóttir. Hjónin Jóhanna og Einar Birnir fagna 70 ára brúðkaupsafmæli í dag, 14. júní 2022 en þau giftu sig á þessum degi í Lágafellskirkju í Mosfellssveit árið 1952. Jóhanna Ingimundardóttir er fædd 15.2. 1930 á Hellissandi, dóttir hjónanna Magnfríðar Sigurlínadóttur og Ingimundar Guðmundssonar sjómanns, sem urðu, sjúkdóma vegna, að sjá af dóttur sinni í fóstur árið 1937 til öndvegishjónanna Þórunnar Guðmundsdóttur húsmóður og Kristjáns C. Jónssonar verkamanns í Reykjavík, en þau urðu fósturforeldrar Jóhönnu. Einar Birnir er fæddur 30.9. 1930, sonur hjónanna Bryndísar Einarsdóttur Birnir og Björns Birnir, bænda að Grafarholti í Mosfellssveit. Sagan segir að Einar hafi aðeins verið nokkurra mánaða gamall þegar afi hans Björn setti hann fyrst á hestbak. En hestamennskan hefur verið Einari ástríðuáhugamál alla tíð. Leiðir Jóhönnu og Einars lágu saman í vesturbæ Reykjavíkur árið 1949 og sagan þeirra er skrifuð í stjörnurnar. Þau búa nú að Árskógum 6 í Reykjavík. Í upphafi var hestamennska eitt af sameiginlegum áhugamálum þeirra en eftir því sem börnunum fjölgaði varð minni tími hjá Jóhönnu er hún sinnti börnum og stóru heimili. Hún lærði snemma að njóta kveðskapar og listar og hefur síðustu ár verið öflug í tréútskurði. Einar vann hjá Samvinnutryggingum, SÍS og síðast heildverslun G. Ólafssonar hf. og var eigandi þess fyrirtækis og formaður í Félagi stórkaupmanna. Jóhanna og Einar eiga 6 börn og eru afkomendur orðnir 37 talsins og búa í öllum heimshornum. Þau hafa alla tíð notið þess að heimsækja börn sín og tóku lengst af virkan þátt í fjölskyldulífi á hverjum stað. Í seinni tíð er mest verið að njóta samvista og vera þakklát fyrir að halda sínu andlega atgervi við háan aldur. Árnað heilla Platínubrúðkaup Þurrkgrindur Lauga gi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is 60 cm x 3,6 lm, ber 20 kg Verð kr. 10.980 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 11.980 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.970 Útdraganleg Verð kr. 7.980 3 stærðir Vefverslun brynja.is ve Opi ð virk a dag a fr á 9- 18 lau . frá 11- 17 Innan-og utandyra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.