Morgunblaðið - 14.06.2022, Page 32

Morgunblaðið - 14.06.2022, Page 32
myntaráðs Íslands. Þá eigi hann og reki sína eigin netverslun sem sér- hæfi sig í innflutningi á þekktum pólskum merkjavörum. „Líf mitt hefur alfarið snúist um viðskipti undanfarin ár og námið í Wharton er eðlilegt framhald.“ Áður en hann einbeitti sér alfarið að öllu sem við- kemur viðskiptum og viðskiptafræði var hann í íþróttum, spilaði fótbolta með Breiðabliki í tíu ár, æfði box og skák. Fimm virtustu viðskiptaháskólar í Bandaríkjunum buðu Mateusz skólavist og í páskafríinu í apríl fór hann með föður sínum vestur um haf til þess að kynna sér þá betur. „Þetta eru mjög flottir skólar og upplifunin var ótrúleg, eins og í kvikmynd. Ég valdi Wharton enda hefur skólinn alltaf verið drauma- skólinn minn og er talinn besti við- skiptaháskóli í heimi.“ Lokamarkmið Mateusz, sem á 19 ára afmæli í dag, er að stofna eigið alþjóðlegt fyrirtæki. Hann segir að fyrirtæki á Wall Street í New York sækist eftir útskrifuðum nemendum frá Wharton sem og bandarískir bankar og önnur stórfyrirtæki. „Mig hefur alltaf langað að stofna mitt eigið fyrirtæki en fyrst hef ég hug á að prófa að vinna í einhverju flottu fyrirtæki, hvort sem það er á Íslandi eða í Ameríku, áður en ég fer mínar eigin leiðir.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Síðsumars byrjar Mateusz Piotr Jakubek nám í Wharton, viðskipta- skóla Pennsylvaníuháskólans í Bandaríkjunum, og er hann fyrsti Íslendingurinn um árabil til að fá inngöngu í skólann. Hann var á staf- rænni viðskiptalínu á viðskiptabraut í Verzlunarskóla Íslands og braut- skráðist sem stúdent með 9,4 í með- aleinkunn á dögunum. „Ég ætla að leggja áherslu á eignastýringu, fjár- festingarbankastarfsemi og mögu- lega viðskiptalögfræði,“ segir hann. Wharton er talinn einn virtasti viðskiptaháskóli heims og ekki hlaupið að því að fá inngöngu. Mat- eusz bendir á að 55.000 umsóknir hafi borist og aðeins 4,4% verið boð- in skólavist, en á meðal útskriftar- nema má nefna Elon Musk, Warren Buffett og Donald Trump. Þegar Mateusz var á fyrsta ári í VÍ áttaði hann sig á mikilvægi skólans og seg- ist þá hafa tekið stefnuna á að verða þar nemandi. „Wharton varð draumaháskólinn minn og ég gerði allt sem ég gat, bæði innan Versló og utan, til að komast inn í hann.“ Drifkraftur frá foreldrunum Mateusz fæddist á Íslandi en for- eldrar hans fluttu hingað með tvær hendur tómar frá litlum bæ skammt frá Gdansk í Póllandi. Þau reka pólsku nýlendu- og matvöruversl- anirnar Mini Market en þar hefur Mateusz ásamt bróður sínum oft að- stoðað foreldra sína eftir skóla og um helgar. „Þegar ég var krakki fylgdist ég með pabba í búðinni, hvernig hann vann stanslaust og spjallaði við við- skiptavini sína líkt og við fjölskyldu- meðlimi. Þessi mikli drifkraftur for- eldra minna hefur örugglega haft áhrif á mig og hvatt mig áfram í starfi sem og námi, þaðan fékk ég áhuga á viðskiptum,“ segir Mateusz. Undanfarin ár hefur hann unnið með náminu hjá ýmsum fyrir- tækjum, eins og til dæmis hjá grein- ingarfyrirtækinu Jakobsson Capital, nýbankanum Indó og Kontakt fyrir- tækjaráðgjöf. Hann segir að til þess að kynnast viðskiptalífinu enn frek- ar hafi hann gefið sig fram í stjórn félaga og sé meðal annars í stjórn fé- lagsins Ungra fjárfesta og Raf- Lífið snýst um viðskipti - Mateusz fyrsti Íslendingurinn um árabil í nám í Wharton Á draumastaðnum Mateusz Jakubek fyrir utan Wharton í Bandaríkjunum. Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Ferðaskrifstofa eldri borgara býður sérferð fyrir eldri borgara til Færeyja dagana 22.-26. ágúst. Flogið frá Keflavík með Atlantic Airways og gist á hinu glæsilega Hótel Brandan 4* Fararstjóri: Gísli Jafetsson. Innifalið í verði: Flug báðar leiðir frá Keflavík til Færeyja. Gisting á Hótel Brandan 4* í 4 nætur, morgunverður og kvöldverður alla daga. Auk þess skoðunarferðir til Götu, Klaksvíkur, Fuglafjarðar, Gásadals og víðar. Heimsókn í Norðurlandahúsið og einnig að Kirkjubæ þar sem hádegisverður er snæddur í elsta timburhúsi sem búið er í í Evrópu. *Aukagjald fyrir einbýli: 39.500 kr. FÆREYJAR með flugi 22.-26. ágúst Verð kr. 199.900 á mann m.v. gistingu í tvíbýli* Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Hótel Brandan Sérferð eldri borgara Það er mikil stemning í okkar ferðum Örfá sæti laus ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. „Líðanin er bara geggjuð. Það er gaman að vinna Aal- borg loksins einu sinni í úrslitaleik á þessum þremur árum sem ég var hérna,“ sagði Viktor Gísli Hall- grímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sem á sunnudaginn varð danskur meistari með GOG eftir sig- ur á Aroni Pálmarssyni og samherjum hans í Aalborg í úrslitaleik á útivelli en það var kveðjuleikur hans með liðinu. »26 Kveður GOG sem danskur meistari ÍÞRÓTTIR MENNING Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika í Guðríðar- kirkju í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Kórinn fer í beinu framhaldi í söngferðalag til Bretlands og syngur í borgunum Bournemouth og Pool 19. júní. Í til- kynningu frá kórnum kemur fram að hann sé þekktur sem „baráttukór eftir að hafa sungið á og vakið athygli á einbreiðum brúm í Sveitarfélaginu Hornafirði“ en kvennakórinn söng við formlega athöfn Vegagerðarinnar þegar tvíbreið brú við Steinavötn í Suðursveit var tekin í notkun. Stjórnandi er Heiðar Sigurðsson sem hefur út- sett og samið mörg þeirra laga sem kórinn flytur. Vortónleikar fyrir söngferðalag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.