Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 26
DANMÖRK Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Viktor Gísli Hallgrímsson, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, varð um helgina danskur meistari með liði sínu GOG eftir að liðið hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Aalborg, þar sem Arn- ór Atlason er aðstoðarþjálfari, í æsispennandi úrslitaeinvígi. GOG vann annan leik liðanna í Álaborg á sunnudag, 27:26, eftir að fyrri leiknum á heimavelli GOG hafði lokið með 25:25-jafntefli á miðvikudag. Einn sigur reyndist nóg til þess að tryggja titilinn. „Þetta er mjög skrítið kerfi hérna í Danmörku. Við þurftum þrjú stig þannig að það dugar að taka jafntefli og sigur,“ útskýrði Viktor Gísli í samtali við Morg- unblaðið. Hann var vitanlega í skýj- unum með sigurinn enda um fyrsta danska meistaratitil GOG í 15 ár að ræða. Liðið vann tvöfalt á tímabilinu þar sem það stóð einnig uppi sem deildarmeistari. „Líðanin er bara geggjuð. Það er gaman að vinna Aalborg loksins einu sinni í úrslita- leik á þessum þremur árum sem ég var hérna. Það er góð tilfinning,“ sagði Viktor Gísli sem verður 22 ára í næsta mánuði og á að baki 35 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Náðu loks að skáka Aalborg Sigurinn um helgina var sérlega sætur þar sem GOG hefndi til að mynda fyrir tap gegn Aalborg í bik- arúrslitum í apríl síðastliðnum en GOG og Aalborg hafa elt grátt silf- ur saman undanfarin ár. „Já klár- lega. Við töpuðum líka á móti þeim í undanúrslitunum um danska meistaratitilinn í fyrra.“ Að sögn Viktors Gísla hefur danski meistaratitillinn mikla þýð- ingu fyrir fólk á svæðinu en GOG leikur heimaleiki sína í smábænum Gudme sem tilheyrir Svendborg- sveitarfélaginu á eyjunni Fjóni. „Það er fólk bæði í Gudme og Gudbjerg sem styður okkur. GOG stendur fyrir Gudme Oure Gud- bjerg, sem eru þrír litlir bæir sem eru svona kjarninn, en svo eru líka margir í Svendborg sem styðja okk- ur,“ útskýrði hann. Hefði ekki getað endað betur Þriggja ára dvöl Viktors Gísla hjá GOG er nú lokið en hann er bú- inn að semja við franska stórliðið Nantes. Hann sagði það ánægjulegt að hafa endað dvölina í Danmörku á meistaratitlinum. „Já það er bara geggjað. Þetta hefði ekki getað endað betur. Ég hefði í rauninni ekki getað beðið um betri leið til að kveðja.“ Spurður hvenær hann haldi formlega til Nantes sagði Viktor Gísli: „Við byrjum að æfa 20. júlí þar en ég er ekki alveg kominn með dagsetninguna á því hvenær ég fer sjálfur út. það verður bara einhvern tímann fyrir það.“ Fyrst flytur hann heim til Íslands áður en hann flytur búferlum til Frakklands. „Ég flyt eftir þrjá daga til þess að koma mér heim sem fyrst.“ Vonast eftir Meistaradeildarsæti Á nýafstöðnu tímabili hafnaði Nantes í öðru sæti frönsku 1. deild- arinnar á eftir París Saint Germain. Ekki er enn komið á hreint hvort Nantes fylgi PSG í Meistaradeild Evrópu en félagið mun í það minnsta láta á það reyna. „Þeir eru að berjast um að fá „wildcard“-sæti til þess að komast í Meistaradeildina. Ég held að það sé mjög langt síðan franska deildin hefur bara verið með eitt lið í Meistaradeildinni þannig að ég er bjartsýnn á að liðið muni fá þetta „wildcard“-sæti,“ sagði Viktor Gísli. Hann greindi frá því að samn- ingur sinn við Nantes væri til næstu þriggja ára. Samningur Viktors Gísla við GOG var einnig til þriggja ára og kvaðst hann afar spenntur fyrir nýrri áskorun. „Ég er mjög spenntur. Ég hlakka til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið hérna í Danmörku. Þetta var alltaf planið, að fara eitthvað annað eftir þrjú ár hérna, þannig að það er gott að uppfylla það mark- mið,“ sagði Viktor Gísli að lokum í samtali við Morgunblaðið. Gaman að vinna þá loksins - Dvöl Viktors hjá GOG lauk með dönskum meistaratitli eftir útisigur á Aalborg - Fyrsti meistaratitillinn í 15 ár - Spenntur fyrir nýrri áskorun hjá Nantes Meistarar Viktor Gísli Hallgrímsson, hvítklæddur, fagnar meistaratitlinum með þremur samherjum sínum í GOG. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 2. deild kvenna Álftanes – Fram........................................ 0:3 Staðan: Grótta 4 3 1 0 20:2 10 Fram 3 3 0 0 9:0 9 KH 3 2 1 0 11:5 7 ÍR 3 2 1 0 7:4 7 Sindri 4 2 0 2 7:12 6 Völsungur 2 1 1 0 3:2 4 ÍH 4 1 1 2 10:12 4 ÍA 2 1 0 1 2:3 3 Álftanes 4 1 0 3 8:11 3 Hamar 3 0 1 2 2:6 1 Einherji 3 0 0 3 2:9 0 KÁ 3 0 0 3 3:18 0 Þjóðadeild UEFA B-deild, 2. riðill: Ísland – Ísrael........................................... 2:2 Staðan: Ísrael 3 1 2 0 6:5 5 Ísland 3 0 3 0 5:5 3 Albanía 2 0 1 1 2:3 1 Rússlandi var vísað úr keppni og fellur í C- deild. Leikir sem eftir eru: 24.9. Ísrael – Albanía 27.9. Albanía – Ísland A-deild, 1. riðill: Danmörk – Austurríki ............................. 2:0 Frakkland – Króatía ................................ 0:1 _ Danmörk 9, Króatía 7, Austurríki 4, Frakkland 2. C-deild, 3. riðill: Kasakstan – Slóvakía ............................... 2:1 Aserbaídsjan – Hvíta-Rússland.............. 2:0 _ Kasakstan 10, Slóvakía 6, Aserbaídsjan 4, Hvíta-Rússland 2. Undankeppni HM karla Úrslitaleikur um sæti á HM: Ástralía – Perú ........................ (0:0) 5:4 (víti) Bandaríkin Chicago – Orlando Pride........................ 1:0 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando Pride. Svíþjóð Eskilstuna – Örebro ................................ 2:0 - Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik- inn með Örebro. Vináttulandsleikur karla Albanía – Eistland.................................... 0:0 50$99(/:+0$ _ Guðlaug Edda Hannesdóttir hafn- aði í 31. sæti í keppni 55 sterkustu þrí- þrautarkvenna heims á heimsmeist- aramótaröðinni í þríþraut í Leeds á Englandi um helgina. Hún vann sig upp alla keppnina, var í 45. sæti eftir sundið, í 37. sæti eftir hjólreiðarnar og að lokum í 31. sæti eftir hlaupið þar sem hún náði sínum besta tíma í þrí- þraut, hljóp fimm kílómetra á 17,30 mínútum. Hún fær fyrir þennan árang- ur stig inn á nýjan úrtökulista fyrir Ól- ympíuleikana 2024. _ Giorgio Chiellini, fyrirliði ítölsku Evrópumeistaranna í knattspyrnu á síðasta ári, hefur samið við Los Angel- es FC til ársloka 2023 en félagið stað- festi þetta í gær. Chiellini er 37 ára og kvaddi Juventus í vor eftir átján ár þar og lék kveðjulandsleik sinn með Ítalíu á dögunum þegar liðið mætti Argent- ínu á Wembley. Chiellini lék samtals 561 mótsleik með Juventus og 117 landsleiki fyrir Ítalíu. _ Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus sem lék með Tindastóli á síð- asta keppnistímabili hefur samið að nýju við Skagfirðinga um að leika áfram með þeim næsta vetur. Badmus, sem er 28 ára gamall fram- herji og landsliðsmaður Írlands, fædd- ur í London, var í stóru hlutverki hjá Tindastóli í vetur þegar liðið komst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratit- ilinn en mátti sætta sig við ósigur gegn Val í oddaleik. Eitt ogannað Ólafur Andrés Guðmundsson lands- liðsmaður í handknattleik er á för- um frá Montpellier í Frakklandi eftir aðeins eitt tímabil með liðinu. Ólafur kom þangað frá Kristian- stad í Svíþjóð síðasta sumar en missti mikið úr vegna meiðsla og lék ekkert með liðinu á seinni hluta tímabilsins, eftir að hafa leikið með íslenska landsliðinu á EM í Ung- verjalandi í janúar. Ólafur hefur verið orðaður við Kolstad í Noregi en þangað fara bæði Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guð- jónsson fyrir næsta tímabil. Ólafur farinn frá Montpellier Ljósmynd/Szilvia Micheller Reyndur Ólafur Guðmundsson hefur leikið 137 landsleiki. Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica staðfesti í gær að samið hefði verið við Liverpool sem kaup- ir framherjann Darwin Núnez fyrir 64 milljónir punda. Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur hann þeg- ar samið við Liverpool til sex ára. Núnez er 22 ára gamall Úrúgvæi og skoraði 34 mörk í 41 mótsleik fyrir Benfica á nýliðnu tímabili. Tvö gegn Liverpool í Meistaradeildinni og alls sex í keppninni. Þá hefur Núnez skoraði tvö mörk í fyrstu ell- efu landsleikjum sínum fyrir Úrú- gvæ. Staðfestu söl- una til Liverpool AFP/Patricia De Melo Moreira Liverpool Darwin Núnez er á leið- inni til Englands í sumar. Danir og Króatar berjast um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta á meðan heimsmeistarar Frakklands eru neðstir í A-riðli, án sigurs, og gætu hæglega fallið nið- ur í B-deildina. Danir sigruðu Austurríki, 2:0, á heimavelli í gærkvöld þar sem Jo- nas Wind skoraði fyrra markið á 21. mínútu og lagði það seinna upp fyrir Andreas Skov Olsen á 37. mín- útu. Króatar gerðu góða ferð til Frakklands þar sem þeir hefndu fyrir tapið í úrslitaleik HM 2018 í Rússlandi og sigruðu Frakka 1:0 með marki frá Luka Modric úr víta- spyrnu strax á fimmtu mínútu leiksins eftir að brotið var á Orel Grinfeld. Eftir fjórar umferðir af sex eru Danir með 9 stig, Króatar 7, Aust- urríkismenn 4 og Frakkar 2 stig. Króatar eiga eftir heimaleik sinn við Dani og útileik við Austurríki en Frakkar eiga eftir að spila heima við Austurríki og mæta Dön- um á útivelli í lokaleiknum. AFP/Franck Fife Mark Luka Modric skorar sigurmark Króata gegn Frökkum úr vítaspyrnu á Stade de France og Frakkar geta nú ekki lengur unnið keppnina. Danir eru efstir en Frakkar neðstir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.