Morgunblaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 „ÓKEI, Í SÍÐUSTU VIKU VORUÐ ÞIÐ AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR YKKUR HVERNIG SKIPURITIÐ LITI ÚT BERSTRÍPAÐ.“ „HVÍ SAGÐIRÐU AÐ ÉG VÆRI SAKLAUS ÞAR SEM ÉG HEFÐI VERIÐ AÐ BRJÓTAST INN ANNARS STAÐAR? ERTU EKKI LÖGFRÆÐINGUR? “ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skylda sem ber umbunina í sjálfri sér. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVER ER BESTA KVIKMYND ALLRA TÍMA?“ VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! GÆTIRÐU VERIÐ AÐEINS NÁKVÆMARI EN „ÞESSI MEÐ HUNDINUM“? ÉG GET EKKI SOFIÐ! EKKI ÉG HELDUR! VIÐ GÁTUM HELDUR EKKI SOFIÐ! lendis og golfiðkun. „Það er komið ár síðan ég hætti golfinu, en ég fer alltaf á miðvikudögum í postulíns- málun og fer upp í sumarbústað. Ég heyri vel og sé vel og keyri ennþá bílinn.“ Fjölskylda Sambýlismaður Rebekku er Sig- urður R. Guðjónsson, f. 16.6. 1933, rafverktaki og kaupmaður. Re- bekka var gift Guðjóni Pálssyni, f. 23.8. 1929, d. 16.4. 2014, hljóðfæra- leikara og tónlistarkennara. Þau slitu samvistum 1958. Rebekka var einnig gift Jóhanni Ara Hróalds Guðmundssyni, f. 25.3. 1925, d. 29.10. 2009, innheimtustjóra hjá Pósti og síma. Þau slitu samvistum 1986. Börn Rebekku eru 1) Páll Guð- jónsson viðskiptafræðingur, f. 16.12. 1950, býr í Kópavogi; maki: Ingi- björg Flygenring; 2) Fanný Guð- jónsdóttir, heilbrigðisgagnafræð- ingur, f. 22.11. 1952, býr í Kópavogi; maki: Þorsteinn Höskuldsson; 3) Herjólfur Guðjónsson, húsasmíða- meistari, f. 17.8. 1954, býr í Garða- bæ, maki Anna Kristín Fenger; 4) Jón Jóhannsson, rekstrarfræðingur, f. 17.11. 1964 , býr í Kópavogi, maki: Ásta Þóra Valdimarsdóttir; 5) Sig- ríður Jóhannsdóttir, f. 8.9. 1967, býr í Reykjavík. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin 16. Systkini Rebekku voru Hanna Helga Kristjánsdóttir, f. 12.8. 1918, d. 15.7. 1938, Margrét Kristjáns- dóttir, f. 1.2. 1921, d. 12.9. 1999, Jón- ína Kristjánsdóttir, f. 3.5. 1922, d. 1.10. 2018, og Magnús Jakob Krist- jánsson, f. 10.1. 1925, d. 22.10. 1941. Foreldrar Rebekku voru Kristján Guðlaugur Einarsson, f. 5.1. 1892 í Hattardal í Álftafirði, d. 24.3. 1979, sjómaður á Ísafirði, og Katrín Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 5.10. 1897 í Purkey á Breiðafirði, d. 14.3. 1990, húsfreyja á Ísafirði. Rebekka Hólmfríður Kristjánsdóttir Katrín Elísabet Jónasdóttir húsfreyja á Hellu Helgi Bjarnason bóndi á Hellu á Fellsströnd Helga Helgadóttir húsfreyja á Ísafirði Magnús Guðbrandsson skipstjóri á Ísafirði Katrín Hólmfríður Magnúsdóttir húsfreyja á Ísafirði Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja á Neðri-Yxnakeldu Guðbrandur Guðmundsson bóndi á Neðri-Yxnakeldu í Breiðavíkurhreppi, Snæf. Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Svarfhóli Jón Björnsson bóndi á Svarfhóli í Álftafirði, Ísafjarðardjúpi Jónína Gróa Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði Einar Sigurðsson vinnumaður í Ögri, síðar í Bolungarvík Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Strandseljum og Hjöllum Sigurður „Probbi“ Þorsteinsson bóndi á Strandseljum og Hjöllum í Skötufirði, Ísafjarðardjúpi Ætt Rebekku Hólmfríðar Kristjánsdóttur Kristján Guðlaugur Einarsson sjómaður á Ísafirði Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson „Sjómannalof“: Sjómenn færa björg í bú, bæta kjör og þjóðarhag, flottir bæði fyrr og nú, fagna skulum þeim í dag. Halda þeir um höfin blá, hróður landans bera vítt, reyna mátt við reiðan sjá, Ránardætur óttast lítt. Sjómannslífið dýrka og dá dáðrakkir í hverri raun, virðingu og vegsemd fá, verðskulda hin æðstu laun. Tryggvi Jónsson skrifar: „Þar sem skrokkurinn er sífellt að kvarta og segist vera orðinn eldri en sálin, þá skottaðist ég til doksa og bar mig aumlega því af slæmri reynslu þá hef ég komist að því að það borgar sig ekki að bera sig mannalega þegar maður á í við- skiptum við þá ágætu menn og kon- ur. Þeim viðskiptum lauk með myndatöku, blóðprufu og litlum bláum pillum“: Horfinn þróttur, horfið þrek heldur bústinn kviður. Fæturnir sem fúið sprek fúnar geðið niður. Grána hærur, gleymast spor gigtin leiða veldur. Eldist kallinn, ekkert þor, orðin næstum geldur. Lyftist sálin líknar þraut líkt og sumarylur. Leiði og drungi líða á braut, eftir litlar bláar pillur. Ólafur Stefánsson svaraði með góðum óskum: Gleði á ný hjá garpi finn gamla flóir saftin. Úr pilluglasi pótensinn piltur fær og kraftinn. Magnús Geir Guðmundsson kvað: Það eflaust er sagt með sann, seint ég betur að gái að alltaf hún elti mann, Elli kerling og nái! Ingunn Björnsdóttir svaraði: Gleðstu við þá góðu frétt að göfugt man þig elti. þótt aðrar konur, alveg rétt, þér ei fyrir sér velti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á sjómannadaginn og horfið þrek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.